Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Qupperneq 14
28 uðárkrókur MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 DV Fyrsta námskeiði Útflutningsskólans að Ijúka: Góð hugmynd að vera með skólann hér r - segir Sigurður Agúst Jensson verkefnisstjóri „Aðstaðan hér á Sauðárkróki er mjög góð, kennsluaðstaðan er til fyrirmyndar og það er mikill styrk- ur af því kennslulega að hafa nem- endurna svona mikið saman utan skólatímans. Þeir eru hér til að sinna þessu námi og gera ekkert á meðan. Þannig að hugmyndin að vera með skólann hér er góð,“ segir Sigurður Ágúst Jensson, verkefnis- stjóri Útflutningsskólans á Sauðár- króki, sem hóf starfsemi i fyrsta sinn 10. júní sl. og námskeiðum lýk- ur um næstu helgi. Kennsla fór fram í nýju og glæsilegu bóknáms- húsi Fjölbrautaskólans. Skólinn er starfræktur í sam- starfi við Danska útflutningsskól- ann en hugmyndin upphaflega er komin frá Þórólfl Gíslasyni kaupfé- lagsstjóra, Þorsteini Sigfússyni pró- fessor og Vilhjálmi Egilssyni þing- manni. Fengu þeir bróður Þor- steins, Þór Sigfússon hagfræðing, í lið með sér að koma hugmyndinni í framkvæmd. Sigurður Ágúst segir það mikinn styrk að vera í samstarfí við Dan- ina. Þeir séu þekktir fyrir hæfni sína í markaðssetningu, mark- aðsvinnu og sölumennsku. Upphaflega var áætlunin að vera með stærri skóla og bjóða upp á lengra nám, að sögn Sigurðar. Hins vegar hafl fleiri aðilar í landinu, s.s. Endurmenntunardeild Háskólans Siguröur Ágúst Jensson, verkefnis- stjóri Útflutningsskólans á Sauðár- króki, sem iýkur fyrsta námskeiöi sínu um næstu helgi. DV-myndir ÞÁ og Útflutningsráð, farið af stað með námskeið í útflutningsfræðum og framboð af slíku námi hafi skyndi- lega verið meira. „Samkeppnin er kannski miklu meiri en hún var þegar þessari hug- mynd var hrint af stað. Við erum í stöðugt aukinni samkeppni með okkar útflutning. Það er ekki bara samkeppni milli íslenskra útflutn- ingsfyrirtækja heldur líka á hinum erlenda markaði," segir Sigurður sem er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað í mörg ár við markaðssetningu og markaðs- fræðslu. -ÞÁ zsömu- og herrafatnoður .r/lóalgölu 4 - S: 453 5965 J Jreyjajónsdóltir hs: 453 6695 Daglegar ferðir Reykjavík - Sauðárkrókur Afgreiðsla í Reykjavík: Vöruflutningamiðstöðin Borgartúni 21, sími 551-0440 íim VÖRUMIÐLUNÍ Borgarflöt 5, Sauöárkrókur Sími: 453 5622 Líf og leikur Söluaukning hjá sútunarverksmiðjunni Loðskinni: r Astralskar gærur halda fyrirtækinu við efnið - getum ekki kvartað, segir Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri „Við getum ekki kvartað. Það sem af er árinu hefur orðið 30 pró- senta aukning á sölu, miðað við sið- asta ár. Áætlanir okkar fyrir þetta ár gera ráð fyrir 50 prósenta sölu- aukningu þannig að söluverðmætið ætti að verða um 300 milljónir króna. Innflutningurinn á gærum frá Ástralíu er farinn að skila sér, og það mun betur en við reiknuðum með,“ sagði Birgir Bjarnason, fram- kvæmdastjóri sútunarverksmiðj- unnar Loðskinns, við DV. Loðskinn hóf í fyrra innflutning á gærum frá Ástralíu til vinnslu eftir að hráefni innanlands brást. Birgir segir það borga sig að flytja inn gærurnar alla þess leið, þær fari sútaðar einkum í austurátt til baka, þ.e. til Asíulanda. Á síöasta ári flutti fyrirtækið inn 75 þúsund gær- ur frá Ástralíu og búist er við svip- uðu magni í ár. Gærur sem Loðskinn fær af íslensku sauðkind- inni eru um 110-120 þúsund á ári. Afgangurinn, um 