Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 12
26 myndbönd MYNDBAm ★** ÍSfZ) SmKwt Drykkfelldur knattspyrnumaður Þessi athyglisverða mynd gerist í Sheffield á Englandi og segir frá Jimmy Muir sem vinnur í verksmiðju og spilar fótbolta með félögunum (ekki amerískan eins og stendur á kápunni). Hann hafði sem strákur dreymt um að verða at- vinnumaður en er löngu búinn að gefa þann draum upp á bátinn og sættir sig við að vera besti leikmaðurinn í hverfísliðinu. Þá gerist hið óvænta að einn af aðstoðarþjálfurum Sheffield United sér hann spila og ákveður að gefa honum tækifæri til að koma á æfingu og sýna sig fram- kvæmdastjóra félagsins. Framtíðin blasir því björt við Jimmy, en hann þarf að takast á við vandamál heima fyrir og stenst ekki álagið. Drykkja hans leiðir til þess að hann klúörar tækifærinu sinu og miss- ir unnustu sína. Það sem gerir útslagið er dauði bróður hans og ákveð- ur hann að taka sig á og reyna að fá annað tækifæri, bæði hjá unnust- unni og fótboltaklúbbnum. Úrvalsleikarar fara með hlutverk í mynd- inni. Sean Bean leikur Jimmy, Emily Lloyd unnustu hans og Pete Post- lethwaite þjálfarann sem gefur Jimmy tækifæri. Myndin er mjög raun- sæ og trúverðug mestailan tímann en missir sig í restina. WHEN SATURDAY COMES. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Maria Giese. Aðalhiut- verk: Sean Bean, Emily Uoyd og Pete Postlethwaite. Ensk, 1995. Sýningartíml: 94 mín. Bönnuð bömum innan 12 ára. -PJ Sjónhverfingar ** Clive Barker er á góðri leið með að ná fyrsta sæt- inu af Stephen King sem höfundur hryllingssagna fyrir kvikmyndir. í þetta skiptið er ekki verið að gera mynd eftir einni af bókum hans, heldur skrif- aði hann handritið beint fyrir kvikmyndina og það sem meira er: hann leikstýrir sjálfur. Myndin fjall- ar um einkaspæjara sem flækist í óhugnanlegt valdatafl yfirnáttúrulegra afla. Djöfullegur leiðtogi sértrúarsafnaðar hefur verið drepinn af sjónhverf- ingameistara nokkrum og félögum hans og nú eru safnaðarmeðlimir að leita hefhda og enn fremur að reyna að vekja meistara sinn upp frá dauðum. Einkaspæjarinn reynir að komast til botns í málinu og vernda skjólstæðinga sína fyrir ofsókn- armönnum þeirra, en verður að lokum að kljást við heldur ófrýnilegan uppvakning með yfirnáttúrulegt afl. Scott Bakula úr Quantum Leap leikur einkaspæjarann og er nákvæmlega eins hér og í sjónvarpsþátt- unum, Famke Janssen (Xenia Onatopp úr Goldeneye) er til skrauts og Kevin J. O’Connor er sæmilega einkennilegur sem hinn dularfulli sjón- hverfmgameistari. Söguþráðurinn er ekkert vitlausari en gengur og gerist en framleiðslan er heldur ódýr og hryllingurinn í minna lagi. Upphafsatriðið er best. LORD OF ILLUSIONS. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Clive Barker. Aðalhlutverk: Scott Bakula, Kevin J. O’Connor og Famke Janssen. Bandarisk, 1995. Sýningartími: 116 mín. Bönnuö bömum innan 16 ára. -PJ Strákur hittir stelpu Bed of Roses er týpísk ástarvella þar sem strákur hittir stelpu og þau verða æðislegá ástfangin, en síð- an kemur babb í bátinn og allt stefnir 1 voða þang- að til í blárestina að þau sjá að sér og ná saman aft- ur og allir lifa hamingjusamlega til æviloka. Nánar til tekið leikur Mary Stuart Masterson Lisu, unga konu á framabraut sem á sér sorglega fortíð sem gerir hana óörugga i tiffinningamálum, og Christi- an Slater leikur Lewis, ungan blómasala sem á sér sorglega fortíð sem gerir hann óöruggan í tiffinn- ingamálum. Lewis sér Lisu gráta og verður heillað- ur. Hann sendir henni blóm og þau fella hugi saman, en Lisa er svo óör- ugg með sig og finnst hún ekki eiga neitt gott skilið og ræður ekki við að hafa ást í lffi sínu, svo hún slítur sambandinu og þau eru bæði voða óhamingjusöm um hríð þar til vinkona Lisu peppar hana upp í að fara og sættast við Lewis og þá verður allt gott aftur. Þetta er með eindæm- um ófnunlegt, en leikararnir eru ágætir og myndin stendur sosum fyr- ir sínu. Hún er agalega rómó. BED OF ROSES. Útgefandl: Myndform. Lelkstjóri: Michael Goldenberg. Aðalhlutverk: Christian Slater og Mary Stuart Masterson. Bandarísk, 1995. Sýningartími: 98 mín. