Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 Lesendur___________________ Skilningur og mis- skilningur um leikrit Jónas Árnason - fyndni gædd andríki. Bretar kalla slíkt „wit“, segir Stein grímur m.a. Spurningin Hvert stefnir þú? Sigrún Gunnlaugsdóttir mat- reiðslumaður: Bara að því að hafa ánægju af lífrnu. Ólafur Frímann Gunnarsson nemi: bara áfram í lífinu. Sólveig Jóna Jóhannesdóttir heimavinnandi: Ég stefni bara í af- mæli þessa stundina. Haraldur Jónsson sjómaður: Eg stefni í sama afmælið. Margrét Víkingsdóttir ferða- málafræðingur. Upp á við. m f Ásgerður Ósk Jakobsdóttir nemi: Bara inn í framtíðina. Ég set mark- ið hátt. Steingrímur St. Th. Sigurðsson skrifar: Borgarleikhúsið var þarna á sin- um stað. Aldrei hafði bréfritari stig- ið fæti sínum í þetta hús og til þess ærin ástæða... Og nú var allt í einu í þetta hús komið beint á frumsýn- ingu íslensks leikrits, Kvásarvals- ins eftir Jónas Ámason. Jónas er oftast nær skemmtilegur höfundur - gæddur því sem einkenndi írana Shaw og Oscar Wilde, fyndni gædd andríki. Bretar kalla slíkt „wit“. Stemning var á frumsýningunni. Sumir leikarar fóru á kostum, ekki síst Rúrik Haraldsson, sá orkumikli úr Vestmannaeyjum. Hann er á heimsmælikvarða. Á Vísisárum -mínum ámálgaði Gunnar G. Schram, þáverandi ritstjóri, það við mig að það væri löngu tímabært að gefa alvarlega gaum að íslenskum leikara sem ekki væri nægur sómi sýndur. Schramarinn er ensk- menntaður á sama hátt og Rúrik er menntaður frá London (ekki Sví- þjóð eða íslandi). Gunnar benti réttilega á að Rúrik stæði sig allra best í vandasömustu hlutverkunum, enda er maðurinnn það sem dansk- urinn kallar „mandig" - sýnir mannmennsku. íslensk öfund og íslenskur klíku- skapur ríða ekki við einteyming - ekki síst í leikhúslífinu, þar sem tíðkast vendettur og aftökur með lágkúrulegum hætti. Það er eins og nútíma-íslenskt listafólk - bæði í bókmenntum, músík og myndlist - þoli ekki kraft, innri heiðursein- kenni og lífsreynslu. En lífsreynsla er oft mesta menntunin og sú eina sanna. Því verður listafólk að þora að lifa og lifa átök af. Leikur Rúriks í þessu snilldar- stykki Jónasar Árnasonar er stór- Helga skrifar: Leitt er til þess að vita að organ- istinn í Langholtskirkju - og hans fylgismenn - halda áfram að senda sóknarprestinum þar tóninn (og það óhreinan) þrátt fyrir háttvís tilmæli í nýlegum úrskurði vígslubiskups. Ég vil hvetja menn þessara óhreinu tóna til að láta af þessari vanstill- ingu og bið prófast um að líta vel til með þeim. í þessu sambandi má minna á að fyrir nokkrum árum var einn besti organisti landsins þá látinn fjúka af því að hann var þá ekki talinn fást til að lúta eðlilegum kirkjuaga. Það hlýtur að endurtaka sig í Kristján Guðmundsson skrifar: Athyglisverð klausa birtist í íþróttafréttum 16. aprO sl.: „ítalskir stjórnmálamenn flykkjast á knatt- spyrnuvelli landsins þessa dagana. Á sunnudaginn verða þingkosning- ar í landinu og þeir sem berjast um þingsætin telja vænlega leið til ár- angurs að láta sjá sig á vellinum." Já, varð mér að orði þegar ég las þetta, það er ekki á stjórnmálamenn á Ítalíu logið. En gæti ekki verið að kostlegur, fengi örugglega hæstu einkunn og viðurkenningu þar sem er leikhúsmenning eins og t.a.m. á Broadway eða í London. Leikstjór- inn, Inga Bjarnason (enskmenntuð), viröist vera í sér umslagi sem list- rænn leikstjóri. Henni tekst að skapa kyrrláta spennu í heildarsýn- ingu verksins og nær því, sem ekki er svo auðvelt, að allt falli fram með náttúrlegum hætti, að „orð samhæf- Langholtskirkju ef „tóna-menn“ taka ekki háttaskiptum með endur- nýjun hugarfarsins. Hvað er eðlilegra en að líta á kirkjukór sem hluta viðkomandi safnaðar er leiðir sönginn án þess að standa stöðugt í sviðsljósinu en auðgar þó guðsþjónustuna með sér- stökum söng sínum þegar prestur- inn, sem er ábyrgur fyrir helgihald- inu, óskar þess. Hvað orgeli viðvíkur þá má alveg vekja athygli á að i austurkirkjunni er vel hægt að komast af án orgels því mannsbarkinn (prestar og söfn- uður) sér um tónana og engum leið- ist þótt staðið sé í hinum nær sætis- við íslendingar eigum einhverja svipaða? Mig minnir að tUtekinn forsetaframbjóðandi sé skyndUega orðinn fastagestur á mörgum þeim uppákomum þar sem von er á sjón- varpsvélum og kjósendum. Sitji glaðbeittur á handboltavöUum og al- vörugefinn í