Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Afmæli Jón Mars Ámundason Jón Mars Ámundason, fyrrv. bóndi í Bjarghúsum í Vesturhópi, til heimilis að Langholtsvegi 26, Reykjavík, er sjötíu og fhnm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Dalkoti í Kirkju- hvammshreppi í Vestur- Húna- vatnssýslu og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf en Ðutti síðan með foreldrum sínum á Hvammstanga. Jón var bifreiðarstjóri á Hvammstanga 1946-50, verkamaður þar 1950-55 og síðan bóndi í Bjarg- húsum 1956-89 jafiiframt því sem hann stundaði verkamannavinnu. Jón var félagi í Verkalýðsfélaginu Hvöt á Hvammstanga, í Búnaðarfé- lagi Þverárhrepps og var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Þyts í Vestur-Húnavatnssýslu 1950. Fjölskylda Jón kvæntist 1951 Jóhönnu Björnsdóttur, f. 4.8. 1930, húsfreyju og leiðbeinanda. Hún er dóttir Bjöms Sigvaldasonar, bónda í Bjarghúsum og síðar kirkjuvarðar í Fossvogskapellu, og k.h., Guðrúnar Teitsdóttur, húsfreyju og síðar starfsstúlku á Elliheimilinu Grund, en þau eru bæði látin. Böm Jóns og Jóhönnu em Guðrún, f. 1.11. 1950, forstöðumaður í Reykja- vík, gift Halldóri H. Ámasyni lagerstjóra og er sonur þeirra Ámi, f. 28.10. 1970, nemi i Kaup- mannahöfii, en sambýlis- kona hans er Katrín Ásta Gunnarsdóttir og er son- ur þeirra Egill Tumi, f. 16.8. 1996; Ámundi Grét- ar, f. 14.4. 1952, línumað- ur hjá RARIK, búsettur á Blönduósi, en sambýlis- kona hans er Ingibjörg Þorbjömsdóttir, starfsmaður Jón Mars son. hjá Ámunda- SAH, og era synir þeirra Þorbjöm Kristján, f. 26.11. 1980, og Jón Mars, f. 19.10. 1981; Bima, f. 23.11. 1954, starfsmaður Sjúkrahúss Sauðár- króks, gift Eiriki Jónssyni, starfs- manni við Steinullarverksmiðjuna, og era börn þeirra Guðrún Kristín, f. 12.11. 1977, nemi á Sauðárkróki, í sambýli með Valdimar Sigmars- syni, en sonur þeirra er óskírður, f. 23.9. 1996; Jón Mars, f. 5.7. 1980, nemi og Jóhanna Sigurlaug, f. 2.3. 1986; Sigurbjörg Dagbjört, f. 19.12. 1955, kaupmaður á Hvammstanga, gift Hermanni J. ívarssyni lögreglu- þjóni og era böm þeirra Jón ívar, f. 30.12.1978, og Björn Þór, f. 16.2.1985; Daði, f. 12.8. 1958, húsasmíðameist- ari í Reykjavík, en sam- býliskona hans er Olga Sylvía Ákadóttir dagmóð- ir og eru dætur þeirra Eva Björg, f. 4.10.1992, og Katrín Helga, f. 28.11. 1993; Svanhildur, f. 30.8. 1961, þroskaþjálfi í Reykjavík, gift Bárði Helgasyni bankastarfs- manni, og era böm þeirra Ragnheiður, f. 29.1. 1987, Og Helgi, f. 9.4. 1990; Þór- hildur, f. 19.11. 1965, leik- skólakennari í Reykjavík, gift Bimi Steinari Hauks- syni byggingastarfsmanni og era dætur þeirra Erla Rún, f. 7.11. 1989, og Urður Mist, f. 14.9. 1993. Systkini Jóns: Rögnvaldur Berg- mann, f. 3.9.1906, d. 15.4.1979, bóndi í Vatnahverfi í Austur-Húnavatns- sýslu; Sigríður Ingibjörg, f. 20.9. 1907, d. 26.6.1985, húsmóðir og kaup- maður á Sauðárkróki; Arelíus Dag- bjartur, f. 9.6.1909, d. 20.6.1946, m.a. íþróttaþjálfari í Reykjavík; Sveins- ína Sigurbjörg, f. 3.3. 1910, d. 10.10. 1933, m.a. starfsstúla við sjúkrahús; Guðrún Hulda, f. 17.6. 1912, d. 28.1. 1985, húsmóðir í Reykjavík; Ólafúr Mars, f. 27.2.1914, bóndi á Mið-Kára- stöðum á Vatnsnesi og síðar starfs- maður á Keflavíkmfiugvelli; Emil Ófeigur, f. 24.10. 1915, lengst af starfsmaður Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi; Böðvar, f. 1.1. 1917, lengst af starfsmaður við Slökkvilið- ið á Reykjavíkurflugvelli; Margrét Ingibjörg Theodórsdóttir, f. 23.6. 1919, lengi starfsmaður við sjúkra- húsið á Hvammstanga; Sveinbjöm Sigurður Ingvar, f. 12.3.1924, d. 5.11. 1988, bóndi i Þverholtum á Mýrum; Vigdís, f. 10.10. 1925, starfsstúlka á Elliheimilinu Grand; Auðbjörg, f. 25.11. 1928, lengi búandi í Fossgerði i Eiðaþinghá, nú búsett á Egilsstöð- um. Foreldrar Jóns vora Ámundi Jónsson, f. 26.5. 