Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 11
X>"V FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996
CASINO
Auður,
völd og
virðing
Qyndbönd 25
Robert De Niro og Sharon Stone leika hjón sem eiga í stormasömu sambandi í Casino.
Fyrsta mynd leikstjórans Martins Scorsese
var Who’s That Knocking at My Door? Ekki
vakti hún mikla athygli, en B-myndakóngur-
inn Roger Corman tók þó eftir henni og fékk
Scorsese til að leikstýra fyrir sig myndinni
Boxcar Bertha. Það var ekki fyrr en með
þriðju mynd hans, Mean Streets 1974, sem
hann öðlaðist viðurkenningu og verðskuldaða
athygli. Upp frá því hefur Martin Scorsese
verið meðal fremstu leikstjóra Bandaríkj-
anna. Hann hefur leikstýrt mörgum úrvals-
myndum, þ. á m. Alice Doesn’t Live here
anymore, Taxi Driver, Raging Bull, The Color
of Money, The Last Temptation of Christ,
Goodfellas, Cape Fear og The Age of Innocen-
se.
Gamlir kunningjar
Scorsese hefur víða leitað fanga um sögu-
efni í myndir sínar, en oft hefur mafian orðið
honum að umfjöllunarefni. Hún kom við sögu
í bæði Mean Streets og Raging Bull, svo að tvö
af hans best þekktu stykkjum séu nefnd, en
var loks í aðalhlutverki hjá honum í Good-
fellas. Hann átti þá samstarf við rit- og hand-
ritshöfundinn Nicholas Pileggi og skrifaði
með honum handritið. Þegar því samstarfí
lauk hóf Pileggi að vinna að nýrri bók um
mafíósa í Las Vegas. Eftir um fimm ára rann-
sóknir og undirbúning kom Scorcese að máli
við hann og vildi gera mynd um efnið. Af-
raksturinn er Casino, og kom bókin út um
sama leyti og myndin.
Scorsese er hér að vinna með fleiri kunn-
ingjum en Pileggi. Tveir aðalleikarar myndar-
innar, Robert De Niro og Joe Pesci, hafa báð-
ir leikið undir hans stjórn áður, þar á meðal
báðir í Goodfellas, og einnig léku þeir háðir í
Raging Bull. Robert De Niro er sennilega upp-
áhaldsleikari Martins Scorsese, því enginn
leikari hefur leikið í jafn mörgum myndum
hans, og þeir skutust saman upp á stjörnu-
himininn með myndunum Mean Streets og
Taxi Driver. Robert De Niro átti einnig eftir-
minnilegt hlutverk sem hinn óhugnanlegi
Max Cody í Cape Fear.
Uppgangur mafíunnar
í LasVegas
Casino segir frá Sam Ace Rothstein (Robert
De Niro), sem er fenginn til að fara fyrir inn-
rás mafíuforingjanna í Las Vegas. Hann kem-
ur sér fyrir í hinu glæsilega Tangiers spilavíti
og er þar kóngur í ríki sínu. Ace stendur sig
vel og peningarnir streyma, ekki aðeins til
mafíuforingjanna, heldur einnig í vasa hans
sjálfs. Auðæfi hans og völd gera honum kleift
að fá hina glæsilegu Ginger McKenna (Sharon
Stone) til að giftast sér, en hún verður þó
aldrei sátt við hlutskipti sitt, enda elskar hún
annan mann. Hjónabandið versnar, Ace ræð-
ur ekki við sjúklega tortryggni sína og af-
brýðisemi, og Ginger snýr sér að áfengi og eit-
urlyfjum í leit að huggun.
Félagi Ace, Nicky Santoro (Joe Pesci), er
sendur til Las Vegas til að sjá um að vernda
hann, en Santoro er hvatvís og ofbeldisfullur
og hefur eigin hugmyndir um gróðaleiðir í
borg sem er nánast ósnert af mafíunni. Til að
byrja með gefur samstarf þeirra vel af sér, en
þegar þeir fara báðir að vaxa að völdum og
virðingu, og Nicky Santoro færir út kvíamar,
fer að skerast í odda með þeim og báðir átta
sig á að þeirra hagsmunir liggja ekki saman.
Að lokum gerist ástandið svo eldfimt að
mafiuforingjarnir sjá sér ekki annað fært en
að skakka leikinn.
Tveir traustir og nýja stjarnan
Robert De Niro hefur hlotið óskarsverðlaun
fyrir leik í Raging Bull og The Godfather Part
II. Hann hefur þar að auki hlotið tilnefningar.
fyrir leik sinn i Taxi Driver, The Deer Hunt-
er, Awakenings og Cape Fear. Af öðrum *•
myndum hans má nefna Mean Streets, Good-
fellas, Casino, Brazil, The Untouchables, Ang-'
el Heart, A Bronx Tale og Mary Shelleys
Frankenstein.
Sharon Stone hafði leikið ýmis hlutverk í
misgóðum myndum áður en hún náði að
vekja athygli þegar hún lék í Total Recall á ■
móti Arnold Schwazenegger. Leikstjóri þeirr-
ar myndar, Paul Verhoeven, fékk hana síðan
í aðalhlutverkið í Basic Instinct og þar með
sló hún í gegn og fékk hlutverk í myndum
eins og Sliver, Intersection, The Specialist og
The Quick and the Dead. Sharon Stone hlaut
sína fyrstu tilnefningu til óskarsverðlauna
fyrir leik sinn i Casino.
