Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 -ÖT'- 16 nlist Kolrassa krókríðandi: I japönsku hátæknisjónvarpi nærtil 160 milljón manna Hljómsveitin Kolrassa krókríðandi hyggur á landvínninga í Japan og birtist ■ sjónvarpsþætti þar nú fyrir jól. Hin sérstæða og þjóðlega hljóm- sveit Kolrassa krókríðandi tók ný- lega þátt í gerð sjónvarpsþáttar sem sýna á í sérstakri þrívíddarsjón- varpsstöð nú fyrir jól. Búist er við að um hálf milljón manna geti séð þá útsendingu. Eftir jól verður svo þátturinn sýndur á hefðbundnu formi í japanska ríkissjónvarpinu en um 160 milljón Japanir geta séð útsendingar þess. „Þetta byrjaði þannig að Anna Hildur Hildibrandsdóttir í London hafði samband við mig og spurði hvort ég vildi taka þátt í þætti sem bresk sjónvarpsstöð er að gera fyrir japanskan markað,“ segir Elísa Maria Geirsdóttir, söngkona Kol- rössu krókríðandi. Gerðir voru fimm þættir um íslenska þjóðmenn- ingu og atvinnulíf. Kolrassa krókríðandi tekur þátt í þættinum sem fjallar um ungt fólk og menn- ingu þess. ísland kemur vel út „í þáttunum er mikil áhersla lögð á íslenska landslagið sem kemur víst vel út í þrívíddarsjónvarpi. Það er svo mikil dýpt í íslensku fjöllun- um og auðninni. í okkar þætti erum við notuð sem tengiliður, við leiðum áhorfandann á milli atriða, ef svo má segja,“ segir Elísa. Farið var viða um land við gerð þáttarins. Meðód þeirra staða, þar sem komið var við voru Surtshellir og Þingvell- ir og verið á 17. júní hátíð í Reykja- vík. „í Surtshelli stóð yfir sýning á verkum Páls Guðmundssonar. Við vorum þar inni með Thor Vil- hjálmssyni og hann las fyrir okkur útilegumannasögur sem tengjast hellinum. Það var mjög flott að vera þama inni við kertaljós og hlusta á þessar sögur en þegar við komum út vorum við orðin kolsvört. Á 17. júní hátíðinni fóru þeir Páll og Thor með okkur og þeir hlýddu á þegar við fluttum tónlist okkar þar. Þannig var þetta látið tengjast saman,“ seg- ir Elísa. Á tónleikunum klæddist hún sérstöku pilsi úr fiskiroði sem Linda Björk Ámadóttir hannaði en hún kemur einnig fram í þættinum. Útrás til Japan Elísa segir að það sé lögð þung áhersla á þjóðlegt þema í þætt- inum en Japanir munu vera mjög hrifnir af slíku. „Við vorum látin tala um landið og menninguna í bland við hitt. Það var frekar erfitt að gera þáttinn en það var líka mjög gaman. Það er erfitt að þurfa beinlínis að leika sjálfan sig,“ segir hún. Elísa telur líklegt að hljómsveit- in láti meira að sér kveða á japönskum vettvangi. „Við höfum verið í viðræðum við japanskl plötufyrirtæki og þeir hafa verifi mun jákvæðari eftir að við tókum þátt í sjónvarpsþættinum. Það væri frábært ef við gætum gert eitthvað meira þar og hver veii nema við förum þangað út eftir jól. Þetta er meiri háttar mark- aður og miklu meira spennandi en margt annað,“ segir hún. Ný og frábær plata Ný plata með Kolrössu krókríð- andi kemur út um miðjan septem- ber og ber hún titilinn Köld eru kvennaráð. Eitt lag af henni er að finna í sjónvarpsþættinum góða og er það gert við kvæði er Eirík- ur útilegumaður í Surtshelli kvað eftir að hann hafði komist undan