Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaBaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Uggvænlegt ástand Ömurleg mynd var dregin upp í Kastljósi ríkissjón- varpsins í fyrrakvöld af áfengis- og fikniefnaneyslu ungl- inga. Þar voru sýnd ungmenni sem eygðu enga von, nið- urbrotin á sál og líkama vegna eiturlyfjaneyslu. í þætt- inum kom fram að um 200 böm í Reykjavík, yngri en sextán ára, væru í harðri, daglegri neyslu flkniefna. Þá eru ótalin þau böm sem eins er ástatt um annars staðar á landinu. Bömin eiga það sameiginlegt að hafa byrjað áfengis- drykkju mjög ung og drekka illa. Stór hluti hópsins leið- ist út í fikniefnaneyslu í kjölfar áfengisdrykkjunnar og notar sífellt hættulegri efni. Sum bamanna sprauta sig daglega. Fíkniefnaneysluna Qármagna þau meðal annars með vændi, innbrotum og fíknieöiasölu. Líf þeirra myrkvast á örskammri stundu. Líðanin er hræðileg og framtíðin engin. En óhamingjan snertir ekki aðeins einstaklingana sem í þessu lenda. Foreldrar og nánustu aðstandendur em einnig illa á sig komnir. Oft vita foreldrar ekki hvemig taka skal á vandanum og upplausn verður á heimilinu. Ástand sumra einstaklinga verður þannig að þeir em vart húsum hæfir, persónuleikinn gerbreytist og ást getur snúist upp í hatur. Unglingamir fara að heiman og tengslin rofna. Eftir sitja foreldrar með sam- viskubit og sálarkvalir og kenna sér um hvemig komið er. Þeir sem í þessu lenda vita ekki að þetta getur hent hvem sem er. Þetta er vandi þeirra einstaklinga og fjölskyldna sem í lenda. En vandinn er líka þjóðfélagsins. Ekki er annað starf okkar ábyrgðarmeira en að koma ungu fólki til manns. Því er réttilega spurt hvort rétt hafi verið brugð- ist við þessum alvarlega þjóðfélagslega vanda. „Það vom mistök að loka Tindum,“ segir í grein Sigrúnar Hv. Magnúsdóttur félagsráðgjafa, fyrrverandi forstöðu- manns Tinda, í Morgunblaðsgrein í gær. Tindar á Kjal- amesi voru meðferðarheimili fyrir ungt fólk í vímueöia- vanda. Ríkisvaldinu þótti meðferð hvers einstaklings þar dýr og hefur því gripið til annarra ráða. Við það er forstöðumaðurinn fyrrverandi ekki sáttur og vitnar í marga sér til stuðnings. „Hvers vegna í ósköpunum var þetta gert?“ er spurt í greininni og svarið er „vegna tog- streitu í áðferðarfræði meðferðarmála“. Forstöðumaðurinn fýrrverandi kvartar undan því að stofnanir hafi tekist á um meðferðarunglingana. Sundr- ung ríki í meðferðar- og forvarnarmálum á íslandi. Bar- ist sé um fjármagn. Heildarstefna sé ekki fyrir hendi í málaflokknum. Á meðan þetta ástand vari viti foreldrar ekki hvert eigi að senda böm í vímuefnavanda. Stoöianir takast á en ábyrgðin er stjómenda í heil- brigðis- og félagsmálum. Tryggja verður að þeir fjármun- ir sem lagðir em til þessara mála nýtist. Fagaðilar, sem að koma, eiga að hjálpa skjólstæðingum sínum fremur en eyða tíma sínum í hagsmunabaráttu stofnana. Fyrir fram er vitað að meðferðin er dýr. Það verður þó að hafa í huga að miklu dýrara er að missa unga þjóðfélags- þegna með þessum hætti. Auk þess verður vanlíðan og óhamingja fólks ekki metin til fjár. Deilt er um forgangsröðun verkefna og nýtingu skatt- fjár. Stjómarformaður Byggðastofhunar virtist ræða það kinnroðalaust, fyrr í vikunni, að 100 milljarðar hefðu tapast á undangengnum árum. Þarf um það að spyrja hvort skynsamlegra sé að koma ungum fikniefnaneyt- endum út úr vítahringnum eða henda milljörðunum út um glugga hinnar steinrunnu stofnunar? Jónas Haraldsson „Úthlutun þorskkvóta til úthafsveiðiskipa er mesti styrkur til veiða sem þekkist í nokkru landi,“ segir Önundur m.a. í grein sinni. Skaðabætur vegna fískveiði þótt það hyrfi af sjón- arsviðinu. Varla gerir Landsbankinn það, þótt hann væri látinn borga brúsann. Sameign þjóðar- innar Eina leiðréttingu tel ég þó rétt að gera við skrif Halldórs Her- mannssonar. Hann telur að kvótakerfinu verði ekki breytt nema að „undan- gengnum gífurlegum skaöabótamálum“. Þetta tel ég ekki rétt. Það er viðurkennt af öllum og einnig í fisk- veiðilöggjöfinni að „Ríkiskerfið er nú yfirmannað eins og Sambandið var áður. Það hefír enginn saknað 1500 manna starfsliðs Sambandsins, þótt það hyrfí af sjónarsviðinu. Varla gerir Landsbankinn það, þótt hann væri látinn borga brúsann Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Það er ekki á hverjum degi að menn gangi fram og lýsi vanþóknun sinni á stjórnun fiskveið- anna á opinberum vettvangi. Samt er það svo að maður hittir ekki mann sem ekki fordæmir rang- lætið í fiskistjómun- inni. Andvaraleysið og tómlætið mn rétt- lætið er hvergi verra. Það eru aðeins hraustmenni á við Halldór