Joe Pesci hefur aldeilis átt gott samstarf við
Martin Scorsese því hann hlaut óskarsverð-
launatilnefhingu fyrir leik sinn í Raging Bull
og næst þegar hann vann með Martin Scor-
sese fékk hann óskarsverðlaun fyrir besta leik
í aukahlutverki í Goodfellas. Meðal annarra
mynda hans eru Once Upon a Time in Amer-
ica, Lethal Weapon 2 og 3, Home Alone 1 og 2,
og JFK. -PJ
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Valtýr Björn Valtýsson
Ég horfi nú ekki mikið á
myndbönd og hef lítinn
tíma til að heim-
sækja kvik-
myndahúsin.
Þrátt fyrir
það finnst
mér alltaf
jafn nota-
legt að
hlamma
mér niður
fyrir fram-
an sjón-
varpið og
horfa á
góða kvik-
mynd,
hvort sem
hún er á dag-
skrá sjónvarps-
stöðvanna eða
leigð á mynd-
bandaleigu. Svo á ég
nú líka allt Clou-
seau sáfnið, al-
Þær myndir horfi ég
alltaf á ef mig langar að koma
mér í gott skap. Mér finnst þær
æðislegar enda eru þær i
miklu uppáhaldi. Ofar-
lega í huga mér, þegar
ég fer að hugsa mig
betur um, er líka
myndin Scarface
með A1 Pacino,
Michelle Pfeiffer og
fleiri góðum leikur-
um. Ég gleymi held-
ur aldrei Anthony
Hopkins-myndinni
hinni frægu, Lömbin
þagna. Maðurinn var
einfaldlega ógleyman-
legur i hlutverki Hanni-
; bals Lecters. Að lokum vil
ég líka nefna Taxi Driver,
hún er líka í uppá-
haldi hjá mér. Góð-
myndir
gleymast ei.
veg eins og
það legg-
ur
sig.
Apaspil
Apaspil er fjölskyldumynd sem
ætti að kitla
Myndin gerist
á hóteli sem
stjómað er af
hótelstjóra sem
lifir fyrir starf
sitt og hefur
hann lítinn
tíma aflögu til
að sinna tveim-
ur sonum sem
hann á. Eig-
andinn, sem er
hörð kerling,__________________
pískar undir- ®■“>
menn sína og hefur lítinn skilning á
því að þeir þurfi að hafa tíma fyrir
íjölskylduna. Þetta gerir það að
verkum að strákar hótelstjórans fá
að ganga lausir.
Dag einn kemur á hótelið útsmog-
inn þjófur sem hefur sér til halds og
trausts apann Dunston sem er orð-
inn leiður á lífinu hjá húsbónda sín-
um og strýkur inn í loftræstikerfi
hótelsins. Yngri sonur hótelstjórans
rekst á apann og vingast við hann
og saman gera þeir nú heldur betur
usla á hótelinu, enda hefur apinn al-
veg sjálfstæðar skoðanir á því
hvernig hlutirnir eiga að vera.
Jason Alexander leikur hótelstjó-
rann og Faye Dunaway leikur hóte-
leigandann. Leikstjóri er Ken Kwap-
is.
Skífan gefur út Apaspil og er út-
gáfudagur 25. september. Myndin er
leyfð öllum aldursflokkum.
Almost Golden
Hin vinsæla kvikmynd Up Close
and Personal, sem Laugarásbíó sýn-
ir um þessar
mundir, gerist í
hinum harða
sjónvarpsheimi
og er ein aðalper-
sónan byggð að
hluta á lífi frægr-
ar sjónvarps-
fréttakonu sem
hét Jessica
Savitch. í Almost
Golden er sögð
ævi þessarar
metnaðarfullu
konu sem fómaði öllu fyrir frægð-
ina og var fyrsta konan sem komst í
fremstu röð fréttaþula í bandarísku
sjónvarpi.
Það er Sela Ward sem leikur
Jessicu Savitch, en sjálfsagt þekkja
hana margir úr hinni vinsælu sjón-
varpsseríu Systurnar. Við fylgjumst
með henni frá því hún treður sér
nánast inn á sjónvarpsstöð. Frami
hennar er skjótur, en það kostar
miklar fórnir og einkalífið er í rúst.
Þegar Jessica Savitch lést af slysför-
um 36 ára gömul var hún með tvö
misheppnuð hjónabönd að baki og
hafði ánetjast eiturlyfjum. Ron Sil-
ver leikur fréttastjóra sem uppgötv-
ar hana.
Stjörnubíó gefur út Almost
Golden og er útgáfudagm- 24. sept-
ember. Myndin er leyfð öllum ald-
ursflokkum.
ManwithaGun ■
Man With a Gun fjallar um leigu-
morðingjann John Hardin, sem lifir
samkvæmt þeirri
einfoldu reglu að
miða, skjóta og
rukka síðan inn
reikninginn.
Nýjasti viðskipta-
vinur hans er
vafasamur iðnjöf-
ur sem vill að
John nái tölvu-
disklingi sem
inniheldur gögn
sem gætu sakfellt
hann fyrir þá iðju
sem hann stundar í skjóli heiðar-
legrar vinnu. Það er fyrrverandi
eiginkona hans sem hefur tölvu-
disklinginn undir höndum og vill
iðnjöfurinn að John káli eiginkon-
unni um leið og hann hefur náö
disklingnum. Það sem iðnjöfurinn
veit ekki er að leigumorðinginn og
fyrrum eiginkona hans eru elskend-
ur og nú ákveða þau að komast yfir
auðæfi eiginmannsins, en ekki
gengur allt samkvæmt áætlun þar
sem einhver er að svíkja einhvern,
en hver það er er erfitt fyrir John
að átta sig á. Með aðalhlutverkin
fara Michael Madsen, Gary Busey
og Jennifer Tilly. Leikstjóri er Dav-
id Wyles.
Myndform gefur Man with a Gun
út og er útkomudagur 24. septem-
ber. Myndin er bönnuð börnum inn-
an 16 ára.