Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 4
i8 A tónlist FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 X>V ísland — plötur og diskar — — | 1.(1) Stone Free Úr leikriti | 2. (2) Trainspotting Úr kvikmynd | 3. ( 3 ) Pottþétt 4 Ýmsir t 4. ( 5 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette | 5. ( 4 ) The Score Fugees t 6. (Al) Itwas written Nas 4 7. ( 6 ) Load Metallica | 8. ( 8 ) Gling gló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss. | 9. ( 9 ) Salsaveisla aldarinnar Ýmsir 110. (10) Sunburned & Paranoid Skunk Anansie 111. ( - ) Eyjólfur hressist Sniglabandið 112. (Al) Whats the story (Morning Glory)? Oasis 113. (Al) 2nd Toughest in the Infants Underworld 4 14. (13) Falling Down Celine Dion 4 15. (14) Dúkka upp Greifamir 116. (11) Different Class Pulp 117. ( - ) Unplugged Alice in Chains 118. (15) Sönglögin í leikskólanum Ýmsir 4 19. (16) íslandslög 3 Ýmsir 120. (20) Mellon Collie and the Infinite S... Smashing Pumpkins London 1.(1) 2. ( 5 ) 3. (2) 4. (-) 5. (-) 6. (4) 7. (6) 8. (11) 9. (9) 10. (8 ) Wannabe Spice Girls Macarena Los Del Rio Freedom Robin Williams Someday Eternal Peacock Suit Paul Weller Good Enough Dodgy Killing Me Softly Fugees How Bizarre OMC Born Slippy Underworld Tha Crossroad Bone Thugs-N-Harmony New York -lög- || 1. (1 ) LosDel Rio Macarena t 2. ( 4 ) Twisted Keith Sweat t 3. ( 8 ) C'mon N' Ride It (The Train) Quad City Dj's 4 4. ( 2 ) You're Makin' Me High/Let It Flow Toni Braxton t 5. ( 6 ) Change the World Eric Clapton t 6. (10) Loungin LL Cool J t 7. ( 7 ) I Can't Sleep Baby R.Kelly 4 8. ( 3 ) California Love/How Do You Want 2 Pac (Featuring Kc and Jojo) t 9.(12) I Love You Always Forever Donna Lewis f 10. ( 5 ) Give Me One Reason Tracy Chapman Bretland * t 4 t 4 ll |t I |l I 1(1) Jagged Little Pill Alanis Morissette 2. ( 3 ) The Smurfs Go Pop The Smurfs 3. ( 2 ) Moseley Shoals Ocean Color Scene 4. ( 6 ) What's the Story (Morning Glory)? Oasis 5. ( 4 ) Recurring Dreems - The Very Crowded House 6. ( 5 ) Falling into You Celine Dion 7. ( 9 ) Everything Must Go Manic Street Preachers 8. ( 8 ) Free Peace Sweet Dodgy 9. ( 7 ) The Score Fugees 10. (10) Older George Michael Willie Nelson snýr sér að reggaetónlist Nýr plötusamningur Willies Nel- sons og Island hljómplötuútgáfunn- ar markar tímamót fyrir báða aðila. Island, sem sérhæflr sig aðallega í reggaetónlist, hefur aldrei fyrr gefið út kántriplötu og Willie hefur aldrei á sínum langa tónlistarferli hljóðrit- að reggaelag. Fyrr en nú. Samning- ar hafa tekist milli gömlu kempunn- ar og Chris Blackwells, forstjóra Is- land, um samvinnu og það var tón- listarmaðurinn og upptökustjórinn Don Was sem hafði milligöngu í málinu. Nýtt tímabil Fyrsta platan sem kemur út með Willie Nelson undir Island-merkinu nefnist Spirit og þegar er búið að ákveða hvað verður tekið fyrir á næstu tveimur plötum Willies. Spirit er reyndar ekki með reggaetónlist, heldur heföbundinni kántrítónlist, nýjum lögum eftir Willie Nelson sem kunnugir segja að minni á það sem hann var að fást við á plötunni Red Headed Stranger fyrir tuttugu og einu ári. Platan markar viss tímamót hjá gamla kántrísöngvaranum. Hann hefur átt í útistöðum við bandarísk skattayf- irvöld undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum var hann handtek- inn vegna marijuananeyslu, heimili hans brann og sömuleiðis hefur honum gengið ákaflega illa að semja lög og texta síðustu árin. Þeir sem heyrt hafa nýju plötuna telja sig hins vegar merkja að nú sé að hefj- ast nýtt tímabil í lífi Willies. Kammertónlist kántrísins Hann segir að lögin á Spirit séu eins konar kammertónlist kántrís- ins. Sjálfur