Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hagkvæmnin gleymdist
Þeir sem feröast hafa um nálæg Evrópulönd hafa tek-
iö eftir því að dísilknúnir einkabílar eru algengir á göt-
unum. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum. Algengir
eru smábílar með dísilvélum. Fólk velur þessa bíla frem-
ur en bensínbíla og það af mörgum ástæðum.
Þessu er þveröfugt farið hérlendis. Það heyrir til und-
antekninga að fólksbílar hér séu dísilknúnir. Það eru
helst leigubílar og stærri jeppar auk vöru- og fólksflutn-
ingabíla sem eru með dísilvélum. Skattareglur ráða því
að óhagkvæmt er að reka dísilknúna fólksbíla.
Dísilbílar menga minna og nota minna af eldsneyti en
bensínbílar. Þeir slíta vegakerfinu rétt eins og þeir bens-
ínknúnu. Dísilolía er ódýrari í innkaupi en bensín auk
þess sem hún er hættuminni í meðfórum.
Flest mælir því með því að nota fólksbíla með dísilvél-
um fremur en bensínbíla. Það er hagkvæmara fyrir ein-
staklinginn og einnig fyrir samfélagið. Mengun af völd-
um bíla er alvarlegt áhyggjuefni. Dísilbílar menga en
þeir menga minna en bensínbílar. Stjórnvöld hafa hins
vegar sett þær reglur að fólksbílar með dísilvél eru alls
ekki valkostur fyrir almenning.
í vor voru samþykkt lög um innheimtu olíugjalds af
dísilolíu fyrir bíla. Tilgangurinn var meðal annars að
koma í veg fyrir mismun á skattlagningu á notkun bens-
ín- og dísilbíla. Dísilbíllinn átti að verða jafngóður kost-
ur og bensínbíllinn. Þá átti um leið að bæta innheimtu
vegaskatta af dísilbílum.
í lögunum var gert ráð fyrir undanþágum og endur-
greiðslukerfi. Fljótt þótti sýnt að það kerfi væri illfram-
kvæmanlegt. Því var gildistöku laganna frestað. Fjár-
málaráðherra hefur lagt fram nýtt frumvarp sem kveður
á um gjaldtöku af dísilbílum. Þar hefði mátt búast við því
að hugað væri að hagkvæmni dísilknúinna smábíla.
Svo er þó alls ekki. Fjármálaráðuneytið viðurkennir
að í frumvarpinu, sem þegar hefur verið tekið til fyrstu
umræðu, hafi hreinlega gleymst að gera dísilknúna smá-
bíla jafngildan kost fyrir almenning og bensínbílar eru.
Framkvæmdastjóri Félags íslenkra bifreiðaeigenda telur
þetta forkastanlegt og er varla hægt að lá honum það.
Talsmaður íj ármálaráðuneytis ins getur ekki skýrt
glappaskotið en gerir þó fastlega ráð fyrir því að þetta
verði lagfært í meðferð þingsins. Það verða hinir hag-
sýnu að vona. Það gengur ekki upp að stjómvöld stýri
þessum málum á þann hátt að kostnaður við ekinn kíló-
metra smábíls með bensínvél sé tæplega 9 krónur en
12-13 krónur ef sambærilegur bíll er með dísilvél. Samt
eyðir dísilbíllinn færri lítrum.
Danir hafa farið þá leið að löggilda búnað sem litar
olíu sem fer á bensínstöðvar. Olía sem fer til húshitunar,
á vinnuvélar og skip er hins vegar ólituð. Þetta kerfi auð-
veldar eftirlit og á að koma í veg fyrir misnotkun. Þama
gætum við lært af frændum okkar.
Einkabíllinn er drjúg tekjulind fyrir ríkisvaldið. Stór
hluti bílverðs rennur beint til ríkisins. Bíleigendum er
og gert að greiða skatta af bílum sínum auk þess sem
eldsneytið er skattlagt sérstaklega.
