Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
Utlönd
Taleban skæru-
liðar hörfa
Taleban skæruliðar, sem
náðu völdum í Afganistan fyrir
um tveimur vikum, máttu þola
mikið mannfall í nótt er þeir
börðust við herafla Masoods í
Salang skarðinu í Panjsher dal.
Talið er að yfir eitt hundrað
skæruliðar hafi fallið og margir
særst. Ætlun skæruliöanna var
að ná yfirráðum yfir Golbahar,
sem er við mynni dalsins, en
Masood og mönnum hans tókst
að koma í veg fyrir það. Masood
er herstjóri Rabbini sem hrak-
inn var frá forsetastóli á dögun-
um. Reuter
Kína:
Andófsmaður í þriggja
ára þrælkunarvist
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
ELDHÚS INNRÉTTINGAR
BAÐ INNRÉTTINGAR
FATASKÁPAR
VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ
Frí teiknivinna og tilboðsgerð
N&ttOline, - fyrsta flokks frá
iFQmx
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMl 552 4420
Kinverski andófsmaðurinn og bók-
menntagagnrýnandinn Liu Xiaobo
var úrskurðaður í þriggja ára vist í
þrælkunarbúðum aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að hann var
handtekinn á heimili sínu í Peking í
gærmorgun. Lögregla tilkynnti eigin-
konu andófsmannsins, Liu Xia, frá
úrskurðinum sem ekki þarf að fara
með fyrir dómstól. Henni var ekki
greint frá því fyrir hvað væri verið
að refsa Xiaobo.
Einkennisklæddir og óeinkennis-
klæddir lögreglumenn birtust
skyndilega á heimili Lius Xiaobos
snemma í gærmorgun og handtóku
hann. Þeir höfðu einnig á brott með
sér bækur, skjöl og myndir. Að sögn
Liu Xia getur verið að maður hennar
verði sendur í þrælkunarbúðir ná-
lægt heimabæ sínum, Dalian, í norð-
austurhluta Kína. Lögregluyfirvöld
hafa ekki viljað tjá sig um málið.
Að sögn stjórnarerindreka hefur
það verið algengt undanfarna mán-
uði að koma andófsmönnum úr um-
ferð á þennan hátt í stað þess að láta
þá koma fyrir rétt. Lögreglan gaf
ekki upp neina ástæðu fyrir hand-
töku Lius Xiaobos.
Liu varð frægur fyrir þátttöku
sína í lýðræðishreyfingu stúdenta
1989 sem kínversk yfirvöld bældu
niður með blóðbaði. Undanfama
mánuði hefur Liu látið til sín taka og
sent yfirvöldum nokkur opinber,
djörf bréf.
Þann 30. september síðastliðinn
gáfu Liu og andófsmaðurinn Wang
Xizhe út yfirlýsingu þar sem kín-
versk yfirvöld vom hvött til að hafa í
heiðri loforð frá 1945 um prent- og
tjáningarfrelsi, leyfi til að mynda
stjórnmálaflokka og efna til mót-
mælaaðgerða. Félagarnir kröfðust
þess að höfðað yrði mál gegn leiðtoga
kommúnistaflokksins, Jiang Zemin,
hann ákærður og látinn víkja vegna
brota á stjórnarskránni með því að
lýsa því yfir að Frelsisher fólksins
heyrði undir flokkinn en ekki ríkið.
Liu var handtekinn í fyrra eftir að
hafa komið á framfæri til þingsins
ýmsum óskum andófsmanna. Hann
var í haldi í sjö mánuði og var látinn
laus í janúar síðastliðnum.
Ekkert var vitað um ferðir Wangs
í gær. Hann á yfir höfði sér sjö ára
fangelsi fyrir meinta niðurrifsstarf-
semi. Reuter
IRA lýsir ábyrgð á tilræðinu
á hendur sér
Irski lýðveldisherinn (IRA) lýsti
yfir í gær ábyrgð sinni á sprenging-
Til sölu
F.h. Byggingardeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í gæsluvallarhús.
