Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 13 Velferð án í athyglisverðri grein í síðasta hefti hins virta tímarits The Economist er sagt frá nýlegu frum- varpi (The Right to Work Bill) sem borið hefur verið upp sameiginlega af þingmönnum í breska íhalds- flokknum og verkamanna- flokknum. í frum- varpinu er gert ráð fyrir því að flestir þeir sem missa atvinnuna verði virkjaðir til verka af einhverju tagi. Það nýtur stuðnings 135 breskra þingmanna, þar af 80 íhaldsmanna. Báðir stóru flokk- arnir í Bretlandi hafa um tíma verið með hugmyndir af þessu tagi til athugunar. Tillögur í þessa veru hafa ekki ávallt notið vinsælda. Margir ihaldsmenn hafa þannig verið á móti þeim samkvæmt grein The Economist. Sú mótbára hefur með- al annars verið höfð uppi að sé öll- um haldið að verki þá valdi það verðbólgu. Við hætist að sumum hægrimönnum hefur ekki líkað sú hugmynd að ríkið tryggi öllum þeim atvinnulausu verkefni sem ekki er unnt að nýta i þágu hins almenna markaðar og auki þannig umsvif sín. I greininni kemur fram að auð- velt er að koma með gagnrök gegn fyrrgreindum mótbárum. Þannig er lítil ástæða til að halda að verk- efni sem ekki keppa um vinnuafl við störf á frjálsum markaði verki verðbólguhvetjandi. Nóg er af þeim. Það úrlausnarefni sem blas- ir við er því að finna eða skilgreina slík verkefni í nægilegum mæli sem þar að auki misbjóða ekki þeim atvinnulausu. Ef að líkum lætur þá er þetta auðleyst ef tekið er á því af krafti. Haldlítil mótrök Andstaða manna gegn því að ríkið taki að sér að tryggja næg verkefni fyrir alla atvinnulausa, geti aðrir það ekki, virð- ist því ekki reist á sterk- um grunni. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er um tvennt að velja, það er virkni eða óvirk bóta- taka. Munurinn á kostn- aðinum við þessa tvo valkosti þarf ekki að vera sérlega mikill. í báðum tilvik- unum þarf ríkið að leggja fram mestallt féð í formi atvinnuleysis- bóta. Meginkosturinn við breytta skipan er á hinn bóginn sá að til kæmi veruleg ný verðmætasköp- un sem ekki sér stað nú. Það virð- ist því greinilega hagkvæmt að gera breytingar. Furðu vekur að þessi augljósu sannindi skuli hafa mætt andstöðu. Frá sjónarhóli þeirra atvinnu- lausu er mikil framfór í slík- um breyting- um. Þorri þeirra sem missa atvinn- una líður fyrir þá útskúfun sem felst í nú- verandi fyrir- komulagi. Flest- ir þurfa á þeirri andlegu kjölfestu að halda að taka virkan hátt í sam- félagi vinnandi fólks. Það sem einkum þarf að tryggja er að kerfi af þessu tagi séu það vel skipulögð að atvinnulausum sé ekki misboð- ið. Enn fremur að þau raski ekki samkeppni á frjálsum markaði. Ný öryggisnet Þróunin í Bretlandi á sér víða hliðstæður. Um allan heim er kominn upp sterkur stuðningur við að endurskoða velferðarkerfi og atvinnuleysistryggingakerfi í þeim tilgangi að draga úr eða Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upp- lýsingaþjónustu Há- skólans „Þorri þeirra sem missa atvinn- una líður fyrir þá útskúfun sem felst í núverandi fyrirkomulagi. Flestir þurfa á þeirri andlegu kjölfestu að halda að taka virkan þátt í samfélagi vinnandi fólks.“ verkleysis í!