Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 20
40
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
Sviðsljós
DV
Fleiri hallarleyndarmál
í hættu vegna skilnaðar
Bitur skilnaðardeila fyrrum
einkaritara Karls Bretaprins og
konu hans kann að valda bresku
konungsfjölskyldunni nýjum vand-
ræðum.
í Buckinghamhöll óttast menn nú
að eiginkona Richards Aylards, Suz-
anne, sem veit ýmislegt um hjóna-
band Bretaprins, eigi eftir að leysa
frá skjóðunni. „Eiginkona Richards
veit um öll hryllileg smáatriði í
hjónabandi Karls og Díönu. Hún er
timasprengja sem bíður eftir því að
springa í andlitið á konungsfjölskyl-
dunni,“ hefur slúðurblaðið The Ex-
press eftir starfsmanni bresku hirð-
arinnar. „Við teljum ekki að kon-
ungdæmið þoli enn eitt hneykslis-
málið,“ bætti hirðmaðurinn við.
í kjölfar skilnaðar síns hafa Suz-
anne og Richard háð harða baráttu
Óttast er að fyrrum eiginkona einka-
ritara Karls Bretaprins afhjúpi fleiri
leyndarmál konungsfjölskyldunnar.
um flármál. Þau höfðu ekki búið
saman í talsverðan tíma þegar Ric-
hard hætti störfum fyrir prinsinn
og Suzanne frétti fyrst af málinu
þegar dóttir hennar sagði henni
grátandi frá þvi sem hún hafði
heyrt í sjónvarpsfréttum.
Fullyrt er að konungsfj ölskyldan
hafi látið Richard taka pokann sinn
fyrir að hafa mistekist að bæta
ímynd prinsins og fyrir að gefa hon-
um slæm ráð. Það er talið hafa ver-
ið samkvæmt ráði Richards sem
Karl lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali
að hann hefði verið konu sinni
ótrúr.
Zan ku hafa stöðugar fjárhagsá-
hyggjur og menn velta þvi nú fyrir
sér til hvaða ráða hún kunni að
grípa. Sumum hefur dottið í hug að
henni verði boðin vænleg fúlga til
að segja það sem hún veit um einka-
líf Karls og Díönu. Víst þykir að
konungsíj ölskyldan telur sig ekki
þola fleiri hneykslismál.
Nýjasta hneykslið er meint leyni-
leg myndbandsupptaka af Díönu og
ástmanni hennar við ástarleiki. Get-
um hefúr verið leitt að því að meira
að segja Karl sjálfur standi á bak
við upptökuna eða þá leyniþjónust-
an.
Ekki eru nema nokkrir dagar síð-
an það spurðist út að Elisabet Eng-
landsdrottning væri til í hvað sem
er til að losna við Fergie, fyrrver-
andi tengdadóttur sína. Drottning
ku vera til í að greiða allar skuldir
Fergie gegn því að hún fari í útlegð
til útlanda og afsali sér forræði yfir
dætrunum tveimur sem hún eignað-
ist með Andrési prinsi.
Sýningarnar á sumartískunni eru hafnar í París og ber margt fallegt fyrir
augu sýningargesta. Pað er svissneski hönnuöurinn Bertrand Marsechal
sem á heiöurinn af þessum rauöa krepkjól sem er eins konar tóga.
Símamynd Reuter
Janni Spies
á von á bami
Danska ferðaskrifstofudrottn-
ingin Janni Spies á von á sinu
ööru bami með eiginmanninum.
Saman eiga þau dótturina
Michala sem nú er orðin sjö ára.
Litlu stúlkimnar hefur verið
vandlega gætt af ótta við að henni
verði rænt.
Tók inn kókaín
gegn spiki
Leikkonan Andie MacDowell er
sögð hafa neytt kókaíns til að
megra sig. Það var þegar hún var
ljósmyndafyrirsæta og hafði ekki
slegið í gegn í myndinni Fjögur
brúðkaup og jarðarfór.
MacDowell slapp við að verða háð
fikniefninu.
Mick Jagger eyðir nótt
með ungri fyrirsætu
Mick Jagger er í vondum málum
þessa dagana. Hann á erfitt með að
hemja sig þegar kvenfólk er annars
vegar og hefur reynt í óðaönn und-
anfarið að dylja slóð sína fyrir eig-
inkonu sinni, Jerry Hall. Það hefur
ekki tekist sem skyldi enda ljós-
myndarar aldrei langt undan þegar
um frægt fólk er að ræða. Hann hef-
ur dvalið í Los Angeles undanfarið
og sést þar í fylgd fagurra kvenna.
Einu kvöldi eyddi hann t.a.m. með
leikkonunni Umu Thurman á næt-
urklúbbi en sagðist vart þekkja
hana þegar blaðamenn spurðu hann
út í þau mál. Hann komst hins veg-
ar í meiri vanda er hann bauð fyrir-
sætu frá Tékklandi, Jönu að nafhi, í
heimsókn á hótelsvítu sína á
Beverly Hills hóteli í Los Angeles.
Ljósmyndari einn dvaldist í her-
berginu við hliðina á þeim og fylgd-
ist grannt með því sem fram fór.
Hann sá þau fara inn i herbergið að
Mick Jagger
Uma Thurman
nóttu til og ákvað að vera góður ná-
granni morguninn eftir og hringja
til að athuga hvort ekki væru allir
við hestaheilsu. Jana kom í símann
og rétti Jagger, sem var nývaknað-
ur, tólið. Ljósmyndarinn spurði
hvort hægt væri að fá samband við
Jerry Hall en þá skeilti Jagger á
hann. Rétt á eftir kom fyrirsætan út
úr herberginu en mætti þá ljós-
myndaranum. í fáti greip hún fyrir
andlit sér og hljóp sem fætur toguðu
að bíl sínum og ók af stað í loftköst-
um. Jagger hefur reynt að leiðrétta
þetta sem hann kallar misskilning,
því ekkert hafi gerst milli hans og
fyrirsætunnar, en ekki hefur það
dugað til og fróðlegt aö vita hvemig
hann hefur útskýrt þetta fyrir eigin-
konunni, Jerry Hall, sem var viðs
fjarri er þetta átti sér stað.
0 4 - 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Lottósíma DV til að fá nýjustu
tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
og Kínó ?
Egi LOTTOsiAfi