Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1996, Side 26
34
FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996
Afmæli
Jón R. Árnason
Jón Rosenkranz Arnason lækn-
ir, Sörlaskjóli 19, Reykjavík, er
sjötugur í dag.
Starfsferill
Jón fæddist i Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá MA 1947,
lauk námi í læknisfræði við HÍ
1955, stundaði framhaldsnám og
vaf aðstoðarlæknir á Blekingeláns
Sanatorium í Fur í Svíþjóð
1955-56, á Centrallasarettet í Karl-
skrona 1956-57, á Lanslasarettet í
Karlskoga 1957-58, í Lasarettet í
SáSle 1959-60 og 1962, í Lasarettet
í Finspáng 1960-61 og á Lánslasar-
ettet í Kristinehamn 1961-62.
Hann öðlaðist almennt lækninga-
leyfi í Svíþjóð 1959 og á íslandi
1963.
Jón var sjúkrahúslæknir á
Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 1962-64 og jafnframt
staðgengill héraðslæknisins i Nes-
héraði 1963-64, var starfandi
læknir í Reykjavík 1964-74, stað-
gengill aðstoðarlæknis á Slysa-
varðstofu Reykjavíkur 1964, að-
stoðarlæknir á Kleppsspítala
sama ár, sjúkrahúslæknir í Stykk-
ishólmi 1968-69 og á ísafirði 1970
og 1972, yfirlæknir á skurðdeild
Sjúkrahúss Vestmannaeyja
1974-75 og læknir við heiisugæslu-
stöð Hafnarfjarðar og Sjúkrasam-
lags Hafnarfjarðar og Garðabæjar
1976-94. Þá var hann skólalæknir
í Lækjarskóla í Hafnarfirði
1976-77.
Jón hefur starfað innan Oddfell-
owhreyfíngarinnar í Reykjavík
frá 1966.
Jón R. Arnason.
Fjölskylda
Jón kvæntist 7.7. 1951 Marlies
Andlát
Karl Oluf Bang
Karl Oluf Bang, Dalbraut 21,
Reykjavík, lést á Landspítalanum í
Reykjavík þann 9.4. sl. Útför hans
var gerð frá Áskirkju í gær.
Fjölskylda
Karl Oluf fæddist í Kaupmanna-
höfn 23.5. 1906 en ólst upp í Ár-
múla við ísafjarðardjúp. Hann
kvæntist 15.10. 1938 Guðríði Guð-
mundsdóttur Bang, f. 1.5. 1912, d.
16.3.1991, húsmóður, en hún var
dóttir Guðmundar Sigurðssonar,
klæðskera í Reykjavik, og Svan-
hildar Benediktsdóttur húsmóður.
Synir Karls Olufs og Guðríðar
eru Erling Gunnar Bang, f. 1.10.
1939, húsasmíðameistari, kvæntur
Dagnýju Karlsdóttur og eiga þau
þrjá syni: Guðmundur Árni Bang,
f. 16.6.1941, laxaræktarstjóri,
kvæntur Gerðu Guðjónsdóttur og
eiga þau þrjár dætur; Karl Finnur,
f. 8.11. 1945, d. 15.9. 1946.
Hálfsystkini Karls Olufs, sam-
mæðra, eru Snæbjörn Sigvaldason
Kaldalóns, látinn; Sigvaldi Þórður
Kaldalóns, látinn; Selma S. Kaldal-
óns, látin.
Hálfsystkini Karls Oluf, sam-
feðra, er Palle Bang og Stig Bang.
Stjúpfaðir Karls Olufs var Sig-
valdi Kaldalóns, f. 13.1. 1881, d.
28.7. 1946, læknir og tónskáld. Móð-
ir Karls Olufs var Karen Margar-
ethe Kaldalóns (f. Mengel Thom-
sen), d. 17.4. 1958, læknisfrú.
Eliese Martha Arnason, f. Wilke,
f. 18.1. 1931, húsmóður. Hún er
dóttir Erwin Wilke, f. 7.5. 1904, d.
