Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Síða 11
11 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 Fréttir Frumvarp f] ármálaráöherra um breytingar á þungaskattslögum: Utlendingum mismunað Erlendir feröamenn skulu greiöa 90% hærri þungaskatt en íslendingar Samkvæmt frumvarpi um breyt- ingar á lögum um þungaskatt af dísilbilum, sem nú er í meðfórum alþingis, er erlendum ferðamönn- um, sem ferðast um ísland á eigin fólksbíl með dísilvél, gert að greiða um 90% meira í þungaskatt en is- lenskum eigendum sams konar bíla, verði frumvarpið að lögum. Samkvæmt frumvarpinu verður erlendum ferðamanni á dísilbil, sem vegur á milli eitt og tvö tonn, gert að greiða fyrir hverja byrjaða viku kr. 4.035 en íslendingur, sem á sams konar bíl og greiðir þungaskattinn samkvæmt fastagjaldi, greiðir rúm- lega 132 þúsund krónur á ári eða 2.540 kr. á viku. Munurinn nemur rúmum 92 af hundraði, útlendingn- um i óhag. „Samkvæmt almennri jafnræðis- reglu laga þá má ekki mismuna mönnum eftir þjóðerni," segir Ragn- ar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður. Ragnar segir að á hinn bóg- inn séu fjölmörg undanþáguákvæði Þær vinna hjá sparisjóðnum. Frá vinstri: Ingigerður Arnijótsdóttir, Brynja Ingólfsdóttir, Arnfríður Jónsdóttir og Anna Dóra Snæbjörnsdóttir í nýja hús- næðinu. DV-mynd Finnur Sparisjóður Mývetninga flytur DV, Mývatnssveit: Nýtt húsnæði Sparisjóðs Mývetn- inga var opnað 9. apríl í fé- lags- heimilinu Skjólbrekku. Sparisjóður- inn var áður að Helluvaði en þar hefur hann verið til húsa frá stofn- un hans árið 1945. Sparisjóðsstjóri er Kristján Hjelm. í Reykjahlíð er útibú frá sparisjóðnum. -FB Þriðji togari Sigl- firðings á veiðar DV, Fljótnm: Svalbarði SI 302, þriðji togari Siglfirðings á Siglufírði, heldur til veiða í næstu viku en að undan- förnu hefur togarinn verið í Reykja- vík til breytinga. Þar var meðal annars settur upp lausfrystibúnað- ur í lest skipsins. Svalbarði hét áður Svalbakur og var í eigu Útgerðarfélags Akureyr- inga. Siglfirðingur hf. keypti togar- ann fyrr í vetur og áformar að gera hann út á rækjuveiðar. Að sögn Runólfs Birgissonar, framkvæmdastjóra Siglfirðings, var skipið keypt án veiðiheimilda. Sval- barði fer á Flæmska hattinn til að byrja með. Fyrir á Siglfirðingur tog- arana Sigli, sem er eitt stærsta flski- skip íslendinga, og Siglfirðing SI 150. -ÖÞ £*sr. í sambandi við EES-löggjöfina og þurfi að rannsaka hvort um eitt- hvert slíkt geti verið að ræða í þessu tilviki áður en fullyrt verði um hvort ákvæði frumvarpsins um akstur ferðamanna hér á eigin dísil- bílum stríði gegn gildandi lögum. Hermann Jónasson, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu og einn höf- unda frumvarpsins, segir að þessar tölur séu teknar nánast beint úr þeirri reglugerð sem farið hefur ver- ið eftir hingað til. „Við í fjármála- ráðuneytinu tökum enga afstöðu til þess hvort þetta standist. Við kom- um tölunum á framfæri til að menn sjái þær svart á hvítu. Það verður öruggleg einhver umræða um þetta. Aðspurður hvort ekki sé verið að leggja til gríðarlega mismunun seg- ir Hermann: „Við erum alveg sam- mála því en þetta hefur verið svona. Ástæðan til að við setjum þetta í frumvarpið er að við erum að vekja athygli á þessari gjaldtöku. Hún hef- ur verið með þessum hætti á grund- velli lagaheimildar. Við viljum að alþingi skoði hvað það vill gera varðandi þessa gjaldtöku. Það er erfitt fyrir ráðuneytið að lækka gjöld á hinu og þessu án þess að al- þingi hafi neitt um það að segja.“ -SÁ Smásagnakeppni um Tígra í umferðinni * Tígri er um þessar mundir að Iæra umferðarreglurnar. Hvernig ætli honum gangi að fara yfir götumar, ætli hann kunni á umferðarljósin? Skyldi hann eiga reiðhjól og endurskinsmerki? Það er margt sem getur komið fyrirTígra í umferðinni ef hann fer ekki varlega. Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í því að skrifa smásögu um Tígra í umferðinni. Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið 50 sögur verða valdar og gefhar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun. r Komið verður upp Tígrahorni í Kringlunni dagana 9.-14. apríl ar sem þú getur fengið öll átttökugögn. Þú getur einnig haft samband við Krakkaklúbb DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, eða Umferðarráð, Borgartúni 33,105 Reykjavík, og við sendum þér gögnin. Skilafrestur er til 6. maí. Það er leikur að skrifa um Tígra í umferðinni. ettdk' W&M í samstarfi við yUNTERÐAR Qg lögregluna UMKBÆKUR handa fóikt sem kann að meta ualdar bækur Ótrúlega ódýrar og ennþá ódýrari í áskrift sogur im m ainm ÍtðM&NTÍISK S4BA BR funfmtm 550 5000 I—aBÆKUR SANNKALLAÐAR ÚRVALSBÆKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.