Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 15
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 15 anþegnir bifreiðagjaldi til ríkisins - svokölluðu kílógjaldi. Það ber að þakka og er vissulega að verðleik- um metið og stjórnvöld eiga þar fyrir þakkir. En ellilífeyrisþegar njóta ekki þessara réttinda, hversu sem nú á því stendur, því nú átti á sinni tíð eitt yfir báða að ganga, að ég hélt. Nú bregður svo við að þegar hann Flosi segir í sínum snilldar- þáttum. Um þetta munar fyrir þann sem um árabil hefur aðeins notið bóta og fær nú þessi aukaút- gjöld í ofanálag við ellina. Þannig mætti áfram telja og tí- unda og nýleg dæmi höfum við um harkaleg vinnubrögð lífeyrissjóðs eins sem fyrirvaralaust skerðir líf- eyri til síns fólks og fer þar eftir „Lækkun uppbótar nú síðast kom vissu- lega við fjölmennan hóp, nær 2.000 manns a.m.k., fólk sem munar verulega um þess- ar krónur í heimilisbókhaldi sínu þar sem úttektarhliðin sækir sífellt á hina.“ Á öryrkjavettvangi Áleitin, nagandi kennd öryggis- leysis og afkomukvíða er eðlileg hjá þeim sem rétt hafa til nauð- þurfta og máske varla það. Við verðum hér á bæ Öryrkjabanda- lagsins mjög vör þess að við hinar sífelldu breytingar á trygginga- kerfinu í skerðingarátt, sem yfir hafa gengið á undanförnum árum, fer þessi kvíðakennd vaxandi og veldur miklu hugarangri margra. Breytingamar hafa í þá veru ver- ið að hafa áhrif og koma við knappan fjárhag fólksins sem að vonum spyr hvort engan endi muni taka. Kjallarinn Engin áhrif? Lækkun uppbótar nú síðast kom vissulega við fjölmennan hóp, nær 2.000 manns a.m.k., fólk sem munar verulega um þessar krónur 1 heimilisbókhaldi sínu, þar sem úttektarhliðin sækir sífellt á hina. Þegar verið er að segja að 25 millj- ónir yfir heildina árlega, eins og aðgerðin er talin hafa í fór með sér í sparnaði ríkisins, geti vart haft áhrif á lífskjör fólks þá er það greinilega sagt af slíkum ókunnug- leika um lífsaðstæður allar að með ólíkindum er. Þegar búið er við mörk hins mögulega þá munar um hverja þá upphæð sem af er tekin. Fyrir nokkrum árum varð sú breyting á að tekutryggingarupp- hæð ellilífeyrisþega, sem lengi hafði verið sú sama og öryrkja, var lækkuð og hefur sá munur haldist. Tekjutryggingarupphæð öryrkjans, sem verður ellilífeyris- þegi við 67 ára aldur skv. skil- greiningu trygginganna, lækkar þannig um meira en 800 kr. á mán- uði og margir hafa hingað hringt og spurt hverju þessi ókjör sættu. Á sínum tíma barðist Landssam- band aldraðra harðlega hér í gegn og leitaði svara hjá ráðuneyti og ráðherra og fékk svona dæmigerð „af því bara“ svör við ástæðum þessara óskapa. En sannleikurinn er sá að okk- ar fólk, sem árum, jafnvel áratug- um, saman hefur orðið að láta sér bætur trygginga til lifsframfæris nægja, það spyr eðlOega að því hvort auðveldara sé að lifa eftir að eUikvillar ýmsir hafa bæst við ör- orkuna og verður harla fátt um svör. Þetta fólk segir réttilega að það muni svo sannarlega um þess- ar 10 þúsundir á ári inn í sitt líf- Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ skjaramunstur sem ekki var of fjölskrúðugt fyrir. Eigin geðþóttareglur Öryrkjar, þeir