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ BYTTAN OG HORAN ★★★ I Leaving Las Vegas segir frá drykkjumanninum Ben sem fer til Las Vegas til að drekka sig í hel. Þar hittir hann hóruna Seru og þau hrífast hvort af öðru. Hann flytur inn til hennar og þau verða ásátt um að hvorugt þeirra skipti sér af löstum hins, Sera reyni ekki að fá Ben til að hætta drykkjunni og Ben sætti sig við að Sera haldi áfram að stunda vændi. Þrátt fyrir góðan ásetning verða hnökrar á samkomulag- inu og sérstaklega á Sera erfitt með að horfa aðgerða- laus upp á stöðugt hrakandi heilsufar Bens. Nicolas Cage fékk óskar fyrir túlkun sína á Ben og vissulega leikur hann all- vel, en er þó ekki nándar nærri nógu subbulegur í hlutverkinu. Persón- an er kunnugleg. Drykkjuræfill er rómantíseraður með skáldlegum til- burðum og hnyttni (Barfly, t.d.). Hin persónan er einnig stereotýpa, hóran með hjarta úr gulli, en verður áhugaverðari fyrir heiðarlegan leik Elizabeth Shue, sem hefði átt óskar mun meira skilið en Nicolas Cage. Sagan er áhugaverð og leikaramir góðir, en það sem eftir situr er boðskapur sem er út í hött. Það er rómantískt að vera ræfill og þjást. LEAVING LAS VEGAS. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mike Flggis. Aöalhlutverk: Nicolas Cage og Elizabeth Shue. Bandarisk, 1995. Sýnlngartími: 107 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 JLlV Myndbandalisti vikunnar ^ 6. ágúst til 12. ágúst '96 SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 5 í .3: Seven Myndform Spenna 2 j 2 -A .Í'. ’-Á 3 ; Desperado Skrfan Spenna 3 3 4 Sabrina ClC-myndir Gaman 4 6 8 Assassins Warner -myndir Spenna 5 4 6 Ace Ventura when Nature Calls Warner -myndir Gaman 6 5 4 Something to Talk About Warner -myndir Gaman 7 11 2 Waiting to Exhale Skrfan Gaman 8 10 11 The Net Skífan Spenna 9 Ný 1 Bed of Roses Myndform Drama 10 7 7 The American President ClC-myndir Gaman 11 ! 13 12 Usual Suspect Sam-myndbönd Spenna 12 12 9 Dangerous Minds Sam-myndbönd Spenna 13 ' 9 1 9 Goldeneye Warner -myndir Spenna 14 8 V-.*r, v"Á'Jf 3 Mad Love Sam-myndbönd r" - Gaman 15 ' Ný i 1 Mute Witness Skífan Spenna 16 •" ."-r ■ "'' J ■ i' 17 2 < ' ; § J Devil in a Blue Dress Skífan * , Spenna 17 j 14 4 J x. Jury Duty Skífan Gaman 18 15 7 i A Walk in the Clouds Skifan .. .. Drama 19 i fli i 5 í To Die for Sam-myndbönd Spenna 20 16 J 5 J j Losing Isaiah . ■ ■ ;. - ClC-myndir Drama Seven Brad Pitt, Morgan Freeman, Kevin Spacey og Gwy- neth Paltrow Lögreglumað- urinn Sommer- set, sem er um það bil að fara á eftirlaun, og eftir- maður hans, hinn ungi Mills, fara saman í útkall þar sem komið hef- ur verið að manni einum látnum við hroðalegar aðstæður. Þrátt fyr- ir langa reynslu hefur Sommerset aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta morð. Hann fer samstundis að gruna að hér búi eitthvað meira að baki en í fyrstu sýnist og upp- götvar eftir aðra heimsókn sína á morðstaðinn að hér er um að ræða aftöku sem tengist höfuðsyndunum sjö. Grunurinn verður að vissu þegar tilkynnt er um aðra aftöku og orðið „græðgi“ er málað á vegg með blóði hins myrta. Nú vita þeir að þeir geta átt von á fimm aftök- um til viðbótar og hefst nú æsispennandi leit að hinum djöful- lega morðingja sem virðist ætíð vera skrefi á undan. jöfurs og hún af honum sér Linus fram á að loksins geti bróðirinn gert gagn og með giftingu sér hann fram á aukin viðskipti og stór- gróða. En þá kemur Sabrina fram á sjónarsviðið. Hún er dóttir einkabílstjóra Linus- ar og á meðan hún dvaldi í París breyttist hún úr óharðnaðri stúlku í glæsi- lega konu. Assassins Sylvester Stallone og Antonio Banderas Vestrinn Desperado situr sem fastast í 2. sæti listans. Á myndinni eru aðalleikarar myndar- innar, Antonio Banderas og Salma Hayek. Desperado Antonio Banderas, Salma Hayek og Cheech Marin Antonio Banderas leikur hinn svala Mariachi sem ferðast um með haganlega útbúna gítartösku fulla af vopnum. Mexíkóskir undirheima- menn bera ábyrgð á dauða unnustu hans og hann hefur svarið þess eið að koma foringja eiturlyfjasalanna, Bucho, fyrir kattarnef. Til þess nýt- ur hann aðstoðar hinnar íðilfogru Sölmu Haeyk og besta vinar síns. Sabrina Harrison Ford, Jul- ia Ormond og Greg Kinnear Linus Larrabee er sannkallaður viðskiptajöfur en öðru máli gegnir um bróður hans. Sá er glaumgosi sem lffir kóngalffi á þeim peningum sem bróðir hans sér honum fyrir. En þegar bróðir- inn verður ástfanginn af dóttur auð- I Assass- ins leikur Sylvester Stallone leigumorð- ingja, sem búinn er að vera sá besti í langan tíma. Nú finnst honum vera kominn tími til að hætta, en það á eftir að reynast honum erfitt og í staðinn þarf hann að taka á öllu sem hann á þar sem hann er orðinn skotmark annars leigumorðingja, sem gjarnan vil verða sá besti. T* Jim Carrey ATU þar sem hann hefur leitað sáluhjálpar og huggun- ar eftir að hafa mistekist að bjarga lífi þvottabjarnar. Sá sem truflar hann er breskur konsúll í afrísku smáríki og erindið er að fá Ace til að hafa upp á horfinni leðurblöku sem er heilagt dýr í augum eigenda sinna, hins friðsama Wachati-ætt- bálks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.