Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 9 3DV Utlönd KIENZLE Myndband af Díönu prinsessu og elskhuganum falsaö: Myndbandið búið til af áhugamanni sem grín EES ökurita færö þú hjá okkur! í gærkvöldi viðurkenndi æsifréttablaðið Sun að myndband af Díönu prinsessu og fyrrum elsk- huga hennar, James Hewitt, væri falsað. Myndbandið, sem sýnir prinsessuna m.a. fáklædda á hest- baki á elskhuganum auk þess sem þau leika sér í koddaslag, var sýnt hvað eftir annað í bresku sjónvarpi í gær. Ritstjóri Sun, Stuart Higgins, sagðist tcika á sig alla ábyrgð en myndbandið hefðu þeir keypt af tveimur mönninn sem sögðust vera milligöngumenn. Higgins sagði einnig að þeir hefðu leitað til margra aðila til aö fá staðfestingu á því að myndbandið væri ófalsað og talið að svo væri. „Þama voru miklir svikahrappar á ferð sem fengu okkur til að trúa því með framleiðslu myndbands með lélég gæði að þama væri um að ræða Díönu prinsessu og James Hewitt,“ segir í Sun í gær. Á eftir fylgdi afsökunarbeiðni til beggja að- Díana prinsessa lét engan bilbug á sér finna í gær og mætti galvösk á góögerðarsamkomu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að myndbandið, sem átti að vera af henni og fyrrum elskhuga hennar, var sýnt í bresku sjónvarpi. Símamynd Reuter ila. Blaðið hefur ekki lent í svona vondum málum síðan árið 1987 er söngvarinn Elton John vann skaða- bótamál á hendur blaðinu sem hélt því fram að hann hefði átt ástar- fundi með mönnum er stunduðu vændi. Blaðið Daily-Mirror birti í gær viðtal við mann að nafni Nick Hed- ges sem segir að hann hafi gert myndbandið ásamt tveimur leikur- um í von um að fá vinnu við að búa til grínmynd. „Ég hefði aldrei trúað því að ein- hver myndi taka þetta alvarlega. Myndinni var stolið og hún notuð í fjárhagslegum ávinningi til að hneyksla þjóðina. Myndbandið átti aldrei að koma fyrir augu almenn- ings,“ sagði Nick Hedges. Hann sagðist ætla að stefna þeim er þetta gerðu og gera allt til að komast að sannleikanum i þessu máli. Hann sagði þetta hafa haft mikil óþægindi í for með sér fyrir sig og leikarana tvo sem hlut áttu að máli en sú sem færi verst út úr þessu væri auðvitað Díana prinsessa. Talsmaður Díönu prinsessu sagði við fréttamenn í gær að prinsessan kannaðist ekki við myndina af sér Maður á bæn fyrir framan Gemelli-sjúkrahúsið í Róm þar sem Jóhannes Páll páfi II. dvelur eftir botnlangaskurð sem hann gekkst undir í gær. Samkvæmt upplýsingum frá læknum gekk aðgerðin eins og í sögu og er reiknað með aö páfi komist á fætur á morgun. Símamynd Reuter Samningamenn Palestínumanna: Viðræðurnar í sjálfheldu Frelsissamtök Palestínu, PLO, segja israelsk yfirvöld setja skilyrði sem ganga þvert á samkomulagið sem undirritað var um Hebron. Samningamaður PLO sagði að lokn- um viðræðunum við ísraelsmenn í gær að kröfur ísraelsmanna hefðu hleypt viðræðunum í strand. Búist er við að samningamaður Banda- rikjanna beri fram nýjar tillögur til að brúa bilið milli deiluaðila þegar viðræðumar hefjast á ný í dag. Að sögn samningamanns PLO, Hassans Asfour, vilja ísraelsmenn fækka um helming í lögregluliði Pa- lestínumanna sem hafa á eftirlit með hluta Hebron á Vesturbakkan- um sem er helgur bær í augum Palestínumanna og gyðinga. ísraels- menn krefjast þess einnig að lög- reglumennimir beri skammbyssur en ekki riffla. ísraelsmenn samþykktu í fyrra að Ezer Weizman, forseti ísraels, tekur á móti Yasser Arafat, forseta Palest- ínu, í gær. Símamynd Reuter flytja mestaUt herlið sitt frá Hebron. Brottflutningurinn átti að eiga sér stað fyrir sjö mánuðum en var fre- stað vegna sjálfsmorðssprengju- árása í ísrael sem höfðu þær afleiö- ingar að 59 manns biðu bana. Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, vill fá tryggingu fyrir því að öryggi 400 gyðinga í Hebron verði tryggt áður en hann flytur herlið sitt á brott. Yasser Arafat, forseti Palestínu, kom í gær í fyrstu opinbera heim- sókn sína til ísraels til fundar við Ezer Weizman forseta. Að loknum fundi þeirra lagði Arafat á þaö áherslu að deilur ísraelsmanna og Palestínumanna væri aðeins hægt að leysa með samningaviðræðum. Nokkrum klukkustxmdum eftir fund þeirra tilkynntu ísraelsk yfirvöld að þau ætluðu að leyfa 10 þúsund Pa- lestínumönnum að koma til vinnu í ísrael í dag en landamærin hafa ver- ið lokuð í tvær vikur. Reuter Dreifíng: Sportvörugerðin, s. 562-8383 og Hewitt sem birt var í Sun í gær. Hewitt, sem fyrst vildi ekki tala við fréttamenn, sagði að hann og blaðið væra fómarlömb svikara sem vildu gera lítið úr blaðinu. Talsmaður Buckinghamhallar sagði í gær að það væri af og frá að einhverjir úr konungsfjölskyIdunni hefðu njósnað um prinsessuna en hún hélt því fram á sínum tíma að símtöl hennar væru hlerað. Einnig sagði talsmaðurinn að framhjáhald Díönu með James Hewitt hefði ekki verið notað gegn henni þegar geng- ið var frá skilnaði hennar og Karls. Hún hefði verið búin að viðurkenna að hafa átt í ástarsambandi við Hewitt og því hefði ekki verið hægt að nota það gegn henni á nokkum hátt. Reuter Hafðu fyrirvara! Pantaðu tímanlega ELDSHOFÐA 17 SÍMI 587 5128 o»t mllff hlrryn ----- ^ Smáauglýslngar 550 5000 TILBOD í KJARAKAUP BRAUÐRIST tekur 2 sneiðar. Verð frá aðeins kr. 1.930. -------------- KERTASTJAKI án glerja. Aðeins kr. 1.570. -------------► HÁRSNYRTISETT. Aðeins kr. 590. KÖRFUVAGN. Aðeins kr. 1.970. ---------------► h f Faxafeni 10, sími 568-4910, Óseyri 4, Akureyri sími 462-4964 OPIO VIRKA DAGA FRÁ 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ 11-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.