Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 Sniglabandið og Andrea Gylfadóttir: A fullri ferð - á Húsavík og í Hreðavatnsskála um helgina Það verður engin lognmolla á Húsavík og í Hreðavatnsskála næstu helgi enda munu kappamir í Sniglabandinu sjá um stuðið þar. Eins og það sé ekki nóg þá fá þeir Andreu Gylfadóttur til þess að hita enn meira upp. Úthvíldir og til í allt Strákarnir í Sniglabandinu leggja áherslu á að þeir séu úthvíldir og til í allt. Þeir léku við mikinn fögnuð á þjóðhátíð í Eyjum en þeir hvíldu lúin bein síðustu helgi. Nú er hins vegar komið að því að hefja leikinn upp á nýtt. Laugardagskvöldið 17. ágúst liggur leiðin norður yfir heið- ar. Þá verður spilað og sungið á Veitingahúsinu Hlöðufelli á Húsa- vik. Ekki er vafi á því að Þingeying- ar munu taka þessu tiltæki Snigla- bandsins vel. Eftir að kynnt hefur verið undir Norðlendingum verður stefnan tekin á Vesturland. Þeir fé- lagar í Sniglabandinu þekkja sig vei í Hreðavatnsskála og helgina fyrir verslunarmannahelgi léku þeir þar með Ragnari Bjarnasyni. Nú er Með strákunum í Sniglabandinu verð- ur hin landsþekkta söngkona Andrea Gylfadóttir. Hún verð- ur gestasöngkona Sniglabandsins á föstudagskvöldinu og laugardagskvöldinu. Það er líka ekki við öðru að búast en að söngvarinn og raf- virkinn Aðal- steinn Þórólfs- son taki sig til og syngi titil- lag nýútkom- ins geisladisks Sniglabandsins, Eyjólfur hressist. Hann er líka löngu orðinn landsfrægur fyrir góða frammi- stöðu í þvi lagi. komið að því að snúa aftur og spil- ar hljómsveitin þar laugardags- kvöldið 18. ágúst. Andrea og Aðalsteinn með í för Andrea Gylfa- dóttir veröur á ferö meö Snigla- bandinu um helg- ina. Nashville um helgina Tvist og bast Stemning sjötta áratugarins verður ríkjandi á Nas- hvilie um helgina. Föstudaginn 16. ágúst og laugardag- inn 17. ágúst kemur þar fram hin geðþekka og góðkunna hljómsveit Tvist og bast. Á efri hæðinni mun plöusnúð- urinn Gummi Conzales leika bæði kvöldin. Uppstökkir Tvist og bast gaf út geisladiskinn Uppstökkk síðastlið- ið vor og hefur honum verið ágætlega tekið. „Við erum nokkuð ánægðir með viðtökumar. Diskurinn hefur ver- ið spilaður dálítið í útvarpi, sérstaklega fyrri hluta sum- ars,“ segir Jón Ingólfsson, bassaleikari sveitarinnar. Að hans sögn leikur Tvist og bast tónlist frá sjötta áratugn- um en einnig leikur sveitin nýrri lög. „Hér er að mestu um að ræða svokallaða sið- rokkabillítónlist og þess konar tónlist munum við leika á Nashville,“ segir Jón. Skemmtilegast á Neskaupstað Jón segir að tónleikahald í sumar hafi verið mörgum hljómsveitum erfitt. „Það virðist vera sem lifandi tónlist trekki ekki' mikið nú um stundir og það er ekki mikið af peningum í þessu. Þetta virðist mest megnis vera komið inn í litla pöbba," segir hann. Jón er þó bjartsýnn fyrir hönd Tvist og bast og segir að þrátt fyrir allt hafi þetta verið skemmtilegt sumar. „Við leikum þannig tón- list að hún ætti að ganga vel i stóru staðina í vetur. Nú eru staðir eins og Hótel ísland og Hótel Saga að fara af stað af fullum krafti og við miðum á þann markað enda ætti okkar tónlist að ganga vel ofan í þá,“ segir hann. Tvist og bast hefur eins og margar aðrar hljómsveitir ferðast landshornanna á milli. „Ég held að skemmtileg- Hljómsveitin Tvist og bast heldur uppi stuöinu á Nas- hville næstu helgi. asta ballið sem við höfúm spilað á hafi veriö i Neskaup- stað. Annars er alltaf gaman að ferðast svona með góð- um hópi, segir Jón að lokum. Auk Jóns skipta þeir Sævar Sverrisson söngvari, Jós- ep Sigurðsson píanóleikari, Gestur Pálsson saxófónleik- ari, Magni Gunnarsson gítarleikari. Útvarpsstöðin Ebbi Hallærisleg og flott Ungt fólk frá Seltjamarnesi hóf í dag útvarpsrekstur og sent verður út 16. til 24. ágúst frá félagsmiðstöð- inni Selinu. Útvarpsstöðin ber nafh- ið Ebbi og verður sent út á fm 88,6. Það sem okkar kynslóð vill „Við ætlum að spila alla tónlist nema kántrí, enda er það léleg tón- list,“ segir