Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 aags onn Biskupar eru bara prestar. Biskupar skipta litlu máli „Ég er ósköp lítið fyrir biskupa. Ég held að þeir skipti sáralitlu máli. Þeir eru bara prestar eins og við hinir.“ Séra Guðjón Skarphéðinsson, i Al- þýðublaðinu. Vesalings fréttamennirnir „Dýrvitlausir fréttastjórar heimta fréttir og þær er ekkert að marka nema í beinni útsendingu. Og vesalings fréttamennirnir mæna út í sortann og sýna í beinni útsendingu hvernig Skeið- ará rennur.“ Oddur, i Degi-Tímanum. Ummæli Ekki æviráðinn stj órnmálamaður „Ég hef aldrei litið á mig sem æviráðinn stjórnmálamann sem eigi allt undir einhverjum ákvörð- unum annarra um hvar ég eigi að sitja og standa í pólitík." Árni Sigfússon, í DV. Hjal stjórnarherranna „Hjal stjómarherranna hefur leitt til þess að fjölskyldur hafa lif- að um efni fram í þeirri trú að úr muni rætast. Þetta fólk situr nú í skuldasúpu." Gísli S. Einarsson alþingismaður, í Alþýðublaðinu. Enginn auðkýfingur „Ég er enginn auðkýfingur. Ég hef einfaldlega lagt mikið í sölurn- ar.“ Ástþór Magnússon forsetafram- bjóðandi, í Alþýðublaðinu. Fljúgandi furðu- hlutir og fræga fólkið Oft er ekki tekið mark á þeim sem segjast hafa séð fljúgandi furðuhluti en skyldi meira mark vera tekið á fræga fólkinu sem segist hafa séð slíka hluti? Þó nokkrir í þeim hópi hafa sagt frá reynslu sinni í þessum efnum. Mohamed Ali segist sjö sinn- um hafa séð fljúgandi furðuhluti og þann fyrsta sá hann i Central Park í New York þegar hann var að hlaupa að kvöldi til. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, segir frá því að 6. janúar 1969 hafi hann ásamt tíu öðrum mönnum séð „birtu sem var á við tunglið sem hafi fyrst verið blá en síðan rauð og hafi verið á hreyflngu um himin- hvolfið. Blessuð veröldin Glenn Ford, leikarinn kunni, segist ekki hafa verið trúaður á fljúgandi furðuhluti fyrr en kvöld eitt árið 1974 þegar hann var við strandhús sitt við Kyrra- hafsströnd Kaliforníu og sá tvo bjarta hluti, „sem voru í laginu eins og diskar", nálgast hvor annan og hverfa svo. í ellefu mínútur fylgdist hann með þessu. William Shatner, stjama Star Trek-kvikmyndanna og sjón- varpsseríunnar, segir að dag einn þegar hann var ungur hafi hann verið á ferð á mótorhjóli i Mojave-eyðimörkinni. Allt i einu hafi hann séð stóran skæran hlut fyrir ofan sig, hlut sem hann getur ekki skýrt öðruvísi en að hafi verið geimfar. Um 700 km norðaustur af Langa- nesi er 967 mb lægð á hreyfingu norðaustur. Á vestanverðu Græn- landshafi er kyrrstætt lægðardrag. Veðrið í dag Um 500 km austur af Nýfundnalandi er vaxandi 995 mb lægð á leið norð- austur. I dag verður vestan- og síðar suð- vestankaldi eða stinningskaldi. Sums staðar við norðausturströnd- ina verða dálítil él fram eftir degi en skúrir og slydduél suðvestan- og vestanlands. Bjart veður verður á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti verður 0 til 6 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður vestan- og síðar suðvestankaldi eða stinningskaldi. Skýjað verður með köflum í dag en þykknar upp í nótt. Hiti verður 0 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.28 