Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 Fréttir Stuttar fréttir dv Verulega breytt dómsniðurstaða í líkamsárásarmálinu á Akranesi í janúar: Ein stúlkan fær 2 ár en hinar þrjár skilorð - lögfull sönnun talin fyrir því að hnéspark olli lífshættulegum höfuðáverka Fjölskipaður Héraðsdómur Vest- urlands breytti verulega í gær fyrri niðurstöðu dómstólsins í máli fjög- urra 16-18 ára stúlkna sem réðust með höggum og spörkum að Ing- unni Pétursdóttur, 16 ára, á Akra- nesi aðfaranótt 20. janúar síðastlið- ins. Hæstiréttur vísaði málinu heim í hérað í júni eftir að fyrri málsmeð- ferð hafði verið kærð. Var þá ákveð- ið að fjölskipaður dómur dæmdi í málinu á ný. í dómi sem kveðinn var upp þann 15. mars var elsta stúlkan, Linda Dögg Ragnarsdóttir, dæmd í 20 mán- aða fangelsi en hinar þrjár fengu 12 mánuði. í dóminum sem kveðinn var upp í gær kvað við allt annan tón. Refsing Lindu Daggar var ákveðin 24 mánaða fangelsi en hin- ar stúlkumar fá 3ja mánaða skil- orðsbundið varðhald. Þær þurfa því ekki að sitja af sér refsingu. Stúlk- umar þrjár vora sakfelldar fyrir að hafa veitt fómarlambinu eftirför og veist að henni með tilefnislausum höggum og spörkum. Þeirra þáttur var metinn sem líkamsárás sem hafði ekki í för með sér alvarlega áverka. Samkvæmt dóminum veitti elsta stúlkan fómarlambinu hins vegar öflugt hnéspark þannig að smellur heyrðist. Lögfull sönnun þótti hafa komið fram í málinu um að þetta högg hefði leitt til lífshættulegs höf- uðáverka - svo alvarlegs samkvæmt læknisvottorðum að ef bráðaaðgerð hefði ekki verið framkvæmd á höfði stúlkunnar hefði höggið leitt til dauða hennar. Að þessu virtu var Linda Dögg sakfelld fyrir stórfeflda líkamsárás - sérstaklega hættulega vegna þeirrar aðferðar sem beitt var. Mið var tek- ið af því að hún var orðin 18 ára er hún framdi verknaðinn. Atlaga hinna stúlknanna þriggja, sem frömdu verknaðinn í félagi, var talin einbeitt og tilefnislaus. Hins vegar var tekið tillit til mjög ungs aldurs þeirra. Vegna aldurs og þess að þær höfðu ekki hlotið refsingu áður var ákveðið að dómar þeirra skyldu verða skilorðsbundnir. Héraðsdómaramir þrír vora sett- ir í málinu. Jónas Jóhannsson var dómsformaður en þeir Ólafur Ólafs- son og Helgi I. Jónsson dæmdu mál- ið með honum. -Ótt Ferðamönnum hefur fjölgað en þeir eyða minna - segir ferðamálastjóri „Ferðamönnum til íslands hefur fjölgað og aukning hefur orðið í far- gjaldatekjum. Á þessu ári hefur dags- ferðamönnum fjölgað sem gerir það að verkum að meðaldvalarlengd stytt- ist. Þeir koma að morgni og fara að kvöldi og eyða ekki miklum pening- um hér,“ sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri en gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru 800 mifljónum króna minni fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. „Árið 1995 var metár þvi þá var aukning upp á nær tvo mifljarða í gjald- eyristekjum. Þá voru haldnar hér mjög stórar ráðstefnur og fúndir sem skiluðu miklum tekjum," sagði Magnús. Aðspurður hvort ferðamönnum kynni að fjölga í kjölfar gossins í Vatnajökli sagði Magnús að hann heföi enga ástæðu til að ætla það. Hann sagði að talsvert heföi verið hringt erlendis frá og spurt en hann ráðlegði ekki fólki að koma til skoða gosið. Það væri ekki hægt að komast að því landleiðis og mjög ótryggt vegna veðurfars að skoða það úr lofti og hættan væri einfaldlega of mikil til að hvetja fólk til koma. -gdt Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hlaut í gær verfilaun úr Móðurmálssjóðnum - minningarsjóði Björns Jónssonar, rit- stjóra ísafoidar og síðar ráöherra. Tilgangur sjóösins er að verölauna mann er hefur aðalstarf sitt við blaöamennsku og hefur afi dómi sjóösstjórnar ritaö svo góðan stíl og vandaö íslenskt mál aö viöurkenningar sé vert. Jónas tekur hér viö verölaununum, 60 þúsund krónum, úr hendi Sveins Skorra Höskuldssonar, formanns sjóösstjórnar. DV-mynd BG Gagnrýnir bókhald Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra gagnrýnir bók- hald Sjúkrahúss Reykjavíkur og segir að þar sé ýmsu ábótavant. RÚV greindi frá þessu. Fisksala í Færeyjum Stærstu íslensku fisksölufyrir- tækin eru að kanna möguleika á að taka þátt í færeyskum fiskiðn- aði í kjölfar þess að stærsta fisk- iðnaðarkeöja í Færeyjum hefur fengið greiðslustöðvun. Þetta kom fram í RÚV. Sekt fyrir sinubruna Bóndinn sem borinn var út á jörðinni Skriðufelli, að kröfu Skógræktar ríkisins, var í gær dæmdur til greiðslu sektar vegna sinubrana sem hann olli og eyðilagði skógarreit. Dýr forsetaflutningur Flutningar á skrifstofu for- setaembættisins í nýja húseign við Sóleyjargötu og