Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 28
KÍN Alla laugardaga Vertu viðbúin[n) vinningif (25)(26)(28) 1 E FRÉTTASKOTIÐ SIMINN sem aldrei sefur Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Helgarblaöið: Stefna á Broadway Helgarviðtalið er að þessu sinni við Sellu Palsson og Egil Ólafsson sem skrifað hafa söngleik fyrir leik- hús i New York. Stefnt er að því að setja söngleikinn upp á Broadway eða Off Broadway. Einnig verður rætt við skáld sem sest hafa að á Akranesi og Svein Þormóðsson ljós- myndara sem bjó í bragga. Að auki verður spjallað við leikkonu sem leikur mörg hlutverk þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið og sagt frá stuðningsmanni knatt- spyrnuliðs Grindvíkinga sem fékk áritaða keppnistreyju frá liðinu. -em Davíö Oddsson: Fjallaði um Evrópu- og jafnréttismál Davíð Oddsson, formaður Sjáif- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, kom víða við í setningarræöu sinni á 32. landsfundi Sjálfstæðis- -^flokksins í gær. Um 1.700 fulltrúar sitja landsfundinn sem var settur í Laugardalshöll síðdegis í gær. Davíð fjallaði um Evrópumál og sagði að Islendingar þyrftu að vera opnir fyrir alþjóðlegu samstarfi og viðskiptum án landamæra án þess þó að tapa áttum. Davíð sagði m.a. að íslendingar hefðu tryggt stöðu sína í Evrópu og þau áhrif sem þeir þyrftu. Davíð vék einnig að jafnréttismál- ur.i og sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn hlyti að taka frumkvæðið í þeim málaflokki en yfirskrift landsfund- arins er Einstaklingsfrelsi - jafn- rétti í reynd. Þá fjallaði Davíð um stjómarsamstarfið við Framsóknar- flokk. Sagði hann samstarfið hafa - ^Warið vel af stað og ekki annað að '• finna en það væri byggt á heilind- um. -RR Bárðarbunga ekki öll þar sem hún er séð: Risavaxin dragdrottning og til alls vís - segir Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli „Bárðarbunga er mjög vara- söm. Það má líkja henni við risa- vaxna drag-drottningu og ef hún fer raunverulega af stað þá vald- ar hún alveg ótrúlega stórt svæði og Skeiðarárhlaup er bara barna- leikur í samanburði við þær hamfarir sem hún gæti sett af stað,“ segir Stefán Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, i samtali við DV. Stefán segir að meðal slíkra hugsanlegra hamfara sé til dæm- is hlaup í Jökulsá á Fjöllum, sem gæti valdið miklu meiri spjöllum og skaða en Skeiðarárhlaup enda mun óútreiknanlegra, vegna þess hve vatnið fer langan veg eftir þröngri leið. Þá gæti Tungnaár- svæðið orðið illa fyrir barðinu á hamförum í Bárðarbungu. Stefán segir ýmislegt vera sér- kennilegt við gossvæðið í Vatna- jökli. Gossprungan liggi til norð- urs og þar með þvert á sprungur sem þarna eru og á stefnu Reykjaneshryggsins, þannig að þá ályktun megi draga að gosið komi í raun úr kvikunni undir Bárðarbungu og því hugsanlegt að gosið sé aðeins undanfari miklu verri hamfara. „Menn telja öruggt að vatn sé að safnast fyrir í gossprungunni en ég held að þeir haft ekki alveg áttað sig á samhenginu milli þess vatns sem er í gossprungunni og vatnsins í Grímsvötnum. Menn vissu að vatn rann inn í Grím- svötn, en núna rennur greinilega miklu hægar þangað en gerði og það verður ekki bara skýrt með minnkandi gosvirkni, það hefur eitthvað annað gerst, en hvað?“ spyr Stefán Benediktsson þjóð- garðsvörður. -SÁ Sex japönsk túnfiskveiðiskip voru stödd í Reykjavíkurhöfn í gærdag. Skipin hafa verið að veiða túnfisk við 200 mílna landhelgismörk íslendinga og koma til Reykjavíkur til að ná í olíu, matvæli og beitu. Skipin halda síðan heim til Jap- ans með aflann. DV-mynd S Maður var fluttur með reykeitrun á slysadeild. DV.-mynd S Sofandi í hættu Slökkviliðið í Reykjavík fékk til- kynningu um reyk frá forstofuher- bergi í fjölbýlishúsi við Rauðalæk í gærkvöldi. Brjóta þurfti upp hurð til að komast inn í íbúðina og kom þá í ljós að maður var sofandi inni og reykur frá potti á eldavélarhellu. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var maðurinn í hættu þar sem herberg- ið var lítið og hann hafði augljóslega andað að sér töluverðum reyk. Hann var fluttm’ á slysadeild. -sv Alelda bíll Grunur leikur á um að bakkus hafi verið með í fór í bíl sem fór út af Suðurlandsvegi við Rauðavatn rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Fimm voru fluttir á slysadeild en fjórir fengu að fara heim að skoðun lok- inni. Eldur kviknaði í bílnum og var hann alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bíllinn er talinn ónýtur. -sv ' BÁRPUR GAMLI^ ER GREINILEGA KOM- INN í SITT FINASTA V PÚSS! y Veðrið á morgun: Bjartviðri víða um land Á morgun lítur út fyrir frem- ur hæga nörðaustanátt og bjart- viðri víða um land en úti við norðausturströndina verða él. Hiti verður nálægt frostmarki. Veöriö í dag er á bls. 36 ^533 -lOOOÍ Kvöld- og helgarþjónusta / að hafa allt í röð og 1 reglu i btlskúmum brother Verð frá kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.