Sólarupprás á morgun: 08.03 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.46. Árdegisflóð á morgun: 05.11 Vedrið kl. 6 í morgun: Akureyri skúr á síð.kls. 2 Akurnes alskýjað 4 Bergstaöir alskýjaö 1 Bolungarvík snjókoma 0 Egilsstaóir skýjað 2 Keflavíkurflugv. skýjaö 5 Kirkjubkl. skúr 3 Raufarhöfn snjóél á síð.kls. 0 Reykjavík skýjaö 4 Stórhöfði alskýjaó 5 Helsinki þokumóöa 10 Kaupmannah. rigning 10 Ósló þokumóða 5 Stokkhólmur þokumóóa 11 Þórshöfn skúr 8 Amsterdam þokumóóa 13 Barcelona léttskýjaó 11 Chicago skýjað 5 Frankfurt þokumóóa 10 Glasgow rign.á síó.kls. 10 Hamborg rign. á síö.kls. 8 London rigning 10 Los Angeles Madrid þokumóöa 17 Malaga heiöskírt 12 Mallorca hálfskýjað 9 París alskýjað 12 Róm skýjaö 15 Valencia heiðskírt 10 New York rigning 13 Nuuk snjókoma á síð.kls. -1 Vín þokumóða 12 Washington skýjað 14 Winnipeg alskýjaö 7 Guðríður Sigurðardóttir háskólanemi: Safnað fyrir háskólann í Sarajevo „Bosníusöfnunin fyrir háskól- ann í Sarajevo kom til þegar tveir fulltrúar frá Stúdentaráði fóru á ráðstefnu í Búdapest í sumar. Þar voru staddir fulltrúar frá háskólan- um í Bosníu og þeir voru með beiðni um aðstoð til að byggja upp háskólann í Sarajevo en reyna á að koma af stað eðlilegu skólastarfl eftir þær hörmungar sem gengið hafa yfir landið," segir Guðríður Sigurðardóttir sem er í samstarfs- hópi háskólanema sem undirbýr tvo söfnunardaga sem verða á morgun og fóstudag. Guðríður segir að háskólann vanti nánast allt: „Það vantar öll tæki og í raun hvað sem er, meira Maður dagsins að segja eru bréfaklemmur og um- slög vel þegin. Þótt hinir eiginlegu söfnunardagar séu eftir þá erum við þegar komin með nokkuð og er þar stærst framlag utanríkisráðu- neytisins upp á 1,5 milljón krónur og þá erum við búin að fá ljósritun- arvél. Undirbúningur fyrir söfnunina hefur staðið yfir í þrjár vikur: „Við komum ekki til með að senda pen- inga heldur kaupum við vörur fyr- Guðríöur Sigurðardóttir. ir þá peninga sem safnast. Við höf- um ekki þurft að kvarta yfir við- tökunum hingað til og er vonandi að almenningur taki vel við sér á morgun en við verðum með söfnun í öllum byggingum háskólans á morgun og á Ingólfstorgi á fóstu- dag. Þegar söfnuninni lýkur mun fulltrúi frá Stúdentaráði fylgja sendingunni eftir en Samskip munu flytja frítt fyrir okkur sjó- leiðina. Við þurfum siðan að koma sendingunni til Vínar en þar eru samtök sem við erum í samstarfi við sem munu taka við og koma henni áleiðist til Sarajevo." Þegar Guöríður var spurð hvað það væri nú helst sem nýttist há- skólanum í Bosníu sagði hún það vera eiginlega hvað sem er sem notað er í skóla: „Það er til dæmis mikilvægt fyrir okkur að fá orða- bækur, en bókasafn háskólans brann, þá eru tölvur mikilvægar til að hægt sé að kenna og viljum við beina því til fyrirtækja og einstak- linga sem eru að skipta um tölvur að hugsa til okkar. Fjárframlög eru einnig vel þegin en við kaupum vörur fyrir peningana." Guðriður sagði að háskólinn í Bosníu væri mjög illa farinn. „Það voru ekki aðeins byggingar, bækur og tæki sem brunnu heldur er einnig skortur á kennurum þar sem margir hafa fallið frá í strið- inu. Það er aðeins byrjað að kenna við skólann en það er varla hægt að tala um að sú kennsla sé á há- skólastigi vegna vöntunar á öllu sem til þarf til að skóli geti talist háskóli." Guðríður, sem er í spænsku og fjöimiðlafræði við Háskóla íslands, sagði að það hefði farið dálítill tími frá náminu i þetta: „Það er i lagi að fóma sér fyrir málefni af þessu tagi í smátíma en svo tekur skólinn við á fullu eftir helgi.