plokkar hann gítar- strengina blíðlega og hefur sér til fulltingis systur sína Bobbie sem leikur á píanó, fiðluleikarann Jo- hnny Gimble og gamlan starfsfé- laga, Jody Payne, sem einnig leikur á gítar. Níu lög á plötunni eru ný. Fjögur voru samin fyrir sautján árum. Þrjú hafa ekki verið gefin út áður en hið fjórða er I Guess I’ve Come to Live Here in Your Eyes sem hljómaði í kvikmyndinni Ho- neysuckle Rose. „Mér þóttu nýju lögin og þau gömlu passa vel saman og skapa góða heild á plötunni," segir Willie Nelson um lagavalið. „Titillinn, Spi- rit, merkir í þessu tilfelli skapferli. Það á að vera gott að setja plötuna á þegar maður er niðurdreginn og eft- ir því sem fleiri lög hljóma á lundin að léttast. Platan hefst á ástarsorg og endar þar sem nýtt samband hef- ur kviknað, bæði í mannlegu og guðlegu tilliti." Björt framtíð Willie Nelson segir að síðustu árin hafi verið sér erfið en horfir björtum augum fram á veginn. „Sköpunargáfan tók sér langt og gott frí,“ segir hann um lítil afköst á níunda og tíunda áratugnum. Hann var lengi vel á samningi hjá CBS en eftir að hann hætti að senda frá sér metsöluplötur á borð við Stardust versnaði sambandið- og á endanum var samningum rift. Þá voru plötur hans gefnar út um skeið hjá Texas- fyrirtækinu Justice, og síðan hjá EMI. Loks gerðist það svo að Don Was hvatti Willie til að taka upp plötu með reggaetakti. Þegar vinnslu eins lags var lokið fór Willie með það til Jamaíku og hitti Chris Blackwell, forstjóra Island, sem vildi að upptöku reggaeplöt- unnar yrði hraðað. Hann skyldi annast útgáfuna. „Ég leyfði honum þá að heyra Spirit og hann sagði bara: Má ég ekki gefa þetta út líka?“ segir Willie Nelson. Og að því búnu var gengið frá útgáfu fyrstu kántríplötunnar í sögu Island og fyrstu reggaeplötu Willies sem á að koma út í næsta mánuði. Þriðja platan hefur einnig verið ákveðin og verður blústónlist á henni. „Þegar Don Was nefndi það fyrst við mig að prófa að taka upp reggae- lag var ég ekkert yflr mig hriflnn," segir Willie. „Reggae hafði aldrei heillað mig. Bassaleikarinn minn, Bee Spears, spilaði fyrir mig nokkr- ar plötur einhvern tíma en ég skildi ekki hrynjandina né hvað lista- mennirnir voru að syngja. Ég vissi ekki þá hvers ég fór á mis. Um það leyti sem Don Was var búinn að velja handa mér sam- starfsmenn og lög til að taka upp var álit mitt á reggaetónlist orðið allt annað en áður,“ bætir Willie við. Ég lét Don hafa um það bil tvö hundruð lög sem ég hef samið á ferl- inum og hann valdi úr þeim það sem hentaði hrynjandinni á ákveðn- um reggaeplötum. Hann spilaði þær síðan fyrir undirleikarana mína til þess að þeir áttuðu sig á því sem hann vildi ná fram. Síðan hljóðrit- aði ég The Harder They Come og Sitting on a Limbo sem Jimmy Cliff hafði áður gert vinsæl og sömuleið- is gamalt reggaelag eftir Johnny Cash sem heitir A Worried Man.“ Utvarpsmenn ekki hrifnir Willie Nelson hefur átt erfitt með að fá dagskrárgerðarmenn kántríút- varpsstöðva vestra til að spila tón- listina sína á liðnum árum. Hún hefur að þeirra mati einfaldlega ekki verið nógu góð til að ástæða væri til að útvarpa henni. Willie reiknar ekki með að reggaeplatan hans hljóti náð fyrir augum þeirra en hann hefur engar áhyggjur af af- drifum tónlistarinnar á Spirit. „Það skiptir mig engu máli hvort hún kemst að í útvarpi eða ekki,“ segir hann. „Ef manni tekst að koma saman almennilegri plötu er alveg öruggt að fólk verður sér úti um hana með einhverjum ráðum.