Húsið stendur við Suðurhóla og selst til fjarlægingar af lóð. Stærð er um 35 m2, það er
úr timbri og hvílir á steyptum undirstöðum og er með steyptu gólfi.
Húsið skai fjarlægja innan 5 daga frá samþykki verðtiiboðs.
í húsinu eru ýmis hreinlætistæki, lampar og innréttingar í nothæfu ástandi, sem og
timburvirki. Að stæður, ástand og nánari útlistun hússins kynna kaupendur sér á
staðnum. Kaupandinn aftengir húsið veitukerfi borgarinnar á lögbundinn hátt og skilar
grunni hússins sléttum og lausum við drasl. Þá skal kaupandi uppfylla ákvæði gr. 3.4.7.
í byggingarreglugerð nr. 177/1992 við niðurrif húsa.
Allar upplýsingar um húsið veitir Byggingardeild borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 5.
hæð, sími 563-2390, og verður húsið til sýnis fimmtudaginn 10. október nk. kl. 11-12.
Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, fyrir kl.
16 mánudaginn 14. október 1996.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Frfkirkjuvegl 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16
STOR-
ÚTSALA
Vefnaðarvara á frábæru verði.
Sparið og saumið sjálf.
Lítið inn.
Verslunin HORN
Kársnesbraut 84, Kópavogi
Sími 554-1709
unum í Thiepval-herstöðinni á N-ír-
landi í fyrradag. Hann krefst þess
að hinn pólitíski armur flokksins,
Sinn Fein, fái að taka þátt í friðar-
viðræðum. Þetta var fyrsta tilræðið
á N-írlandi í tvö ár en IRA rauf
vopnahléið í febrúar sl. með árásum
á Bretlandi og á breska herstöð í
Þýskalandi.
Bandaríkjamenn fordæmdu til-
ræðið harkalega í gær og sagðist ör-
yggisráðgjafi Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta, Anthony Lake, hrædd-
ur um að þetta myndi hrinda af stað
hrinu ofbeldisverka á Norður-lrl-
andi. Hann beindi orðum sínum til
mótmælenda og bað þá að gripa
ekki til ofbeldisverka í hefndar-
skyni. Haxm sagði að ef til meira of-
beldis kæmi nú myndi það gera út
um að friðarviðræður bæru árang-
ur í nánustu framtíð. Hann sagðist
einnig dást að mótmælendum sem
haldið hefðu að sér höndum frá þvi
í febrúar er írski lýðveldisherinn lét
til skarar skríða.
„Clinton forseti setur mál N- ír-
lands í forgang og gerir allt hvað
hann getur til að friðarferlið haldi
áfram,“ sagði Lake og bætti því við
að hann vildi gjarnan sjá hinn pólit-
íska arm IRA taka þátt í friðarvið-
ræðunum en það gæti ekki gerst
nema að til vopnahlés kæmi.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, fór ófógrum orðum um
leiðtoga Sinn Fein, Gerry Adams, á
flokksþingi íhaldsmanna í Bour-
nemouth í gær. Hann sagði Adams
loks hafa sýnt sitt rétta andlit.
„Adams hefur beðið um að fá að
tala við mig undanfariö um að taka
þátt í að friðarferlinu verði haldið
áfram en á meðan var hann að und-
irbúa það að myrða saklaust fólk,“
sagði John Major forsætisráðherra í
gær.
Reuter
John Major, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi hinn pólitíska arm lýö-
veldishersins og þá sérstaklega leiðtoga hans, Gerry Adams, á flokksþingi
íhaldsmanna í Bournemouth í gær. Hins vegar fór vel á með honum og fyrr-
um leiðtoga flokksins, Margaret Thatcher. Símamynd Reuter
STORA SKRIÐDÝRASYNINGIN
Tropical Zoo í heimsókn
JL-Húsið v/Hringbraut
2. hæð, 1000 m2 sýningarsalur
5. okt. - 27. okt.
