Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 8
22 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 DV %a helgina Bar par byrjar aftur Sýningin Bar par eftir Jim Cartwright verður tekin upp að nýju frá fyrra leikári í Borgarleik- húsinu. Fyrirhugaðar eru örfáar , sýningar og verður sú fyrsta á þessu hausti í kvöld kl. 20.00. Bar par gekk fyrir fúllu húsi á Leynibarnum ailt síðasta leikár og urðu sýningar alls sextíu talsins. Leikritið gerist á bar og segir þar Sýnmgin Risaeðlur - Leit að horfhum heimi verður opnuð í dag kl. 18.00 í Tollhúsinu. Þar má sjá hreyfilíkön af forsögulegum risaeðl- um sem sýningarfyrirtækið Óra- víddir ehf. hefur fengið hingað til lands frá bandaríska fyrirtækinu Dinamation International Inc. frá hjónunum sem eiga og reka bar- inn. Einnig koma við sögu gestir þeirra af ýmsu sauðahúsi, skraut- legir og skemmtilegir persónuleik- ar. Hlutverkin eru fjórtán en aðeins tveir leikarar leika þau öll. Það eru þau Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson og þykja þau standa sig með prýði. -ilk Sérstakir faglegir talsmenn sýn- ingarinnar eru Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur og Kári Tulinius, 15 ára grunnskólanemi. Sýningin mun standa til 25. októ- ber og er opin á virkum dögum frá kl. 16.00 til 22.00 en um helgar frá kl. 10.00 til 22.00. -ilk Leirlistarfélagið er 15 ára á þessu ári. Af því tilefni verður opnuð af- mælissýning í Hafnarborg á morg- un kl. 14.00. Þar munu 26 félags- menn sýna verk sín undir yfir- skriftinni Leir í lok aldar. í erli nútímans kunna æ fleiri að meta leirinn, þetta náttúruefni sem ummótast í skapandi höndum leir- listarmannsins. Þetta kemur fram í vaxandi áhuga almennings og mik- illi fjölgun þeirra sem vilja leggja leirlistina fyrir sig. Stofnfélagar Leirlistarfélagsins voru 11 talsins árið 1981 en nú eru 39 manns i fé- laginu. Á sýningunni verða eingöngu sýnd ný verk og eru þau bæði fjöl- breytt og forvitnileg. Uppsetning sýningarinnar er í höndum Pálm- ars Kristmundssonar. Sýningin í Hafnarborg veröur opin daglega nema á þriðjudögum frá kl. 12.00 til kl. 18.00 og mun hún standa til 15. október. -ilk Gallerí Fold: Tveir listamenn á morgun Myndvefnaður kynntur Tryggvi er þó ekki eini listamað- urinn á svæðinu. Hólmfríður Bjart- marsdóttir mun stilla sér upp í kynningarhorni listhússins og kynna myndvefnað. Hún stundaði nám í fijálsri myndlist og mynd- vefnaði við Myndlista- og handíða- skóla íslands og tók hún svo kenn- arapróf frá sama skóla. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Það verður því nóg um að vera á morgun í Gallerí Fold á morgun. -ilk Tónleikar á vegum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar veröa á morgun kl. 15.30 en þar koma fram Lia Frey- Rabine sópransöngkona og Selma Guömundsdóttir píanóleikari. Á myndinni er sópransöngkonan Lia Frey-Rabine. Tryggvi Ólafsson er á meðal þekktustu núlifandi íslenskra lista- manna. Nú ætlar hann að opna sýn- ingu á verkum sínum og það mun hann gera á morgun kl. 15.00 í Gall- erí Fold. Á sama tíma kemur Bósa- saga út á vegum Máls og menning- ar en Tryggvi myndskreytti bókina. Erlingur Gíslason leikari mun lesa kafla úr bókinni og hefst lestur hans kl. 15.30. Verk Tryggva prýða margar bæk- ur og blöð og hann hefur skreytt byggingar á íslandi og í Danmörku. Mörk af verkum hans eru í eigu fjölda opinberra stofnana, safna og fyrirtækja auk þess sem þau prýða mörg einkasöfn. á afmæli Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966 og var settur 24. september það ár. Skólinn er þvi 30 ára um þessar mundir. Fyrirhugað er að halda veglega afmælishátíð í hátíðarsal skólans á sunnudaginn. Þar munu koma fram fyrrverandi rektorar skólans, Rann- veig Fríða Bragadóttir söngkona og Karl Ágúst Úlfsson leikari en þau voru bæði nemendur í MH. Einnig mun hinn frægi Hamrahlíðarkór syngja á hátíöinni. -ilk Hér er Tryggvi viö eitt verka sinna. MESSUR í Árbæjarkirkja: Bamaguðsþjón- | usta kl. 11. Fyrsta samkoma barn- !anna eftir sumarhlé. Nýtt og áhuga- vert fræðsluefni. Foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. j breyttan messutíma. Vænst