Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1996, Side 16
30
sauðárkrókur
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1996 531^
Kaupfélag Skagfirðinga, stærsti vinnuveitandinn á Sauðárkróki:
Verðum að aðlagast nýjum aðstæðum
segir Þórólfur Gíslason kaupfálagsstjóri
„Síðustu ár höfum við lagt
áherslu á að kanna hvernig við get-
um orðið sveitunum að liði eftir
verulegan samdrátt í sauðfjárbú-
skapnum. Við tókum greinargerð
saman í vor um stöðu landbúnaðar
í Skagafirði. Þar kemur fram að
framleiðsluverðmæti sauðfjárbúa er
mjög lágt í Skagafirði. Þeir 135
bændur sem við flokkuðum sem
hreina sauðfjárbændur hafa ekki
framleiðslutekjur nema upp á 1,5
milljónir hver. Það segir sig sjálft
að þarna er mikill vandi á ferðum.
Til samanburðar þá eru mjólkur-
framleiðendur í Skagafirði með að
meðaltali 5-6 milljóna króna fram-
leiðslutekjur á ári,“ segir Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfé-
lags Skagfirðinga, í samtali við DV.
Kaupfélagið er eitt það öflugasta á
landinu, kemur næst á eftir KEA, og
stærsti vinnuveitandinn á Sauðár-
króki og í Skagafirði, ef dótturfyrir-
tækin í landbúnaði, sjávarútvegi og
iðnaði eru talin með. Ársvelta fé-
lagsins er í kringum 5,5 milljarðar
króna og starfsmenn um 500 talsins.
í samstarfi við Búnaðarsamband
Skagafjarðar og Byggðastofnun hef-
ur kaupfélagið verið að finna leiðir
til úrbóta fyrir sauðfjárbændur í
Skagafirði. Það fyrsta sem gert hef-
ur verið er að koma loðdýrabúskap
í gang aftur og nýta þær byggingar
sem reistar höfðu verið á sínum
tíma fyrir loðdýrarækt. Heldur hef-
ur rofað til í loðdýraræktinni og á
þessu ári munu 10 bændur fara af
stað að nýju í loðdýrabúskap.
Þórólfur segir að áhersla sé lögð á
að menn fari hægt af stað og umsetji
sig ekki mikið.
Síðustu tvö árin hefur mjólkur-
framleiðsluréttur í Skagafirði auk-
ist úr 8 í um 9 milljónir lítra. Mestu
skiptir að kaupfélagið hefur aðstoð-
að bændur við að kaupa fram-
leiðslurétt inn í héraðið. Með ýms-
um hætti hefur kaupfélagið beitt
sér á öðrum sviðum til að halda
atvinnu í héraði
og efla hana. Meðal annars með
sameiningu vöruflutninga-
deild kaupfélagsins við fyrir-
tæki Magnúsar Svavarsson-
ar.
„í þessum blandaða rekstri
er alltaf eitthvað sem gengur
vel og annað miður. Við höfum,
líkt og aðrir, orðið varir við sam-
drátt í landvinnslu á bolfiski
sökum minnkandi kvóta.
Þar er mikilvægt að
grípa til
aðgerða til að rétta stöðu land-
vinnslunnar í frystihúsunum," seg-
ir Þórólfur en kaupfélagið er aðal-
eigandi Fiskiðjunnar Skagfirðings,
fjórða stærsta útgerðarfyrirtækis
landsins.
Þórólfur, sem verið hefur kaupfé-
lagsstjóri frá 1988, er bjartsýnn á
framtíðina fyrir hönd fyrirtækisins.
Verkefnin hafi verið næg og von-
andi verði svo áfram. Að raungildi
hefur velta kaupfélagsins aukist um
nærri 100 prósent frá því hann tók
við starfínu.
„Við vonum að með nýrri öld
verði Kaupfélag Skagfirðinga í
stakk búið til að taka myndarlega á
og leysa ný verkefni vel af hendi.
Félagið, sem er 106 ára, verður að
aðlagast nýjum aðstæðum og vera
opið fyrir því sem er að gerast í um-
hverfinu. Það er mikilvægt að félag-
ið sé vel rekið og með langtímahags-
muni héraðsins í fyrirrúmi," segir
Þórólfur Gíslason.
