Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 13
JL*'\F MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 sauðárkrókur ELDHUSIIMNRETTINGAR BAÐINNRÉTTINGAR FATASKÁPAR Feróamenn, jafnt íslenskir sem útlenskir, hafa kunnað vel að meta skag- firska matseðilinn á Kaffi Krók. Hér fá matargestir kaffisopa frá þjóninum Láru Einarsdóttur að lokinni góðri máltíð. DV-mynd ÞÖK Kaffi Krókur með skagfirskan matseðil: Útlendingar orðnir leiðir á skyndibitunum - fjölbreytt dagskrá um næstu helgi „Það er reynsla okkar, nú eftir tveggja ára starf, að útlendingar eru upp til hópa orðnir leiðir á útlend- um skyndibitum sem nær eingöngu er boðið uppá við þjóðveginn. Þeir hafa í æ ríkara mæli óskað eftir því sérstaklega að fá íslenskan mat og þá sérstaklega fisk. Þetta hefur okk- ur þótt skemmtileg þróun og því höfum við ákveðið að svara með sérstökum íslenskum matseðli," segir María Björk Ingvadóttir, fyrr- um sjónvarpsþula, sem rekur veit- inga- og skemmtistaðinn Kaffi Krók og á hann ásamt eiginmanni sínum, Ómari Braga Stefánssyni. Kaffi Krókur tók að bjóða upp á skagfirskan matseðil í sumar þar sem allt hráefni kemur frá matvæla- framleiðendum á Sauðárkróki og í Skagafirði. Matseðillinn saman- stendur m.a. af tvíreyktu hráu hangikjöti með melónusósu, sykur- steiktum silungi með íslenskum kartöflum og smjöri, hvítvínsmar- ineruðum úthafsrækjum og sælgæt- isskyri. María segir að í sumar hafi mat- seðillinn fengið góðar viðtökur, ekki síst hjá útlendingum sem hafa vel getað hugsað sér eitthvað annað en hamborgara, franskar, pitsur og pasta. Kaffi Krókur býður ekki ein- göngu upp' á mat og drykk. Staður- inn hefur aðstöðu fyrir dansleiki, myndlistarsýningar, leiksýningar og ýmsa aðra gjörninga. Hefur Mar- ía verið dugleg að bjóða upp á lands- ins bestu listamenn auk snillinga í liði heimamanna. Fjölbreytt dagskrá verður á Kaffi Krók um næstu helgi í tilefni af af- mælishátíðinni. Á föstudagskvöldið verður dansleikur með hljórrisveit- inni Hunangi úr Reykjavík. Á laug- ardaginn verður opnuð sýning á málverkum Páls Sigurðssonar. Páll er nú prófessor í lögfræði við Há- skóla íslands en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Frá bernsku hefur hann notað frístund- ir sínar m.a. til að teikna og mála. Um kvöldið verður slegið upp balli með hljómsveit Magga Kjartans. Á sunnudaginn verður boðið upp á lif- andi tónlist fyrir gesti staðarins. -bjb TRÉSMIÐJAN Leitið tilboða Sérsmíðum allar gerðir innréttinga Borgarmýri 1 • 550 Sauðárkrókur • sími 453 5170 VEISTU...? Að þú getur keypt TOYOTA bifreið í Bókabúð Brynjars og við getum fært þér TOYOTUNA alla leið heim í hlað. TOYOTA Tákn um gæði Söluumboð fyrir Norðurland vestra er í BÓKABÚÐ BRYNJARS Suðurgötu 1 • 550 Sauðárkrókur Sími 453 5950 • Fax 453 5661

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.