Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
Spurningin
Hvert er uppáhaldsliö þitt í
ensku knattspyrnunni?
Helgi Þór Guðbjartsson sölumað-
ur: Ég horfl ekki á fótbolta.
María Kjartansdóttir hagfræð-
ingur: Liverpool.
markvörður: Tottenham.
i. ut uim xvtuiiauuiui, i u xx. Xjg
hef ekkert vit á enskri knattspyrnu.
Guðrún Agða Hallgrímsdóttir:
Manchester United.
það ekki Sinn Fein?
Lesendur
Fallegasti hluti nátt-
úrunnar alltaf skorinn
Magnús H. Skarphéðinsson skrif-
ar:
Hvenær lýkur eiginlega ofsókn-
um malbikunar- og steypuliðsins á
fallegasta hluta gróðurs borgar-
landsins? Nú síðast var bróðurpart-
ur umferðareyjunnar við Miklu-
braut, fyrir austan Grensásveg, fjar-
lægður, í stað þess að breikka ak-
brautina að sunnanverðu, til jaðars-
ins. - Og alltaf skal fallegasta
augnayndi borgaranna, og reyndar
heilsusamlegasti hluti umhverfis-
ins, skorinn niður við allar mögu-
legar framkvæmdir verkfræðinga-
stóðsins hjá Reykjavíkurborg.
Það er búið að sýna fram á það við
yfir fimm hundruð rannsóknir um
heim allan hversu ofur nauðsynlegt
það sé öllu fóiki að mikill og fjöl-
skrúðugur gróður sé í kringum það,
helst allan sólarhringinn. Ekki bara
í sumarleyfinu úti í náttúrunni eða í
örfáum blómapottum heima í stof-
unni, heldur við vimnma, við akstur
á milli staða (eða göngu eða hjólreið-
ar). Og bara alls staðar þar sem
mannlegt fólk er á ferð við vinnu eða
viðveru. Hvenær ætlar verkfræð-
ingalýður borgarinnar að gera sér
þetta ljóst? - Kannski ekki fyrr enn
allir borgaramir eru flúnir í vímu-
efnin til að slá eitthvað á firringuna
sem fylgir því að vera innan um
gróðurlitla eða gróðurlausa malbikið
og steinsteypuna. - Þá kannski mun
fjallið fara til Múhameðs.
Eða hvers vegna þurfti að eyði-
leggja eina af fallegustu akstursleið-
um borgarinnar við Miklubrautina,
sem Einar Pálsson verkfræðingur
hannaði? Borgaryfirvöldum hefði
verið í lófa lagið að halda hinni
stóru og fallegu gróðureyju við
Miklubrautina ósnertri og leggja
þriðju akreinina Sogavegsmegin við
hinar tvær sem fyrir eru. - Og það
skiptir engu máli þótt færa hefði
þurft nokkra ljósastaura til þess.
Það er engin afsökun.
Nei, það er morgunljóst að lítið
sem ekkert þýðir að skipta um borg-
arstjórn til að reyna að forða frá því
að grænu svæðunum á mest áríð-
andi stöðunum, þar sem tugþúsund-
ir borgarbúa geta notið þeirra á
hverjum degi, verði sífellt eytt meir
og meir.
f stað þess að rífa pláss fyrir heila
akrein að norðanverðu á síðasta
sumri af þessari umferðareyju og
pláss fyrir enn aðra að sunnan-
verðu nú í sumar, hefðu borgaryfir-
völd átt að sjá sóma sinn i því að
halda eyjunum í allri sinni stærð og
setja enn fleiri tré og fjölærar jurtir
þar niður sem bæði gleðja augu veg-
farenda ómælt, sem og ef eitthvað
er, þá senda þau einnig útgeislun
frá sér til hinna ofurstressuðu
ferðalanga sem þar eiga leið hjá. -
Ekki veitir af.
Snerta ekki eyjurnar og enn fleiri tré og plöntur. - Ekki veitir af, segir Magn-
ús í bréfi sínu.
Vopnasmygl héðan ímyndun ein?
Guðjón Guðmundsson skrifar:
í fréttum af meintu vopnasmygli
með ísland sem viðkomustaö kom
fram að möguleikamir á þessari
framkvæmd væru meira en líklegir.
Legu landsins vegna, svo og vegna
þess að allir vita að hér er hvorki ís-
lenskur her né vopnaframleiðsla af
neinu tagi. f annarri sjónvarpsfrétt-
inni af'tveimur um málið var rætt
við tollstjóra sem gaf undir fótinn
með það að svona verknaður gæti
hæglega tengst íslandi af framan-
greindum ástæðum. - En hvernig
sem á því stendur hefur enginn ann-
ar fjölmiðill en ríkissjónvarpið
reynt að kanna sannleiksgildi þess-
arar fréttar sem átti upptök sín á
Ítalíu, að mig minnir, i þarlendu
blaði eða tímariti.
Nú, nú, þetta er svo sem skað-
laust fyrir almenning á íslandi en
það er þó talsvert mál ef einhver
hér á landi eða tengdur fslandi get-
ur notfært sér aðstöðu sína við þá
iðju að smygla vopnum gegnum ís-
land og haft af því stórfelldar tekjur.
- Skattfrjálsar að sjálfsögðu.
Ef það þykir stórmál að menn séu
að svíkja undan skatti yfirleitt þá er
engin ástæða til að gera ekki skurk
i því að grafast fyrir um vopnamiðl-
arann meinta til að láta hann borga
sinn skatt hér, þótt ekki sé annað.
