Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Page 19
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 27 LR tilbúið að endurskoða lög félagsins „Eins og fram hefur komið eru viðræður hafnar milli fulltrúa Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um endurskoðun samkomulags um rekstur Borgar- leikhúss. í þvi sambandi tekur Leikfélag Reykjavíkur fram að það er reiðubúið til að endur- skoða lög félagsins, m.a. til að taka af hugsanlega vafa sem upp gæti komið við túlkun og fram- kvæmd þeirra,“ segir Sigurður Karlsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, m.a. í athugasemd sem hann hefur sent frá sér fyrir hönd félagsins vegna greinar- gerðar Hjörleifs Kvaran og Örn- ólfs Thorssonar um málefni Borg- arleikhússins. í athugasemdinni mótmælir Sigurður þeirri staðhæfingu í greinargerðinni að gert hafi verið ráð fyrir því að starfsemi LR í Borgarleikhúsinu yrkin rekin án styrkja. Þvert á móti hafi forráða- menn LR og Reykjavikurborgar á sínum tíma gert sér ljóst að opin- ber framlög myndu hækka ef LR færi í stærra húsnæði. -bjb Vigdís Gríms á málþingi Rithöfund- arnir sem til- nefndir voru til Bókmennta- verðlauna Norðurlanda- ráðs á þessu ári koma sam- an á málþingi í Biskups Arnö í Máleren, skammt frá Stokkhólmi i Svíþjóð, helgina 10,- 12. maí nk. I þeim hópi verður Vigdís Grímsdóttir en hún var tilnefnd fyrir skáldsöguna Grandavegur 7. Þýðandi bókar- innar á sænsku, Inge Knutsson, verður einnig á málþinginu en hún hefur að auki þýtt verk Ein- ars Más Guðmundssonar. Aðrir verðlaunakandídatar á málþinginu verða Torgny Lind- gren frá Svíþjóð, Ib Michael frá Danmörku, Johan Bargum frá Finnlandi og Lars Amund Vaage frá Noregi. -bjb Búkolla, eitt verka Ásgríms Jónssonar, er á skólasýningunni í Safni Ásgríms. Teikninguna gerði Ásgrímur árið 1949 um samnefnda þjóðsögu. Skólasýning í Safni Ásgríms Jónssonar Árleg skólasýning hefur verið opnuð í Safni Ásgríms Jónssonar að Bergsstaðastræti í Reykjavík. Að venju er sýndar myndir sem tengjast þjóðsögum og ævintýr- um. Auk mynda Ásgríms eru að þessu sinni einnig verk eftir Guð- mund Thorsteinsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson sem öll eru í eigu Listasafns íslands. Skólasýningin ber yfirskriftina Úr hugarheimi. Verkin tengjast sögum og æv- intýrum bæði beint og óbeint og er með vali þeirra reynt að sýna mismunandi sýn listamannanna á viðfangsefnið. Sýningin stendur til 19. maí og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16, en skóláhópar geta pantað heim- sóknartíma á virkum dögum í 'síma 562-1000 og 551-3644. Menning Samlestur á óperunni Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson hófst hjá íslensku óperunni í vikunni. Óperan verður frum- sýnd á Listahátið í Reykjavík 1. júní nk. og í kjölfarið koma fimm sýningar. Leikstjóri er Halldór E. Laxness og hljóm- sveitarstjóri Garðar Cortes. Söngvarar eru Þorgeir J. Andrésson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Bergþór Pálsson, Loftur Erlingsson og Bjarni Thor Kristinsson. Óperan er byggð á samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónsson- ar. Þetta er önnur óperan sem Jón Ásgeirsson semur en sú fyrsta, Þrymskviða, var flutt í Þjóðleikhúsinu fyrir 22 árum. Fremst á myndinni er Garðar Cortes en með honum eru m.a. Þorgeir Andrésson, sem fer með hlutverk Galdra- Lofts, og Halldór leikstjóri. -bjb/DV-mynd GS Dagur íslenskrar tungu í undir- búningi Menntamálaráðherra hefur skipað sérstaka nefnd til að undir- búa Dag íslenskrar tungu sem haldinn verði ár hvert þann 16. nóvember, fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar, í fyrsta sinn ó þessu ári. Nefndina skipa Krist- ján Árnason, prófessor og formað- ur íslenskrar málnefndar, Njörð- ur P. Njarðvík prófessor, Ólafur Oddsson menntaskólakennari, Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður og Þorgeir Ólafsson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu. Verkefnisstjóri er Jón- mundur Guðmarsson. í tengslum við daginn mun menntamálaráðu- neytið beita sér fyrir átaki í þágu móðurmálsins. Ætlunin er að leiða ýmsa aðila saman í þessu skyni, s.s. fjölmiðla, skóla, félagá- samtök, fyrirtæki og stofnanir. Leiklistarblaðið komið út Fyrsta tölublað 23. árgangs Leiklistarblaðsins er komið út á vegum Bandalags íslenskra leikfé- laga. Ritstjóri er Bjarni Guömars- son en blaðið kemur út 3-4 sinn- um á ári. Ritnefnd skipa Egill Ingibergsson, Hörðm’ Sigurðar- son, Sævar Sigurgeirsson og Þor- geir Tryggvason. f blaðinu eru birt viðtöl og greinar sem tengjast leiklistinni. Einnig er haldið áfram að birta nýja íslenska einþáttunga. í þetta sinn er birtur einþáttungurinn Efri árin eftir Sigurbjörn Sævar Grétarsson. Forsíðuna prýðir mynd af leikhópnum Snúði og snældu í uppfærslu sinni á