kirkjum en hafi þar tU nýlega haft fremur takmarkaðan áhuga á guðsþjónustum og hand- knattleik. Er vonandi að kjósendur, ist athöfn", eins og Shakespeare tal- ar um. Á þessum tímum méðal- mennskunnar hér á Fróni var gott að anda að sér súrefni á sýningu Kvásarvalsins. í húmorvana samfé- lagi íslensku á list Jónasar kannski ekki upp á paUborðið hjá ýmsum gagnrýnendum. En heiður sé Borg- arleikhúsinu fyrir að hafa valið jafngott verk og Kvásarvalsinn til sýningar. lausu kirkjum i allt að þrjá tíma á meðan þjónustan við guð varir. Þögnin á einnig rétt á sér í guðs- þjónustu safnaðarins. Já, þögnin, því safnaðarfólkið hefur einnig þörf fyrir frið frá tali og tónum, tU hins kyrrláta samtals við guð sinn. Þetta vita bestu menn kirkjunnar afar vel og mættu þeir gjarnan láta í sér heyra um gildi þagnarinnar í hinni almennu guðsþjónustu safnaðarins. Að liðnum páskum ættu menn að hugleiða þetta um leið og friðar- höfðingjans er minnst sem er þó höfundur og fullkomnari hinnar kristnu trúar. jafnt á Ítalíu sem íslandi, sjái í gegn- um hræsni slíkra frambjóöenda. Borgarstjóraefni R-listans, núver- andi borgarstjóri, hafði þannig jafn- an talað af takmarkaðri virðingu fyrir „keppnisíþróttum" en vikurn- ar fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar 1994 var hún tíður gestur á úr- slitaviðureignum Vals og KA á ís- landsmeistaramótinu í handknatt- leik. Ótímabærir tónar organista Hræsnarar á vellinum? Pólitískir hræsnarar á meðal áhorfenda? Pétur K. Hafstein - trúverðugur frambjóðandi Einar Árnason skrifar: Það var ánægjulegt að heyra málflutning Péturs K. Hafstein sem hefur ákveðið að bjóða sig fram til forsetaembættisins. Hann verkaði á mig sem afar traust og fáguö persóna. Maður- inn virðist alveg niðri á jörðinni hvað embættið varðar og er að mínu mati í alla staði trúverðug- asti frambjóðandinn sem enn hefur komið fram. - Vonandi fáum við að njóta hæfíleika Pét- urs í þessu virta embætti. Hvaða þingmað- ur Sjálfstæðis- flokks? Bjöm Sigurðsson skrifar: í ffétt Alþýðublaðsins sl. mið- vikudag er vitnað til eins þing- manns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann segir Alþýðublaðinu að hann hafi ekki nokkra trú á því að Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur og aðal- samningamaður íslendinga um úthafsveiðar bjóði sig fram til forseta. Hann hafi klúðrað ýmsu svo illilega með þeim hætti, er haft eftir þessum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann ef- ist um að nokkur í hans þing- flokki kysi Guðmund! Þetta minnir mann á að Guðmundur var ekki í uppáhaldi hjá fyrrver- andi ríkisstjórn þeirra kratanna. - En hver skyldi þessi þingmað- ur annars vera sem er svona inni á gafli Alþýðublaðsins? Rússar efna til óskunda Haraldur hringdi: Rússneskir togarar eru að fær- ast í aukana og efna til óskunda hjá íslenskum togurum, fleiri en einum og fleiri en tveimur. Hvað gera íslensk yfirvöld nú? Senda þeir varðskip með klippur eða stugga þeir við þeim rússnesku á einhvem hátt? Nú gengur ekki lengur að sýna Rússunum neina tilslökun á þeim forsendum að við kaupum af þeim fisk eða eig- um í viðræðum við þá. Rússar eira engu og fylgja engum regl- um, ekki einu sinni sjóreglum. Alþýðudekurí Borgarleikhúsinu Þorsteinn Jónsson skrifar: Ég er búinn að sjá leikritið Kvásarvalsinn eftir Jónas Árna- son. Ég er nú frekar á sveif þeirra sem hafa skrifað um leik þennan og segja hann t.d. „gaml- an farsa um gamalt efhi“. Lítið annan en „alþýðudekur". Mikið um ærls og látalæti sem gamalt fólk, a.m.k. hér á landi, er ekki þekkt fyrir. Og það er svo spum- ing hvort yfirleitt sé hægt að gera eitthvert leikrit, sérstaklega um ellina. Hvar byrjar ellin í fólkinu? Hvar eru 14.000 störfin? Kristinn Sigurðsson skrifar: Allir muna hástemmd loforð Framsóknarmanna fyrir kosn- ingar, 14.000 ný störf. En allt er það svikið og uppsagnir hér og þar í þjóðfélaginu. Iðnaðarráð- herrann, sem sumir halda að sé í Sjálfstæðisflokknum, hefur nú Orkustofnun í sigtinu og þar missa margir menn vinnuna, þeirra á meðal hámenntaðir starfskraftar. Allt til þess að þjóna einkageiranum. Selja á Búnaðarbankann og telja margir að SR-sala sé á næsta leiti. Mað- ur skilur ekki lengur hVað snýr upp og hvað niður. Eru ráöherr- amir virkilega orðnir strengja- brúður fjármálaráöherra?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.