Sá skattur gæti verið umtalsverður
af mikilli umsetningu. Eru t.d. inn-
lendir flutningamiðlar ekki nær-
tækastir í fyrsta úrtaki svona könn-
unar? Með einhverjum hætti hljóta
meint vopn að koma og fara frá ís-
landi. Eða þykir ekki við hæfi að
rannsaka undirheimastarfsemi á ís-
landi, innlenda eða erlenda?
Breiðir jeppar og blindhæðir
Til þess eru merkingar á biindhæðum að varast þær.
H.Ó. skrifar:
Ökumenn jeppanna, sem nú eru
orðnir mun breiðari en hér á árum
áður (þeim hefur sumum verið
breytt frá upprunalegri stærð),
verða að gera sér grein fyrir því að
þeir eru ekki einir á þjóðvegunum.
Ég er ekki frá því að margir jep-
panna taki mun meira pláss á veg-
um landsins og sýnist mér í vissum
tilvikum geti verið um að ræða eina
og hálfa breidd margra minni fólks-
bílanna. Það er eins og ökumenn
jeppanna geri sér enga grein fyrir
þessu á hinum mjóu þjóðvegum
okkar.
í tvö skipti hef ég mætt jeppa á
góðri siglingu á Ströndunum og
mætti öðrum á blindhæð. í það
skiptið munaði mjóu að jeppinn
færi út fyrir veg og var ökumaður
þeirrar bifreiðar því heppinn en í
bílnum voru 5 manneskjur. Bíllinn
lenti í lausamöl er ökumaður
reyndi að fara út í kantinn eftir að
hafa verið of innarlega á veginum.
Ég var kominn með minn bíl út í
lausamöl og búinn að slá mikið af
og þarna skall hurð nærri hælum. -
Ég hvet jeppamenn til að athuga
sinn gang og gera sér grein fyrir
hvers konar bifreið þeir stjórna.
DV
Dulin verðbólga
Bjöm Sigurösson skrifar:
Ekki er nokkur vafi á því að
mun meiri þensla er í þjóöfélag-
inu en fólk gerir sér grein fyrir.
Verðbólgan er þegar komin upp
fyrir það sem er ásættanlegt og
er það viðurkennt af Þjóðhags-
stofnun. Hvaða vit er nú að hafa
samið um óvísitölutengd laun?
Það eigum við að „þakka" for-
ystumönnum ASÍ og öörum for-
kólfum launþegastéttanna. Telja
má víst að hér sé viðloðandi dul-
in verðbólga sem haldið sé niðri
með handafli til þess að ekki fari
allt í bál og brand á vinnumark-
aðinum.
Viðbúnaður
gegn ofbeldi
Kjartan skrifar:
Það er að orðið langt gengið að
grípa skuli til sérstakra viðbún-
aðaráætlana fyrir opinbera eftir-
litsmenn, t.d. stööumælaverði og
aðra sem sinna daglegum skyld-
um utanhúss í höfuðborginni.
Ofbeldið er slíkt, jafnvel um há-
bjartan daginn, að ástandið er
orðið svipað, ef ekki verra, en í
verstu hverfum stórborga. Er
virkilega ekki með neinum hætti
hægt að ráðast gegn ofbeldinu?
Hvað með enn hærri sektará-
kvæði og þyngri dóma? Ég held
aö það væri góö byrjun, ásamt
því að hafa hóp gangandi lög-
reglumenn í miðborginni, a.m.k.
til miðnættis alla daga.
Kolbeinseyjar-
deilan
- enginn veit neitt
Ragnar Jónsson skrifar:
Alltaf er þaö sama sagan meö
ráðamenn okkar, þeir muna
aldrei stundinni lengur neitt
sem óþægilegt er fyrir þá sjáifa.
Nú man t.d. enginn eða þykist
hafa séð svokallaða „sáttargjörð"
sem Danir vitna nú til að gerð
hafi verið fyrir tilstuðlan ráö-
herra í einni af fyrri ríkisstjóm-
um, eða árið 1988. Þetta er mál
sem á ekki að láta þá ráðherra
sem þá vora hér við völd komast
upp meö að neita afskiptum af.
Sé umrætt skjal torfengið til
birtingar hlýtur maðkur að vera
í mysunni af okkar íslendinga
hálfu.
Hvaða fimm
prestar?
Jón Benediktsson skrifar:
Mjög margir minnast þess ef-
laust, að biskup íslands lét þau
orð falla þegar hann stóð í miðri
orrahríðinni vegna ákæra á
hendur honum um meinta
áreitni gagnvart konunum þrem-
ur að svona mál hefðu komið
upp eða væru í meðferð vegna
fimm presta íslensku þjóðkirkj-
mmar. Svo hlynntur er ég þjóð-
kirkjunni okkar að mér stendur
ekki á sama ef þessi ummæli
eiga við rök að styðjast. Ég veit
ekki hvort einn þessara presta
er presturinn i minni sókn eða
ekki. Ég tel sjálfsagt að þessi um-
mæli biskups þurfi frekari skoð-
unar við og málin eigi að upp-
lýsa hið fyrsta.
Til varnar Jóa
Begg
Einar Björnsson hringdi:
Mér finnst nóg að gert í um-
fjölluninni um Jóa Begg eins og
margir kunnugir honum kalla
hann daglega. Jóhann hefur ver-
ið afar farsæll framkvæmdamað-
ur gegnum tíðina, vel liðinn og
hjálpsamur. Honum eiga margir
skuld að gjalda þótt hann sé
sjálfur skuldugur nú vegna þess
að hann lagði allt að veði til að
halda úti rekstri sínum. Ég
myndi vilja að hann sæti áfram
sem bæjarfulltrúi væri ég búsett-
ur i Hafnarfirði.