Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 tónlist ísland — plötur og diskar- t 1. ( 3 ) Pottþétt 5 Ýmsir t 2. ( - ) New Adventures R.E.M. t 3. ( - ) Travelling Without Jamiroquai $ 4. (13) Falling Into You Celine Dion | 5. (1 ) No Code Pearl Jam t 6. ( 7 ) New Beginning Tracy Chapman t 7. ( - ) Unreleased Cypress Hill | 8. ( 4 ) Coming Up Suede $ 9. ( 6 ) Trainspotting Úr kvikmynd 4 10. ( 2 ) Stone Free Úr leíkriti 111. ( 5 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette # 12. ( 8 ) It Was Written Nas #13. (12) Pottþétt 4 Ýmsir 114. (15) Dúkka upp Greifarnir 115. (Al) Salsaveisla aldarinnar Ýmsir 116. (16) GreatEscape Blur 117. (19) Mellon Collie Smashing Pumpkins 118. (14) Load Metallica 4 19. ( 9 ) The Score Fugees t 20. (- ) First Band on The Moon Cardigans London -lög- t 1. ( - ) Flava Peter Andre t 2. ( - ) Ready or not Fugees 4 3. (1 ) Wannabe Spice Girls | 4. ( 4 ) l've Got a Little Puppy The Smurfs ) 5. ( 5 ) Virtual Insanity Jamiroquai t 6. ( - ) l'm Alive Stretch & Vern present Maddog 4 7. ( 2 ) Hey Dude Kula Shaker ) 8. ( 8 ) How Bizarre OMC | 9. ( 7 ) Macarena Los Del Rio 4 10. ( 3 ) One to Another The Charlatans New York —log— ) 1.(1) Macarena (Bayside Boy Mix) Los Del Rio ) 2. ( 2 ) I Love You Always Forever Donna Lewis ) 3. ( 3 ) Twisted Keith Sweat t 4. ( 7 ) It's All Coming Back to Me Now Celine Dion t 5. ( 6 ) C'mon N' Ride it (The Train) Quad City Dj's 4 6. ( 5 ) Change The World (From "Phen..) Eric Clapton 4 7. ( 4 ) Loungin LL Cool J ) 8. ( 8 ) You're Making Me High/Let It... Toni Braxton t 9. (10) You Leam/You Oughta Know Alanis Morissette 4 10. ( 9 ) I Can't Sleep Baby R. Kelly Bretland — plötur og diskar- t 1. (- ) Coming Up Suede 4 2. (1 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 3. ( 6 ) Older George Michael t 4. ( - ) Bilingual Pet Shop Boys t 5. ( 7 ) The Smurfs go Pop! Smurfs 4 6. ( 2 ) Mosely Shoals Ocean Colour Scene 4 7. ( 4 ) (Whats The Story) Morning Glory? Oasis ) 8. ( 8 ) The Score Fugees 4 9. ( 5 ) Recurring Dream -The very best... Crowded House 4 10. ( 9 ) The Ultimate Collection Neil Diamond Bandaríkin — plötur og diskar- ) 1. (1 ) No Code Pearl Jam t 2. ( 3 ) Falling Into You Celine Dion 4 3. ( 2 ) Atliens Outkast ) 4. ( 4 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 5. ( 7 ) Blue Leann Rirnes 4 6. ( 5 ) Tragic Kingdom No Doubt • 7. (10) Keith Sweat Keith Sweat t 8. (- ) E. 1999 Eternal Bone Thugs-N-Harmony 4 9. ( 6 ) lt Was Written Nas 410. ( 8 ) Secrets Toni Braxton Snigla- bandifl á ráttarballi Sniglabandið hefur aldrei bundið spilamennsku sína við höfuðborgarsvæðið og laugar- dagskvöldið 21. september leggur það land undir fót og heldur austur að Úthlíð í Biskupstung- um. Þar ætlar Sniglabandið að spila á réttarballi í Réttinni við Úthlíð. Aldurstakmark á réttar- ballið verður 18 ár. Sunnudags- og mánudags- kvöldið, 22. og 23. september, leikur sveitin á Gauki á Stöng í Reykjavík. Hljómsveitin Rjúpan er skipuö þeim Skúla Gautasyni, Karli olgeirssyni og Friöþjófi Sigurössyni. Sjónsveitin Rjúpan „Römbuðum á listaverk" Sjónsveitin Rjúpan „spratt fram fullsköpuð" fyrir rétt rúmum sex mánuðum í frumsýningarteiti leik- ritsins Sumar á Sýrlandi. Tríóið er skipað Skúla Gautasyni leikara, leikstjóra og fyrrverandi söngvara Sniglabandsins, en Skúli leikur á gítar og syngur. Einn getur Skúli ekki skipað tríó. Karl Olgeirsson, píanósnillingur, söngpípa og grínisti, leikur á harmóníku og syngur í Rjúpunni og Friðþjófur Sigurðsson, sem oftast er kallaður Diddi og er fyrrum bassaleikari Sniglabandsins, leikur á bassa og syngur. Með hálfs árs samstarf að baki gefur Rjúpan nú út plötuna Kon- ungur háuloftanna, en útgáfutón- leikar Rjúpunnar eru aö baki. Tón- leikarnir byrjuðu um ellefu fimmtudaginn 12. september síðast- liðinn og enduðu fyrir utan Gauk á Stöng klukkan tvö fyrir hádegi föstudaginn 13. september sökum mikillar ánægju gesta. Blaðamaður DV var einn gesta og tók tríóið tali. „Alltaf í búningum" „Á fyrstu æfingunni eftir frum- burðartónleikana ætlaði ég að fara að ræða um tónlistarsköpun sveit- arinnar, en fyrst varð að taka fyrir alvarlegra mál,“ segir Karl Olgeirs- son. „í hvernig búningum á hljóm- sveitin að vera?