Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Teikningar André Devys Íí dag kl. 17 verður opnuð í Þjóðskjalasafni íslands, Safna- húsinu við Hverfisgötu, sýning á teikningum franska arkitektsins André Devys af flughöfh Reykja- víkur. Teikningamar eru frá ár- inu 1933 en um það leyti var rætt i fullri alvöru á alþjóðavettvangi að Island yrði miðstöð flugs yfir Atlantshafíð. Af þvi tilefhi hafði Balbo flugmálaráðherra Ítalíu viðdvöl hér á landi í frægu hóp- flugi til Bandaríkjanna sumarið 1933. Haxm vildi kanna leiðina og skilyrði á íslandi. André Devys var þá að ljúka námi í byggingar- list í París og fékk hugmynd að prófverkefni sínu sem er teikn- ingar af fullkominni flughöfn á íslandi, útliti, umhverfi og innra skipulagi. Þessar teikningar gaf hann íslendingum árið 1982 en þær hafa ekki verið sýndar opin- berlega áður. Sýningin er opin mánudaga til fóstudaga kl. 10-18 og laugardags- morgna kl. 9-12. Ólafur Haukur og Hrafnhildur. íslensk leik- ritun í 200 ár Eins og áður hefur komið fram i þessu blaði eru í haust liðin 200 ár frá því að skólapiltar í Hóla- vallaskóla hófu að æfa fyrsta ís- lenska leikritið sem með vissu var sett á svið hér á landi, Hrólf eftir Sigurð Pétursson. Af þessu tilefni efna Listaklúbbur Leik- húskjallarans og Leikskáldafélag íslands til umræðukvölds um stöðu íslenskrar leikritunar á okkar dögum á mánudagskvöldið í Leikhúskjallaranum. Frummælendur eru Ólafur Haukrn- Simonarson leikskáld, Hafliði Arngrímsson, leiklistar- ráöunautur LR, María Kristjáns- dóttir, leiklistarstjóri RÚV, Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir leikskáld, Steinunn Jó- hannesdóttir leikskáld, Hávar Sigurjónsson, leiklistarráðunaut- ur Þjóðleikhússins, og Sveinbjörn I. Baldvinsson handritahöfundur. Pallborðið skipa Jón Viðar Jóns- son gagnrýnandi, Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikhússtjóri LR, Stef- án Baldursson þjóðleikhússtjóri, Árni Ibsen leikskáld og Sveinn Einarsson leik'stjóri sem stýrir umræðum. Húsið verður opnað kl. 20.30 en dagskráin hefst kl. 21. Meðlimir Listaklúbbsins, Leikskáldafélags- ins og Höfundasmiðjunnar greiða 400 kr. inn, aðrir kr. 600. Kirkjuleg sveifla Bústaðakirkja fær til sín góðan gest í næstu viku, gospelsöngkon- una Bebiane Beje ásamt hljóm- sveit hennar og gospelsöngvaran- um Claes Wegener. Kirkjan hefur staðið fyrir gospeltónleikum ár- lega til að kynna íslendingum slíka tónlist og stjómandi er að venju Guðni Þ. Guðmundsson, organisti Bústaðakirkju. Tvennir tónleikar verða á þriðjudagskvöld, kl. 20 og 22, og þeir síðustu á miðvikudagskvöld kl. 20. Miðar eru seldir í Bústaða- kirkju daglega kl. 17-19. Umsjón ____________T------------- Silja Aðalsteinsdóttir 1 imenning Vertu þú sjálfur! í gær var fhunsýnt í Gerðubergi lítið leikrit fyrir smáa áhorfendur, Bangsaleikur eftir Illuga Jökulsson, í leikstjóm Sigrúnar Eddu Bjömsdótt- ur. Það er kúnst að tala við börnin í gegnum svona texta þannig að þau hafi af honum bæði gagn og gaman en það leyndi sér ekki að söfnuðurinn meðtók boðskapinn með gleði. Litlu krakkamir á frumsýningunni lifðu sig inn í söguna um bangsastrákinn sem býr úti í skógi og er svo ósköp einmana af þvi að hann á engan vin. Hann reynir með öllum ráðum að ganga í aug- un á dýrunum sem hann hittir með því að líkja eftir þeim og þykjast vera af þeirra tegund. Um síðir skilst honum þó að þetta er ekki rétta leið- in til að eignast vini: „Hvort sem þú er ljón eða fíll eða kálfur þá skiptir mestu máli að vera þú sjálfur!" Stimdum hefur mér fundist helsti ljóður á leik- ritrnn sem ætluð em yngstu bömunum að þrátt fyrir útfærsluna, sem oftar en ekki er undur- skemmtileg, heyrist stundum áleitið tómahljóð í öllu saman vegna þess að sjálf sagan er of þunn. En hér var