Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Síða 24
‘32
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Sviðsljós
Alanis trónir
ein á tindinum
Kanadíska söngkonan Alanis
Morissette trónir ein á tindi
popplistanna vestanhafs og hef-
ur gert það í níu vikur. Segja má
að hún hafi ekki fengið neina
samkeppni að undanförnu en
það kann þó að breytast með
nýju plötunum frá Rage Against
the Machine og Hootie & the
Blowfish, enda þar um að ræða
einhverjar vinsælustu hljóm-
sveitir undangenginna mánaða
og missera.
Emma Thomp-
son í hesta-
mennskuna
Emma Thompson stendur í
samningaviðræðum um að leika
á móti Robert Redford í kvik-
myndinni The Horse Whisperer,
sem gerð verður eftir sam-
nefndri metsölubók. HeimUdar-
menn segja að Emma sé að bíða
eftir umritun á handritinu sem
væntanleg er eftir viku. Skáld-
sagan, og þá væntanlega mynd-
in, fjallar um unga stúlku sem
slasast þegar hún er í útreiðar-
túr og ástarævintýri móður
hennar og manns sem er ótrú-
lega snjall að meðhöndla hross.
Eric Roberts er hér með Gregory Harrison sem leikur með honum í mynd-
inni Veislan mín. Þar segir frá alnæmissjúkum manni sem heldur rokna
kveðjupartí áður en hann drepur sig.
Anthony Hopkins er hér í góðum félagsskap þeirra Jodie Foster og Kate
Burton. Þau voru að skoða frumraun Hopkins sem leikstjóra, myndina
Ágúst, sem byggð er á leikriti Tsjekovs, Vanja frænda.
Leikarinn Eric Roberts vonast til að endurheimta fyrri frægð og virðingu:
Reynir að brjótast út úr
skugga Juliu litlu systur
„Enginn lýsir mér þannig í mín
eyru að ég sé stóri bróðirinn henn-
ar Juliu Roberts. En það væri svo
sem allt í lagi. Ég er reglulega stolt-
ur af henni. Þetta er stelpa sem hef-
ur ekki hlotið neina þjálfun en hún
var full metnaðar og er núna
fremsta kvikmyndastjarnan í heim-
inum. Það verður að virða hana fyr-
ir það,“ segir leikarinn Eric Roberts
sem um þessar mundir gerir sér
vonir um að brjótast út úr skugga
litlu systur sinnar og endurheimta
þá frægð sem hann sjálfur varð að-
njótandi í upphafí ferils síns, þegar
hann var rúmlega tvítugur.
Á þeim árum fékk hann lofsverð
ummæli fyrir hvert hlutverkið sem
hann lék á fætur öðru en gallinn á
gjöf Njarðar var bara sá að mynd-
irnar nutu lítilia vinsælda meðal
áhorfenda.
„Jafnvel þótt ég hefði fengið þrjár
Golden Globe tilnefningar og eina
óskarstilnefningu virtist sem öllum
stæði á sama. Ég ákvað þvi að láta
gæðin lönd og leið og einbeita mér
að magninu. Á árimum 1986 til 1996
lék ég í þrjátíu kvikmyndum og
margar þeirra eru alveg ömurleg-
ar,“ segir Eric.
En nú á þetta sem sé allt að breyt-
ast. Og myndin sem á að gera Eric
Roberts að alvöruleikara í alvöru-
myndum er Veislan mín, sem var
frumsýnd í síðasta mánuði. Þar
leikur hann samkynhneigðan mann
með alnæmi sem heldur tveggja
daga kveðjuveislu eftir að hann tók
þá ákvörðun að svipta sig lífi í stað
þess að deyja hægt og á kvalafullan
hátt.
En aftur að fjölskyidumálunum.
Þótt Eric sé stoltur af systur sinni
er ekki þar með sagt að þau talist
við. Reyndar talast ekkert þeirra
við, ekki hann, ekki systur hans og
ekki foreldrarnir.
Um samband sitt við Juliu, segir
Eric: „Við erum ekki sammála um
nokkur grundvallarfjölskyldumál,
eins og gerist í hverri einustu fjöl-
skyldu, en af þvi að við erum fræg
erum við undir smásjánni og því
magnast allt upp. Þetta er bara leið-
indahlutur sem fylgir pakkanum,"
segir Eric Roberts.
Aukablað um SUMAR-
Miðvikudaginn 24. apríl nk. mun
aukablað um sumarbústabi
fylgja DV.
Mebal efiiis: Vibtöl vibfóUt sem eybir tniklum
tíma í sumarbústabnum, hvab á ab taka
meb í bústabinn, tómstundir og vibhald.
Þeir sem áhuga hafa á ab koma efni í blabib
hafi samband vib Ingibjórgu Obinsdóttur,
ritstjórn DV, í síma 567 6993.
ATH.! Bréfasími ritstjórnar er 550 5999.
Þeir sem liafa áhuga á ab auglýsa í þessu
aukablabi vinsamlega hafi samband vib
Selmu Rut í síma 550 5720 eba
Gubna Geir í síma 550 5722 hib fyrsta.
Vinsamlega athugib ab síbasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 18. apríl.
Auglýsingar
Síini 550 5000, bréfasiími 550-5727.
Pamela Anderson á fleira sameiginlegt með henni Madonnu en að vera
svokölluð kynbomba og kyntákn, eins og þessi mynd ber greinilega með
sér. Þær eru báðar ófrískar að sínu fyrsta barni, hafandi gert allmargar til-
raunir, og eru bara kátar.