endurbætur á Stjómarráðinu kosta tæpar 100 milljónir króna, samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Framboð gegn Friðriki í Degi-Timanum kemur fram í dag að skorað hafi verið á Sól- veigu Pétursdóttur að bjóða sig fram gegn Friðriki Sophussyni í kosningum um embætti varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur flokksins hefst á morgun. Umskipti í sorphiröu Umskipti verða i sorphirðu á Austfjörðum þegar allri sorp- brennslu verður hætt á svæðinu frá Neskaupsstað til Stöðvar- fjarðar. Stöð 2 greindi frá þessu. Athygli tekur við Ægi Athygli hefúr tekið að sér út- gáfumál fyrir Fiskifélag íslands, þ.m.t. útgáfu á Sjómannaalman- akinu, sjómannablaðinu Ægi og fylgiritum þess. Jóhann Ólafúr Halldórsson, fyrram ritstjóri Dags, hefur verið ráðinn dagleg- ur ritstjóri blaðanna. Embættismenn hittast Danskir og íslenskir embættis- menn hittast í Reykjavík í dag til að ræða fiskveiðideilur þjóðanna vegna Kolbeinseyjar. Von á uppgjöri Næstu daga er von á reikn- ingsuppgjöri forsetaframboða Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafsteins. -bjb Dagfari Fátækir forsetaframbjóðendur Guðrún Agnarsdóttir forseta- frambjóðandi hefur kynnt reikn- inga sína og skuldir vegna forseta- framboðsins í vor. Samkvæmt þeim skuldar hún enn þá 5,6 millj- ónir króna en samtals kostaði for- setaframboðið hana rúmar sautján milljónir. Áreiðanlegar heimildir herma að kostnaöur Ólafs Ragnars Grímssonar af kosningunum hafi veriö mun hærri og sömuleiðis skuldimar sem hann er með í farteskinu. Þá liggur fyrir að kosn- ingabarátta Péturs Hafstein hafi verið dýrast þeirra allra, en Pétur hefur enn ekki haft tima til að gera dæmið upp. Hann er farinn að dæma í Hæstarétti og má ekki vera að því að skoða fjárhaginn hjá sér. Hver þorir líka að rakka hæsta- réttardómara? Eini frambjóöandinn sem segist vera búinn að borga sitt er Ástþór Magnússon, sá sem ætlaði að virkja Bessastaði, en framboðið kostaði hann 40 milljónir. Ef Dag- fari man rétt þá fékk Ástþór eitt- hvað um fjögur þúsund atkvæði, þannig að hvert atkvæði kostaði hann 10.000 krónur. Dýr mundi Hafliði allur. Ástþór er með reikning í Bret- landi og átti fyrir virkjuninni. Það er meira heldur en hægt er að segja um þá hjá Columbia, sem vilja ólmir byggja álver á íslandi og virkja virkjanimar, ef íslend- ingar leggja honum til peninga. Ástþór þarf ekki á íslendingum að halda. Hann er orðinn ríkur í þágu friðarins. Ólafur Ragnar selur myndir af sér og frúnni og ætlar að hala inn á bókaútgáfu. Pétur Hafstein rukk- ar framlög hjá lögfræðingastétt- inni, sem hlýtur auðvitað að bregð- ast vel við þegar hæstaréttardóm- arinn biður þá um ölmusu. Það er eins gott að hafa svarað rakkunum frá dómurum áður en dómar era kveðnir upp. Af Guðrúnu Agnarsdóttur er það hins vegar að frétta að hún ætlar að leita á náðir ríkisins. Hún vill fá felldan niður virðisaukaskatt, rétt eins og ríkið hafl staðið fyrir fram- boði hennar. Guðrún hefur senni- lega talið að henni bæri skylda til að bjóða sig fram í þágu þjóðar og ríkis og almannahagsmuna og tel- ur þess vegna eðlilegt að ríkið borgi fyrir framboðið. Guðrún upplýsir að hún hafi ekki haft efni á að bjóða sig fram og hafi kannski ekki náð kosningu vegna þess hversu fátæk hún er. Þetta átti hún auðvitað að segja strax þegar hún bauð sig fram og áður en kosningabaráttan hófst því þá heföi fólk ekki verið að ómaka sig að kjósa hana eða fylgja henni. Hún var fyrirfram vonlaus vegna þess að hún átti ekki fyrir fram- boðinu. Og hún hefði verið vonlaus forseti af því að hún hefði ekki haft efhi á að vera kosin. í raun og vera má það sama segja um Ólaf Ragnar. Ef það er rétt að hann skuldi enn þá, þrátt fyrir að hafa náð kjöri, er hann með allt niður um sig í skuldum og hefur engin efni á að halda til á Bessastöðum. Við þurfum ríkt fólk á Bessastaði. Ástþór er sá eini sem haföi efna- hag til að ná kjöri. Og kannski hæstaréttardómarinn. Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að hafa ráð á forsetaframboði og merrn verða að hafa ráð á að vera forset- ar. Annars situr þjóðin uppi með skítblanka forseta. Það er svo eftir öðra'að fjármála- ráðherra hafnar þeirri hugmynd Guðrúnar Agnarsdóttur að gefa eft- ir virðisaukaskatt, enda er honum meira annt um ríkiskassann held- ur en forsetaframbjóðendur og skil- ur ekki þýðingu þess að ríkið borgi framboðin. Fjármálaráðherra vill ekki hafa fátæka forsetaframbjóð- endur á framfæri ríkisins, enda væri þá enginn hörgull á frambjóð- endum. Ráðherrann er að reyna að leggja fram hallalaus fjárlög. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.