Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 12
26
Ijniyndbönd
H/IYNOBAHDA
j
MjW
Dead Man Walking ★★★★
Sáiuhjálp fyrir morðingja
Dead Man Walking var ein af þeim myndum sem
hlutu nokkrar tilnefningar til óskarsverðlauna fyrir
árið 1995, og krækti í ein. Susan Sarandon fékk óskar-
inn fyrir besta leik i aðalhlutverki. Óneitanlega finnst mér að myndin hefði
átt meira skilið. Allavega er hún betri en Braveheart og Sean Penn sýnir
miklu betri leik en Nicholas Cage í Leaving Las Vegas. Sennilega hefur
hann aldrei verið betri, allavega ekki síðan í Falcon and the Snowman.
Hann og Sarandon sýna meistaratakta í samleik sínum. Myndin gerir vel i
því að kynna til sögunnar báðar hliðar málsins, en tekur þó afgerandi af-
stöðu gegn dauðarefsingu. Myndin snýst þó ekki nema að hluta til um
dauðarefsingu sem slíka. Aðalatriðið er hið einstaka samband nunnu og
dauöadæmds fanga, þar sem nunnan reynir að veita fanganum aðstoð, hugg-
un og sáluhjálp. Fanginn er enginn engill, harðsvíraður glæpamaður og for-
dómafullur kynþáttahatari, en myndin sýnir hversu mannlegur hann er, án
þess að draga úr göllum hans. Tim Robbins hefur ekki átt langan leikstjóra-
feril. Þetta er aðeins önnur myndin hans, en áður leikstýrði hann óborgan-
legu háðsádeilunni Bob Roberts. Hann nær hér að búa tO feikilega sterka
mynd sem hreyfir við og vekur til umhugsunar og grípur mann. Susan Sar-
andon fékk óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki. Dead Man Walking
nær sterkum tökum á áhorfendum og heldur athyglinni alla myndina. Hvað
er hægt að biðja um meira?
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Tim Robbins. Aðalhiutverk: Susan Sarandon og Sean
Penn. Bandarísk, 1995. Lengd: 110 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
Darkman III: Die Darkman Die
Leikin teiknimyndasaga **
Þegar Sam Raimi, sem hafði vakið
með hinum ódýru hrollvekjum The Evil Dead 1 og 2,
og samstarfi sínu með Coen- bræðrunum í sjónvarps-
myndirmi Crimewave, fékk loksins pening til að gera
sæmilega stóra mynd á Hollywood-mælikvarða gerði
hann myndina Darkman sem var ansi góð og í
teiknimyndasögustíl. Þar notfærði hann sér ýmiss
konar stílbrigði sem hann hafði tileinkað sér í fyrri
verkum og blandaði þeim saman við tæknibrellur af
bestu gerð og bjó til sjónræna og stílhreina mynd.
Ekki sá ég mynd númer tvö en þriðja myndin um
Darkman er nú komin á myndband og er Sam Raimi titlaður framleið-
andi. Darkman er dæmigerð hasarblaðahetja, vísindamaður með af-
skræmt andlit og sorglega fortíð, sem er sterkur eins og naut og finnur
ekki til sársauka, og er jafnframt snillingur hinn mesti. Söguþráðurinn
skiptir ekki máli, en verst er að allt of lítið er lagt upp úr persónusköp-
un og stílbrigðum. Þessi mynd er svo sem ágætis afþreying, sérstaklega
fyrir aðdáendur hryllingsmynda.
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Bradford May. Aöalhlutverk: Jeff Fahey, Darlanne
Ruegel og Roxann Biggs-Dawson. Bandarísk, 1995. Lengd: 85 mín. Bönnuö börnum
athygli á sér
innan 16 ára.