4.8.1968, stjórnarembættismanns í
Lúbeck í Þýskalandi, og k.h., Hild-
egard Wilke, f. Kurth, f. 26.7. 1909,
d. 8.4. 1982, húsmóður.
Börn Jóns og Eliese Mörthu eru
Árni Erwin, f. 19.2.1955, nemi í
tölvufræði og viðskiptafræði í Sví-
þjóð en kona hans er Guðrún
Hjörleifsdóttir; Katrín Hildegard,
f. 3.4.1956, tækniteiknari og fata-
hönnuður í Reykjavík; Gunnar
Pétur, f. 11.9.1958, múrarameist-
ari í Kópavogi en kona hans er
Erna Valdimarsdóttir; Þórarinn
Axel, f. 14.6. 1966, trésmíðameist-
ari í Vesjmannaeyjum en kona
hans er Elín Helga Magnúsdóttir;
Þórunn Hólmfríður, f. 20.7.1968,
tækniteiknari i Reykjavík.
Systur Jóns eru Þórunn, f. 19.6.
1929, húsmóðir á Álftanesi; Hólm-
fríður Rósenkranz, f. 15.2. 1939,
húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Jóns: Árni Magnús
Pétursson, f. 2.6. 1899, d. 31.7. 1953,
læknir í Reykjavík, og k.h.,
Katrín Ólafsdóttir, f. 21.11.1904,
húsmóðir.
Ætt
Árni var sonur Péturs Þórðar-
sonar, verslunarmanns í Ólafsvik,
og k.h., Þóru Þórarinsdóttur hús-
móður.
Foreldrar Katrínar voru Ólafur
Ólafsson, afgreiðslumaður og sjó-
maður í Reykjavík, og k.h., Vil-
borg Jónsdóttir húsmóðir.
Þau hjónin verða að heiman á
afmælisdaginn.
Ul hamingju með afmælið 19. apríl
Karl Oluf Bang
85 ára
40 ára
Elise Eiríksson,
Eyrarvík, Glæsibæjarhreppi.
60 ára
Steinar Baldursson,
Áshlíð 14, Akureyri.
Þuríður Guðnadóttir,
Grófarseli 17, Reykjavík.
Hólmfríður Þ. Guðmundsdóttir,
Fannarfelli 6, Reykjavík.
Ásmundur K. Jónsson,
Hofsstöðum, Skútustaðahreppi.
Jón Fornason,
Haga I, Aðaldælahreppi.
50 ára
Jón Pálmi Þórðarson,
Ásabraut 15, Sandgerði.
Þórdís Sigurðardóttir,
Tunguseli 10, Reykjavík.
Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir,
Steintúni 3, Dalvík.
Erna Kristjánsdóttir,
Kleifarvegi 11, Reykjavík.
Kolbrún Valvesdóttir,
Brautarholti 13, Ólafsvík.
Ámi Þórður Jónsson,
Grettisgötu 13, Reykjavík.
Valtýr Georgsson,
Foldahrauni 1, Vestmannaeyjum.
Eva Bryndis Magnúsdóttir,
Hjarðarslóð 2 D, Dalvík.
Kristín Hannesdóttir,
Tjamarbóli 10, Seltjarnamesi.
Magnús Rúnar Magnússon,
Smiðjuvegi 23, Kópavogi.
Sunneva Hafsteinsdóttir,
Bollagörðum 16, Seltjamarnesi.
Gylfi Skúlason,
Krosshömrum 15, Reykjavík:
María Valgeirsdóttir,
Hlíðargötu 57, Fáskrúðsfirði.
Sigríður J. Valdimarsdóttir,
Miklubraut 46, Reykjavík.
