Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Fréttir Piltur sem stakk 21 árs karlmann nánast í hjartastaö við Barmahlíð í ágúst: 17 ára ákærður fyrir tilraun til manndráps / - ekkert annað en morðtilraun, segir fórnarlambið - hinn ber við sjálfsvörn Ríkissaksóknari hefur ákært 17 ára pilt, ættaðan frá Taílandi, fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið 21 árs karlmann, Kára Þór Arnþórsson, nánast í hjartastað á götu úti í Barmahlíð í lok ágúst. „Ég var heppinn því hnífurinn straukst við lungu og hjarta. Himn- an sem umlykur hjartað skaddaðist og eitthvaö blæddi inn fyrir en þetta er allt á réttri leið,“ sagði Kári í samtali við DV eftir að hann kom af gjörgæsludeild. Kári sagði enn ffemur: „Þetta var ekkert annað en morðtilraun." Sérfræðingur á gjörgæslu sagði í samtali við DV að mikið lán hefði verið að ekki fór verr en raun bar vitni miðað við hve hnífstungan fór nálægt hjartanu. Árásarmaðurinn hefúr setið í gæsluvarðhaldi frá því að atburðurinn átti sér stað en dóms er að vænta eftir tvær vikur. Pilturinn hefur borið því við í dómsyfirheyrslum að hann hefði verið hræddur við Kára og félaga hans - þetta hefði verið sjálfsvöm. Kári hefúr hins vegar sagt að hann og félagar hans hafi verið að leita að partíi þegar árásarmaðurinn kom skyndilega í bíl með vinum sínum. Hann hafði aldrei hitt árásarmann- inn fyrr. Kári sagði að þeir hefðu átt nokkur orðaskipti sem hefðu endað með því að hinn sagði: „Viltu verða stunginn?" Eftir það hefði pilturinn farið inn í bíl, sótt þar hníf og síöan, sér til mikillar undrunar, stungið sig í brjóstið. Eftir atlöguna gekk Kári alblóð- ugur út á Miklubraut þar sem hann náði að stöðva leigubíl sem ók með hann á slysadeild. Hann hefur náö sér að mestu eftir atburðinn. Samkvæmt réttarvenju skiptir vissulega ekki höfuömáli hvemig fómarlömbum reiðir af eftir árásir heldur brotavilji árásarmanns og með hvaða hætti hann brýtur af sér. Hér var um að ræða atlögu með egg- vopni þar sem litlu munaði að það næði að stingast inn í hjarta þolan- dans. Umræddur piltur hefur eins og áður segir aðallega verið ákærð- ur fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Pilturinn hefur búið á íslandi í sjö ár. -Ótt Vatnajökull: Gosið virðist tengjast Bárð- arbungu Eldgosið í Vatnajökli var með lítt breyttum hætti í nótt og að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísinda- stofnun, vora engin merki þess að hlaup gæti verið að hefjast, hvorki lykt eða annað. Jarðvísindamenn lögðu af stað í flugferð yfir gosstöðvamar rétt fyrir klukkan 9 í morgun en þá var skyggni þokkalegt og bjóst Magnús Tumi við því að betur yrði hægt að gera sér grein fyrir því hvað væri að gerast á gosstöðvunum og um vatns- stööu Grímsvatna. Magnús Tumi sagði að efnagrein- ing gosöskunnar á Norrænu eldfjalla- stöðinni hefði leitt í ljós meiri skyld- leika hennar við Bárðarbungu en Grímsvatnaeldstöðina og aðspurður hvort það gæti verið vísbending um að umbrotin nú væra undanfari stór- goss í Bárðarbungu sagði Magnús Tumi að ekki væri sérstök ástæða til að ætla að miklar hörmungar væra í vændum. Gosið hefði á þessum sama stað fyrir um 60 áram án þess að til slíks kæmi. „Maður veit aldrei hvað svona eldfjall getur gert og það gildir í raun og vera um öll þessi eldfjöll," sagði Magnús Tumi Guðmundsson. -SÁ LIFIÐ ur Ve.rt HfiWÍ!! 1 kkt“'h- ’ .V-f.jK*...’ fjBÍ 1' er IZks* jfj 3 Ji .jfl Fjöldi fólks gekk frá heilbrigöisráöuneytinu viö Hlemm niöur aö Ráöhúsi Reykjavfkur vegna alþjóöa geöheilbrigöis- dagsins í gær. Segja má aö eftir þaö hafi veriö fullt út úr dyrum í Tjarnarsal Ráöhússins þar sem Guörún Katrín Þor- bergsdóttir forsetafrú tók meöal annarra til máls. DV-mynd ÞÖK Svíþjóð: Islendingur í gæsluvaröhaldi -grunaður um aðild að fíkniefnamáli 27 ára gamall Islendingur hefur /erið handtekinn í Stokkhólmi, jrunaður um að vera höfuðpaur- inn í stóru fikniefnamáli í Svíþjóð. Sænska lögreglan handtók ís- endinginn ásamt nokkram Svíum jg fundust í fórum þeirra m.a. töluvert magn af alsælutöflum. ís- lendingurinn hefur verið búsettur í Svíþjóð og unnið sem plötusnúð- ur á diskótekum í Stokkhólmi. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. -RR j rödd FuLKSINS 904 1600 lc xfÉmWb Á ríkið að endurgreiða virðisaukaskatt vegnaforsetaframboðanna? Hlýsjávareldið Máki: Barra slátrað í veislumat DV, Sauðárkróki: Fyrstu bömmum í hlýsjávareld- inu Máka á Sauðárkróki var slátr- að 8. október. Um lítið magn var að ræða, eða aðeins til að smakka, eins og Guðmundur Öm Ingólfsson framkvæmdastjóri orðaði það. Barri var svo aðalrétturinn í kvöldverði á Hótel Mælifelli sem hluthöfúm var boðið til eftir aðal- fúnd fyrirtækisins 9. október. Eldið hjá Máka er komið í fullan gang og reiknað með að stöðin verði rekin með fullum afköstum næsta ár. Fyrsta stóra slátrunin verður í byrjun ársins og síðan verður fiskur afsettur í stöðinni jafnt og þétt út árið. Þar eru nú 70 þúsimd fiskar sem er áætluð árs- framleiðsla stöðvarinnar fyrst í staö. Þyngd fiska í sláturstærð er 4-500 grömm og áætlað verðmæti framleiðslu stöðvarinnar 30 miilj- ónir króna á ári fyrstu árin. Máki hf. hefur nú talsverðar tekjur af sölu tækniþekkingar í Guömundur Örn Ingólfsson og Frederic Gaumet, dr. í fiskeldi, meö barra. DV-mynd Þórhallur gegnum samevrópsk verkefni. Hlutafé í fyrirtækinu er 32 milijón- ir en ákveðið hefur verið að auka það í 47 milljónir króna. Núver- andi hluthafar njóta þar forkaups- réttar. -ÞÁ Stuttar fréttir Nauðasamningar Stjóm Stöðvar 3 ákvað í gær að leita nauðasamninga við lána- drottna með greiðslu upp í 35% af almennum kröfúm. Náist ekki samningar leggur fyrirtækið upp laupana, að sögn stjórnarfor- mannsins. Þetta kom fram í RÚV. Vaskur endur- greiddur Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar fer fram á að 7 millj- óna króna virðisaukaskattur fá- ist endurgreiddur. Samkvæmt Degi-Tímanum skuldar ffamboð- ið um 20 milljónir króna. Kapphlaup um vínbúð Nokkrir aðilar í Kópavogi keppast nú um að fá áfengisút- sölu til sín en samkvæmt Degi- Tímanum hefur stjóm ÁTVR ákveðið að opna vínbúð í bæn- um. Móbnæla Nokkrir nemendur Fram- haldsskólans á Laugum ætla í dag að hjóla til Reykjavíkur með mótmælalista undir höndum og afhenda hann Birni Bjamasyni menntamálaráðherra, sem til- kynnt hefur niðurskurð á fram- lögum til skólans. Bati í bönkum Bankaeftirlit Seölabankans hefur gefið út skýrslu um rekst- ur banka, sparisjóða og verð- bréfafyrirtækja á síðasta ári. Þar kemur m.a. fram að hagnaður banka og sparisjóða eftir skatta í fyrra nam 1,3 miiljörðum króna eða 6,4% af eigin fé. Árið 1994 var hagnaðurinn 3,9% af eigin fé eða 750 milijónir króna. Afkomu- batinn er einkum vegna minni afskrifta útlána. Samherji sigraði Ríkissjóður var í gær dæmdur til að greiða Samherja á Akur- eýri bætur vegna synjunar Aila- miðlunar um sölu ferskfisks er- lendis. Hæstiréttur telur framsai valds löggjafans til ffarn- kvæmdavalds, þ.e. Aflamiðlun- ar, vera brot á stjómarskrá. Ný orkulög Grunavallarbreytingar verða gerðar á skipulagi orkumála hér á landi. Formaður orkulaga- nefndar sagöi í Sjónvarpinu að með þeim væri horfið frá mið- stýringu og markaðsbúskapur látinn ráða. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.