Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
Spurningin
Finnst þér ofbeldi hafa auk-
ist í þjóöfélaginu?
Ásgeir Þór Guðmundsson nemi:
Ég myndi segja já.
Elínborg Halldórsdóttir sjúkra-
liði: Já, mjög mikið.
Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur:
Já, ætli það ekki. Umræðan í fjöl-
miðlum er alla vega meiri.
Guðný S. Jónsdóttir húsmóðir:
Já, ég held það.
Guðmann Friðgeirsson bruna-
vörður: Já, já.
Þórólfur Kristján Beck hæsta-
réttarlögmaður: Á fréttum er það
að heyra.
Lesendur
Beinir skattar, jaöarskattar - skattalækkun:
Marklausar fréttir
úr skattheimi
Skattalækkanir fylgja breyttri kjördæmaskipan, ekki loforöum landshluta-
þingmanna og flokka, segir m.a. í bréfinu.
Ólafur Sigurðsson skrifar:
Skattgreiöendur, þ.e. þeir sem á
annað borð vinna fyrir skattlögðum
tekjum hafa alltof lengi sætt sig við
þunga skattbyrði. Og alltof lengi
hafa menn trúað yfirlýsingum
stjórnmálamanna um skattalækk-
anir. Ráðherrar og heilu stjórn-
málaflokkamir hafa fengið tiltrú
kjósenda vegna ummæla í þessa átt.
Meira að segja hefur stærsti
flokkur þjóðarinnar, Sjálfstæðis-
flokkurinn, samþykkt á landsfund-
um sínum (fleiri en einum) að af-
nema tekjuskatt í áfongum. Sá
skattur hefur þó einfaldlega verið
hækkaður í áfóngum, allt til þessa
dags. Nú tekur forsætisráðherra
einn og sjálfur upp umræðuna, í ný-
afstaðinni fjárlagaræðu sinni, og
segir tíma til kominn að lækka
skattana - á næstu ámm. Ekki var
það nú meira.
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins um síðustu helgi er vitnað til
ummæla forsætisráðherra um
skattalækkanir og segir þar að eðli-
legt sé að fyrstu skrefin í átt til um-
talsverðrar skattalækkunar verði
tekin i ársbyrjun 1998 og síðan komi
til frekari lækkun árið eftir, 1999.
Óskynsamlegt er, segir í þessu
Reykjavíkurbréfi, fyrir ríkisstjóm-
arflokkana að bíða með skattalækk-
anir þar til 1999 vegna hugsanlegra
ásakana um kosningabragð. Þetta
er rétt ályktað.
En eins og tvisvar tveir em fjórir
verður ekkert af þessum áformum.
Við munum ekkert fararsnið sjá á
sköttunum, vegna þess eins að það
er ekki áhugamál stjómmálamanna
að afnema skatta yfirleitt. Ástæðan:
Jú, þingmenn em kjördæmakosnir
en ekki á landsvísu. Þingmenn vilja
rétta eymamerktum skjólstæðing-
um sínum brú hér og göng þar. Við
eigum enga þingmenn þjóðarinnar,
bara landshlutaþingmenn. Skatta-
lækkun sér fyrst dagsins ljós eftir
breytingu á kjördæmaskipan og Al-
þingi starfar óskipt fyrir þjóðina
alla.
Er atvinnuleysi í Reykjavík?
Ómar Sigurðsson skrifar:
Á undanförnum árum höfum við
séð ógnvænlegar tölur um atvinnu-
leysi í Reykjavík og raunar um allt
land. Vissulega er skelfilegt ef dug-
mikið og heilbrigt fólk hefur ekki
atvinnu. Það era mannréttindi
hvers manns að hafa fasta vinnu.
Það er engum hollt að þurfa að
þiggja atvinnuleysisbætur eða aðra
framfærsluaðstoð samfélagsins.
Ég rek lítið fyrirtæki í Reykjavík.
