Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 nlist ,7 HLJ0MPL9TU isiöm'Jii Alice in Chains - Unplugged 'k'k'k Aðgengilegir á almúgans máli Tónsmíðar Alice in Chains hafa til þessa þótt vera í þyngri kant- inum. Eagles-aðdáendur keyptu til dæmis ekki þau eintök af síðustu plötu sem seldust, hvað þá heldur þá bílfarma sem seldust af plöt- unni Dirt. Ég endurtek, þær hafa þótt þungar til þessa. Stuttplatan Jar of Flies sýndi hins vegar á þeim nýja hlið, rólegri og melódískari, eða hvað? Það sem kemur nefnilega í Ijós á þessum órafmögnuðu tónleikum með Alice in Chains (fyrir þá sem ekki vissu), er að tónlistin er mjög melódísk, nánast poppuð, ef þunglyndistextar Staley’s fylgdu ekki með. Þessu hafa Alice in Chains aðdáendur, líkt og undirritaður, að visu tek- ið eftir á fyrri plötunum, enda eitt aðalaðdráttarafl hljómsveitarinnar. Gleðin felst hins vegar í þvi að hér gefst nýjum hlustendahópi færi á að hlýða á melódíska tónlist hljómsveitarinnar í rólegri útsetningum. MTV-tónleikar Alice in Chains voru þó þeim annmörkum háðir að einungis hafði verið skipt út urgandi rafmagnsgíturum fyrir kassagítara. Söngur Staley var misjafn á tíðum (enda ekki skrýtið miðað við reynslu- heim söngvarans), en almennt var hljóðfæraleikur góður og afslappaður. Það er mjög gaman að heyra lög eins og „Would“, „Down In A Hole“, „Rooster", „Angry Chair“ og fleiri flutt á þennan máta. Á plötunni eru hins vegar engar nýjar útsetningar, ekki mikið rokk, aðeins ágætlega heppnaðir tónleikar, ekki endilega ætlaðir gömlum aðdáendum, frekar nýjum. Alice in Chains á almúgans máli. Guðjón Bergmann Suede - Coming Up y ,. * y. • Suede lifir! Eftir slakt gengi plötunnar „Dog Man Star“ og lítið umtal um hljómsveitina á síðustu misserum hafði undirritaður nánast talið Suede af. Eftirvæntingin var því ekki mikil þegar því var lýst yfir að ný plata væri væntanleg frá sveitinni: „Nú, er að koma ný plata". Undirbúningurinn fyrir upprisu Suede var ekki mikill. Brett Anderson og félagar hafa svo sannarlega unnið sina heima- vinnu áður en upptökur á nýju plötimni hófust. „Coming Up“ er allt það sem „Dog Man Star“ var ekki. Öll lög plötunnar eiga það eitt sameiginlegt að eiga ekki heima á B-hlið neinnar plötu, eða að eiga öll heima á B-hlið. Hér eru nefnilega engir venjulegir útvarpssmellir á ferð. Spicy Girls tóku ekki þátt í gerð þessarar plötu. „Trash“ er upphafslag plötunnar (einnig fyrsta lagið sem kemur út á smáskífu). Einstaklega skemmtilegur texti um „rusl“ götunnar, þig og mig, drífur einfalda og rokkaða melódíu áfram. „Filmstar" hefði jafnvel hentað betur sem fyrsta smáskífa, en þar efast Brett um það sem við trú- um á (nefnilega kvikmyndastjömumar). Geysilega kröftugt og töffara- legt lag. „By the Sea“ er einstaklega fallegt, auk þess sem lögin „She“, „BeautiM Ones“, „Lazy“ og „The Chemistry between Us“ em lög sem hreinlega grípa hlustandann heljarpoppuðum rokktökum. Hljómsveitin Suede hefur svo sannarlega rifið sig upp úr mikilli lægð og lifir, góðu lífi. Þess má geta að gamlir Bowie-aðdáendur gætu vel fundið sig í tónlist þessarar sveitar, hún er lík, en alls ekki eins. Hér er töff, rokkuð, melódísk, flott og frumleg tónlist á ferð. Guðjón Bergmann Ómar Diðriksson - Uppörvun , ,, . Einlægur og uppörvandi Fjölgað hefur um einn í flokki íslenskra kántrítónlistarmanna. Ómar Diðriksson sendi á dögun- um frá sér sína fyrstu hljómplötu og andinn sem svífur þar yfir vötnum er ættaður frá Nashville þótt ýmsum öðrum stíltegundum bregði fyrir í tónlist Ómars. Skemmst er frá því að segja að platan Uppörvun kemur á óvart. Lög plötunnar eru flest hver skemmtilega upp byggð og útsett. Hljóðfæraleikur er í góöu lagi. Ýmsir þekktir spilarar og óþekktir leika með Ómari og vona ég að ég móðgi engan úr þeim flokki þótt ég fullyrði að Björgvin Gíslason og út- setjarinn, upptökustjórinn og slagverksleikarinn Rúnar Þór Guðmunds- son séu þar í veigamestu hlutverkunum. Þá sleppur Ómar alla jafna þokkalega frá söngnum og veit greinilega hvaða blær hæfir hverju sinni. Raddarar eru finir. Textar Ómars Diðrikssonar eru talsvert öðruvísi en gengur og gerist, einlægir og eflaust uppörvandi þeim sem erfiði og þungum byrðum eru hlaðnir. Gallalausir eru þeir ekki, nokkuð bemskir á köflum og allt að því væmnir hér og þar (dæmi: Opið bréf til Vigdísar). En höfundurinn er einlægur og vel þenkjandi og það er göllunum yfirsterkara. Uppörvun er fmmraun sem lofar góðu. Ef Ómar Diðriksson slípar textagerðina em honum, hygg ég, flestar leiðir færar á sveitavegum tón- listarinnar. Ásgeir Tómasson r Bubbi Morthens: Arlegt tónleikaferðalag Bubbi Morthens er að hefja árlegt fónleika- ferðalag sitt um landið. Fyrsti áfanginn hófst sl. miðvikudagskvöld í Grindavík en í kvöld, fostudaginn 20. septem- ber, spilar hann í íþrótta- miðstöðinni í Þorláks- höfn. Annað kvöld liggur leið Bubba til Akraness þar sem hann spilar í íþróttahúsinu og á sunnudag spilar hann í íþróttahúsinu á Stokks- eyri. Bubbi hefur lokið við að hljóðrita nýjan geisla- disk sem er væntanlegur í plötubúðir í lok októ- ber. í kjölfarið fer Bubbi í aöra tónleikaferð sem hefst fimmtudaginn 24. október á Hvolsvelli. Bubbi hefur einnig ný- lokið við að hljóörita ljóðadisk sem Mál og menning gefur út og er hann væntanlegur í búð- ir á næstunni. Bubbi Morthens er aö hefja árlegt tónleika- feröalag sitt um landiö. HASKOLABIO \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.