-PJ
Restoration
*** Lífshlaup læknis
Myndin Restoration fékk tvo óskara á síðustu
verðlaunaafhendingu, fyrir bestu listrænu stjórnun
og bestu búninga. Óneitanlega eru búningamir flott-
ir og öll umgjörð myndarinnar glæsileg. Þá eru
mörg atriðin mjög táknræn og listilega vel gerð. Sag-
an Qallar um unga lækninn Robert Merivel, sem
gengur í gegnum ýmis skeið í lífi sínu. Hann kynn-
ist velgengni, fátækt, gleði, sorg, ást, harmleik, o.fl.,
en mest er hún um leit hans að tilgangi með lífi sínu
og stað í tilverunni. Glys hirðarinnar, gjálifi og
kvennafar eiga hug hans allan í byrjun, en smám
saman kemst hann að þvi að það er ýmislegt fleira sem meira máli
skiptir. Robert Downey Jr. leikur aðalhlutverkið og gerir það vel. Hann
er alltaf eins og flón sem ekkert skilur í því hvað er að gerast í kring-
um hann. Aðrir leikarar standa sig einnig vel. Meg Ryan er óvanalega
þolanleg, en sérstaklega skal nefna David Thewlis, sem vakti athygli
fyrir öflugan leik í Naked, og sýnir hér mjög næman leik í hlutverki
sem er ekki mjög áberandi. Sagan er áhugaverð og gengur upp, og þrátt
fyrir alls konar hörmungar endar hún á ljúfum nótum. Merivel er vitr-
ari maður og ánægðari, og það er áhorfandinn einnig.
Útgefandl: Skifan. Leikstjóri: Michael Hoffman. Aöalhlutverk: Robert Downey, Jr.,
Sam Neill, David Thewlis, Polly Walker og Meg Ryan. Bandarísk, 1995. Lengd: 118
min. Leyfö öllum aldurshópum. -PJ
Four Rooms
Villt nýársnótt
Four Rooms er samstarfsverkefni fjögurra leik-
stjóra, sem vakið hafa athygli nýlega, og eru þeirra
frægastir Quentin Tarantino (Reservoir Dogs, Pulp
Fiction) og Robert Rodrigues (E1 Mariachi, Desperado,
From Dusk till Dawn). I rauninni er um að ræða fjór-
ar stuttmyndir, sem allEU’ gerast á sama hótelinu á
nýársnótt. Tim Roth leikur hótelþjón á fyrsta degi í
starfmu og snúast allar sögumar um samskipti hans
við hina ýmsu hótelgesti. Öllum tekst leikstjórunum
að búa til fyndnar sögur og ekki er laust við að vesl-
ings hótelþjónninn komist í einhverjar neyðarlegustu aöstæður sem sést
hafa á hvíta tjaldinu um nokkurt skeið. Að öðrum ólöstuðum er saga
Rodrigues best, en hún hefur sérlega góða stigandi og sá sem ekki vein-
ar af hlátri í lokaatriðinu er dauður. Flestir leikararnir standa stutt við,
eins og gefur að skilja, en mikið mæðir á Tim Roth, sem er frábær í hlut-
verki hins frámunalega lúðalega og vitgranna hótelþjóns. Það verður að
teljast ansi vel að málum staðið að búa til heilsteypta mynd úr fjórum
bútum fjögurra mismunandi leikstjóra með mismunandi hugmyndir og
stU, en það tekst bara bærUega í Four Rooms, sem er mjög fersk og
skemmtUeg mynd.
Útgefandl: Skífan. Lelkstjórar: Alllson Anders, Alexandre Rockwell, Robert Rodrlgues
og Quentln Tarantlno. Aöalhlutverk: Tim Roth. Bandarísk, 1995. Lengd: 94 mín. Bönn-
uð bömum yngri en 12 ára. -PJ
W'
V3
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 LlV
Myndbandalisti vikunnar
10. sept. til 16. sept. '96
SÆTI 'v. .J FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL 1 i ÚTGEF. TEG.