Við og við vantar mig starfsmann
og hef þá leitað til vinnumiðlunar
Reykjavíkur sem hefur með skrán-
ingu atvinnulausra að gera. Þeir
skipta tugum sem hafa komið í „við-
tal“. Auk þess að vera á atvinnu-
leysisbótum eiga þessir menn það
sameiginlegt, allir með tölu, að hafa
ekki nokkurn áhuga á að fá vinnu
heldur einungis undirskrift upp á
að hafa mætt í viðtal til þess að geta
haldið áfram á atvinnuleysisbótum.
Vissulega eigum við íslendingar
glæsilega æsku, vel menntað fólk,
íþróttamenn sem leggja hart að sér
og sýna ótrúlegan sjálfsaga og gott
fordæmi. En við eigum lika stóran
hóp aula sem öllum em til ama, sér-
staklega þó sjálfum sér, og sem af-
reka það eitt að góna á vídeómynd-
ir alla daga og slíta skósólum niðri
í miðbæ um helgar eða jafnvel eitt-
hvað þaðan af verra eins og að
stunda innbrot, dópsölu eða líkams-
árásir á saklausa vegfarendur.
Besta leiðin til að vinna gegn
þessum vanda er að koma þessu
fólki í vinnu. Og eina leiðin til þess
er að taka af því atvinnuleysisbæt-
umar. Það er min skoðun að allir
þeir sem vilja vinna geti fengið
vinnu í dag. Atvinnuleysi verka-
fólks í Reykjavík er bara á pappír-
um.
Löggæsla, fjármunir og
fimm milljónir
Heföu 5 milljónir til séra Flóka dugaö til aö koma upp myndavélakerfi í
miðborginni? Viöeigandi forgangsrööun í bananalýöveldi?
Ólöf skrifar:
Hvað er að gerast á okkar litla ís-
landi? - Þrátt fyrir válynd veður,
bágborið efnahagsástand og fleira
neikvætt við að búa á þessari eyju
okkar höfum við íslendingar þó átt
eitt mikilvægt atriði umfram aðrar
þjóðir og státað okkur af því: að
hvergi séum við jafnóhult gagnvart
glæpum og óhugnaði þeim tengd-
um. - Alls staðar annars staðar í
hinni vondu veröld sé svo mikið af
glæpamönnum, dópistum og öðru
illþýði að við viljum hvergi annars
staðar ala upp böm okkar.
í dag er komið annað hljóö í
strokkinn. Það er nánast algilt að
um hveija einustu helgi hafa átt sér
stað alvarlegar líkamsárásir, rán,
innbrot og annað í þeim dúr. í sept-
ember siðastliðinum voru kærðar
til lögreglu yfir 40 líkamsárásir.
Engin tala er til yfir þær sem ekki
voru kærðar. Hvar sem maður fer
er þetta orðið eitt helsta umræðu-
efnið. Fólki líður illa, er óömggt og
einfaldlega hrætt og sérstaklega hér
í Reykjavík.
Og margt er öfugsnúið í þessum
efnum. Á meðan ekkert er gert til
aö auka löggæsluna og til að þyngja
dóma verulega, þrátt fyrir brýna
nauðsyn, heyrir maður þær fréttir
að borgarstjórinn I Reykjavík vilji
ekki eyða fjármunum í að koma upp
fullkomnu myndavélarkerfi í mið-
bænum til aðhalds og eftirlits.
Háttvirtur forsætisráðherra og
nokkrir meðráðherrar hans hafa
hins vegar fjármuni á lausu til að
eyða. Fimm milljónir til að koma
séra Flóka úr landi!! Hver er eigin-
lega forgangsröðun hjá forráða-
mönnum þessa lands? Hvenær varð
ísland slíkt bananalýðveldi að ekk-
ert tillit er tekið til óska og þarfa
skattgreiðenda en fjármunum
þeirra nánast hent út um gluggann?
