Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 10
V* 24 f myndbönd FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 Undanfarnar vikur hefur veriö ofarlega á myndbandalistanum The American President þar sem Mich- ael Douglas leikur forseta Banda- ríkjanna sem er ekkjumaður. Mót- leikari hans er Annette Bening. Hún leikur unga og metnaðar- gjarna konu í Washington sem for- setinn heillast af. Annette Bening er meðal eftir- sóttustu leikkvenna í Holluwood en hefur leikið í afskaplega fáum kvik- myndum þótt fertug sé orðin. Ástæðurnar eru tvær; hún hóf leik- feril í kvikmyndum frekar seint, eða um þrítugt, og þegar hún var loks búin að skapa sér nafn og til- boðin fóru að streyma til hennar hitti hún hjartaknúsara númer 1 í Hollywood, Warren Beatty, við gerð Bugsy og henni tókst það sem engri annarri hafði tekist - að fá hann í hjónaband. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því þau kynntust hefur hún eignast tvö börn og hefur því drjúgur tími hennar farið í barneignir. Þessar barneignir gerðu það að verkum að hún missti af tveimur bitastæðum hlutverkum, hlutverki Kattarkon- unnar í Batman Returns, sem Mic- helle Pfeiffer fékk, og hlutverkinu sem Demi Moore hreppti í Disclos- ure. Annette Bening segir sjálf að hún hafi orðið að velja á milli þess að vera móðir eða kvikmynda- stjarna og að hún hafi átt auðvelt með að velja móðurhlutverkið. Nú er hún tekin til starfa af fullum Ný sölumyndbönd: Tímon og Púmba Sam-myndbönd hafa kynnt haustútgáfu sina á sölumynd- böndum og eru þau fyrstu að líta dagsins ljós. Fyrst ber að telja myndband með þeim félögum Tímon og Púmba úr Konungi ljónanna. í Umhverfis jörðina með Tímon og Púmba ferðast þeir félagar um víða veröld, allt frá regnskógum Brasiliu til fenj- anna frægu á Flórida. Teikni- myndina um Tímon og Púmba er bæði hægt að fá með íslensku og ensku tali. Önnur myndbönd í ágúst eru Outbreak, Disclosure og Natural Bom Killers. Aðrar myndir, sem koma úr á sölumyndbandi frá Sam-mynd- böndum á haustmánuðum, em Pocahontas, Hér er Mikki, Die Hard, Batman Forever, Richie Rich, Die Hard 3, While You Were Sleeping og seinni hluti James Bond safnsins (8 myndir). í The American President leikur Annette Bening á móti Michael Dou- glas. krafti en reyndar hefur heyrst að hún eigi von á þriðja barninu. Frá því Annette giftist Warren Beatty hefur hún leikið í þremur kvik- myndum. í Love Affair lék hún á móti eiginmanni sínum sem jafn- framt leikstýrði myndinni sem gerð er eftir klassískri kvikmynd. Mikið er t.d. vitnað í þá mynd í Sleepless in Seatle. Ekki tókst vel til með Love Affair. Hún lenti nán- ast beint á myndbandamarkaðin- um og hér á landi fór hún aldrei í kvikmyndhús. Betur tókst til með The Americ- an President. Naut sú mynd mik- illa vinsælda í Bandarikjunum. Nýjasta kvikmynd hennar er svo Richard III sem er ný útgáfa af hinu rómaða leikriti Williams Shakespeares. Það sem sker þessa mynd frá uppfærslum á leikritinu er að sögusviðið er fært yfir á tutt- ugust öldina. Hefur myndin fengið mjög góðar viðtökur hjá gagn- rýnendum og þykir með betri Shakespeare-myndum. Var kokkur og kafari Annette Bening fæddist í Topeka í Kansas en ólst upp í San Diego. Þegar hún var í menntaskóla var henni boð- ið að gerast dansari í vin- sælli revíusýningu sem hét The Green Show. Sýnt var í frægu leik- húsi í San Diego, Old Globe Theatre. Ben- ing hreifst af leik- húslífinu og ákvað að gera leiklistina að atvinnu sinni. Hún fékk ýmis hlut- verk við leikhúsið og tók öllu, hvort sem það Hollywood ekki en hún lék gesta- hlutverk í sjónarpsseríum, með- al annars mátti sjá hana leika í Miami Vice Lékí ■ mynd ára göm- ul Annette Bening hafði næg- an metnað til að reyna fyrir sér á Broad- way voru statistahlutverk i Shakespe- are- leikritum eða smáhlutverk í gleðileikjum. Bening tók síðan þá ákvörðun að klára skóla. Hún sett- ist í leiklistardeild San Francisco háskólans en vann alltaf með nám- inu, meðal annars sem kokkur á skipi og kafari. Það leið þó ekki á löngu þar til hún fór að fá hlutverk í leikritum í San Francisco og San Diego og gat hún sér fljótt gott orð sem leikkona og sýndi hvað eftir annað ótvíræða hæfileika. Á þessum árum freistaði og var hún fljót að slá um sig þar og lék í nokkrum góðum uppfærsl- um og var tilnefnt til Tony- verð- launanna fyrir leik sinn í Coastal Ilisturbances. Það kom að þvi að Bening lék í sinni fyrstu kvikmynd en þá var hún að verða þrítug. Hennar eldraun var að leika á móti Dan Aykroyd og John Candy í The Great Outdoors. Næst lék hún í kvikmynd Milos Formans, Valmont, en það urðu örlög þessarar myndar að falla Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmynd- ir sem Annette Ben- ing hefur leikið í. Hægt er að fá þær flestar ef ekki all- ar á mynd- bandaleigum: The Great Outdoors, 1988 Valmont, 1989 Postcards from the Edge, 1990 The Grifters, 1990 Guilty by Suspicion, 1991 Regarding Henry, 1991 Bugsy, 1991 Love Affair, 1994 The American President, 1995 Richard III, 1995 algjörlega í skuggann af Dangerous Liasons sem fjallaði um sama efni. Michelle Pfeiffer hreppti annað aðalkvenhlutverk- ið í Dangerous Liasons, hlutverk sem Annette Bening hafði farið í prufur út af. Leikstjóri myndarinnar, Steph- en Frears, bauð henni hlutverk í sinni næstu kvikmynd, The Grifters, sérdeil- is frábærri kvik- mynd sem fór nánast fram hjá öllum af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum. Leikur Bening dugði þó til þess að hún var tilnefnd til óskarsverð- launa og þótt ekki hafi framleiðendur mikið á The Grifters þá var hún gott vega- nesti fyrir Bening. Nú hafði hún úr mörgum hlutverkum að velja og hefði eins get- að hafnað því að leika i Bugsy en örlögin tóku taumana og framtíð hennar var ráðin um leið og hún hitti Warren Beatty í fyrsta sinn. Bening hreifst af leik- húslífinu og ákvað að gera leiklistina að at- vinnu sinni. Hún fékk ýmis hlutverk við leikhúsið og tók öllu, hvort sem það voru statistahlutverk í Shakespeare- leikrit- um eða smáhlutverk í gleðileikjum. Þórhildur Helgadóttir: Apollo 13. Hún var bara nokk- úð góð. Guðmundur Kristjánsson: Usual Suspect. Ég sofnaði. Sigrún Sigurðardóttir: Sabrina og hún er góð ösku- buskumynd. Anna Smáradóttir: Quiz Show. Mér fannst hún langdregin en samt góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.