Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Blaðsíða 5
- segja kokhraustar Kolrössur um köld kvennaráð Hljómsveitin Kolrassa krókríð- andi brokkar inn á jólamarkaðinn í fyrra falli þetta árið með glænýja breiðskífu í farteskinu sem ber nafn- ið Köld eru kvennaráð. Breiðskífan er sú fjórða á ferli sveitarinnar en áður hafa komið út plötumar Drápa, Kynjasögur og erlenda útgáfan Stranger Tales sem hljómsveitin gaf út undir nafninu Bellatrix. Smávegis um útlönd Enn er ekki séð fyrir endann á gengi erlendu útgáfunnar Stranger Tales sem Bad Taste Ltd. gaf út í henni Ameríku og Frakklandi á síð- asta ári. Platan er nú þegar farin að skila hagnaði og hljómsveitin gæti auðveldlega endurtekið leikinn en meðlimir Kolrössu stefna nú á næsta stig sem hlýtur að koma með stærri dreifíngaraðila. Ekkert er ákveðið um framhald á alþjóðaævin- týrinu enn þvi nú snýr hljómsveitin sér að íslandsmarkaði, alheimurinn má bíða fram yfir jól. „Gerum allt sjálf" Á síðasta ári fór hljómsveitin þrjár tónleikaferðir til útlanda og spilaði í Frakklandi, Danmörku, Spáni og Ameríku. Ameríkuferðin var um áramótin og upptökur á nýju plötunni hófust i King Size Studios í Chicago í byrjun þessa árs. Þar var megnið af efni nýju plötunnar tekið upp en lagfæringar, hljóðblöndun og mastering fór fram hér á landi í apr- íl, júní og júlí á þessu ári. „Þetta er besta plata sem komið hefur út á íslandi og þó víðar væri leitað,“ fullyrðir Elíza og fær sam- þykki hjá eina karlkynsmeðlim Það tók Jarvis Cocker og bresku hljómsveitina Pulp 15 ár að ná toppnum en í dag skín sól þeirra skært. Á dögunum fékk hljómsveitin Mercury Music Prize verðlaunin fyrir hljóm- plötuna Different Class sem kos- in var besta platan á Bretlands- eyjum á síðasta ári. Fjögur lög af þeirri plötu hafa komist á topp- inn í Bretlandi, Common People. Mis-shapes, Disco 2000 og Somet- hing Changed. Af einhvetjum hljómsveitarinnar, trommuleikaran- um Kalla. „Við ein getum toppað þessa plötu,“ bætir hann við. „Fólk ætti virkilega að stoppa og leggja við hlustir I þetta skiptið," segir Elíza. „Þetta er Qórða plata hljómsveitar sem að meirihluta er skipuð stelp- um. Hér eru á ferðinni góðir spilar- ar, við semjum alla tónlistina sjálf og útsetjum allt sjálf og meðalaldur hljómsveitarmeðlima er um 20 ár. Um síðustu jól var mikið af efni gagnrýnt fyrir það að vera ekki frumsamið af þeim sem það fluttu. Hér er á ferðinni alíslenskt frum- samið efni og fólk ætti virkilega að staldra við eitt andartak og hlusta." „Platan sýnir breidd og ægir sam- an rokki, poppi og rólegheitum," bætir Kalli við. ástæðum hefur Pulp ekki náð neinum vinsældum að ráði í Bandaríkjunum en það á hugs- anlega eftir að breytast ef sveit- in heldur uppteknum hætti. Jar- vis Cocker er reyndar nokkuð vel þekktur í Bandarikjunum - en ekki fyrir tónlist sina. Hann er Bandaríkjamönnum í fersku minni vegna þess að hann rudd- ist inn á sviðið í sýningu Michaels Jacksons á Brit Awards verðlaunahátíðinni. Innstu hugarheimar í byrjun átti allt efni að vera bæði á íslensku og ensku sem þýddi að El- íza þurfti að búa til texta á tveimur tungumádum fyrir 13 lög og syngja 26 lög. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þrjú lög fengu að vera í friði á ensku. Þau hljómuðu einfaldlega betur þannig. Textagerðin er í höndum Elízu og Útgáfufyrirtækið Wall of Sound var stofnað árið 1994 og hefur 14 listamenn á sínum snærum nú. í kvöld og annað kvöld geta íslend- ingar komist í tæri við stemning- una sem þetta útgáfufyrirtæki hef- ur skapað með því að sjá hljóm- sveitina Propellerheads. í kvöld spilar hljómsveitin fyrir Brettafélag Reykjavikur í Fellahelli, en annað kvöld verður Wall of Sound partí á Ingólfskaffi. Hvaða hljómsveit er þetta? Propellerheads er bresk hljóm- sveit, skipuð þeim Alex Gifford og Will White, en auk þeirra má finna fjóra plötuspilara, taktvélar, slag- verk og hammondorgel í sveitinni. Hljómsveitin er hugarfóstur Alex er að hennar sögn ýmist hæðin eða hvassyrt. Hún segir textana eins misjafna og lögin en þeir eru flestir um einhveijar tilfmningar sem hún hefur upplifað. „Fólk tengir betur við „alvöru" texta,“ segir Elíza, „ekki eins við einhver orð sem ríma.“ Lagagerð er hins vegar í höndum allra hljómsveitarmeðlima en sam- eiginlegt markmið þeirra er að sem hefur m.a. þvælst um heiminn með hljómsveitinni Grid og spilað á næturklúbbum sem plötusnúður. Propellerheads notar umhverfis- hljóð í bland við fónkað popp og hefur nú þegar gefið út eina tólf tommu og átt lög á tveim safnplöt- um ytra. Áhuginn á hljómsveitinni er mik- ill og sem dæmi má nefna að Adi- das- fyrirtækið vill fá lag með henni í auglýsingaherferð og hljómsveit- imar 808 State og Cure hafa beðið Propellerheads um að endurhljóð- blanda efniö sitt. Þeir eru sagðir trylla allt á tón- leikum, enginn feluleikur bak við hljóðfærin, svona þér að segja. Mottóið er öfugsnúið frá Beastie Boys: „You’ve got to party for your right to fight.' snerta innstu hugarheima hlustenda sinna. Ef einn upplifir þá tengingu er markmiðinu náð „... en helst ættu þeir að vera nokkur þúsund," sam- sinna Kolrössur (og rass). -GBG Heiðar á Gullöldinni Kráin Gullöldin í Grafarvog- inum kappkostar að vera með lifandi tónlistar- eða skemmt- anaflutning í sínum húsakynn- um. Laugardagskvöldið 21. september verður Heiðar Jóns- son með skemmtidagskrá sem hefst klukkan 21. Heiðar er með nýtt og ferskt prógramm ásamt því besta úr þeim gömlu og góðu. Hljómsveit Stefáns P. og Péturs Hjálmarssonar leikur fyrir dansi bæði föstudags- og laugardagskvöld. Gullöldin opnar kl. 13.30 á laugardögum og sunnudögum til þess að gest- ir geti fylgst með beinum út- sendingum á boltanum. Yfir strikið á Astro Hljómsveitin Yfir strikið spilar á veitingastaðnum Astro sunnudagskvöldið 22. septem- ber. Yfir strikið spilar blöndu af soul, rokki og blús, sem og almenna danstónlist. Meðlimir sveitimar eru Ingi Rafn Ingva- son trommari, Lárus Grímsson hljómborðsleikari, Tómas Malmberg söngvari, Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleik- ari og Árni Bjömsson bassa- leikari. Graðhestaball Rúnar Þór verður á ferð og flugi um helgina. Föstudags- kvöldið 20. september spilar hann í Hreiðrinu í Borgarnesi en laugardagskvöldið 21. sept- ember liggur leið hans til Blönduóss í Sveitasetrið. Þar verður hið árlega Graðhesta- ball Rúnars Þórs og hljómsveit- ar. Hubner spila á Blúsbamum í kvöld, fóstudaginn 20. septem- ber og laugardaginn 21. septem- | ber. Harmslao Dúettinn Harmslág, sem skipaður er Stínu bongó og Böðvari á nikkunni, verður í Ásbyrgi á Hótel íslandi laugar- dagskvöldið 21. september. Hunang og Sigrún Eva Hljómsveitin Hunang spilar £ fyrir gesti Kaffi Reykjavikur fostudags- og laugardagskvöld- ið 20. og 21. september. Sunnu- dagskvöldið verður það Sigrún Eva og hljómsveit sem sjá um að halda uppi fjörinu fyrir gesti staðarins. -GBG Dansað með útgáfufyrirtækinu Wall of Sound Propellerheads á íslandi Verða þeir næstu íslandsvinir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.