Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 35 Iþróttir Iþróttir Middlesboro vann Tailand Enska úrvalsdeildarfélagið sigraði landslið Tailands í æf- ingaleik í Tailandi um síðustu helgi. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Midd- lesboro, en leikið var í Tailandi. Juniniho og Blackmore skoruðu mörk Middlesboro sem lék án margra fastamanna. -SK Graf og Seles ekki með á EM Nú er ljóst að tvær bestu tenn- iskonur heims verða ekki á með- al keppenda á Evrópumeistara- mótinu í tennis sem fram fer í Sviss. Þær Steffi Graf frá Þýskalandi og Monica Seles frá Bandaríkj- unum eru báöar meiddar á hné. Þær deila með sér efsta sætinu á listanum yfir bestu tenniskonur heims í dag. -SK Dýrt að tryggja skankana Unglingurinn efnilegi hjá Real Madrid, Raul Gonzalez, er séður þótt ungur sé. Líklegt er að Gonzalez leiki fyrsta landsleik sinn fyrir spænska landsliðið gegn því tékkneska í kvöld. Til að fyrirbyggja hugsanlegt fjárhagslegt tjón, komi til meiðsla eða fjarveru frá spark- iðkun af öðrum sökum, hefur sá stutti tryggt á sér skankana fyr- ir rúman milljarð króna. -SK Bosnich að ná heilsunni Allt útlit er fyrir að Mark Bosnich, landliðsmarkvörður Ástrala og Aston Villa, leiki með varaliði félagsins í kvöld og verji mark Villa gegn Tottenham um næstu helgi. Bosnich er aö skríöa upp úr erfiðum meiðslum og lék síðast með aðalliði Aston Villa í síðasta leik liðsins á síðasta keppnis- tfmabili. -SK Króatar sigruðu Króatar sigruðu Bosníu, 4-1, í 1. riðli heimsmeistaramótsins í knattspymu í gærkvöldi. Alen Boksic skoraði tvö af mörkum Króata og þeir Slaven Bilic og Goran Vlaovic eitt hvor. Hasan Salihamidzic gerði mark Bosníu- manna. Þá sigruðu Búlgarar lið Lúx- emborgara, 1-2, á útivelli. Bala- kov og Kastadinov skomðu fyrir Búlgara. Roby Langers gerði mark heimamanna. -JKS 21-árs úrslit í gærkvöidi Eistland-Skotland ....0-1 tsrael-Rússland.......1-0 Belgía-San Marínó ....5-1 Bosnía-Króatía .......3-1 Svíþjóö-Austurríki ...4-1 Huddersfield vann í 1. deild ensku knattspymunnar var einn leikur þar sem Huddersfteld vann Birmingham, 3-0. Yfirburðir Víkinga Víkingar tóku Keflvíkinga í kennslu- stund í 2. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Lokatöiur leiksins urðu 10-26. -JKS Bayless fer á Skagann DV, Akranesi: „Við náðum samkomulagi við Ronald Bayless og hann kemur upp á Skaga á sunnudaginn og verður strax löglegur. Hann leik- ur sinn fyrsta leik með okkur gegn KR á sunnudaginn í fyrir- tækjabikamum. Ég held að koma Bayless geri gæfumuninn og hann á eftir að verða okkur drjúgur í vetur. Hann lék í fyrra með Val á móti okkur tvívegis, skoraði 47 stig i fyrri leiknum og 37 stig í þeim síðari. Það er von- andi að hann haldi uppteknum hætti áfram okkar megin,“ sagði Sigurður Sverrisson, formaður Körfuknattleiksfélags Akraness, í samtali við DV í gærkvöldi. Rússinn Bendarenko, sem Skagamenn ætluðu að nýta í vet- ur, fer af landi brott um 'nelgina. -DVÓ Fundur stjórnar HSÍ og formenn 1. deildar félaganna í handknattleik um sjónvarpsmálin: Samningurinn stendur - segir Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, og segir að sættir hafi náðst Mikið var skeggrætt um sjónvarpsmálin á fundi formanna 1. deildar félaganna og stjórnar HSI í gærkvöldi. Á stærri myndinni eru, frá vinstri: Guömundur B. Olafsson, formaöur handknattleiksdeildar Fram, Þorgeir Haraldsson, forömaöur handknattleiksdeildar Hauka, og Guðmundur Ingvarsson, formaöur HSÍ. Á innfelldu myndinni bera lögmaöur KA og Siguröur Sigurösson, stjórnarmaöur KA, saman bækur