Þorvaldur Þór Þorvalds- son. Hann segir að hugmyndin að nýju útvarpsstöðinni hafi kviknað þegar Seltjamarneskirkja og Sel- tjamamesbær stóðu að útvarps- rekstri í nokkra daga. Núna ætla ungmennin að senda út á eigin veg- um og hafa fyrirtæki stutt þau vel og dyggilega. Einnig hefur Seltjam- amesbær veitt nokkum styrk til þessa. Búast má við að sendir út- varpsstöðvarinnar Ebba dragi í 10 kílómetra radíus. „Við ætl- um að vera með góða tónlist, fullt af leikjum og við- töl einfald- lega það sem okkar kynslóð vill. Þessi útvarpsstöð verð- ur hallærisleg og flott," segir Þor- valdur Þór. DV-mynd GS nlist 19 HLJÓMPLm Ýmsir flytjendur - Salsaveisla aldarinnar irtck Hvað er að gerast? Ein helsta sumarplatan í ár er án efa Salsaveisla ald- arinnar, spriklandi hressi- leg plata með blöndu af gamalli og nýrri tónlist, ís- lenskri og erlendri, með suðrænum blæ. Milljóna- mæringarnir eiga stóran þátt í að skapa hina réttu stemningu. Þrjú lög með þeim á plötunni hafa ekki verið gefin út áður, það er Lúðvík, Kaffi til Brasilíu og Svimi, svimi svitabað. Hið fjórða er fyrsti smellur Millanna, Marsbúa Cha Cha. Og rétt er að vekja sérstaka athygli á textan- um við kaffisönginn. Hann er eftir Stefán Hilmarsson og er væntanlega einn hinn besti sem Stefán hefur ort til þessa. Erlendu lögin em einnig flest til þess fallin að hressa lundina. Samkvæmt kredit- lista völdu þeir Steinar Berg ísleifsson og Jónatan Garðarsson lögin. Þeir virðast hins vegar hafa haft lagalista Alex nokkurs Macnutts til hliðsjónar en hann sá einmitt um að velja lög á salsaplötuna Mundo Latino sem Sony gaf út í fyrra- sumar. Það er svo sem fátt við því að segja að menn stytti sér leið við að velja lög á plötu en verra er að hönnuðir umbúðanna hafa einnig gengið í smiðju til Sony og fengið eitt og annað að láni hjá erlendum starfsbræðrum sinum sem unnu fyrmefnda Mundo Latino plötu. Fmmhönnuðurinn, Tim Davies, fær ekki einu sinni þakkir fyrir veitta aðstoð sem reyndar er ómögulegt að segja til um hvort hann viti að hann veitti. Og ef svo er ekki er óvíst að hann verði í sjöunda himni ef hann fær að sjá íslenska tilbrigð- ið við vinnu sína. En burtséð. frá þessum dapurlegu vinnubrögðum er það ágæt- is skemmtun og virkilegur gleðigjafi að hlusta á Salsaveislu ald- arinnar. Ég vona að aðstandendur plötunnar séu einnig glaðir í sinni þótt ekki sé hægt að óska þeim til hamingju í þetta skipti fyrir vel unnið verk. Ásgeir Tómasson Fræbbblamir - Viltu bjór, væna? ★★★ Stórmerkileg hljómsveit Fræbbblarnir voru á sín- mn tíma í framvarðasveit pönkbylgjunnar á íslandi; ögrandi og umdeildir eins og vera bar. Þeir era löngu orðnir goðsögn í íslensku poppi og ekki held ég að þessi plata, sem inniheldur flest af því besta sem Fræbb- blamir sendu frá sér, hrófli neitt við þeirri mynd nema síður sé. Ekki er beinlínis hægt að segja að tónlist Fræbbblanna hafi verið ýkja frumleg; fyrirmyndimar vora sóttar til bresku pönksveit- anna sem tröllriðu öllu þá um stundir en ólíkt því sem nú tíökast sungu menn á íslensku enda pönkið öðrum þræði uppreisn i orð- bragði. Uppreisnin átti reyndar bæði við um tónlist og innihald texta þar sem leitast var við að ganga fram af og hneyksla. Og þetta tókst vel á sínum tíma, en það er eins með pönkið og aðra umdeilda tónlist; hún hneykslar samtímann en þegar frá líður sjá menn að þetta var ósköp meinlaust. Þannig kemur það eflaust mörgum sem hlusta á þessa plötu á óvart hversu fáguð hún er í raun og veru og áferðin ekki eins gróf og við var að búast. Og platan færir okkur líka heim sann- inn um að Fræbbblamir vora stórmerkileg hljómsveit sem fram- leiddi mikið af góðri tónlist. Merkilegast en um leið sorglegast finnst mér þó að heyra aö þetta sem Fræbbblamir vora að gera fyrir 15 árum eða svo eru ungar íslenskar hljómsveitir enn að streða við að gera sem segir manni að eitthvað hlýtur að vera bogið við þróun íslenskrar popptónlistar. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.