leik- ritinu Veðrið kl. 18 eftir Henning Nielsen í leikstjóm Sigrúnar Val- bergsdóttur. Lokaorðin í blaðinu á Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur. Ný ritröð um uppeldi og menntun Útgáfufyrirtækið Hf. Uppi hef- ur hleypt af stokkunum nýrri ís- lenskri ritröð um uppeldi og menntun. Fyrsta bókin í ritröð- inni hefur verið gefin út en það er Þroskamat eftir Einar Guðmunds- son sálfræðing. -bjb Handritin heim frá Danmörku: - hátíöarsamkoma í Háskólabíói á sunnudag Söngljóð Auð- uns Braga á bók Auöunn Bragi Sveins- son kennari hefur gefið út bók með hátt í 120 söngljóð við vinsæl og þekkt lög, inn- lend sem er- lend frá ýms- um tímum. Textarnir eru flestir eftir Auðunn. Auðunn segist hafa frá unga aldri haft mikinn áhuga á ljóðum og lögum. Hann hafi lesið og lært alla þá sönglagatexta sern hann sá í blöðum og tímaritum. „Ég keypti ritið Útvarpstíðindi á æskuárum, enda þótti eigi væri útvarpstæki á heimili mínu. Þar birtust margir þeir textar, sem sungnir voru við vinsæl lög í út- varpinu á þeim tíma, og nefndust „Danslag kvöldsins“. Þar minnist ég vel textans, sem Skafti Sigþórs- son, er nefndi sig Náttfara, samdi við hið kunna ameríska lag „South of the Border" og ber heit- iö „Suður um höfin“. Og fleiri textar komu fram. Þeir sem sömdu íslenska texta við hin er- lendu lög hafa unnið íslenskri tungu mikið gagn,“ segir Auðunn Bragi m.a. í inngangi bókarinnar. Ljóðin í bókinni eru einkum frumort við lög sem Auðunn hef- ur hrifist af í gegnum tíðina. Fá- ein eru þýdd og nokkur ort á dönsku. komu hingað til lands eftir að danska þjóðþingið hafði tekið þá sögulegu ákvörðun árið 1965 að koma til móts við óskir íslendinga um afhendu íslenskra handrita úr dönskum söfnum. Danir fluttu handritin á eftirlitsskipinu Vædd- eren hingað til lands og nefnd danskra ráðherra og þingmanna fylgdi þeim í hlað. Að morgni síð- asta vetrardags, 21. apríl 1971, sigldi skipið inn á Reykjavíkurhöfn í björtu veðri og fagurri fjallasýn og lagðist þar að bryggju. Þúsundir manna söfnuðust saman á hafnar- bakkanum, enda höfðu skólar gefið frí og vinna víða felld niður. Sjón- varpið var með sína fyrstu beinu út- sendingu frá atburði líðandi stund- ar og varla sást nokkur maður á ferli í mörgum kaupstöðum og kauptúnum meðan útsendingin stóð yfir. Síðdegis þennan dag voru hand- ritin afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Þar tölu menntamála- ráðherra Danmerkur og íslands, Helge Larsen og Gylfi Þ. Að athöfn lokinni voru handritin flutt í Árna- garð og komið þar fyrir í geymslu Handritastofnunar íslands. Ári síð- ar, 1972, voru sett lög um Stofnun Árna Magnússonar á íslandi sem hefur varðveitt handritin síðan. -bjb Um helgina, nánar tiltekið á sunnudag, verða nákvæmlega 25 ár liðin frá viðtöku fyrstu íslensku handritanna frá Danmörku. Hátíð- arsamkoma á vegum menntamála- ráðuneytisins og Stofnunar Árna Magnússonar verður í Háskólabíói, sal 2, kl. 14. Þar munu m.a. flytja ávörp Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Ole Vig Jensen, menntamálaráðherra Dana, og Gylfi Þ. Gíslason, sem var menntamála- ráðherra þegar handritin komu. Tónlist verður flutt af Gunnari Kvaran á selló og Halldóri Haralds- syni á píanó. Samkoman er öllum opin og verður að auki útvarpað beint. Konungsbók eddukvæða og Flat- eyjarbók voru fyrstu handritin sem Frá komu handritanna frá Danmerkur til íslands, 21. apríl 1971. Danskir sjóliðar á Vædderen með Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók undir höndum. Næstkomandi sunnudag eru 25 ár liðin frá þessum atburði. DV-mynd Bragi Guðmundsson Friðrik Karlsson, gítarleikari Mezzoforte: Leikur undir hjá Carreras á BBC Friðrik Karlsson, gitarleikari Mezzoforte, hefur þekkst boð sjón- varpsstöðvar BBC í Bretlandi um að koma fram í hinum vinsæla lottó- þætti BBC annað kvöld með tenórn- um heimsfræga, José Carreras, og 12 manna strengjasveit. Hundruðir milljóna manna sjá þennan þátt að jafnaði. BBC hafði úr fjölmörgum gítarleikurum að velja en kaus að fá Friðrik, sem starfað hefur í London að undanfórnu sem gítarleikari. Friðrik er nú á tónleikaferðalagi með Mezzoforte í Eystrasaltsríkjun- um. Hann flýgur sérstaklega á Friðrik Karlsson. José Carreras. morgun frá Ríga í Lettlandi til London að koma fram í þættinum með Carreras. Carreras, eitt þríst- irnanna ásamt Domingo og Pavarotti, mun syngja verk eftir Rodriguez sem í er langt gitarsóló. „Friðrik er orðinn mjög vel kynntur í London, bæði sem klass- iskur gítarleikari og rafmagnsgítar- leikari, sem er mjög sjaldgæft í dag. Það er mikill heiður fyrir hann að vera valinn en sýnir hvað hann er góður,“ sagði Jónatan Garðarsson hjá Spori sem er umboðsaðili Mezzoforte. -bjb 25 ár frá komu fyrstu handrita

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.