Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 x>v Fréttir Pétur Runólfsson á bryggjunni í Bolungarvík þar sem bátur hans liggur bundinn hálft áriö. Pétur segist ekki hafa efni á því aö stunda veiöar á þorski og fá 80 krónur fyrir kílóiö á sama tíma og hann geti leigt kílóið á 90 krónur og legiö í landi. DV-mynd BG Meira fyrir að leigja kvóta en sækja fisk: Maður hálf- skammast sín fyrir þetta - segir Pétur Runólfsson skipstjóri DV, Bolungarvík: „Maöur hálfskammast sín fyrir þetta. Ég fæ 90 krónur fyrir kílóið af þorski í leigu en 80 krónur fyrir að sækja fiskinn. Það sjá allir að það er ekkert vit í að veiða meðan svo er. Maður dundar bara við að dytta að bátnum í landi. Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum að svona staða kæmi upp í útgerð,“ segir Pét- ur Runólfsson, skipstjóri og útgerð- cirmaður í Bolungarvík. Pétur á og gerir út bát sinn Árna Óla ÍS frá Bolungarvík. Útgerðin stendur í nokkrum blóma enda hef- ur báturinn legið við bryggju síðan um miðjan apríl. Pétur segist aðeins gera bátinn út á rækju í tsafjaröar- djúpi meðan þær veiðar standa yfir veturinn. „Þetta er staða sem maður er neyddur til að vera í. Það væri bara rugl að fara að sækja fiskinn á þeim kjörum sem bjóðast hér. Ég hef ein- faldlega ekki efni á því,“ segir Pét- ur. Þess má geta að ef miðað er við 30 tonn af þorski þá fást fyrir þau 2,7 milljónir króna með því að liggja við bryggju. Ef samsvarandi magn af fiski er sótt á haf út fást 2,4 millj- ónir króna. Þannig þarf viðkomandi fiskimaður beinlínis að greiða með sér 300 þúsund krónur auk þess að leggja út fyrir þeim kostnaði sem veiðunum fylgir. Hann segir að nýjustu breytingar á fiskveiðilöggjöfinni, svo sem af- nám línutvöfóldunar, leggist illa í sig. „Ég er hræddur um að það eigi eftir að fækka mikið bátum hér með afnámi línutvöföldunarinnar. Það á sérstaklega við um smærri báta. Mér líst hrikalega á þetta og þessi breyting mun drepa niður byggðar- lögin,“ segir Pétur. -rt Ólafsíjörður: Glit ekki í gang aftur DV, Akureyri: „Fyrirtækið fór ekki á hausinn, en við stöðvuðum reksturinn og höfum reyndar ekki unnið mikið í því að koma fyrirtækinu í gang aftur,“ segir Hálfdán Kristjáns- son, bæjarstjóri á Ólafsfirði, um keramikfyrirtækið Glit sem er í eigu bæjarins. Rekstur Glits var stöðvaður í vor þegar i ljós kom að markaðs- mál þess höfðu ekki gengið á þann veg sem menn vonuðust eftir. Framleiðsla hafði þá staðið yfir í nokkurn tíma en sala lítil þrátt fyrir að eitthvað hafi verið reynt að koma framleiðsluvörum fyrir- tækisins á markaði erlendis. „Ég tel líklegast að við munum nú auglýsa fyrirtækið til sölu, annaðhvort í heilu lagi eða ein- staka hluta þess sérstaklega. Við höfum því miður ekki séð neinar forsendur til að fara af stað með þennan rekstur að nýju,“ segir bæjarstjórinn. -gk ..... ........