“ Rjúpan kemur alltaf fram í bún- ingum, er með uppstoppaða rjúpu á sviðinu og spilar fyrir framan rautt leikhústjald til að gleyma ekki upp- runanum. Tjaldið verður hins veg- ar oft til þess að sveitin er skömm- uð fyrir uppneglingar. Það eru „alltaf jólin“ hjá Rjúp- unni, en þrátt fyrir gamansamt yfirbragð og mikið grín á tónleik- um bera sveitarmeðlimir fulla virð- ingu fyrir tónsmíðunum á plötunni. „Við römbuðum á listaverk," segir Steini Tótu, heiðursfélagi Rjúpunn- ar. Diddi skilgreinir enn frekar, enda hans hlutverk í hljómsveit- inni: „Það að semja tónlist er eins og að fara á klósettið, þetta er eitt- hvað sem maður verður að gera. Hugarfarið við þessar athafnir get- ur hins vegar verið mismunandi." Heimasíða? „Við reynum á þanþol þeirra tak- markana sem þessi hljóðfæraskip- an setur okkur,“ segir Karl að- spurður um tónlistina sem er að finna á plötunni. Skúli bætir því við að lögin séu eins ólík og þau geta orðið á frumburði einnar hljómsveitar. Tónlistin er öll eftir Rjúpuna en segja má að Skúli hafi verið verkstjóri í textagerð. „Við bjuggum okkur til karaktera, sett- um þá i mismunandi aðstæður og fengum Didda til að skilgreina nán- ar,“ segir Karl. Platan var tekin upp á Kaffi Kar- ólínu og Kaffi Torgi á Akureyri. Að sögn sveitarmeðlima var hún tekin upp „live“ á þessum stöðum til þess að ná þeirri stemningu sem sjón- sveitin skapar, en því miður þyrfti CD ROM til. Munurinn á sjónsveit á plötu og sjónsveit á sviði er mik- iU. Hljómsveitin vinnur nú að heimasíðu Rjúpunnar sem er óneit- anlega konungur háuloftanna. -GBG „NO CODE" Fjórfla plata Pearl Jam Fjórða plata hljómsveitarinnar Pearl Jam er nú komin á markaðinn, en eins og flestir að- dáendur vita er nú liðið eitt ár og átta mánuðir síðan hljómsveitin gaf síð- ast út plötu (Vita- logy). Platan ber nafnið „No Code“ og inniheldur 13 glæný lög frá hljómsveit- inni. Mookie Bla- ylock... . . . er upphaflegt nafn þessarar sveit- ar sem var stofnuð árið 1990, þá nefnd í höfuðið á uppáhalds körfuboltaspilara hljómsveitarmeð- lima. Vedder stakk síðar upp á Pearl Jam í höfuðið á Aunt Pearl’s Jam (eða sultu Perlu frænku). Það var platan „Ten“ sem vakti verðskuldaða athygli á hljómsveitinni, en í kjölfarið fylgdu plöturnar „V.S.“ og „Vita- logy“. Hljómsveitin heldur víst áfram að ögra að- dáendum sinum á þessari plötu með því að taka inn nýjar tónlistarstefnur, Vedder sér hins vegar til þess að hljómsveitin haldi sínum einstaka hljóm. Bandaríkjaleggur heimstónleikaferðar Pearl Jam í kringum nýju plötuna hófst nú á mánudag- inn þegar hljómsveitin spilaði í Seattleborg. Annað kvöld spilar hljómsveitin í Kanada, en ferðinni er ekki heitið til Evrópu fyrr en 24. októ- ber. En hvað meinar hljómsveitin eiginlega með þessum umslagsmálum? Utan á plötunni eru 144 myndir sem úr hafa verið gerð póstkort. Hver kaupandi fær þó aðeins hluta af þessum póst- kortum, allt til þess að aðdáendur kaupi fleiri plötur og skipti myndunum sín á milli. Kassettu- umslaginu er síðan hægt að breyta, mögulegt er að setja á það níu mismunandi forsíðumyndir. Og það er meira, en sjón er sögu ríkari. -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.