Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 „> <tp^önn Menningar- ráðstafanir „Annars gerði ég ráðstafir til að verða ekki tekinn alvarlega í menningarmafíunni og gekk í Sjáifstæðisflokkinn. Ég hef ekki verið tilnefhdur í eina einustu nefnd síðan.“ Daði Guðbjörnsson myndlist- armaður, í Degi-Tímanum. Óhæfir þingmenn „Menn sem afskrifa lán um leið og þeir veita þau eru óhæfir til að sitja á Alþingi. Slíkir menn væru kallaðir bófar í siðuðum löndum.“ Hrafn Jökulsson um stjórnar- menn í Byggðastofnun, í Al- þýðublaðinu. Ummæli Betri einstaklingar „Það sem við höfum umfram islenska liðið eru betri einstakl- ingar í hverri einustu stöðu - svo einfalt er það.“ Anghel loradanescu, þjálfari Rúmena, í Morgunblaðinu. Mörg himdruð ára venja „Það hleypur úr Grímsvötnum og hefur gert í allmörg hundruð ár.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur, í DV. Hann kann sitt „Hann er doktor í hagfræði og stjómmálafræði, prófessor, deildarforseti, fyrrverandi ráð- herra og flokksformaður. Hann kann sitt.“ Guðmundur rafn Geirdal, um kosti forseta íslands, í Dagur- Timinn. Þrír fimmtu hlutar Byltingar sem skemmtir á Kaffi Reykjavík í kvöld. Kaffi Reykjavík: Bylting Norðlensku strákamir í hljóm- sveitinni Byltingu hafa verið dug- legir við spilamennskuna í sumar og haust. Nú er komið að því að þeir taki sér hlé þangað til í vor en áhugasamir hafa enn þá mögu- leika á því að beija þá augum á Kaffí Reykjavík um helgina en þeir munu skemmta bæði í kvöld og annað kvöld. Bylting er þannig skipuð: Vaiur Halldórsson söngv- ari, Þorvaldur Eyfjörö gítarleik- ari, Bjami Valdimarsson bassa- leikari, Sigfús Óttarsson trommu- leikari og Tómas Sævarsson hljómborðsleikari. Skemmtaiiir Kirsuber á Gauknum Hljómsveitin Kirsuber kemur saman um helgina eftir nokkurt hlé og leikur í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng. Þeir mæta tvíefldir til leiks og hefja það sem þeir kalla The Kirsuber Winter Tour 96/97. Kirsuber stunda fjörugan flutning og líflega fram- komu og lofa þeir berjaliðar þrumustuði um helgina. Þurrt að mestu Um 300 km austur af Langanesi er 983 mb lægð sem hreyfíst norð- austur en vaxandi 975 mb lægð um 400 km suðsuðvestur af Vestmanna- eyjum fer norðaustur milli íslands og Færeyja í dag. Veðrið í dag Vaxandi norðan- og norðaustan- átt, allhvöss eða hvöss og snjókoma eða slydda um allt norðanvert land- ið er líður á morguninn, rigning á Austfjörðum en þurrt að mestu sunnanlands og vestan. Lægir aftur er liður á daginn, fyrst vestan til. Kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðankaldi fram eftir degi en st- inningskaldi eða allhvasst síðdegis. Bjart veður. Lægir aftur í kvöld og nótt. Hiti 1 til 5 stig í dag en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.21 Sólarupprás á morgun: 8.09 Slðdegisflóð í Reykjavlk: 17.50. Árdegisflóð á morgun: 6.10 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjað 2 Akurnes skýjaö 2 Bergstaðir hálfskýjað -3 Bolungarvík Egilsstaðir léttskýjað -5 Keflavíkurflugv. skýjað 2 Kirkjubkl. léttskýjað 1 Raufarhöfn snjóél -0 Reykjavík léttskýkjað 1 Stórhöfði heiðskírt 1 Helsinki léttskýjað 1 Kaupmannah. þokuruðningur 3 Ósló skýjað 3 Stokkhólmur skýjaó 0 Þórshöfn Amsterdam þokuruðningur 8 Barcelona skýjað 14 Chicago heiðskírt 1 Frankfurt þokumóöa 8 Glasgow súld á síð.kls. 10 Hamborg þoka í grennd 4 London skýjað 6 Los Angeles heiðskírt 17 Madrid léttskýjað 5 Malaga Mallorca lágþokublettir 11 París þokumóða 12 Róm þokumóða 15 Valencia þokumóóa 14 New York heiðskírt 9 Nuuk skýjað -2 Vín skýjað 10 Washington heiðskírt 9 Winnipeg heiðskírt 8 Kristinn R. Olafsson, sögumaður á spænsku kvöldi: Er orðinn hálfgerður netfíkill „Það var leitað til mín i sumar um að gera texta með sýningu sem átti að fjalla um Spán og eftir smá- vangaveltur lét ég verða af þessu og skrifaði textann og var síðan fluttur inn með textann fokheldan í farangrinum," segir Kristinn R. Ólafsson, höfundur og sögumaður sýningarinnar Spænskt kvöld sem Kaffíleikhúsið sýnir og hefur vak- ið hrifningu og fengið góða dóma. Þykir Kristinn, sem er þekktastur hér á landi fyrir að vera fréttarit- ari útvarpsins í Madrid, fara á kostum sem sögumaður. Kristinn sagði að starf hans sem fréttaritari í Madrid hefði verið Maður dagsins aðalstarf hans í sex ár: „Það er fastapunkturinn í lífinu. Ég hef verið fréttaritari í fimmtán ár og kenndi lengi með því en hef und- ánfarin ár unnið við þýðingar með fréttaritarastarfinu og er ein bók sem ég hef þýdd einmitt að koma út á næstunni. Nefnist hún Ref- skák eða Bríkin frá Flandri, ákaf- lega góð bók, en því miður var gerð léleg kvikmynd eftir henni.