— Arfur horfinna kynslóða Jurtasmyrsli Erlings grasalæknis fást nú í apótekum og heilsubúðum um land allt. * Græöismyrsl * Handáburöur * Gylliniæðaráburöur Ihv Framleiðandi: Islensk lyfjagrös ehf. Dreifing: Lyfjaverslun jslands hf. —------- =v ið SVARTI SVANURINN 10ÁRA Kjúklingaborgari m/sósu og káli + franskar 350 kr. 2* SVARTl SVANURINN Bækur til sölu: Hádegisblaöiö 1-19, 1940 (útg. Sig. Benediktsson), skb., Menn og menntir, 1.-4. bindi e. Pál Eggert Ólason, skb., Safn til sögu íslands og ísl. bókmennta 1-6, skb., Almindelig Kirke-Historie fra Christendommens först Begyndelse e. Ludvig Holber, útg. í Kh. 1738-1767, uppr. 1. alskinnband, Tímaritiö Hlín 1.-44. árg., ib., Saga mannsandans 1-5 e. próf. Ágúst H. Bjarnason, Árbók Feröafé- lagsins 1928-1937, allt frumpr., vandaö, handbundiö skb., allar kápur og augl. Ódáðahraun 1-3 e. Ólaf Jónsson, islenzkt gullsmíöi e. Björn Th. Björnsson, vandað geitarskband, íslenskir oröskviöir, málgreinir, heilræöi, fornmæli, snilli- yröi, sannmæli eftir Guömund Jónsson á Staðarstað, Kh. 1830, vandaö geitarsk- band, Samtíðarmenn í spéspegli, frá hendi St. Strobls, sérútg. í 50 eint. á sér- stakan pappír, vandaö geitarskband, Salomonsens-Leksikon, 1.-26. bindi, skb., flott eintak, Faxi e. dr. Brodda og Fákur e. Einar Sæmundsen, í áföngum, hesta- málasaga Daníels í stjórnarráöinu, skb., Afmælisrit til dr. Einars Arnórssonar, skb., Bíldudalsminning um Pétur Thorsteinsson og konu hans e. Lúövík Krist- jánsson, Skrá yfir bækur í Stiptisbókasafninu í Reykjavík 1874 (eina bókaskráin sem Landsbókasafn hefur út gefiö um bækur landsins), Ein ungbarns blessun e. Eirík bónda á Brúnum, ib., Eyfellingaslagur e. sama, ób., Saga Reykjavíkur e. Klemens Jónsson. Árbækur Reykjavíkur e. Jón biskup Helgason, Supplement til islandske Ordböger III. deild, 1.-2. bindi kplt. e. dr. Jón Þorkelsson, Kennslubók í yfirsetukvennafræði, 1886, skb., Sýslumannaæfir, 1.-5. bindi, vandað skinn- band, Deildartunguætt, e. Hjalta Pálsson, 1.-2. bindi, Læknablaðið, 1.-55. ár- gangur, ib. og ób., Alþingishátíöin 1930, Lýðveldishátíöin 1944, Ævisaga Jós- efs Stalíns, fyrstu 50 árin (á rússnesku), viðhafnarútgáfa í alskinnbandi, Hlynur, tímarit samvinnumanna, 1.-19. árg., skb., Verk Leníns, 2.-45. bindi, Mein Kampf e. Adoif Hitler (á ensku), Jaröa- og búendatal í Skagafjaröarsýslu, 1.-4. bindi, ób., Vefnaöur á íslenzkum heimilum e. Halldóru Bjarnadóttur, Upptök sálma og sálmalaga á íslandi e. Pál E. Ólason, flestar bækur Guðmundar Finnbogasonar próf., ævisaga séra Árna Þórarinssonar e. Þórberg, 1-6, Vorlöng, afmælisrit til dr. Haraldar Sigurössonar, Þorsteinskver, til Þorsteins Jósepssonar, Austantórur 1-3, skb. e. Jón Pálsson, Hestar og reiðmenn á íslandi e. Schröder, frumútg., geitarskband, The Life og Jón Ólafsson (Indíafari) 1-2, Haklyut Society, Fisk- arnir e. Bjarna Sæmundsson, frumpr. og endurpr., Biblían 1866, skb., Frjálst verkafólk á íslandi e. próf. Guðbrand Jónsson, Minningarrit um Sigurð