annað uppi á teningnum. I Bangsaleik er textinn bitastæður og ekki spilla skemmtileg dýragervi sem Helga Rún Pálsdóttir hefur hann- að af hugkvæmni. Annar sviðsbúnaður er ein- faldur en nýtist þó vel í atburðarásinni. Guðni Franzson samdi lögin sem sungin era. Þau eru ljúf á að heyra en tónlistin hefði óneitan- lega orðið skemmtilegri með meiri undirleik. Jakob Þór Einarsson leikur litla bangsann og má alveg gefa sig af meiri innlifun í hlutverkið, sérstaklega í byrjun. En hann náði engu að síður góðu sambandi við áhorfendur sem fylgdust grannt með og lögðu sitt til málanna og þegar upp var staðið átti þessi geðþekki bangsasveinn hvert bein í krökkunum. Stefán Sturla Sigurjónsson var búinn að ná fullum dampi í hlutverki stóra bangsa og allra hinna dýranna, lipur og sposkur á svip í litskrúð- ugu dýragervunum hennar Helgu Rúnar. Þau era eins og fyrr segir eitt aðaltrompið í sýningunni. Leiklist Auður Eydal Að öðru leyti er sýningin höfð eins einföld i snið- um og hægt er þar sem henni er ætlað að vera farandsýning sem hægt er að setja upp „hvar sem er“. Sjónleikhúsið sýnir í Gerðubergi og víðar: Bangsa- leik Höfundur: lllugi Jökulsson Höfundur tónlistar: Guðni Franzson Búningahönnuður: Helga Rún Pálsdóttir Leikstjóri: Sigrún Edda Björnsdóttir Jakob Þór Einarsson og Stefán Sturla Sigurjónsson. Að slá taktinn Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói í gærkvöldi vora ekki með hefðbundnu sniði. Með hljómsveitinni í nokkrum verkanna á dagskránni dönsuðu nemendur úr Listdansskóla íslands. Dansana sömdu kennarar hópanna. Hér verður ekki fjallað um þessa dansa eða dansarana en það var ánægjulegt að horfa á vel æfð ung- mennin sýna list sína. Tónleikarnir voru helgaðir dans- og balletttón- list úr ýmsum áttmn. Það virðist ef til vill ekki erfitt verkefhi fyrir vanan hljómsveitarstjóra að stýra góðri hljómsveit í gegnum nokkur alþekkt verk sem henta vel fyrir dans. En reyndin er önn- ur. Að slá taktinn er hið flóknasta mál. Þar ræður útkomunni tilfinningin fyrir sveiflunni í tónhst- inni annars vegar og tökin á hljómsveitinni hins vegar. Rússinn Nicholas Uljanov, sem hélt á tónsprot- anum, átti í vandræðum með að gæða tónlistina lífi. Fyrsta verkið á efnisskránni kom liflaust úr penna skapara sins, C.M.von Weber, og útsetning eftir Berlioz til þess eins fallin að draga það fram. Þá er lítið að gera nema að þrauka. Dans fyrir tvo eftir Stravinsky, byggt á tónlist eftir Tchaikovsky, er sérkennileg lítil svíta og þó hún hrifi ekki sterkt þá var margt vel gert. Hægt er að nefna góð- an leik flautuleikara og klarínettuleikara í þriðja hluta. Ungverskur dans nr. 5 eftir Brahms hljóm- aði sem í höftmn, niðumjörvaður í hrynfestu sem grátónaði alla liti hans. En flatneskja hrynsins varð ærandi í hinum þekkta tangó, Jalousie, eftir Jacob Gade. Bráðskemmtilegur dans eftir Hany Hadaya við Sverðdansinn eftir Khatsjatúijan fangaði hins vegar athyglina, flutningurinn kröft- ugur. Elddansinn eftir Manuel de Falla hljómaði lítt eldfimur þó að vel væri leikið. Hið fræga Pavane eftir Ravel var jafnvel klunnalegt i upp- hafi en svo gerðist eitthvað. Samfella varð meiri í túlkun og góður hljómur hljómsveitarinnar naut sín betur. Kannski var það nálægðin við síðasta verkið á dagskránni og þá áskorun sem felst í flutningi þess sem hafði þessi áhrif. En fyrst var hristur fram úr erminni hinn fjörugi Can-Can úr Orfeusi eftir Offenbach, sem einhverjum hefur sjálfsagt þótt gaman að heyra. Það var í síðasta verkinu á dagskrá kvöldsins að loksins tókst að miðla tónlistinni af sannfær- ingu og áhuga. Sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Bernstein eru kraftmikil og grípandi samsuða úr dönsunum í söngleiknum. En Sinfón- íuhljómsveit íslands gerði úr þeim