er þátt- ; töku væntanlegra fermingarbama og foreldra þeirra i guðsþjónust- | unni. Stuttur fundur með foreldrum !j eftir guðsþjónustu. Prestarnir. Áskirkja: Bama- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sig- | urbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guösþjónusta á sama 1 tíma. Prédikunarefni: „Þú skalt ekki aðra guði hafa“. Samkoma Ungs fólks meö hlutverk kl. 20. Gísli Jón- I asson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með Ibörnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Barnaguösþjónusta á sama tíma. Sóknarprestur. j Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Barnasam- koma kl. 13 í kirkjunni og í Vestur- bæjarskóla. Sr. Jakob Á. Hjálmars- I son- Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Prestur Sr. Gylfi Jónsson. ::: Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- Iusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Bamaguðsþjónusta á sama tima. Barnastarfið hefst. Umsjón Ragnar Schram. Prestarnir. Fríkirkjan í Reykjavík: Bama- guðsþjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Samverustundir í Safnaðar- Sheimilinu að guðsþjónustunum loknum. Cecil Haraldsson. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 i kirkjunni og kl. 12.30 í j Rimaskóla í umsjón Hjartar, Rúnu, 1 Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Prestamir. Grensáskirkja: Sunnudagaskólinn hefst í dag kl. 11 með fjölskyldu- j messu. Bamakór Grensáskirkju j syngur. Messa kl. 14, altarisganga. s Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Hafnarfjarðarkirkja: Hvaleyrar- I skóli, sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Iséra Þóhallur, Ingunn, Hildur, Bára. Hafnartjarðarkirkja: sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón séra Þórhildur Ólafs, Natalía Chow. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur séra Gunnþór Inga- son. Tónlistarguðsþjónusta kl. 18, (iölbreytt tónlist. Prestur Þórhildur Ólafs. Kaffiveitingar i Strandbergi eftir guðsþjónustu. Hallgrímskirkja: Barnastarf og messa kl. 11. Guðmunda Inga Gunn- arsdóttir cand. theol. prédikar. Sr. j Ragnar Fjalar Lárusson. ; Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. | Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson héraðs- prestur þjónar. Bamaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá frisar Kristjánsdóttur. S Kristján Einar Þorvarðarson. Keflavíkurkirkja: Helgistund kl. 10 árd. í Hlévangi. Messa (altaris- ganga) kl. 11. Sr. Ólafur Oddur Jóns- i son- Kópavogskirkja: Bamastarf í safn- aðarheimOinu Borgum kl. 11. Guðs- þjónusta fellur niður vegna fram- | kvæmda i kirkjunni. Ægir Fr. Sig- ; urgeirsson. Landspftaiinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. s Háteigskirkja: Bamaguösþjónusta kl. 11. Bömin fá afhenta möppu og poka í upphafi vetrarstarfsins. Sr. i Helga Soffia Konráðsdóttir. Messa | kl. 14. Sr. Helga Soffia Konráðsdótt- :i ir. Langholtskirkja, Kirkja Guö- | brands biskups: Messa kl. 11, prest- i ur sr. Flóki Kristinsson. Kaffisopi eftir messu. Lauganeskirkja: Barnastarf kirkj- unnar hefst með guðsþjónustu kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi i að lokinni guðsþjónustu. Boðið upp ií á akstur til og frá kirkju. Ólafim Jó- | hannsson. | Neskirkja: Bamastarf vetrarins hefst í kirkjunni kl. 11. Opið hús frá j kl. 10. Munið kirkjubílinn. Sr. í; Frank M. Halldórsson. Nýj- ung.bamastarf hefst í Félagsmiö- ? stöðinni Frostaskjóli (v/KR-heimiI- 1 ið) kl. 11. Húsið o'pnaö kl. 10.30. Sr. | Halldór Reynisson. Guðsþjónusta kl. 1 14. (Ath. breyttan tima.) Sr. Halldór Reynisson. Óháði söfhuðurinn: Guðsþjónusta | kl. 14. Bamastarf á sama tíma. Kaffi j/ eftir messu. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. | 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir 1 Ástráðsson prédikar. Sóknarprest- ur. Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. ;: Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- : dóttir. Upphaf bamastarfsins sem í | vetur verður í umsjá Hildar Sigm-ö- ardóttir, Erlu Karlsdóttir og Bene- : dikts Hermannssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.