sínar. DV-mynd Brynjar Gauti Samningur sá sem HSÍ og samtök 1. deildar félaganna gerðu við RÚV og Stöð 3 um einka- rétt stöðvanna á sýningum leikja frá 1. deild- inni í handknattleik næstu fjögur árin mun standa, sagði Guðmundur Ingvarsson, formað- ur HSÍ, í samtali við DV í gærkvöldi eftir fund stjómar HSÍ með formönnum allra 1. deildar liðanna í gær. Fundurinn var boðaður vegna þeirra samn- inga sem Valur, KA og Afturelding höfðu gert við Stöð 2 og Sýn um sýningarrétt frá heima- leikjum félaganna en félögin þrjú töldu HSÍ ekki geta samið um sjónvarpssendingar frá heimaleikjum sínum. HSí segir að þessir samningar standist ekki og því verði félögin þijú að rifta gerðum samningum sínum við Stöð 2 og Sýn. Máttu aldrei gera þennan samning „Félögin máttu aldrei gera þennan samn- ing. Þó svo að þessi samningur 1. deildar fé- laganna hafi ekki verið til staðar mega ein- stök félög ekki gera svona. Þetta skal gerast í samráði við Handknattleikssamband íslands," sagði einn viðmælenda hjá HSÍ við DV í gær- kvöldi. Samningsrétturinn skýlaus hjá HSÍ „Ég get ekki séð að stóm HSí hafi ástæðu til aö ætla annað en allir standi bak við þennan samning við RÚV og Stöð 3. Félögin þrjú hljóta nú að rifta samningum sínum við Stöð 2 og Sýn en við erum ekki aðilar að því og skiptum okkur ekki af því hvemig þau fram- kvæma það. Aðalmálið er að við stöndum við gerða samninga við RÚV og Stöð 3. Samnings- rétturinn er skýlaus hjá HSÍ og samtökum 1. deildarfélaganna en ekki hjá félögunum hveiju fyrir sig,“ sagði Guðmundur Ingvars- son við DV. „Óneitanlega fannst okkur þessi félög vera að fara á bak við okkur og lýsa um leið van- trausti á stjómina en við veröum aö sætta okkur við það og gleyma því fyrst allir náðu sáttum. Nú verðum við að einbeita okkur að handboltanum og gleyma þessu sem fyrst og hafa gaman af hlutunum," sagði Guðmundur ennfremur. Vísa á formanninn DV náði tal af Jóhanni Guðjónssyni, for- manni handknattleiksdeildar Aftureldingar, í gærkvöldi. „Ég hef ekkert um málið að segja og visa málinu aifarið til formanns HSÍ,“ sagði Jó- hann. Ýmislegt á eftir aö gerast „Viö höfum ekkert gert i þessum samningi við Stöð 2 ennþá og við KA-menn eigum eftir að ræða þessi mál innbyrðis. Það á ýmislegt eftir að gerast án þess að ég vilji gefi nokkrar yfirlýsingar. Ég rengi ekki orð formanns HSÍ og hann segir örugglega ekki annað en hann telur sig geta sagt. Annað vil ég ekki segja um þetta mál að svo stöddu," sagði Páll Alfreðs- son, formaður handknattleiksdeildar KA, við DV í gærkvöldi. Þaö er gott aö vera vitur eftir á „Ég var ekki á fundinum til enda og því veit ég ekki niðurstöðu hans. Það er ljóst að þessi þrjú félög hafa gert tvo samninga og það þarf einhvem veginn að losa sig út úr þeirri klemmu. Ég á eftir að ræða við mína menn hvað við gerum í stöðunni og það er ljóst að þetta er hitamál. Ég held að ef menn hefðu skoðað málið al- veg niður í kjölinn hefðu þefr nú kannski ekki gert þetta en það er alltaf gott að vera vitur eftir á,“ sagði Brynjar Harðarson, formaður handknattleiksdeildar Vals, við DV. -GH Gassi verður að hætta að drekka Paul Gasgcoigne hjá Glasgow Rangers og enska landsliðinu í knattspymu fékk í gær alvar- lega aðvörun hjá Glen Hoddle, landsliðsþjálfara enska lands- liðsins í knattspymu. Ferill hans í hættu „Ef hann hættir ekki að drekka þá gæti ferill hans í landsliðinu verið á enda. Ef Gascoigne á að verða minnst sem ein mesta stjama enskrar knattspymu þá verður hann að hætta öllum fiflalátum og hætta öllum drykkjuskap,“ sagði Hoddle í