Bíleigendur hafa látið þetta yfir sig ganga. Bíllinn veg-
ur því þungt í rekstri hvers heimilis. Athygli vekur einn-
ig að lífsnauðsynleg öryggistæki í bíla, sem fram hafa
komið undanfarin ár, t.d. svokallaðar ABS-öryggisbrems-
ur og loftpúðar fyrir bílstjóra og farþega í framsæti, em
skattlögð að fullu í bílverðinu. Það ætti að vera þveröf-
ugt. Yfirvöld ættu að stuðla að því að gera þennan örygg-
isbúnað sem ódýrastan og um leið sjálfsagðan.
Jónas Haraldsson
Samkvæmt 1. gr. laga um
stjórn fiskveiða eru allir nytja-
stofnar á íslandsmiðum sam-
eign íslensku þjóðarinnar og út-
hlutun veiðiheimilda myndar
ekki eignarrétt eða óafturkall-
anlegt forræði einstakra aðila
yfir veiðiheimildum.
Samkvæmt orðanna hljóðan
ætti einstaklingum eða félögum
ekki að vera heimilt að selja,
leigja, veðsetja eða beinlínis
erfa veiðiheimildir (kvóta).
Þjóðin á auðlindina, hún hefur
ekki lögformlega afsalað sér
eignarrétti nytjastofna við ís-
landsstrendur til „kvótaeig-
enda“ þótt staðreyndin sé sú að
um 90% þjóðarinnar hafa ekki
lengur neinn aðgang að auðlind-
inni og ekki verður heldur séð
hvemig hún getur endurheimt
hana þar sem búið er að veð-
setja veiðiheimildir langt fram
á næstu öld.
„Veit þjóðin að á Aþingi íslendinga sitja þingmenn og ráðherra sem eiga gíf-
urlegra hagsmuna að gæta sem kvótaeigendur og erfingjar upp á hundruð
milljóna?" spyr greinarhöfundur m.a.
Framkvæmd fisk-
veiðistjórnunar
- persónuleg hagsmunatengsl
Ahugaleysi kjósenda
Þrátt fyrir allt ber þó hinn al-
menni kjósandi í landinu ákveðna
ábyrgð á þessari mestu eignatil-
færslu íslandssögunnar með því
að kjósa Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokkinn sem bera stjórnar-
farslega höfuðábyrgð á úthlutun
og meðferð veiðiheimilda og öllu
því braski og sjóðasukki sem því
hefur fylgt.
Ókunnugleiki og áhugaleysi
kjósenda gagnvart sinni langverð-
mætustu auðlind (70-80% af út-
ílutningi þjóðarinnar) auðveldar
„kvótakóngum" að leggja undir
sig fiskveiðilandhelgina. Mótmæli
smábátaeigenda mega sín þar lítils
gegn blekkingum og áróðri stjórn-
ar LÍÚ um að núverandi fiskveiði-
stjórnun sé þjóðhagslega hagstæð
og að arðsemi fyrirtækja byggist á
frjálsu framsali veiðiheimilda.
Þjóðin verður að kynna sér vel
framkvæmd fískveiðistjórnunar í
landinu; þessi sameign þjóðarinn-
ar hefur að mestu verið afhent
bótalaust til nokkurra útgerðar-
fyrirtækja með stuðningi LÍÚ og
fyrr- og núverandi sjávarútvegs-
ráðherra, þeirra Þorsteins Páls-
sonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Veit þjóðin?
Veit þjóðin að sameign hennar
(kvótinn) hefur verið veðsett fyrir
um 70-80 milljarða? Veit þjóðin að
eignarkvóti sex stærstu útgerðar-
fyrirtækja landsins er um 15 millj-
arðar? Veit þjóðin að þessi sömu
fyrirtæki eru með hundruð báta
tii veiða fyrir sig sem fá aðeins í
sinn hlut um 20% af verðmæti
landaðs afla? 80% fá kvótaeigend-
ur án nokkurs tilkostnaðar.
Veit þjóðin að samkv. frum-
varpi sem lagt verður fram verða
Kjallarinn
Kristján Pétursson
fyrrv. deildarstjóri
rannsóknastofnunar og fiskimála-
stjóri?
Veit þjóðin að á Alþingi íslend-
inga sitja þingmenn og ráðherra
sem eiga gífurlegra hagsmuna að
gæta sem kvótaeigendur og erf-
ingjar upp á hundruð milljóna?