“ Kristinn R. Ólafsson. Þetta er ekki eina bókin sem kemur frá Kristni fyrir jólin, frumsamin skáldskapur er einnig á leiðinni: „Það er lítið kver, Fjöl- móðs saga foðurbetrungs. Þetta er ævintýrasaga, sem gerist á tólftu öld á íslandi, draumheimum og á eyjum í Jórsalahafi. Bókin er í erf- iðum stíl, Íslendingasagnastíl og er með orðaskýringum á hverri síðu, eiginlega átti undirtitillinn að vera Ævintýralegur tólftu aldar tryllir." Kristinn sagði að hann áætlaði að vera á íslandi til nóvemberloka: „Sýningin hefur fengið það góðar viðtökur að það er lagt hart að mér að vera áfram, ég verð sjálf- sagt að strjúka af landi brott.“ Þegar Kristinn var spurður um helstu áhugamál sín sagðist hann vera svo heppinn að áhuginn færi yfirleitt saman við það sem hann væri að starfa við: „Þetta verður ein samfella, ég ræð mér sjálfur og geri það sem mig langar til, en það veröur vissulega að hafa aga og reglu. Þá hefur starf mitt breyst mikið með komu Internetsins og má segja að ég sé orðinn hálfgerð- ur netfíkill. Þetta er allt annað líf, nú get ég lesið þau landsmálablöð- in sem komin eru á netið snemma morguns og þarf ekki að bíða eftir komu þeirra í blaðasölutuma. Kristinn býr í Madrid og sagði ekki marga íslendinga búa þar: „Ætli við séum ekki fjögur eða fimm sem erum með fastar rætur en það er alltaf slangur af vistum, eins og ég kalla au-pair stúlkurn- ar, og má segja að Madrid sé vin- sæll vistnastaður. Eiginkona Kristins er Maria Soldad Alvarez og eiga þau eina dóttur sem heitir Alda Sólrún. -HK Saknæmur Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn DV KA er það liö íslenskt sem byrjar í Evrópukeppninni í kvöld. KA-Amicitia Að venju taka íslensk hand- knattleikslið þátt í Evrópu- keppni í vetur. Valur leikur í meistarakeppninni og KA í Evr- ópukeppni bikarmeistara og Stjarnan i Evrópukeppni félags- liöa og það er KA sem hefur leik- inn í kvöld á Akureyri og leikur þar gegn Amicitia og verður KA að teljast sigurstranglegra í þess- ari viðureign. Á morgun fer síð- an fram viðureign Stjörnunnar og Hirschmann. Einn leikur er í meistaradeild körfuboltans í kvöld. Fer hann fram á ísafirði. Heimamenn í KFÍ taka á móti Tindastóli og verður það örugglega spennandi leikur en bæði liðin eru búin að sigra. íþróttir Skákmenn verða við skák- borðið um helgina því í kvöld hefst deildakeppni Skáksam- bands íslands, fyrri hluti, og verður teflt fram á sunnudags- kvöld. Teflt er i Faxafeni 12, Reykjavík, en einn riðill í 4. deild verður tefldur á Akureyri. Keppnin hefst kl. 20.00. Seinni hlutinn fer síðan fram í vor. Bridge Frammistaða Helga Sigurðsson- ar og Sigurðar B. Þorsteinssonar á spilakvöldum hjá Bridgefélagi Reykjavíkur hefur vakið verðskuld- aða athygli. Þeir hafa þrisvar sinn- um tekið þátt í tvímenningskeppni félagsins og lent í fyrsta sæti tvisvar sinnum og einu sinni í öðru sæti. Kerfi þeirra félaga er hannað af Helga Sigurðssyni og er með „pólsku ívafi“. Laufopnun kerfisins lýsir annaðhvort 14-16 punkta jafn- skiptri hendi eða 17 eða fleiri punkt- um með óræðri skiptingu. Kerfið er búið ýmsum grimmum vopnum, til dæmis lýsir opnunin 2 lauf 5-11 punktum og a.m.k. 4-4 í hálitum. Á spilakvöldi BR síðastliðið miðviku- dagskvöld græddu þeir félagar vel á þeirri opnun í þessu spili. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og eng- inn á hættu: * KD32 •» 6 * K1086 * K642 é 108765 •f K985 + 97 * 98 * G4 * G2 + ÁDG2 * ÁG753 Vestur Norður Austur Suður Helgi Guðl. Sig.B.Þ. Örn 2 * pass 4 •* p/h Opnun Helga á vesturhöndina er helst til veik til að samrýmast kröf- unum en Helgi stóðst ekki mátið því hann var utan hættu. Guðlaugur R. Jóhannsson átti ekki sögn yfir þeirri opnun og Sigurður sagði fjög- ur hjörtu til vinnings. Örn Arnþórs- son var ekki öfundsverður yfir því að segja á suðurhöndina og passaði eftir nokkra umhugsun. Eftir um- hugsun Amars átti Guðlaugur varla fyrir sögn á norðurhöndina. Þrátt fyrir að 4 hjörtu Sigurðar væri sögð til vinnings átti þessi samningur enga vinningsmöguleika og Sigurð- ur gaf hina upplögðu 5 slagi. 100 í NS var hins vegar hreinn toppur til AV því flestöll NS pörin spiluðu 5 lauf eða tígla og meira fékkst fyrir að spila bút i öðrum hvorum lit- anna (150). ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.