Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 2
i6 sauðárkrókur MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 DV Afmælisnefnd Sauðárkróksbæjar undirbýr mikla dagskrá til 20. júlí á næsta ári: Sækjum kraft og þor í fortíðina til ai byggja upp framtíðina segir Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar 1857 Sáudárkrókur fœr verslunarleyfi. 1871 Byggð hefst á Sauðárkróki. 1876 Fyrsta leiksýning sett á svið á Sauðárkróki. 1888 Leikfélag Sauðárkróks stofnað, það fyrsta á íslandi. , 1892 Kirkja byggð á Sauðárkróki. 1895 Kvenfélag stofnað, eitt það fyrsta á íslandi. 1906 Sjúkrahús byggt, símstöð tekur til starfa og gamla bryggjan fullgerð. 1907 Sauðárkrókur verður sérstakt sveitarfélag og Ungmennafélagið Tindástóll stofnað. ' 1937 Hafin bygging hafnargarðs á Eyrinni. 1947 Sauðárkrókur verður kaupstaður og barnaskólahúsið tekið í notkun. 1953 Hitaveita Sauðárkróks tekur til starfa. 1957 Sundlaug komið upp á Sauðárkróki. 1961 Sjúkrahúsið tekið í notkun. 1967 Útgerðarfélag Skagfirðinga stofnað. 1969 Sútunarverksraiðjan Loðsl 1971 s. < haldið á Król 1 isl i i ... iauöárkrók notkun. 1979 Fjölbrautaski 1980 i iygging íþróttahúss hefst, opnað fjórum árura síðar. 1985 Ste inullarverksmiðjan hefur starfsemi sína. 1994 Bóknámshús Fjölbrautaskólans tekið í m 1996 Upphaf afmœlisárs. 'llur, tekinn í Bæjarstjórn Sauðárkróks var faliö það verkefni á síðasta ári að skipa afmælisnefnd til að undirbúa hátíð í tilefni af því að Sauðárkrók- ur fagnar í ár og á því næsta fem- um tímamótum í sögu bæjarins. Um leið og tímamótum er fagnað stend- ur til að gera átak í að efla mannlíf og styrkja stöðu Sauðárkróks. Bæjarstjórnin valdi fimm i nefnd- ina, þau Árna Ragnarsson, sem er formaður hennar, Brynjar Pálsson, Elsu Jónsdóttur, Guðmund Guð- mundsson og Ómar Braga Stefáns- son. Framkvæmdastjóri nefndarinn- ar var ráðinn um síðustu áramót en það er Páll Brynjarsson stjómmála- fræðingur. 125 ára búseta Á þessu ári eru 125 ár liðin frá því að byggð hófst á Sauðárkróki en árið 1871 reisti fyrsti íbúinn, Árni klénsmiður Árnason, sér hús þar sem nú er Lindargata 7. 140 ára verslun Árið 1997 verða 140 ár liðin frá því Sauðárkrókur varð verslunar- staður en fyrir baráttu skagfirskra bænda löggilti Friðrik sjöundi Danakonungur Sauðárkrók sem verslunarstað árið 1857. 90 ára sveitarfélag Á næsta ári verða 90 ár liðin frá því að Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag en árið 1907 var Sauðár- hreppi skipt upp í Skarðshrepp og Sauðárkrókshrepp. Um það leyti voru um 500 íbúar á Sauðárkróki. 50 ára kaupstaður Loks verða liðin 50 ár á næsta ári frá því að Sauðárkrókur varð kaup- staður en réttindin fékk bærinn árið 1947, þá með tæplega 1.000 íbúa. í dag er íbúafjöldinn í kringum 2.800. Loks eiga fjöldamörg félög í bænum stofhafmæli á þessu ári og því næsta. Páll Brynjarsson sagði í samtali við DV að afmælisnefnd hefði strax hafiö störf á síðasta ári. „Mitt fyrsta verkefni var að leita eftir samstarfi við fjölmarga aðila í bænum og utan hans. Samstarf var hafið við nefndir bæjarins og áhugi fyrirtækja og félagasamtaka kann- aður. Þetta tók sinn tíma en sam- starfið hefur skilað töluverðum ár- angri. Meðal annars hefur verið ákveðið að gefa út sérstakt dagatal á afmælisárinu. Þar verður dagskráin kynnt auk þess sem dagarnir verða tengdir sögu bæjarins,“ sagði Páll. Páll sagði að í upphafi hafi afmæl- isnefndin sett sér það markmið að tengja fortíð bæjarins við nútíðina og framtíðina, nauðsynlegt sé að bæjarbúar þekki söguna þegar framtíðin sé mótuð á hinum ýmsu sviðum. „Við ætlum að sækja kraft og þor í fortíðina til þess að geta byggt upp framtíðina.