málara Guömundsson, 1872, kápueintak, íslenzki þjóöbúningurinn e. Tryggva Magnús- son listmálara, Pýramídinn mikli e. Adam Rutheríord, Símaskráin 1945-1946, Vinstri andstaðan í Alþýðuflokki 1926-1930, lokaritgerö Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra allra Reykvíkinga, Seld norðurljós e. Björn Th. Björns- son, Villigötur e. Jóhannes Birkiland, Jeppabókin 1946, Islands Kort e. Daniel Bruun, Fra Islands indre Höjland e. sama, (ísl. Turruter nr. 4), ób., Gallastríöiö e. Julius Caesar, þýö. Páls Sveinssonar, Lággengiö e. Jón Þorláksson ráöherra, Annáll 19. aldar e. Pjetur Guömundsson, Islands Kirke 1-2 e. Jón biskup Helga- son, ób., Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar í Siglufiröi, ób., Vöiuspá, útg. Eiríks Kjerulfs, Pað vorar um Austur-Alpa, lofgjörö Knúts Arngrímssonar um þriöja ríkið, íslenzkir hestar erlendis e. Guöm. Hávarðarson, Gömul, handrituð og skreytt stjörnuspádómabók (aldur óviss), Byssur og skotfæri e. Egil J. Stardal, gamall Grallari síðan 1756. Maöurinn er alltaf einn e. Thor Vilhjálmsson, Hamar og sigö e. Sigurð Einars- son, Ljóð Steins Steinarrs 1938, Spor í sandi e. sama, frumútg., 1940, Kvæöi Jó- hanns Jónssonar, útg. Halldór Laxness, Kvæðasafn Jóns Helgasonar, próf. í Kh., Heilög Kirkja e. Stefán frá Hvítadal, Gamlar geöveikisbakteríur e. Sigurö Z., Vinnukonurnar, leikrit e. Jean Genet, þýö. Vigdís Finnbogadóttir (leikarahandrit), Paö blæðir úr morgunsárinu e. Jónas E. Svafár, frumút., ýmsar frumútg. bóka Davíðs Stefánssonar, Magnúsar Ásgeirssonar, Gríms Thomsens og ótal ann- arra skálda, Verkin tala e. Sigurð Z. ívarsson, Hvítir hrafnar, Ijóöabók Þórbergs Þóröarsonar, frumútg. ób. m.k., handrit eftir Þórberg Þórðarson, handrit bréfs frá Ólafi Jóh. Sigurðssyni, Engilbörnin e. Sigurbjörn Sveinsson, myndir e. Kjarval, Heyr mitt Ijúfasta lag e. Helga lyfsala Hálfdanarson, Stuölamál, 1.-3. bindi, ób.m.k. og ótal, ótal margt fleira nýkomiö. Aö Vesturgötu 17 í Reykjavík verzlum viö meö gamlar og nýjar bækur í öllum grein- um íslenzkra fræöa og vísinda - auk fagurbókmennta í geysilegu úrvali. Við höíum pólitískar bókmenntir fyrir vinstri intelligentíuna og hægri villingana, þjóö- legan fróðleik, ættfræöi og sögu fyrir fræðimenn og grúskara, Ijóö og skáldverk fyrir fagurkerana, bækur og rit um trúarbrögö og spíritisma og guðspeki fyrir leitandi sál- ir, svaðilfara- og feröasögur fyrir ævintýramennina, afþreyingarbækur fyrir erfiöis- fólk, ævisögur erlendra stórmenna og íslenzks alþýðufólks fyrir upprennandi stjórn- málamenn og konur og erlendar pocket-bækur fyrir lestrarhestana. Kaupum og séljum allar bækur, gamlar og nýjar, heil söfn og stakar bækur og rit. Gefum út bóksöluskrár reglulega og sendum þær öllum sem þess óska. Vinsamlegast hringiö, skrifið - eöa lítið inn. Bókavarðan - Bækur á öllum aldri - Vesturgötu 17 S 552-9720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.