“ ---------------------------- 1H Gæsastuð: Bandaríkin .......plötur og diskar I 4 1. ( - ) Beats, Rliyrncs and Life ATribe Called Quest ) 2. ( 2 ) Jaggcd Little Pill Alanis Morissette t 3. (- ) Unplugged Alice in Chains 4 4. (1 ) It Was Written Nas * c / c \ cnii;nn v«.. með Stjóminni. Hápunktur kvöldsins er svo þegar gæs kvöldsins verður valin. Hljómsveitina Stjómina skipa þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Jón Haf- steinsson, Halldór Hauksson og Þórður Guðmundsson. Laugardagskvöldið 17. ágúst verður ekki síðra stuð í Leikhúskjallaranum enda mun Siggi Hlö halda uppi dúndrandi diskó-fjöri alla nóttina. Eru gestir vinsamlega beðnir að hafa með sér mjög slitsterka dansskó. ÍCeline Dion 4 6. ( 5 ) E. 1999 Eternal Bone Thugs-N-Harmony t 7. ( 8 ) Secrets Toni Braxton Í4 8. ( 4 ) Load Metallica t 9. (10) No Doubt Tragic Kingdom 410. ( 3 ) Blue Leann Rimes Um næstu helgi verður stuð í Leikhúskjallaranum enda verður það hljómsveitin Stjómin sem leikur fyrir gesti og gangandi fóstudagskvöldið 16. ágúst. Enn eitt árið sýnir Stjómin það og sannar að hún er ein atkvæða- mesta ballhljómsveit landsins enda hefur plötu hennar, Sumar nætur, verið afar vel tekið af stuðþyrstum al- menningi. Hljómsveitin tekur á móti gæsapartíum kvöldsins og ef vel vill til þá munu gæsirnar taka lagið Stjórnin í Kjallaranum Kringlukránni Föstudaginn 16. ágúst og laug- ardaginn 17. ágúst mun hljóm- sveitin SÍN leika fyrir gesti Kringlukráarinnar. Þessi eitur- hressa hljómsveit leikur skemmtilega kráar- og danstón- list við allra hæfi. Haidio inn í Draumalandið Það verður ekki farið snemma að sofa í Grundarfirði laugar- dagskvöldið 17. ágúst enda mun hljómsveitin Draumalandið halda uppi fjörinu á Ásakaffi. Draumalandið leikur fjölbreytt danslög og verður sveiflan ógur- leg þegar hljómsveitin heldur uppi dúndrandi fjöri alla nótt- ina. Draumalandið skipa Einar Þór, söngvari og gítarleikari, Lárus Már lemur húðir og syng- ur, Sigurdór Guðmundsson leik- ur á bassa og Ríkharður Mýrdal leikur á hljómborð. Bylting á Akureyrska hljómsveitin Bylt- ing mun skemmta gestum bjór- kvölda sem Einkaklúbburinn og J Café Amsterdam halda í tilefni | af því að fréttabréf einkaklúbbs- I ins er nýútkomið. Þessi bjór- | kvöld munu standa yfir föstu- | daginn 16. ágúst og laugardaginn 17. ágúst. Rúnar Þór á heimaslóðum Trúbadorinn Rúnar Þór verð- ur hjá Dúa á ísafirði fóstudaginn 16. og laugardaginn 17. ágúst. ís- firðingar ættu að grípa tækifær- ■; ið og hlýða á Rúnar Þór enda | mun hann leika tónlist af óút- I komnum geisladiski sinum. Heyrst hefur að margir bíði með óþreyju eftir honum en hann á að koma út með haustinu. Yfir strikið Hin stórskemmtilega hljóm- f sveit Yfir strikið verður á norð- urlandi um þessa helgi. Föstu- daginn 16. ágúst leika þeir félag- ar á Kaffi Króki á Sauðárkróki. ILaugardaginn eftir verður hald- ið til Dalvíkur þar sem leikið verður á Pizza 67 á Dalvík laug- ardaginn 17. ágúst. Sveitin leik- ur blöndu af soul, rokki og blús en einnig eru hún þekkt fyrir að leika almenna danstónlist þegar sá gállinn er á henni. Hljóm- sveitina skipa þeir Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari, Lárus Grímsson hljómborðsleikari, Tómas Malmberg söngvari og Sigurður Hrafn Guðmundsson og Árni Björnsson. Örlygur Atli Guðmundsson leysir nú Lárus Grímsson hljómborðsleikara af j en Lárus mun verá erlendis. Kaffi Reykjavík um heígina Hálft í hvoru mun leika á | Kaffi Reykjavík fostudaginn 16. oe laugardaginn 17. ágúst. daginn 18. ágúst verða það Eígrún Eva og Birgir sem uppi góðri skemmtun á feykjavík. iðnæturtónleikar í Rósenberg verða engir aðrir en rnir í Soma sem halda sturtónleika í Rósenberg- a næstkomandi laugar- Samkvæmt fréttatilkynn- iferður leikin „blanda af iljómsveitarinnar og nú- ægurflugum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.