réttvísinni. „Þetta er skemmtilegt lag, alls ekkert drungalegt og leið- inlegt þó að það sé mjög þjóðlegt,“ segir Elísa. Hún er afar ánægð með nýju plötuna. „Ég held að þetta sé frábær plata, svona væg- ast sagt. Öll tónlistin er ný og mér finnst þetta miklu betra en það sem við höfum verið að gera áður. Það er reyndar mjög skemmtilegt hvernig við getum þróast áfram og orðið betri og betri," segir Elísa að lokum. -JHÞ Nirvana snýr aftur Ferli stórsveitarinnar Nirvana er greinilega ekki lokið þó að nokkuð sé um liðið síðan söngvari og laga- smiður hennar, Curt Cobain, ákvað að jarðvistin væri honum um megn. Þann 8. október næstkomandi verð- ur platan From the Muddy Banks of the Wiskah gefm út en þar má finna 16 lög sem voru hljóðrituð á fimm ára tímabili, 1989 til 1994. Frá heimaslóðum Nafnið á plötunni, From the Muddy Banks of Wiskah, kemur frá ánni sem rennur í gegnum bæinn Aberdeen í Washington þar sem Nirvana var stofnuð upphaflega. Þaðan eru einmitt þeir Curt Cobain, söngvari og lagasmiður sveitarinn- ar, og Krist Novoselic bassaleikari. Kröftug plata Lögin, sem um ræðir, voru hljóð- rituð á hljómleikum sveitarinnar víða um lönd. Sum þeirra eru frá því þegar Nirvana lék á litlum klúbbum í Bandarikjunum en önn- ur frá því þegar leikið var á risarokkhátíðinni í Reading. Flest - Nýr geisladiskur á þeirra eru frá tónleikaferð sveitar- innar á árinu 1991 en tvö þeirra eru hljóðrituð áður en Nirvana sló í gegn með plötunni Nevermind. Nýjasta hljóðritunin er frá því i byrjun janúar 1994 en þá lék Nir- vana í Seattle. Sem dæmi um lögin á plötunni þá má finna titla þar eins og Drain You, (Smells Like) Teen Spirit, Lithium og Spank Thru. „Þetta er kröftug plata,“ segir Novoselic sem pældi í gegnum meira en 100 klukkutíma af tónlist ásamt trommuleikaranum Dave Grohl þegar var verið að velja lög á nýju plötuna. Novoselic segist von- ast til þess að fólk fái nákvæmari hugmynd um tónlist Nirvana. „Flest af þeim lögum, sem við völdum á plötuna, voru lög sem Nirvana spil- aði hvert kvöld sem við lékum fyrir áheyrendur," segir hann. Andy Wallace sá um að hljóðblanda plöt- una. Tilfinningalega of erfitt Upphaflega átti að gefa út tvo geisladiska í einum pakka haustið 1994. Annar þeirra átti að vera óraf- magnaður og hinn frá tónleikum hljómsveitarinnar. Það reyndist hins vegar of erfitt tilfmningalega fyrir hljómsveitarmeðlimi að fara að sökkva sér ofan í gamalt efni hljómsveit- arinnar svo stuttu i eftir að ? Coba- in stytti sér aldur að órafmagnaða platan, Unplugged in New York, var gefin út ein og sér haustið 1994. Sú plata sló svo sannarlega í gegn og hefur selst i rúmlega 7 þúsund ein- tökum hér á landi. Kraftmikið band „Mér hefur alltaf fundist að það ætti að gefa út Nir- vana-plötu eins og From the Muddy Banks of the Wiskah. Nirvana var ein- faldlega frábært tónleika- band og við teljum að þessi plata gefi hlustend- um góða tilfínningu fyrir því hvernig það var að vera staddur á tónleikum með sveit- inni,“ segir Mark Kates, einn af stjórnendum DGC plötufyrirtækisins sem gefur plötuna út. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.