Hermanns- son, verkstjóra á ísa- firði, sem segja skoð- un sína umbúða- laust, og á hann þakkir skildar fyrir. Ég geri fáar athuga- semdir við málflutn- ing hans. Lýsing hans á afleiðingum kvótakerfisins er fyrir flesta íslend- inga sönn og rétt. Sameign þjóð- arinnar Þetta hefir aldrei verið greinilegra en nú á þessu fiskveið- iári, þegar úthafsveiðiflotanum hefir verið beitt á úthafinu og aldrei náðst jafn mikill árangur sem nú. Algjört metár er í flestum fisktegundum, nema þorski, sem á sér sérstakar skýringar. Þessu fylgir síðan góðæri i land- inu á ölliun sviðum. Jafnvel sósíal- isminn í ríkiskerfinu eykst óð- fluga, en sá eldspúandi dreki etur allt og eyðir öllum árangri á öðr- um sviðum. Ríkiskerfið er nú yfir- mannað eins og Sambandið var áður. Það hefir enginn saknað 1500 manna starfsliðs Sambandsins, fiskurinn í sjónum utan netlaga er sameign allrar þjóðarinnar og hef- ir svo verið frá upphafi íslands- byggðar. Var þetta fýrst staðfest í Jónsbók frá árinu 1281. Úthlutun á veiðiheimildum eða kvótum, eins og það heitir nú, er í höndum Alþingis, og gildir aðeins svo lengi sem lög gilda hverju sinni. Það er til fjöldi nýlegra til- vika um breytingar á fiskveiðilög- gjöfmni frá undangengnum árum, sem sanna að ekki er um neinar skaðabótakröfur að ræða þótt regl- um sé breytt af Alþingi. Alþingi er ábyrgt fyrir fiskveiði- stjómuninni á hverjum tíma. Ráð- herrar starfa í umboði Alþingis. Reglugerðir ráðherranna eru ógildar ef þær byggja ekki á lögum frá Alþingi. Samfélagið skuldar útgerð- unum ekkert... Framsal á kvótum milli manna og útgerða er nýleg ákvörðun Al- þingis. Þetta er undirstaða þess að einstakar útgerðir hafa getað keypt upp mikið magn af kvótiun, þannig að nú er fyrirsjáanlegt að t.d. þorskkvótar verði innan tíðar komnir á fáar hendur eða útgerð- ir. Nýir aðilar komast ekki að. Ungum mönnum er varnað að taka þátt í fiskveiðum. Samtök smábátaútgerða hafa samþykkt stefnu fiskiráðuneytis- ins um að fiöldi smábáta verði aðeins um 800, sem er þriðjungur þess sem áður var. Með þessum hætti kemur meira í hlut hvers og eins, en jafnframt er ljóst að aðrir verða útilokaðir. Úthlutun þorskkvóta til úthaf- sveiðiskipa er mesti styrkur til veiða sem þekkist í nokkru landi. Útgerð með 15000 tonna árlegan þorskkvóta getur selt þennan kvóta á 100 kr./kg og fengið ár- lega 1500 milljónir í sinn hlut. Góð afkoma úthafsveiðiflotans byggist sjálfsagt mest á þessu, en engar opinberar upplýsingar eru gefnar um sölu á kvótum. Kaup á kvótum er á ábyrgð kaupandans. Greiðsla fyrir keypta kvóta hefir farið fram með tekjum, sem aflað var með afnotum af veiðum í landhelginni. Samfélagið skuldar útgerðunum ekkert þegar Alþingi ákveður að breyta um skipulag á veiðunum á ný. Við skulum halda okkur við stað- reyndir. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Fyrirætlanir eitt, árangur annaö „Það á eftir að kosta mikil átök að skila ríkissjóði hallalausum, það sýnir reynslan okkur og það er ástæða til að ítreka óskir til ríkisstjómarinnar um árangursríka haráttu við rikisfiármálin. Það getur ásamt öðm ráðið miklu um framvindu efhahags- mála hér á landi á næstu misserum og hvort við glutrum niöur þeim ávinningi sem náðst hefúr í efnahagsmálum á þessum áratug með æmu erfiði. Það má ekki verða. Hins vegar skal á það minnt að í þessum efnum sem öðrum em fyrirætlanir eitt, ár- angur annað.“ HJ í Viðskiptum/Atvinnulífi Mbl. 10. okt. Óhæfir til þingsetu „Fimm af sjö stjómarmönnum í Byggðastofnun eru alþingismenn, og eru allir úr kjördæmum á landsbyggðinni. Nú vill svo til að þingmenn em kjörnir til að setja þjóðinni lög. En þingmenn vilja auðvitað völd, og þeir líta ekki svo á að þau völd sé að finna í Alþingishúsinu.... Smákóngamir í stjóm Byggðastofnunar líta ekki á sig sem spillta stjóm- málamenn. En það em þeir. Menn sem afskrifa lán um leið og þeir veita þau eru óhæfir til að sitja á Al- þingi.“ Hrafn Jökulsson í Alþbl. 10. okt. Hálfur sigur í fjárlögum „Það er auðvitað fagnaðarefni að ríkisstjómin skuli ætla sér að standa við fyrirheit um að ná halla- lausum fiárlögum á komandi ári. En með því að leggja frumvarpið fram er aðeins hálfur sigur unn- inn því eftir er að koma því í gegnum Alþingi þar sem freistingar þingmanna til að afgreiða sérhags- muni og áhugamál sín verða án efa miklar. . . . En um leið og vert er að fagna þessum áfangasigri rík- isstjómarinnar veldur það vonhrigðum hve skammt er gengið í að hemja ríkisútgjöld. Raunar er ekkert gert í þeim efnum.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 9. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.