-bjb
Þórólfur Gíslason hefur stýrt Kaup-
félagi Skagfirðinga frá árinu 1988 en
félagið er það annað stærsta að um-
fangi á eftir Kaupfélagi Eyfirðinga,
með 5,5 milljarða veltu og um 500
manns í vinnu.
DV-mynd ÞÖK
Ómar Bragi Stef-
ánsson, vöruhús-
stjóri Skagfirð-
ingabúðar, með 7
punda ferskan
lax úr kæliborð-
inu í annarri
hendinni og
stöng í hinni.
Hann segir að í
sjálfu sér geti
menn sleppt því
að kaupa stöng-
ina og fengið sér
ferskan lax í
staðinn, að
minnsta kosti
áreynslulaust og
án veiðileyfis!
DV-mynd ÞÖK
Fjölbreyttvöruurval í Skagfirðingabúð
Beinn innflutningur skilar
sér í hagstæðara verði
- verðum að standa okkur, segir Úmar Bragi Stefánsson
Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki er eitt af stærri vöruhúsum utan
höfuðborgarsvæðisins með 3 þúsund fermetra
gólfflöt, þar af 2 þúsund fermetra undir versl-
unarpláss. Fyrir 5 árum byrjaði Skagfirðinga-
búð að flytja vörur inn beint frá Danmörku og
nú er svo komið að verslunin tekur á móti
nokkrum gámum á mánuði. Að sögn Ómars
Braga Stefánssonar vöruhússtjóra hefur inn-
flutningurinn skilað sér i hagstæðu vöru-
verði. Skagfirðingabúð hafi komið mjög vel út
í verðkönnunum að undanfömu.
„Að- sjálfsögðu þjónustum við Sauðkræk-
inga og Skagfirðinga fyrst og fremst en leggj-
um einnig áherslu á að koma til móts við þarf-
ir ferðamanna, sem við vonum að verði alltaf
fleiri og fleiri. Við þurfum að sinna þeim kröf-
um að geta boðið upp á allt. Þá erum við að
tala um alla matvöru, fatnað, búsáhöld, snyrti-
vörur, leikföng, byggingavörur, raftæki og
ýmislegt fleira. Þannig að vöruúrvalið er gríð-
arlegt,“ sagði Ómar Bragi í samtali við DV.
Ómar sagði það ljóst að Skagfirðingabúð
væri í samkeppni við verslanir bæði í Reykja-
vík og á Akureyri. Samgöngur væru orðnar
það góðar að fólki munaði ekki um að fara til
þessara staða í verslunarleiðangra. í raun
væri orðið algengara að Skagfirðingar, ef þeir
á annað borð færu að versla annars staðar,
færu til Reykjavíkur fremur en Akureyrar.
Þýðingarlaust að grátbiðja fólk
„Við þurfum einfaldlega að standa okkur og
vera með samkeppnishæfar vörur. Það þýðir
lítið að grátbiðja fólk að versla heima. Við
þurfum að vera með rétta verðið og þá náum
við fólki í verslunina. Enda hefur salan hjá
okkur verið að aukast," sagði Ómar en þess
má geta að salan í Skagfirðingabúð í fyrra var
í kringum 500 milljónir króna. Það nálgast
söluverðmæti steinullarinnar í fyrra, svo
dæmi sé tekið.
Aðspurður um nýjungar á næstunni sagði
Ómar Bragi að m.a. væri fyrirhugað að breyta
til í matvörudeildinni, skipta um kæliborð
undir kjöt og fisk og hressa upp á umhverfið.
Til að standast samkeppni þyrfti Skagfirðinga-
búð stöðugt að vera vakandi fyrir því sem er
að gerast í kringum okkur.
Ómar Bragi hefur verið vöruhússtjóri í
Skagfirðingabúð í 7 ár. Áður starfaði hann í 5
ár hjá IKEA í Reykjavík og Svíþjóð, þar af
fyrst í eitt ár hjá Svíum. Að loknu námi í í
Osló bauðst honum starfið í Svíþjóð og sagði
Ómar dvöl sína hjá IKEA hafa verið góðan
grunn fyrir annasamt og krefjandi starf í
Skagfirðingabúð. Um 30 manns starfa þar
undir hans stjórn og sagði Ómar verslunina
ávallt hafa getað státað af góðu starfsfólki.