“ Eitt af því sem gert hefur verið í tilefni tímamótanna er að skrá sögu þeirra Dana sem settust að á Sauð- árkróki í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu. Jón Ormar Ormsson hefur séð um það verk auk þess að skrá svokallaða merkis- menn í sögu Sauðárkróks. Frá þessu starfi er greint á öðrum stað í aukablaði DV. Ræðuklúbbur endurvakinn Annað sem afmælisnefndin hefur ákveðið að gera er að endurvekja Ræðuklúbb Sauðárkróks sem starf- aði á árunum 1894-1902. Þá komu bæjarbúar saman á fundum nokkrum sinnum á ári og ræddu hin ýmsu mál. Lengi vel var saga klúbbsins týnd og mönnum hulin en árið 1980 fannst fundargerðarbók klúbbsins þegar gamla hafnarhúsið var rifið. Að sögn Páls hefur verið ákveðið að gefa út fundargerðarbók- ina og endurvekja ræðuklúbbinn nú 21. júlí næstkomandi. „í fundargerðarbókum ræðu- kúbbsins má lesa skemmtilegt dæmi um hvemig Danir aðlöguðust bæjarlífinu. Á einum fundanna var að frumkvæði' Guð- mundar Hannessonar læknis ákveðið að taka fyrir að banna kossa á almannafæri þar sem þetta væru smitberar. Þá stóð Christian Popp, danskur kaupmaður, upp og spurði hvort þetta væri ekki séríslenskt fyrir- bæri og góður ís- lenskur siður. Þannig var hætt við að banna kossana,“ sagði Páll. Afmælis- nefndin hefur skipað ritnefnd til að sjá um skráningu Afmælisnefnd Sauöárkróks samankomin fyrir utan stjórnsýsluhús bæjarins. Því miöur var formaöur nefndarinnar, Árni Ragnarsson, staddur erlendis þegar myndin var tekin. Standandi frá vinstri eru Ómar Bragi Stefánsson, Guömund- ur Guömundsson og Brynjar Pálsson og fyrir framan þá situr Elsa Jónsdóttir. söguannáls Sauðárkróksbæjar frá árinu 1947 til 1997. Formaður nefnd- arinnar er Sölvi Sveinsson og sögu- annállin mun koma út á bók á næsta ári. Þá hefur afmælisnefndin í sam- starfi við muna- og minjanefnd bæjarins unnið að því að Sauðárkróksbær komi upp húsnæði fyrir safn gamalla muna sem tengjast sögu bæjarins og héraðsins. Sömuleiðis hefur nefndin stutt Iðnaðar- mannafélag Sauðárkróks við að koma upp safni úr eldsmiðju Ingi- mundar Bjama- sonar járn- smiðs. Frá því er Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri afmælisnefndar Sauöárkróks. Fyrir framan hann á borðinu eru mismunandi útgáfur af afmælismerkinu sem Snorri Sveinn Friöriksson var látinn gera en hann hannaöi einnig kaupstaöarmerkiö á sínum tíma. Útgáfan sem valin var sést á forsíöu aukablaðssins. DV-myndir PÖK greint á öðrum stað 1 blaðinu. Afmælisnefnd hefur lagt fram ýmsar tillögur sem miða að því að fegra og bæta umhverfi staðarins. Má þar nefna frekari gerð göngu- stíga, snyrtingu opinna svæða, gróð- ursetningu og gerð lítillar tjarnar við Sauðána. Fjórar ráðstefnur „Nefndin hefur ákveðið að standa fyrir íjórum ráðstefnum og sýning- um á þessum timamótum. Fyrst er að telja ráðstefnu um sveitarstjórn- armál og flokkapólitík sem haldin verður i lok ágúst nk. í samráði við Félag stjómmálafræðinga. Þá verð- ur ráðstefna í haust i samvinnu við atvinnumálanefnd bæjarins um at- vinnumál, vonandi með þátttöku vinabæja Sauðárkróks á Norður- löndunum. Einnig stendur til á næsta ári að halda ráöstefnu um heilsuvemd og heilbrigða lífshætti með þátttöku Sjúkrahúss Skagfirð- inga og Náttúrulækningafélags ís- lands, sem var í upphafi stofnað á Sauðárkróki árið 1937 af Jónasi Kristjánssyni lækni. Loks ætlar at- vinnumálanefnd bæjarins að standa fyrir ráðstefnu um fjárfestingar í at- vinnulífinu á svæðinu næsta sumar og um leið að halda vömsýningu með þátttöku framleiðslu- og þjón- ustufyrirtækja í Skagafirði," sagði Páll en ýmislegt fleira stendur til að gera á afmælisárinu. Má þar nefna svokallaða danska viku í haust. Eins og kemur fram annars stað- ar í blaðinu hefst hátíðin á Sauðár- króki um næstu helgi. Margt verður á dagskránni sem ætti að gleðja augu og eym bæjarbúa sem ferða- manna. Með sama hætti er ætlunin að ljúka afmælis- og átaksárinu helgina 19.-20. júlí á næsta ári, sem í raun er hápunktur afmælisársins. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.