Opið virka daga kl. 12-20;
laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19
Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262
Lifandi
hitabeltisdýr
Risasnákar
Eitursnákar
Eðlur
Skjaldbökur
Sporðdrekar - kóngulær
o.s.frv.
Hitabeltisfiðrildi
í hundraðatali
Fjölbreytt safn af
óvenjulegum, lifandi
dýrum úr öll-
um heims-
hornum
Stuttar fréttir dv
Barnaníðingur dæmdur
Dómstóll í.Hollandi dæmdi 43
ára gamlan mann í 5 ára fangelsi
fyrir kynferðislega misnotkun á
stúlkubömum á Filippseyjum.
Miiljón heróínfíklar
Á milli hálf og ein milljón
manna í Evrópusambandslönd-
unum neyta heróíns eða 0,25 til
0,50 prósent allra íbúa aðildar-
landanna.
Tengdaforeldrar myrtir
Tengdafor-
eldrar líflækn-
is Borísar
Jeltsins Rúss-
landsforseta
hafa verið
myrtir.
Tengdamóðir-
in var stungin
til bana í gær
á heimili sínu. Eiginmaður henn-
ar fannst snemma í morgun lát-
inn með höfuðáverka. Rannsókn-
araöilar telja að um rán hafi ver-
ið að ræða og að morðin séu ekki
af pólítískum toga.
ítalir áhyggjufullir
Aðstoðarforsætisráöherra
Ítalíu, Walter Veltroni, tjáði for-
seta Tyrklands, Suleyman Dem-
irel, frá því í gær að ítalir hefðu
áhyggjur af mannréttindabrot-
um í Tyrklandi.
Mæður deyja úr eyðni
Yfir 180 þúsund brasilísk börn
eiga á hættu að missa mæður
sínar úr eyðni. Talið er að mæð-
ur rúmlega 10 þúsund bama í
Brasilíu hafi þegar dáið úr sjúk-
dómnum.
Mætir ekki hjá Oprah
Vegna laga-
ákvæða verð-
ur ekkert af
því að Bob
Dole, forseta-
frambjóðandi
repúblikana í
Bandaríkjun-
um, mæti í
viðtalsþátt
Oprah Winfrey eins og fyrirhug-
að var. Samkvæmt þeim eiga
keppendur um forsetaembættið
að fá jafnmikinn tíma í útvarpi
og sjónvarpi. Samkvæmt nýj-
ustu skoðanakönnunum hefur
Dole saxað verulega á fylgi
Clintons.
Nóbel í hagfræði
Breski prófessorinn James
Mirrlees og Kanadamaðurinn
WiUiam Vickrey fá nóbelsverö-
launin í hagfræði á þessu ári.
Verðlaunin fá þeir fyrir að hafa
tengt saman þjóðfélagslega
ábyrgð og efhahagslega hvata.
2 tonn af kókaíni
Yfirvöld á Kúbu lögðu hald á
2 tonn af kókaíni sem var um
borð í báti er yfirgefinn hafði
verið. Bátsmenn höfðu verið
teknir um borð í skip banda-
rísku strandgæslunnar.
Kastró gagnrýnir Clinton
Fidel
Kastró Kúbu-
forseti segir
að Bill Clinton
Bandaríkja-
forseti eigi að
hætta að haga
sér eins og
frambjóðanda
og fara að
haga sér eins og stjómmálamað-
ur. Kastró lét þessi orð falla á
fundi með fréttamönnum í
breska sendiráðinu í Havana í
gærkvöldi.
Kínverjar flýja
Skip með 109 kínverska flótta-
menn um borð kom til Bermuda
í gær. Yfirvöld ætla ekki að
hleypa fólkinu í land.
Gas frá Frakklandi
Franskur sagnfræðingur held-
ur því fram aö hluti af gasi því,
sem notað var til að útrýma gyð-
ingum, hafi komið frá Frakk-
landi. Reuter