-bjb
Fiskiðjan Skagfirðingur, fjórða stærsta útgerðarfyrirtæki landsins:
Fyrirtækið hefur
aldrei verið sterkara
- segir Einar Svansson, fráfarandi framkvæmdastjóri
Einar Svansson á þeim stað þar sem hann hóf störf hjá Fiskiðjunni
Skagfirðingi sem verkstjóri fyrir 15 árum. Nú er hann að hætta sem
framkvæmdastjóri og mun næstu árin stýra stærstu útgerð Húsvík-
DV-mynd ÞÖK
„Eins og staðan er í dag
hefur fyrirtækið sennilega
aldrei verið sterkara, sér í
lagi hvað eigna- og kvóta-
stöðu varðar og möguleika
til framtiðar. Hins vegar er
það svo að þegar möguleik-
arnir eru margir þá er erf-
iðara að velja á milli þeirra
kosta sem í boði eru. Mikil-
vægast núna er að finna út
hvernig landvinnslunni
reiðir af á næstu árum. Það
er gert ráð fyrir að þorsk-
veiðar aukist en enginn
veit hversu hratt. Breyting-
ar í fiskvinnslu hafa orðið
miklar á síðustu árum. Það
eru færri hendur að vinna
þau störf sem áður voru
unnin í frystihúsum lands- .
ins, sérstaklega þegar m^a'
þorskveiðar voru gríðarlegar og mikið fór í
saltfisk og skreið. Með auknum þorskveiðum
á nýjan leik sé ég fyrir mér að þessar greinar,
saltfiskur og skreið, dafni að nýju,“ sagði Ein-
ar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar
Skagfirðings, í samtali við DV, síðasta daginn
í því starfi en hann tekur í haust við starfi
framkvæmdastjóra Fiskiðjusamlags Húsavík-
ur.
Einar segir að menn hafi einnig verið að
skoða vinnslu á humar og uppsjávarfiski, s.s.
síld og loðnu, og niðurstöðu þeirra athugana
sé fljótlega að vænta. Að þessum fisktegund-
um frátöldum þá veiði og vinni fyrirtækið
nær allar tegundir sem hægt sé að vinna.
Styrkleiki fyrirtækisins felist í þessari fjöl-
breytni, sem um leið megi kannski flokka sem
veikleika þar sem vitanlega sé erf-
ið@.mfyr:Starfsemi í þremur sveitarfélögum
Eftir að Fiskiðjan Skagfirðingm: sameinað-
ist Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar um síðustu
áramót og Skildi á Sauðárkróki í fyrra er hún
orðin fjórða stærsta útgerðarfyrirtæki lands-
ins. Fyrirtækið gerir út 5 togara og rekur fisk-
vinnslu í tveimur sveitarfélögum auk Sauðár-
króks, þ.e. á Grundarfirði og Hofsósi. Velta
fyrirtækisins er í kringum 3,5 milljarðar á ári
og starfsmenn í það heila um 400.
Einar hefur starfaö hjá Fiskiðjunni Skag-
firðingi frá 1981, fyrst sem verkstjóri. Nú þeg-
ar hann hættir störfum segist hann eiga sér
þá ósk að Skagfirðingar haldi áfram að vinna
saman í því sem þeir séu að gera.
„Þegar ég kom hingað var útgerðinni hátt-
að þannig að þrjú frystihús skiptu með sér afl-
anum upp úr hverjum togara. Það samstarf
var til fyrirmyridar. Eftir að spilin voru stokk-
uð upp fyrir nokkrum árum hafa menn staðið
þétt saman, bæjarfélagið, hluthafar og starfs-
menn. Það er min ósk og von að menn haldi
áfram að standa saman um hag fyrirtækisins.
Við erum á stóru atvinnusvæði með sterkan
bakhjarl í sveitunum og höfum aldrei þurft að
flytja inn vinnuafl. Okkur hefur tekist að
manna störfin með heimamönnum og það er
gríðarlega mikilvægt. Ég tel að menn hafi van-
metið þennan þátt,“ sagði Einar Svansson,
skömmu áður en hann kvaddi starfsmenn
sína.
-bjb