®illílilii|piiÉII||||§1 .. «siJ i ■■ , > ■ . . , &ma : Padraig Flynn, yfirmaður félags- og atvinnumála hjá EB, kom hingað til lands í boði félagsmálaráðuneytisins. hætta greiðslum fyrir verkleysi. Dæmin eru mörg. Velferðarfrum- varp það sem Bandaríkjaforseti undirritaði nýverið er í þessum anda. Yfirmaður félags- og atvinnu- mála hjá EB, Padraig Flynn, sem var hér á landi fyrir nokkru í boði félagsmálaráðuneytisins, hefur látið í ljós skoðanir af þessu tagi. Sama má segja um Jacques Delors, fyrrverandi framkvæmda- stjóra EB. Og hér á landi eru fjöl- margir sama sinnis. Málið er reyndar komið það langt að á veg- um félagsmálaráðherra, Páls Pét- urssonar, eru í undirbúningi lög sem ganga í þessa átt. Nauðsyn vandaðs skipu- lags Ekki er aUt komið með því að setja lög til að virkja þá atvinnu- lausu. Tryggja verður að verkefn- in sem þeir eiga að taka til hend- inni við séu árangursrík og að þau nýti hæfileika og þekkingu fólks. Þegar búið er að kosta miklu til menntunar dugar ekki að nýta at- vinnulaust fólk í stórum stíl sem jarðvinnuvélar sakir þess að þeir sem ákveða hvað á að gera hafa ekki aðrar og betri hugmyndir. Þetta er viðamikið úrlausnarefni sem krefst mun meiri fyrirhyggju, meiri vinnu, fjölbreyttari úrræða og betra skipulags en við búum við í dag. Jón Erlendsson A6 velja sér lífsstíl Erfðir, lífsstíll og umhverfi hafa áhrif á heilbrigði okkar. Við erum hluti stærri heildar og allt það sem við gerum hefur áhrif á líðan okkar á einhvern hátt. Það að líða vel er upplifun hvers og eins og heilbrigði er mun meira en það að vera án sjúkdóma. Við getum ávallt valið. Á hverj- um degi stöndum við frammi fyrir ákveðnu vali, meðvituðu eða ómeðvituðu. Margur kannast við það að koma örþreyttur heim úr vinnu, borða, kasta sér upp í sófa og liggja þar þangað til maður drattast upp í rúm. Viðkomandi hefur valið það að borða og leggja sig í stað þess t.d. að fara út að ganga. Að lokum kemst þetta upp í vana og eins og flestir vita er erfitt en ekki ómögulegt að kenna gömlum hundi að sitja. Vani og gamlar hefðir íslendingar teljast til upplýstari þjóða og flest okkar þekkja mikil- vægi þess að ástunda heilbrigt líf- erni. Hvers vegna lifum við þá ekki heilsusamlegra lífi en við ger- um? Vani og gamlar hefðir draga oft úr vilja okkar til breytinga. Það skiptir miklu máli hvað við erum alin upp við. Heilsu- samlegt líferni gengur oft í erfð- ir því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Það skiptir okkur líka máli hvemig vinir og jafningjar hegða sér. Við réttlæt- um oft óæskilega hegðun með því að aðrir sem við þekkjum til hegði sér á svipaðan máta. Lífsstíll hefur ótvíræð áhrif á heilbrigði. í rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum 1987, var sýnt fram á að hægt væri að rekja 50% dauðsfalla til lífsstíls fólks. Þar er m.a. átt við rangt mataræði, hreyfing- arleysi, streitu, reyk- ingar og áfengi. Einnig hefur verið sýnt fram á tengsl hreyfingarleysis og veikindaflarvista frá vinnu. Ávinningur heil- brigðara lífernis er m.a.: Bætt sjálfs- mynd, minni streita, minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, minni líkur á stoð- kerfisvandamálum og einkennum frá meltingarfærum og hægari öldrun. Ekki nægir að huga að heils- unni annað slagið. Heilsusamlegt líf á að vera hluti af okkar daglega lifi en. ekki skammtímaátak hverju sinni. Bíllaus dagur Hreyfing er ein af forsendum heilsusamlegs lífs. Oft ber fólk við tímaskorti þegar rætt er um nauð- syn þess að hreyfa sig. Þó unnið sé í 50 klukkustundir á viku, sofið í 60 og borðað í 25 þá eru ennþá 33 klukku- stundir aflögu. Gefum okkur tima til hreyf- ingar. Göngum út í búð, notum stiga í stað lyftu og leggjum bílnum í nokkurri fjarlægð frá vinnu- stað. íslendingar eru flestra þjóða lífseig- astir. ÖÚ hljótum við að hafa leitt hugann að því hvernig við viljum eyða ævi okk- ar. Öruggt er að flest viljum við viðhalda andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíð- an. Hættum að setja okkur