ævintýri. Tónlist Sigfríður Björnsdóttir Stjórnandinn hélt vel utan um bæði slagið og heildina. Það skapaði grunn sem hljóðfæraleikar- arnir nýttu sér til hins ýtrasta og má segja að sumir hafi nánast sleppt fram af sér beislinu. Þetta verk var vel unnið og æft og skilaði sér til áheyrenda sem rafmögnuð upplifun. Þar með lauk þessum tónleikum á hápunkti sínum, likt og alltaf ætti að gerast. Ein af Ijósmyndum Páls Stefánssonar í bókinni. V í ðáttuvett vangur Það fer ekki á milli mála að panoramamynda- vélin, sem við skulum kalla víðáttumyndavél, hefur bæði kosti og galla. Og raunar áhöld um hvort gallar vélarinnar, eða „leikfangsins", eins og Páll Stefánsson ljósmyndari nefnir hana í þeirri bók sem hér er til umræðu, séu ekki fleiri en kostirnir. Hún er fyrirferðarmikil, þung og hægvirk, og gagnslítil án fyrirferðarmikils, þungs og hægvirks þrífótar. Með linsum og öðra tilbehör kostar hún sjálfsagt eitthvað svipað og hópferð bankastjóra í góða laxveiðiá. Hvað hefur hún svo til síns ágætis? Jú, við rétt- ar aðstæður getur hún myndað allan sjóndeildar- hringinn sem hendi væri veifað (og með svip- uðum hætti). Auðvitað getur verið gott fyrir land- fræðinga og nýstárlegt fyrir landslagsunnendur að fá náttúrana skrásetta með þessum hætti, jafn- vel útgefna á bók. Nema hvað bækur með víðáttu- myndum eru svo skrambi erfiðar í umgengni, passa hvergi í hillur; maður er sífellt að reka höf- uðið eða lappimar í þær. En víðáttumyndavélin er ekki verulega gott tæki til tjáningar. í hana er innbyggð sú mein- loka að hægt sé að fanga á filmu hið séða eins og það leggur sig. Þessi meinloka gagntekur einnig áhorfandann sem telur sig iðulega fá eitthvað meira út úr víðáttumynd en „venjulegri'* ljós- mynd. Vissulega fær hann stærri skammt af myndefninu, meira landslag, meira allt, en á hinn bóginn reynist honum erfitt að greina aðalatriði frá aukaatriðum víðáttumyndarinnar. Athygli hans er drepið á dreif en ekki beint að því sem máli skiptir. Viðáttumyndin er að stærstum hluta gerð af dauðri linsu sem hvorki velur né hafnar heldur hreyfist vélrænt frá vinstri til hægri og „skannar" landslag inn á filmu. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson Að vísu burðast ljósmyndarinn með víðáttu- myndavélina á tiltekinn stað, stillir henni upp, velur henni filmu og linsu og segir: Gjörðu svo vel, en myndavélin sér um afganginn, aö sloka í sig gjörvallan fjallahringinn og himininn með. Sjónmennt ljósmyndarans, smekkur og hyggjuvit gera sig ekki gildandi með sama hætti og í „venjulegri“ ljósmyndatöku. En þótt ljósmyndar- inn geti ekki stjórnað því í smáatriðum hvað slæðist inn í víðáttumynd er ekki þar með sagt að hann geti ekki lært að hantéra með sérkennileg hlutfóll hennar, að hugsa lárétt fremur en lóðrétt. Páll Stefánsson er meiri kompónisti á víðáttu- myndavél og islenskt landslag en flestir aðrir vegna þess að hann þekkir viðfangsefni sitt til hlítar. Eins og strákarnir í kókauglýsingunni hef- ur hann verið alls staðar, myndað allt, og birt í ótal blöðum og bókum. Hann veit nokkurn veg- inn hvað skeður á tilteknum stað, stund og árs- tima og hefur því forskot á tilviljanir. Víðáttu- myndir eru honum eins konar afslöppun, áhyggjulaus spássitúr um stórbrotið landslagið í síbreytilegri birtunni, án þess að þurfa að brjóta það til mergjar. Við getum notið hinnar nýju bókar hans, Panorama, með sama hugarfari, látið augun hvarfla um fiöll og firnindi, stokka og steina, án þess að hafa áhyggjur af meintri „merkingu" eða „merkingarleysi" myndefnisins. Og eins og alltaf þegar Páll á í hlut er smekkvísin allsráðandi í bókinni, bæði í myndavali og útlitshönnun. Páll Stefánsson - Panorama, 128 bls. Iceland Review 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.