tveimur breskum dag- blöðum í gær. Tveir Evrópuleikir hjá KA um helgina: „Rennum blint í sjóinn" DV, Akureyri: í rauninni vitum við sáralítiö um þetta svissneska lið og rennum alveg blint í sjóinn með þessa leiki sem er auðvitað hábölvað. Ég á þó von á ein- hverjum upplýsingum um liðið núna í vikunni en sennilega kemst ég ekki yfir myndband af leik liðsins," segir Alfreð Gíslason, þjálfari KA, um Evr- ópuleikina gegn svissneska liðinu Amicitia sem fram fara í KA-húsinu um helgina. Svisslendingamir ákváðu að leika báða leikina hér á landi og munu fjárhagsleg sjónarmið ekki hafa ráðið ferðinni þar heldur hitt að þeir telja sig eiga auðvelt með að slá KA út úr keppninni. Hvort þeir hafa efni á að vera svo góðir með sig á hins vegar eftir að koma í ljós. „Ég veit að liðið hefur a.m.k. þijá þekkta leikmenn innan sinna raða. Það era René Bart, sem er þrítugur miðju- og línuspilari með yfir 200 landsleiki, og Kostadinorich sem spil- ar fyrir utan og er góður gegn- umbrotsmaður. Þá er í liðinu einn er- lendur leikmaður en það er Telley Baniro frá Slóvaníu. Hefur umtalsverða reynslu í Evrópukeppninni Ég veit að þetta lið varð svissnesk- ur meistari á árunum 1987-1989 og hafhaði í 2. sæti á síðasta keppnis- tímabili í Sviss. Liðið hefúr verið í Evrópukeppni meira og minna í 10-15 ár svo það er áreiðanlega einhver umtalsverð reynsla þama fyrir hendi,“ segir Alfreð. Hann segist ekki eiga von á öðru en geta stillt upp sínu sterkasta liði ef Heiðmar Felixson er undanskilinn en hann er meiddur. Kúbumaðurinn, sem verið hefur í herbúðum KA í vet- ur, mun því leika í markinu ásamt Guðmundi A. Jónssyni og vonandi nær annar þeirra eða jafhvel báðir að eiga góðan dag. Fyrri leikur liðanna verður í KA-húsinu á föstudagskvöld en sá síðari á sama staö á sunnudag. -gk Fer Baldur til Lyngby? - félög í Noregi og Svíþjóð hafa einnig áhuga Baldur Bragason, knattspymumað- ur úr Leiftri á Ólafsfirði, fór í gær- morgun til danska úrvalsdeildarliðs- ins Lyngby. Forráðamenn félagsins höfðu samband við hann um helgina og buðu honum að koma út. „Þá vantar leikmann sem spilar á vinstri vængnum sem kantmaður eða sem bakvörður. Þeir þurfa að fá hann sem fyrst þar sem leikmaðurinn, sem lék þessa stöðu, meiddist illa. Ég reikna með að æfa hjá félaginu í ein- hveija daga og eftir það ræðst hvað verður,“ sagður Baldur í samtali við DV. Baldur æfði með félaginu í gær og fór á æfinguna nánast beint úr flugvél- inni. „Ég lenti á þrekæfingu og gat því svo sem ekki mikið sýnt mig. Mér líst mjög vel á þetta lið og mannskapinn sömuleiðis. Ég hef mikinn áhuga á að komast út að spila og draumurinn væri að gera tveggja ára samning við Lyngby. Ég hef ekkert rætt málin við forráðamenn Lyngby en reikna með að þeir ræði við mig á morgun (í dag) eða á fimmtudaginn," sagði Baldur. Danska úrvalsdeildin er spiluð af fullum krafti fram í nóvember en síð- an er gert vetrarhlé fram í mars. „Það getur svo sem vel verið aö þeir viiji bjóða mér samning út þetta ár en ég er ekki eins spenntur fyrir því. Ef þetta klikkar þá mun ég skoða fleiri mál en félög í Noregi og Svíþjóð hafa boðið mér að kikja á aðstæður," sagði Bald- ur. Það yrði slæmt fyrir Ólafsfirðinga að missa Baldur enda er hann snjall leikmaður sem býr yfir miklum hraða og er mjög tekniskur. -GH Baldur Bragason fór til Lyng- by í gær. Myers í Grindavík DV, Suðumesjum: Nýr erlendur leikmaður kemur til úrvalsdeilarliðs Grindvikinga í körfuknattleik dag í stað Banda- ríkjamannsins Johns Jacksons sem látinn var fara í gær. Þetta er Herman Myers sem lék