Fréttir
Smátjarnirnar slysagildrur:
Þrettán börn drukkn-
uðu á tíu ára tímabili
198^1993
þar sem ekki er hægt að fylgjast
með börnunum frá þeim. Þau eru
óvitar og allt of ung til að vera ein
úti. Það er því .ekki skrýtið að þetta
endi stundum illa. Það er einkenn-
andi í allri rannsókninni - tilfelli
þar sem börnin em ein eða í umsjón
ungra systkina. Foreldrar gera sér
ekki grein fyrir að bömin em svo
miklir óvitar að þau geta ekki pass-
að sig á vatninu. Vatnið hefur mik-
ið aðdráttarafl, einkum er nýtt vatn
sem ekki hefur verið þar áður kjör-
ið leiksvæði, finnst börnunum. Það
er eins og segulstál sem dregur
bömin til sín og þessu verða for-
eldrar að passa sig á. Ef vatn er í
næsta nágrenni við hús verða bæj-
arfélögin að þurrka það upp. Meðan
slíkt er ekki gert mega foreldrar
ekki láta böm út nema vera með
þeim. Það var mjög áberandi í rann-
sókninni að 70% tilvikanna gerast á
landsbyggðinni. Það er vegna þess
að fólk telur að það búi við svo mik-
ið öryggi. Fólkið treystir því að um-
hverfið sé öruggt en svo eru bara
aðrar slysahættur þar en umferð-
in,“ sagði Herdis. -ÆMK
DY Suðurnesjum:
„Þetta er sá tími þegar vatn safn-
ast fyrir og fólk áttar sig ekki á að
það geti verið hættulegt. Það þarf
ekki nema örfáa sentímetra vatns
til að hættuástand sé fyrir böm,
tveggja ára og yngri. Þau geta
drukknað og það fer mikið eftir því
hvemig þau detta í vatnið,“ sagði
Herdís Storgaard, hjá Slysavarnafé-
lagi íslands, í samtali við DV.
Eins og skýrt var frá í DV var 2ja
ára dreng bjargað frá drukknun í
Sandgerði en áður hafði eins árs
barni verið bjargað á sama stað.
Að sögn Herdísar voru rannsókn-
ir 1984-1993 þar sem kannaðar voru
drukknanir bama frá fæðingu til 14
ára aldurs. Tölulegu niðurstöður
voru að 48 böm drukknuðu eða nær
drukknuðu á tímabilinu. Skilgrein-
ing á nær drakknun er þegar bam
kemst í lífshættu en er bjargað á
síöustu stundu og lifir slysið af.
Herdís segir að á þessu tímabili hafi
13 börn dáið - 11 drengir og 2 stúlk-
ur. 35 börn liföu þetta af og eru þrjú
þeirra heilaskemmd, 2 drengir og
ein stúlka. 32 böm náðu sér alveg.
Herdís Storgaard. DV-mynd GVA
„Böm í aldurshópnum frá fæð-
ingu til 4 ára em að drukkna í tjöm-
um eins og þeirri sem var í Sánd-
gerði. Oftast mjög gmnnt vatn og oft
innan við 200 metra frá heimilum
Alþýðusambandið:
ítarleg greinargerð
með mótmælum
Alþýðusamband íslands hefur
mótmælt frumvarpi félagsmála-
ráðherra um stéttarfélög og vinnu-
deilur, send með þeim ályktun og
greinargerð upp á 34 blaðsíður A 4
til félagsmálanefndar Alþingis.
Þar er þess krafist að frumvarpið
verði dregið til baka. Hér er um
afar ítarlega greinargerð að ræða
með almennum athugasemdum og
einnig athugasemdum við einstak-
ar greinar frumvarpsins.
í lok ályktunarinnar segir með-
al annars: „Miðstjórn ASÍ telur að
með samþykkt fyrirliggjandi frum-
varps væru unnin stórkostleg
skemmdarverk á íslenskum
vinnumarkaði..." -S.dór
íse
PS
giftinsarhugleiðinsum?
Fyrirtæki, sem er að undirbúa markaðsátak, óskar
eftir að komast í samband við ungt par sem ætlar að stofna
heimili og ganga í hjónaband í sumar. Þarf að vera fólk
sem á eftir að verða sér úti um meginhluta búslóðar.
í boði eru 300 þúsund krónur!
Þau sem hafa áhuga á að kynna sér þetta
tilboð nánar og uppfylla framan-
greind skilyrði sendi bréf, merkt
„Markaðsátak", til auglýsinga-
deildar DV fyrir 26. apríl n.k.
Æskilegt er að mynd fylgi.