Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 7
MANUDAGUR 24. JUNI1996 27 íþróttir Liðsstyrkur til Keflvíkinga: Gestur löglegur með Keflvíkingum . Gestur Gylfason hefur gengið til liðs við Keflvíkinga á ný eftir að hafa leikið knattspyrnu með norska liðinu Strömgodset. Gestur lék með Keflvíkingum gegn Örebro í Toto-keppninni í gærkvöld (sjá bls. 28) og leikur fyrsta leik sinn með Keflavík í 1. deildinni gegn Breiðabliki á fimmtudaginn. -SK/-ÆMK Úrslitin í 4. deildinni Úrslit í leikjum helgarinnar í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu urðu þessi: SM-Hvöt .................3-1 Leiknir-Einherji............4-3 Framherjar-Afturelding......2-3 TBR-Vikingur Ól...........0-10 Magni-KS..................3-2 Neisti H.-Kormákur.........2-0 10.00 í einkunn í Búdapest Ekaterína Serebrianskaya frá Úkraínu var mjög sigursæl á heimsmeistaramótinu í núiimaf imleikum sem fram fór í Búdapest um helgina. Keppendur á mótinu sýndu snilldartilþrif en engin þó betr en Serebrianskaya. Hún gerði sér lítiö fyrir og fékk hæstu einkunn, 10.00, fyrir tilþrif sín með bolta. Hér sést hún í æfingum sínum með band en þar náði hún einnig mjög góðum árangri. Stúlkur frá Spáni náðu mjög athyglisverðum árangri á mótinu en lið Búlgaríu fór halloka f mörgum greinum. Símamynd Reuter Þriðja railíkrosskeppni sumarsins - Silfurkrossið: Einni sekúndu munaöi í krónubílaflokknum Jöfn og hörð keppni einkenndi spennandi rallíkrosskeppni, Silfurkrossið, sem fram fór um helg- ina. í krónubílaflokki var keppnin hvað jöfnust. Þar sigraði Elías Pétursson á Fiat á 4,08 mín. Annar varð Garðar Þór Hihnarsson á MMC Sapporo á 4,09 mín. og þriðji Ólafur Ingi Ólafsson á Toyota Corolla á 4,18 mín. Guðbergur Guðbergsson sigraði í rallíkrossflokkn- um á Porsehe 911 á tímanum 3,55 mín. Annar varð Ás- geir Öfn Rúnarsson á Ford Mustang á 4,06 mín og Sig- urður Unnsteinsson á Volvo þriðji á 4,27 mín. Jófn keppni var í teppaflokknum. Þar sigraði Ellert Kr. Alexander. Hann ók Ford Mustang á 4,19 mín. í öðru sæti varð Gunnar Örn Hjálmarsson á Malibu en hann fékk tímann 4,24 mín. Þriðji varð Sigfús Þorm- arsson á Chrysler Cordoba á 4,44 mín. Linda ók best í unglingaflokknum Einnig var keppt í ungingaflokki og þar sigraði Linda Garðarsdóttir. Hún ók Nissan Cherry og fékk tímann 3,12 mín. Annar varð Andri Freyr Þórarins- son. Hann sýndi listir sínar á Nissan Sunny og fékk tímann 3,16 mín. Litlu munaði í þessum flokki eins og flestum hinum í keppninni. -SK Mjólkurbikarinn i knattspyrnu: Naumf hjá FH í Bolungarvík Hörður Magnússon tryggði FH sigur gegn Bolungarvík í Mjólkur- bikarnum um helgina og skoraði eina mark leiksins. ÍBV vann Breiðablik U23, 6-2. Tryggvi Guðmundsson og Stein- grímur Jóhannesson skoruðu 2 mörk og Sumarliði Árnason og Rútur Snorrason eitt. ívar Sigur- jónsson skoraöi mörk Breiðabliks. Völsungur tapaði fyrir KA á heimavelli, 0-3. Höskuldur Þór- hallsson, Logi Jónsson og Stefán Þórðarson skoruðu fyrir KA. Loks tapaði ÍR gegn Þrótti, 4-6. Einar Örn Birgisson (2), Heiðar Sigurjónsson (2), Páll Einarsson og Ingvar Ólason skoruðu fyrir Reykjavíkur-Þróttara en þeir Guð- jón Þorvarðarson (2), Ágúst Bene- diktsson og Kristján Brokks skor- uðu mörk ÍR. Dregiö verður f 16 liða úr- slitin f dag í dag klukkan fjögur verður dregið í 16 Oliða úrslit bikarkeppn- innar og fer drátturinn fram á Hót- el Loftleiðum. Eftirtalin lið eru í hattinum; Fylkir, Breiðablik, Þór Akur- eyri, Skallagrímur, Akranes, KR, Stjarnan, Keflavík, Valur, Leiftur, Fram, Grindavik, ÍBV, FH, KA og Þróttur Reykjavík. -SK Leitin að EVKtPUgpARA 1 V Taktu þátt í leitinni að Evrópumeistara DV! Með því aö spá fyrir um úrslit EM og hver markakóngur keppninnar verður og senda svarseöilinn til DV ertu kominn í pottinn og gætir oröið Evrópumeistari DV. Dregið daglega! Daglega verða dregnir út sl Daglegá verða dregnir út skemmtilegir vinningar úr öllum innsendum seðlum. Nöfn vinningshafa verða birt daginn eftir á íþróttasíöum DV. Svarseðlarnir birtast jafnframt á hverjum degi IDV þar til keppninni lýkur, þú getur því sent inn eins marga seöla og þú vilt! (Ekki er tekið við Ijósritum) Geisladiskar og nlAltllflíll* nDflfl Daglega eru nöfn þriggja þátttakenda dregin úr pottinum og fá þeir heppnu geisladisk frá Japis og bíómiða fyrir tvo í Háskólabíó. Glæsileg verðlaun fyrir Evrópumeistara DV! byrjun júlí verður dregið úr öllum réttum innsendum seölum og fær Evrópumeistari DV glæsilega Soriy myndbandstökuvél, CCD-TR340 frá Japis, að verðmæti 59.900 kr. Vélin er 8 mm, mjög Ijósnæm (0,3 lux) sem þýðir að það er nánast er hægt aö taka myndir í myrkri án Ijóss og meö 10 x aðdrætti. Vélinni fylgir rafhlöðukassi fyrir LR6 rafhlööur og fjarstýring. r*rm JAPISS c -\ HASKOLABIO 1) Hvaða lið lenda í fyrstu þremur sætunum í EM? 1)_________________2)__________________3). 2) Hver verður markakóngur keppninnar?________ Nafn: Sími: Heimilisfang:. Sendlst tll DV, merkt: Evrópumelstarl DV, Þverholtl 11,105 Reykjavík. Skllafresturert!l28.Júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.