sem njóta örorku- lífeyris eða örorkubóta, eru und- örorkulífeyrisþeginn verður eUilíf- eyrisþegi og á nú áfram sína bif- reið að þá berst honum rukkun um téð bifreiðagjöld, enda nýtur hann hvorki örorkulífeyris eða ör- orkustyrks heldur eUUífeyris. Það er nú mergurinn málsins, eins og eigin geðþóttareglum sem fara þvert í ýmsu á almennar reglur líf- eyrissjóðanna í landinu. Á ör- yrkjavettvangi er ekki ein báran stök. Helgi Seljan Öryrkjar eru undanþegnir bifreiðagjaldi ríkisins - nú verður örorkulífeyrisþegi ellilífeyrisþegi og þá berst hon- um rukkun um téð gjald. - Hvað veldur? Kvennaathvarf i Dagsbrún? Það er sú framtíðarmynd sem mér birtist af því félagi sem ætti svo sannarlega að vera fyrirmynd annarra félaga af sama stofni, Verkamannafélaginu Dagsbrún. Sú eyðing félagsstarfs sem ein- kenndi svo fyrri stjórn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Strjál og ómarkviss fundahöld, marklausar yfirlýsingar og tak- markalaus sjálfumgleði með eigin ágæti nýkjörinnar forystu gefur ekki ástæðu tU annars en svart- sýni sem og umfjöllun þeirra og meðferð á sameiningarmálum Dagsbrúnar og Framsóknar. Kostir eða ókostir? Að sameina félögin hefur ekki verið neitt keppikefli stjórnar Dagsbrúnar, það vita þeir sem tU þekkja, enda með öUu óvíst hverj- ir fengju formennskuhlutverk í slíkri samsteypu. En nú skyndilega finna þessir heiðursmenn sig knúna tU þess að gera eitthvað. Láta fram fara alls- herjaratkvæðagreislu, sem þeir kalla skoðanakönnun um það hvort félagsmenn vilji sameiningu eður ei, án þess þó að þeim sem at- kvæðin eiga að greiða séu á nokkum hátt kynntir kostir eða ókostir sem því gætu fylgt. Kjallarinn Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson verkamaður Lágmarkskurteisi Það er margflókið ferli sem þarf tU þess að sameina Dagsbrún öðru félagi, t.d. þarf lagabreytingar og kosningar tU þess og aUt það sam- ræmingarstarf á reglum og venj- um félaganna í innra og ytra starfi þeirra. Það er svo lágmarkskurt- eisi að taka tUlit tU hins aðilans í undirbúningi samstarfs. Slíkt tUlit er ekki auðvelt að koma auga á i yfirlýsingum nýkjörinnar forystu Dagsbrúnar þegar þeir heiðurs- menn sem þar eru í forsvari fuU- yrða að sameiningarviðræður við Framsókn séu vel á veg komnar en formaður Framsóknar sér sig knúinn til þess að reka þær full- yrðingar öfugar ofan í þá heiðurs- menn með þeim orðum að einung- is hafi farið fram TVEIR slíkir fundir, annar fyrir fjórum árum en hinn nú nýverið. Þá vaknar sú spurning hvort nýkjörin stjórn Dagsbrúnar ætli að innlima Framsóknarkonur nauðugar? Ég biðst afsökunar. Að deyja, að sofa Getur verið að nýkjörin stjórn Dagsbrúanr leggi annan skilning í hvað er blómlegt félagsstarf en aðrir menn, samanber „funda- gleði“ þeirra og þær „árangurs- ríku“ sameiningarviðræður sem þeir áttu við Framsóknarkonur? Það er alls ekkert athugavert við samstarf eða sameiningu en þar þarf allt að vera á réttum nót- um. Það er grundvallarkrafa að þeir sem út í samstarf fari hafi rík- an samstarfsvilja og opinn huga. Að vinna að bættum hag hinna verst settu bræðra okkar er for- gangsatriði í sannri verkalýðsbar- áttu, þar er sigur eina lausnin. Þeir sem ekki vilja hlusta á það eiga ekkert heima í verkalýðsbar- áttu. Það þarf að hefja á ný blómlegt félagsstarf innan Dagsbrúnar og vekja menn af svefninum langa þar sem lífið sigrar dauðann. Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson „Aö sameina félögin hefur ekki verið neitt keppikefli stjórnar Dagsbrúnar, þaö vita allir sem til þekkja, enda með öllu óvíst hverjir fengju formannshlutverk í slíkri samsteypu.“ Með og á móti Kjarasamninga til alda- móta? Viljum skoða þessa leiö „Það er auð- vitaö ekkert markmið að gera kjara- samning til aldamóta. Slík- ur samningur og aðrir lang- tímasamning- ar geta veriö leið að mark- miði. Það ligg- ur ljóst fyrir að það vantar veru- lega upp á að við höfum fengið þann kaupmátt sem atvinnulífið getur greitt eins og er að koma í ljós í afkomutölum fyrirtækj- anna en grundvallaratriði er að byggja upp kaupmátt á næstu árum. Ef samningur til lengri tíma getur fært okkur að því kaupmáttarstigi sem er tiþdæm- is á Norðurlöndunum þá tel ég að það beri að skoöa þessa leið. Slíkur samningur þarf að hafa skýr uppsagnarákvæði ef mark- mið nást ekki fram. Til að þetta sé hægt verður fyrst að endur- skapa traust milli samningsaðila og stjórnvalda, sem er horfið, bæði vegna þess sem stjórnvöld eru núna að leggja fram i sam- bandi við vinnulöggjöfina og vegna launahækkana sem opin- berir starfsmenn fengu langt um- fram aðra. Á þessum forsendum byggist ályktun Félags járniðnað- armanna um að hefja undirbún- ing samninga með öðrum félög- um í Samiðn. Gagnvart fjölskyld- unum lítur dæmið þannig út að þær gætu loksins farið að gera marktækar fjárhagsáætlanir. Fráleit hugmynd „Ég er alfar- ið á móti því að gera lang- tímasamning fram á næstu öld. Reynsla undanfarinna áratuga sýnir að það er ekk- ert hægt að semja til langs briinár. tíma, ekki síst vegna þess að ríkisvaldið hefur alltaf skert samninga hvað eftir annað og menn hafa þurft að sækja aftur réttindi sem náðst höfðu fyrir áratugum. Þetta sýn- ir sig mjög glögglega nú í frum- vörpum ríkisstjórnarinnar um skertar atvinnuleysistryggingar, skerðingar í heilbrigðis- og tryggingakerfmu almennt. Þetta er greinilegur skilningur flestra í hreyfmgunni sem ég hef rætt við og ég get ekki betur fundið en aö hugmyndin sé steindauð. Eftir þvi sem ég hef frétt þá kom þessi hugmynd upp hjá Samiön sem umræða innan aðildarfélag- anna og fyrst og fremst rætt um að stefna að jöfnuði á einhverj- um tilteknum tíma við launin á Norðurlöndum. Síðan hafi það gerst að Örn Friðriksson, vara- formaður Samiðnar, hafi slegið þessu fram sem hugmynd að samningi til aldamóta. Innan verkalýösfélaga er stöðug um- ræða og vitanlega eru langtíma- markmið rædd. Það er heldur ekkert aö því að setja fram fyrir- ætlanir um að á einhverju til- teknu tímabili verði jafnað út því misræmi sem er á launum bci’ á íslandi og á Norðurlönd- um. Á hinn bóginn er ffáleitt að byrja á því að slá fram tímaáætl- uninni og síðan hvemig jafna eigi út launamismuninn. Ég vona að þetta hafi verið mistök. -SÁ Om Friðriksson, varaformaður Sam- iðnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.