Persónuleg
hagsmunatengsl
Hefur engum alþingismanni
dottið i hug að kanna þessi mál;
hvort um gæti verið að ræða
óæskileg og persónuleg hagsmuna-
tengsl sem ekki samrýmast starfs-
háttum löggjafarvaldsins? Ef dóm-
arar teljast vanhæfir til að dæma í
málum vegna laga sem þeim hefur
verið falið að semja, hvert er þá
vanhæfi þingmanna og ráðherra
sem kvótaeigenda og erfingja til að
fjalla um sín persónulegu hags-
„Ef dómarar teljast vanhæfir til aö dæma
í málum vegna laga sem þeim hefur verið
faliö að semja, hvert er þá vanhæfi þing-
manna og ráðherra sem kvótaeigenda og
erfingja til að fjalla um sín persónulegu
hagsmunamál innan Alþingis?"
leyfilegir sóknardagar á ári hjá
handfærabátum 84 en hjá línubát-
um 55? Veit þjóðin þá afleiðingu
kvótakerfisins að miklu magni af
fiski, sem ekki nær sökum stærð-
ar og gæða því markaðsverði sem
þarf til að standa undir okurkvóta-
leigu, er hent í hafið eða reynt að
landa fram hjá vikt? Veit þjóðin að
í fimm manna stjórn Hafrann-
sóknastofnunar eru tveir stjórnar-
menn LÍÚ, tveir starfsmenn Haf-
munamál innan Alþingis? Mark-
mið þjóðarinnar er að endur-
heimta eignarrétt sinn á nýtingu
auðlindarinnar og það verður best
gert með auðlindaskatti og afnámi
kvótans. Ef við viðhöldum kvóta-
kerfinu missir þjóðin endanlega
eignar- og umráðarétt sinn á fisk-
veiðilandhelginni. Augljós stað-
reynd sem allir eiga að geta skilið.
Kristján Pétursson
Skoðanir annarra
Upplýsingafrelsið
„Reglugerð fjármálaráðuneytis um meðferð upp-
lýsinga úr álagningaskrám er afkáraleg en um leið
sumpart skiljanleg. Fjölmiðlar verða að sætta sig við
þá staðreynd og horfast í augu við hana, að þeir hafa
misnotað þær upplýsingar sem álagningarskráin
veitir með alvarlegum hætti... . Upplýsingafrelsi er
óhjákvæmilegur og nauðsynlegur þáttur nútíma
samfélags. Án þess þrífast til að mynda ekki frjáls
viðskipti né heldur frjáls, fordómalaus umræða og
skoðanaskipti."
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 17. apríl.
Yfirfærsla grunnskólans
„Sú þróun sem virðist ætla að verða reglan hér, að
sveitarfélög sameinist um skólarekstur þar sem þess
er þörf, eykur möguleikana og hlýtur að draga úr
áhyggjum skólamanna um að niðurstaðan verði
verri skóli í fámennari byggðum. . . . Yfirfærsla
grunnskólans gefur á hinn bóginn ijölmörg sóknar-
færi og ekki er við öðru að búast en að nú, þegar
þetta ferli er komið á beinu brautina, verði þau nýtt
skólastarfi í landinu til heilla."
Úr forystugrein Tímans 18. apríl.
Alþjóðleg samkeppni
á heimamarkaði
„Fyrirkomulag þjónustu og stuðningsaðgerða við
uppbyggingu atvinnulífs hér á landi er tiltölulega
flókið og ekki mjög gagnsætt fyrir þá sem þurfa að
nota þjónustuna. . . . Aukin samkeppni og alþjóða-
væðing eru þau atriði sem mikilvægt er að vera vak-
andi fyrir. Alþjóðavæðingin kemur ekki einungis
fram i að fyrirtæki eigi að ráðast í útflutning, held-
ur er það aukin alþjóðleg samkeppni hér á heima-
markaði sem þarf að svara.“
Hallgrímur Jónasson í Púlsinum,
fréttablaði Iðntæknistofnunar.