með Grindvíkingum fyrri hluta keppn- istímabilsins í fyrra áður en hann meiddist. „Við reyndum að fá Myers fyr- ir tímabilið en það gekk ekki. Hann hefur verið að leika í Pól- landi en fær ekki borgað og því er hann tilbúinn að koma afhir til okkar. Hann kemur í góðu formi og verður með okkur gegn Þór á fimmtudagskvöldið,” sagði Mar- geir Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavík- ur, viö DV. -ÆMK Kvennalandsliðið: Theodór ráðinn þjálfari Theodór Guðfinnsson, þjálfari Víkings, var í gær ráðinn þjálfari kvennalands- liðsins í handknattleik í stað Kristjáns Halldórssonar sem fyrir skömmu hætti og tók við þjálfun norska kvennaliðsins Larvik. Theodór hefur undanfarin ár þjálfað kvennaliðs Víkings með góðum árangri og þá hefur hann þjálfað yngri flokka Vals. „Ég lít á þessa ráðningu sem mikinn heiður og hlakka til að takast á við verk- efnið. Slæmur fjárhagur HSÍ hefur hindrað framgang kvennalandsliðsins en von- andi kemur til með að verða breyting þar á. Ég lít svo á að við verðum að taka þátt í þessum stóram mótum eins og undankeppni EM og HM og ég vona að það takist að vera með í undankeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í byijun næsta árs,” sagði Theodór meðal annai-s á blaðamannafúndi sem HSÍ efndi til í gær vegna ráðn- ingarinnar. -GH Handbolti: Haukar verja titilinn Haukar verja íslandsmeistara- titil sinn í 1. deild kvenna í handknattleik ef marka má spá forráðamanna liðanna í deild- inni sem gerð var á blaöamanna- fúndi sem HSÍ efndi til í gær. Haukar urðu þar í efsta sæti en Stjaman var stigi á eftir. Eins og mönnum er í fersku minni áttust þessi sömu lið við í úrslitum í fyrra og þar höfðu Haukastúlkur betur í hörkuleikj- um þar sem fimm leiki þurfti til að fá sigurvegara. Spáin sem gerð var á fundin- um i gær lítur annars þannig út: 1. Haukar ............124 2. Stjaman............123 3. FH . 95 4. Fram................86 5. KR..................75 6. Víkingur............67 7. Valur...............65 8. ÍBV.................36 9. Fylkir .............25 10. ÍBA ...............18 Mótið hefst í kvöld með þrem- ur leikjum sem allir hefjast klukkan 20. ÍAusturbergi leika KR-FH, Stjarnan tekur á móti ÍBV og Valur fær Víking í heim- sókn. Helstu félagaskipti Helstu félagaskipti, sem átt hafa sér stað í 1. deild kvenna, em þessi: Anna Steinsen, KR-Kolding Ásbjörg Geirsdóttir, Haukar-Stjaman Björg Gilsdóttir, FH-Stjaman Dögg Sigurgeirsd, ÍBV-Valur Gunilla Almqvist, ÍBV-Valur Halla M. Helgadóttir, Víking-Sola Hanna M. Einarsd, Víking-Eslövs Heiða Erlingsdóttir, Vomp-Víking Helga Kristjánsdóttir, ÍBV-Fram Hólmfr. Hólmþórs, Haukar-Svendb. Katrín Garðardóttir, ÍBV-ÍBA Kristin Hjaltested, Fram-Hildesheim Sara Frostadóttir, FH-Haukar Svava Sigurðardóttir, Viking-Eslövs Vaiva Drilingaite, Litháen-Valur Vigdís Finnsóttir, Brönderslev-KR Dregið var til 16-liöa úrslita í bikarkeppni kvenna. Aðeins einn leikur er í 16-liða úrslitun- um en það er viðureign Fylkis og Hauka sem fram á að fara 13. nóvember. Hin félögin fara beint í 8-liða úrslitin. -GH Ísland-Rúmenía á Laugardalsvelli klukkan 19: „Til að vinna verða allir hlutir að ganga upp“ - segir Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska liðsins íslendingar og Rúmenar mætast í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu á Laugardalsvelli klukkan 19 í kvöld. Það verður örgg- lega við ramman reip að draga fyrir íslenska liðið. Margir eru hins veg- ar á þeirri skoðun að íslenska lands- liðið í knattspymu leiki aldrei betur en undir pressu og það gegn sterk- ari