1 j 1 i 3 1 Heat Warner -myndir Spenna
2 2 4 Jumanji ; Skífan Gaman
3 3 3 : Kids j j Skífan Drama
4 4 5 Leaving Las Vegas Skífan Drama
I5. Ný i i T The Bridges of Maddison County Warner -myndir Drama
6 5 5 Fair Gante Warner -myndir Spenna
7 i 10 i 2 i Cutthroat Island j Skífan Spenna
8 j 6 4 Now and Then Myndform Gaman
Ný : 1 i Strange Days j ClC-myndir Spenna
10 ) 8 4 i Clockers J ClC-myndir J Spenna
ii: 7 í 3 : Babe j ClC-myndir Gaman
12 13 j 9 . 8 Desperado J J Skífan j. Spenna
16 i 2 T X-Files: 82517 J J j Skífan j Spenna
HÍ 13 gigggg i, 9 Sabrina J ClC-myndir Gaman
15 í 11 i 4 J Ópus hera Holland J Háskólabíó 1 Drama
16 i . J 12 .... ,& }í io: Seven J J J Myndform Spenna
17 i 15 6 : Bed of Roses J J Myndform j Darma
18 j 14 : j’ 7 ! /’ j Waiting to Exhale J J y i Skífan Gaman
i9: 17 i 6 : Mute Witness j j Skífan Spenna
20 J ' J 18 : j 3 The Brothers McMullen j j . J Myndform \ Gaman
Heat
Al Pacino og Ro-
bert De Niro.
í Heat segir frá
hinum snjalla at-
vinnuglæpamanni
NeU sem ásamt
mönnum sínum
leggur á ráðin um
nokkur hátæknileg
rán. Vincent er
rannsóknarlög-
reglumaður í rán-
og morðdeUd.
Einkalíf hans er ein
ijúkandi rúst enda
kemst ekkert annað
að 1 huga hans en
starfið. En hann er
ekki síður snjaU en
NeU og með hjálp
sinna manna og
uppljóstrara tekst
honum smám sam-
an að þrengja netið
í kringum glæpa-
mennina.
Jumanji
Robin Williams
og Bonnie Hunt.
Dag einn finnur
hinn 8 ára gamli
Alan dularfullan
kassa. Hann tekur
kassann með sér
heim og í ljós kem-
ur teningaspU sem
hann og vinkona
hans Sara prófa. En
þegar Alan tekur
upp teningana og
kastar þeim taka
undarlegir hlutir að
gerast. Alan hrein-
lega leysist upp og
hverfur inn í spilið.
Kids
Leo Fitzpatrick
og Justin Pearce
Myndin gerist á
einum sólarhring
og við fylgjumst
með krökkum sem
glíma við gamal-
kunn vandamál
sem geta verið
óþægfleg og margir
foreldrar neita að
viðurkenna að séu
hluti af lífi sinna
eigin barna. Mynd-
in gerist í einni af
stórborgum Banda-
ríkjanna en hún
gæti átt við hvaða
stað sem fyrirfinnst
í heiminum.
Leaving Las
Vegas
Nicolas Cage og
Elisabeth Shue
Ofdry kkj umaður-
inn Ben hefur sóað
lífi sínu í örmum
Bakkusar og ákveð-
ur nú að taka skref-
ið tU fuUs. Hann sel-
ur aUar eigur sínar
og heldur tU Las
Vegas tU að drekka
sig í hel. Fljótlega
rekst hann á vænd-
iskonuna Seru sem
einnig hefur misst
tökin á eigin lífi.
Með þeim takast
góð kynni og tU
verður undarlegt
ástarsamband.
The Bridges of
Madison County
Clint Eastwood
og Meryl Streep.
Haustið 1965 var
ljósmyndaranum
Robert Kincaid falið
að taka myndir af
Roseman brúnni í
Madison. Á leið
sinni kom hann að
bæ til að spyrja tU
vegar. Þar hittir
hann fyrir húsmóð-
urina Francescu.
Eiginmaður henriar
og tvö börn eru í
stuttu frí. Þessi
fyrstu kynni verða
til þess að líf þeirra
Francescu og Ro-
berts verður aldrei
eins og það var.