“ -HK Veörid kl. 6 í morgun Myndgátan Lausn á gátu nr. 1632: Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki ísland - Rúmenía Það verður mikið um að vera á sviði íþrótta innanlands í kvöld, en hæst ber þó landsleik íslands og Rúmeníu á Laugardalsvell- inum í kvöld kl. 19.00. Rúmenía hefur á skipa einu besta landsliði í heiminum og eru innanborðs margir heimsfrægir leikmenn og er liðinu stjórnað af þeim fræg- asta, Hagi. Möguleikar íslendinga á sigri eru ekki miklir, alla vega ekki ef þeir leika eins og þeir gerðu gegn Litháum um síðustu helgi. Kl. 14.00 leika unglingalið þjóðanna á Varmárvelli í Mos- fellsbæ. Iþróttir í kvöld hefst keppni í 1. deild kvenna í handboltanum og eru þrfr leikir á dagskrá. KR leikur á heimavelli gegn FH, Stjarnan leikur gegn ÍBV og Valur leikur Pekka Luuka á Kringlukránni Finnski djassgítarleikarinn Pekka Luuka heldur tónleika á Kringlukránni í kvöld. Pekka, sem er einn þekktasti djassleik- ari Finna, hefur leikið með fjölda heimsþekktra tónlistar- manna. Ásamt því að vera virk- ur í tónlistarlífi Finnlands kenn- ir hann við Pop og Jass Conservatory i Helsinki sem er stærsti tónlistarskóli Finnlands. Tónleikar Pekka Luuka er hér á landi á vegum Tónlistarskóla FÍH og kennir við stofnunina í viku- tíma. Með Pekka leika Bjami Sveinbjörnsson á kontrabassa og Gunnlaugur Briem á tromm- ur. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og er aðgangur ókeypis. Bridge Landslið Taílands þótti standa sig vel á Ólympíuleikunum árið 1964. Hér er eitt dæmi um góða varnarspilamennsku taílenskra spilara en fómarlömbin voru Bandaríkjamenn. Bandaríkjamað- urinn í suður opnaði á einu grandi (13-15 punktar) sem passað var út. Austur gjafari og allir á hættu: 4 65 V DG32 ♦ D9 « D10742 4 ÁD4 •* Á1087 ♦ K653 4 65 4 G93 •* K94 ♦ ÁG1072 ♦ KG Taílendingurinn I vestur hóf vömina á því að spila út laufsexu. Sagnhafi fékk að eiga fyrsta slaginn á laufgosann og einnig annan slag- inh á laufkónginn. Hjartadrottning fékk að eiga þriðja slaginn og tíguldrottning þann fjórða. Sagnhafi fór að velta því fyrir sér hvort hann hefði frekar átt að spila þrjú grönd. Hann svinaði tígultíu í fimmta slag en þá tóku Taílendingarnir við sér. Vestur drap á tígulkóng og réðst á spaðalitinn. Vörnin tók laufás og áður en síðasta spaðanum var spil- að var staðan þessi: 4 -- •* Á10 4 6 * — 4 -- •* G3 4 -- 4 D N V A S 4 7 •* 5 4 -- 4 9 4 -- •* K9 4 Á 4 — Spaðasjöan setti sagnhafa í tvö- falda kastþröng. Suður varð að halda valdinu á tígli og norður varð að halda i laufdrottninguna og því var hjarta hent báðum megin. Vest- ur fékk þvi afganginn af slögunum á hjartaás og tíu. Sagnhafi fékk því ekki nema 4 fyrstu slagina. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.