Sameinaður
vinstri flokkur
Hulda Sigurðard. skrifar:
Ég er þeirrar skoðunar að
sameining vinstri flokkarma; Al-
þýðubandalags, Kvennalista og
Alþýðuflokks, sé það akkeri sem
við mörg hér viljum fá á næst-
unni því að rikisstjórn Davíðs
Oddssonar er svo fjandsamleg
launafólki og þeim sem minna
mega sín að fólk er óttaslegið
um framtíðina. Þjóðin er tví-
skipt, þeir ríku og fátæku,
verkafólk með 60-70 þús. kr.
mánaðartekjur og hinir með
hundruð þúsunda í laun. Reynt
er að eyðileggja verkalýðshreyf-
inguna með „hæfilegu atvinnu-
leysi“. Eina ráðið gegn þessu
öllu er einn sameinaður vinstrj
flokkur.
Stuttbylgju-
sending RÚV
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Ég tel að stuttbylgjusendingar
RÚV séu ómetanlegar fyrir íslend-
inga erlendis. Ég var nýlega á ferð
í Kaupmannahö&i og Stokkhólmi
og heimsótti islenska kunningja.
Hjá fjölskyldu einni vildi svo
skemmtilega tO að verið var að
lýsa úrslitaleik í knattspymu og
áhuginn gífurlegur, og voru þar
samankomnar 3 íjölskyldur til að
hlýða á lýsinguna, og krakkamir
kölluðu: Við heyrum ísland, við
heymrn ísland. Ríkisútvarpið á
miklar þakkir skiidar fyrir að
sinna þúsundum íslendinga er-
lendis með þessum hætti.
„Hundavini"
svarað
Sigriður Lárusdóttir skrifar:
Þetta er svar til Kristins Snæ-
land, „hundavinar". - Kæri
Kristinn. Mætti ekki bjóða þér
að heimsækja hunda Reykjavík-
urborgar? Þá munt þú hitta fyr-
ir sanna hundavini. Af tjölda
gæludýraverslana sem sprottið
hafa upp hér, fullar af góðum
varningi til gæludýrahalds, má
sjá að blessuðum hundunum eru
búnar góðar aðstæður í borg-
inni. Því miður finnast svartir
sauðir, sem hvorki ala hundana
sína né hirða skítinn undan
þeim, sem er þó lögboðin skylda.
En dæmi um vanrækslu er víst
að finna á mörgum öðmm svið-
um, t.d. í umferðinni, jafnvel í
barnauppeldi. Ég er sannfærð
um að gæludýrahald, hvort sem
um er að ræða hund, kött eða
aðrar tegundir, myndi stórbæta
líðan okkar allra. Því hver getur
strokið mjúkan feld ferfætts vin-
ar án þess að mýkjast i skapi og
líða betur?
Djöflaeyjan -
betri kynning
Elsa hringdi:
Ég er ekki fyrir ofbeldi, klám
eða þess háttar í kvikmyndum.
Ég forðast því yfirleitt íslenskar
kvikmyndir. Nýjasta myndin,
Djöflaeyjan, er sögð fá góða
dóma. Það sem ég hef séð úr
myndinni í sjónvarpi lofar ekki
góðu fyrir mig. Reglulegur djöf-
ulgangur. - En kannski vantar
einfaldlega betri sjónvarpskynn-
ingu á myndinni til að gera
hana aðlaðandi fyrir fólk eins og
mig.
Að komast af
Edda Hákonard. skrifar:
Að komast af er fyrsta skrefið,
komast af eins og frumbyggjar í
náttúrunni, veiða, og rækta græn-
meti. Við, í vestrænni menningu,
höfum gleymt fyrsta skrefinu. Við
emm spillt. Höfum komist eins
langt og hægt er í henni. Við ætt-
um aö taka á honum stóra okkar
og lifa af náttúrunnar gæðum. Það
er margt unaðslegt við náttúruna;
t.d. rómantík á kvöldin eftir að
hafa lokið góðu dagsverki á
akrinum.