þjóðum. Hvort það verður ofan í kvöld skal ósagt látið. Sjón verður sögu ríkari. Tveir leikir eru að baki hjá ís- lenska liðinu og uppskeran úr þeim 'er eitt stig. Menn hefðu í öllu falli viljað sjá uppskeruna meiri. Það er því nauðsynlegt að fá góð úrslit út úr leiknum við Rúmena í kvöld. Það verður síður en svo auðvelt en með yfirveguðum leik, einbeitingu og um fram allt góðri baráttu eru auð- vitað allir möguleikar í stöðunni. íslenska liðið hefur æft tvisvar á dag síðan það kom heim úr leiknum í Litháen. Góður hugur er í hópnum og allir staðráðnir í því að leggja sig alla fram til að innbyrða hagstæð úrslit fyrir íslenska knattspymu. DV hitti Guðna Bergsson að máli eftir æfingu liðsins og kom fram í máli hans að liðið yrði að gera mun betur en það gerði i Vilníus um síð- ustu helgi. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins. Frammistaða okkar í Litháen var ekki nægilega góð og nú kemur tækifæri í kvöld til að bæta hana upp. Rúmenar em með betra lið en við eigum heima- völlinn og hann verður að nýta til fulls. Við höfum sannað það að á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er. Við stefnum að sigri á heimavelli en það er engin launung að allir hluti verða að ganga upp ætlum við okkur sigur gegn þessu sterka rúmenska liði í kvöld,“ sagði Guðni. -Finnst ykkur kannski vera komin pressa á ykkur eftir tvo leiki í riðlinum, jafntefli við Makedóníu og tap gegn Litháum? „Já, svona þannig séð. Það er náttúrlega pressa sem við setjum á sjálfa okkur. Við viljum alltaf standa okkur vel en það tekst stundum ekki. Við ætlum að reyna að bæta fyrir það í næsta leik og fáum tækifæri til þess í kvöld. Við vonumst eftir því í öllu falli eins og allir íslendingar að krækja okkur í góð úrslit. Það tókst ekki gegn Lit- háum en stefnan er að gera betur gegn geysiöflugu liði Rúmena," sagði Guðni Bergsson, fyrirliði ís- lendinga, en í kvöld leikur hann sinn 71. landsleik eins og Ólafur Þórðarson. -JKS Arnór ekki tilbúinn Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagðist í samtali við DV í gær- kvöldi ekki hafa trú á því að Amór Guðjohnsen yrði með í leiknum gegn Rúmenía. „Arnór er tæpur og það má mikið gerast ef hann verði búinn að ná sér,“ sagði Logi. Þjálfarinn sagðist ekki tilkynna byrjunar- lið íslands fyrr en um hádegið í dag. -JKS Valur Fannar inn í hópinn Ein breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðinu undir 21 árs sem mætir Rúmenum á Varmárvelli í MosfeOsbæ klukk- an 14 í dag. Valur Fannar Gísla- son hjá Arsenal á Englandi verður í byrjunarliðinu. Atli Eðvaldsson tilkynnti byrj- unarliðið í gærkvöldi og er það þannig skipað: Ámi Gautur Ara- son, ÍA, Sigurvin Ólafson, Stutt- gart, Brynjar Gunnarsson, KR, Ólafur Stígsson, Fylki, Guðni Rúnar Helgason, Völsungi, Bjamólfúr Lárasson, ÍBV, Bjami Guðjónsson, ÍA, Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram, Bjarki Stefáns- son, Val, Araar Viðarsson, FH, Valur Fannar Gíslason, Arsenal. -JKS Stórsigur íra írar unnu stórsigur, 4-0, á Makedóníu í Dublin í gærkvöldi en þessar þjóðir leika með ís- lendingum í riðli auk Rúmena, Litháa og Liechtenstein. Dómari frá Sviss Dómari að leik íslands og Rúmena í kvöld kemur frá Sviss og heitir Claude Détruche. Hann er 42 ára að aldri. Landar hans veröa línuverðir. Eftirlitsmaður á leiknum verður Kenneth Ridden frá Englandi en hann á ennfremur sæti í dómaranefnd UEFA. -JKS Miðasala í dag Miðasala á leikinn í kvöld stendur yfir á Laugardalsvelli frá klukkan 11 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.