skammtíma- markmið. Bætum lífi við árin en ekki einungis árum við lífið. Ákveðið hefur verið að hvetja Reykvíkinga til að draga úr bila- notkun á bíllausum degi þann 22. ágúst næstkomandi. Notum tæki- færið. Skipuleggjum þann dag tím- anlega með það fyrir augum að nota bílinn sem minnst. Göngum, hjólum, notum strætisvagna eða sameinumst um bíla ef þörf er á. Björg Árnadóttir „Öruggt er að flest viljum við við- halda andlegri, líkamlegri og fé- lagslegri vellíðan. Hættum að setja okkur skammtímamarkmið. Bætum lífí við árin en ekki einung- is árum við lífíð.u Kjallarinn Björg Árnadóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisráðgjöf í fyrir- tækjum Arni Hjörleifsson, bæjarfulltrúi Al- þýöuflokksins í Hafnarfiröi. Með og á móti Núverandi meirihlutasam- starf í Hafnarfirði Betri og bjart- ari framtíð „Mitt mat er að undir stjóm Alþýðuflokks- ins síðustu tvö kjörtímabil hafi verið mik- ið framfara- skeið í sögu Hafnarfjarðar. Það var því mikið áfall þeg- ar myndaður var meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks eftir siðustu kosningar. Enda kom í ljós að þetta eina ár sem sá meirihluti sat er það ár sem flestir Hafnfirðingar vildu gleyma því aldrei í sögu bæjarins ríkti annaö eins dugleysi og svartnætti við stjórnun bæjarins. Þessir aðilar höfðu engan dug til að stjórna bænum. Þeir voru í taumlausu ofstæki, á kafi í því að reyna að sverta störf alþýðu- flokksmanna og svo langt gekk að þeir voru farnir að kæra sínáeig- in samstarfsménn. Það var svo sem í lagi þótt þeir ófrægðu bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins en verra var að með atferli sínu voru þeir stöðugt að sverta ímynd Hafnarfjarðar. Að lokum ofbauð tveimur bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins ástandið og tóku upp samstarf við Alþýðu- flokksmenn. Samstarfið hefur byggst á dugnaði og gagnkvæmu trausti á milli aðila og því hefur náðst mikill árangur á ýmsum sviðum á aðeins einu ári. Það er því fráleitt í mínum huga að slíta þessu samstarfi því það er aug- ljóst að meirihlutinn er að gera góða hluti sem skila Hafhfirðing- um betri og bjartari framtíð." Mata ómælt krókinn „Við mynd- un meirihlut- ans var það skilyrði Al- þýðuflokks að málarekstri á hendur Jó- hanni G. Bergþórssyni væri lokið. Hann sór þess eið að þeir sjálfstæðis- menn hæfu þetta samstarf með hreint borð. Meirihlutanum tel ég því sjálfhætt í kjölfar dóms yfir J.G.B. enda gæti enn fleira verið í gruggugu farvatninu J.G.B. og Ellert Borgar sitja flestum nefhdum og ráðum bæj arins ög mata þar ómælt krók inn. Það er í andstöðu við sveit- arstjórnarlög að kjörinn fulltrúi skipi sjálfan sig í stöðu, sbr. J.G.B. og verkeftirlit við Miðbæ. Þá er óþolandi að J.G.B. skuli sitja beggja vegna borðs, t.d. hvað varðar verkútboð bæjarins, sbr. framkvæmdir í Straumsvíkur- höfn o.fl. en Hagtak var sett í for- val með traustum fyrirtækjum á borð við ístak, JVJ og Sveinbjörn Runólfsson þrátt fyrir að að- standendur Hagtaks hafi þrisvar farið á hausinn! Á þessu ári mun Hafnarfjarðarbær greiða og af- skrifa sem nemur þúsundum króna á hvert mannsbarn vegna skaða sem bærinn hefur hlotið af viðskiptum við fyrirtæki J.G.B. Þeir félagar eru kjörnir fulltrúar og eign Sjálfstæðisflokksins sem ber á þeim alla ábyrgð. Samstarf við þessa menn stórskaðar Al- þýðuflokkinn og bæjarfélagið. Það gengur þvert á og hamlar framkvæmd jafnaðarstefnunnar. Þess vegna ber nú þegar að slíta þessu samstarfi. -gdt Sverrir Olafsson, stjórnarmaöur í Al- þýöufélaginu í Hafnaifiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.