440 þúsund gærur, fara til sútunar á Akureyri. „í raun erum við að auka fram- leiðsluna í landinu um 13 til 15 pró- sent,“ sagði Birgir. Markaðir fyrir sútaðar gærur Loðskinns eru um allan heim. Mest fer til Bandaríkj- anna, Norðurlanda og Asíu. Ekkert sumarstopp Starfsmenn I fyrirtækinu eru nú í kringum 70 og hefur fjölgað um 10 að undanförnu. í fyrsta sinn í mörg ár verður ekkert um sumar- stopp á framleiðslunni, þannig að sumarafleysingafólk fær vinnu hjá Loðskinni. Núna er enginn skort- ur á hráefni, þökk sé Ástralíugær- unum. Birgir segir að fyrirtækið sé ekki eins háð sveiflum í íslensk- um landbúnaði og áður. Skuggi á annars góðri velgengni Loðskinns um þessar mundir eru miklar skuldir frá fyrri tíð. Birgir sagði að verið væri að greiða skuldirnar niður og það gengi vel. „Horfurnar eru góðar. Við von- um að ' söluaukningin haldi áfram," sagði Birgir, fullur bjart- sýni með rekstur þessa eins stærsta iðnfyrirtækis á Sauðár- Forráöamenn Loöskinns og Sjávarleöurs hafa ástæöu til að brosa þessa dagana. Friörik Jónsson, framleiöslustjóri Sjávarleöurs, er lengst til vinstri á myndinni meö sútuö fiskroö fyrir framan sig. Næstur kemur Birgir Bjarna- son, framkvæmdastjóri Loðskinns og Sjávarleöurs, meö gærur af bæöi áströlsku og íslensku sauöfé fyrir framan sig og loks kemur Karl Bjarnason, framleiöslustjóri Loöskinns. DV-mynd ÞÖK króki sem sett var á laggirnar fyr- ir 27 árum. Sútað fiskroð gefur góða raun Fyrir tveimur árum stofnaði Loðskinn dótturfyrirtæki sem nefnist Sjávárleður hf. Þar er sút- að fiskroð af hlýra og laxi og til- raunir standa nú yfir með roð af þorski, sem ganga mjög vel. Sútað fiskroð er einkum selt hér innan- lands og til Norðurlandanna. Roð- ið er notað í töskur, veski og fatn- að af ýmsu tagi. „Reksturinn á Sjávarleðri geng- ur vel og hráefnið hefur vakið mikla athygli, ekki sist hérna heima. Við hófum framleiðslu í ársbyrjun 1994. Smátt og smátt erum við að stækka markaðssvæð- ið eftir því sem framleiðslan eykst. Við reynum að dreifa okkur ekki of hratt," sagði Birgir en í dag starfa 8 manns hjá Sjávarleðri. Framleiðslustjóri er Friðrik Jóns- son en Birgir er jafnframt fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. -bjb Bömunum á Sauðárkróki stend- ur ýmislegt til boða í leik og starfi. Þar á meðal er Líf & leikur - starfs- námskeið sem Ungmennafélagið Tindastóll og íþrótta- og tómstunda- ráð Sauðárkróks hafa staðið fyrir í nokkur sumur og hafa notið mikilla vinsælda. Um vikunámskeið er að ræða þar sem boðið er upp á ýmsa leiki, núna undanfarið hafa t.d. svokallaðir ólympíleikir verið vinsælir, enda stutt í þá leika og Króksarar standa vitaskuld með sínum manni þar. í Líf & leik er farið í fjalla- og sveita- ferð, hjólreiðaferð, veiði- og fjöru- ferð, lautarferð í Litlaskóg, bátsferö niður Sauðána og síðast en ekki síst dagsferð í leit að ævintýrum en þá bera alltaf eitthvað óvænt við. Áð sjálfsögðu er farið í sund, golf og í róður á Áshildarholtsvatninu. Þá eru vinnustaðir í bænum heimsótt- ir eins og t.d. í síðustu viku þegar farið var í Steinullarverksmiðjuna, á lögreglustöðina og slökkvistöðina. Síðasta dag Lífs & leiks er ætíð farið í svonefnda óvissuferð og nám- skeiðið endar síðan með hjólreiða- þrautum og grillveislu. Gleðin skein úr hverju andliti þegar blaðamaður DV hitti krakkana í Líf & leik á Króknum. ÞÁ Líf og fjör í sundlauginni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.