1885, d. 10.3. 1971, bóndi í Dalkoti á Vatnsnesi, og k.h., Ásta Margrét Sigfúsdóttir, f. 6.5. 1890, d. 18.10.1960, húsfreyja. Ætt Foreldrar Ámunda voru Jón Mars Jósefsson og k.h., Sigríður Ólafsdóttir, sem bjuggu í Dalkoti. Foreldrar Ástu Margrétar vora Sigfús Bergmann Guðmundsson og k.h., Ragnheiður Ingibjörg Jónsdótt- ir Leví, sem bjuggu á Rófu í Mið- firði. Jón tekur á móti gestum hjá syni sínum og tengdadóttur að Hverafold 118, Reykjavík, laugardaginn 12.10. mifli kl. 13.00 og 18.00. Sigrún Oddsdóttir Sigrún Oddsdóttir, húsfreyja að Nýjalandi í Garði í Gerðahreppi, er áttræð í dag. Starfsferill Sigrún fæddist í Garði og ólst þar upp í Prestshúsum. Hún hefúr alla tíð verið búsett í Garði og stundað þar húsmóður- og heimilisstörf en þau hjónin hófú sinn búskap að Nýjalandi í Garði þar hún býr enn. Sigrún hefur starfað í kvenfélag- inu Gefii í Garði um árabil, hefur setið í stjóm þess lengi, var ritari kvenfélagsins um skeið og hefur ver- iö formaður þess i tuttugu og eitt ár. Þá hefur hún starfaö í slysavama- deild kvenna í Garði um árabil, set- ið í stjóm þess og verið varaformað- ur þess, hefur verið gæslumaður bamastúkunnar Siðsemdar í fjölda ára, sat í hreppsnefnd Gerðahrepps í nokkur ár, hefur starfað mikið fyrir Útskálasókn og hefur sungið í kirkjukómum um áratugaskeið og syngur þar enn. Fjölskylda Eigimaður Sigrúnar var Hjálmar Magnússon, f. 11.10. 1913, d. 31.7. 1984, vélstjóri og útgerðarmaður í Garði. Hann var sonur Magnúsar Sigurðssonar, sjómanns á Nýjalandi, og k.h., Magneu ísciksdóttur hús- móður. Böm Sigrúnar og Hjálmars era Kristmann, f. 2.9. 1937, heildsali í Reykjavík, kvæntur Guðríði Haf- steinsdóttur húsmóður og á hann fjögur böm og eina fósturdóttur; Magnea, f. 18.7.1939, hús- móðir á Seltjamamesi, gift Ólafi Ágústssyni verslunarmanni og eiga þau fimm böm; Ásgeir, f. 12.1. 1943, starfsmaður við útgerðarfyrirtæki í Garði, kvæntur Sigur- jónu Guðnadóttur hús- móður og eiga þau sex böm; Hjálmar Rúnar, f. 26.1. 1946, sjómaður í Garði, kvæntur Guðrúnu Eyvindsdóttur húsmóður og eiga þau þrjár dætur; Ragnheiður, f. 30.5. 1948, kennari á Akamesi, gift Rögnvaldi Einarssyni, kennara og svæðisstjóra Rauða krossins á Vesturlandi, og eiga þau þrjú böm; Jón, f. 13.9. 1951, umsjón- armaður íþróttamannvirkja í Garði, en sambýliskona hans er Sigríður Halldórsdóttir og á hann fimm börn. Systkini Sigrúnar eru Júlíus, f. 21.5. 1915, lengst af starfsmaður við Kefla- víkurflugvöll, búsettur í Garði; Sóley, f. 13.2. 1920, húsmóðir í Reykjavík; Ingimar, f. 21.12. 1922, arkitekt í Svíþjóð. Foreldrar Sigrúnar vora Oddur Jónsson, útvegs- bóndi í Presthúsum í Garði, og k.h., Kristín Hreiðarsdóttir húsmóðir. Sigrún tekur á móti ættingjum og vinum í samkomuhúsinu í Garði í kvöld kl. 20.00 í boöi kvenfélagsins Gefnar og slysavamadeildar kvenna í Garði. Sigrún Oddsdóttir. Jón P. Ingibergsson Jón Páll Ingibergsson pípulagningameistari, Guflsmára 11, Kópavogi, er áttræður í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykja- vik og ólst þar upp og i Lóni í Austur- Skafta- fellssýslu. Jón naut al- mennrar bamafræöslu þess tima, stundaði síðar nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveins- prófi í pípulögnum 1947 og öðlaðist síðan meistararéttindi í þeirri Jón P. Ingibergsson. grein. Hann stundaði síð- an pípulagnir lengst af. Fjölskylda Jón kvæntist 21.10. 1944 Sigurborgu Sigurðardótt- ur, f. 22.1. 1913, húsmóð- ur. Hún er dóttir Sigurð- ar Þórðarsonar bónda og Þuríðar Salome Jakobs- dóttur húsfreyju. Böm Jóns eru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 16.3. 1945, leikmyndagerðarmaður, gift Þorsteini Friðþjófssyni og eiga þau fjögur böm; Guðrún J. Kol- beins, f. 10.7. 1946, textílhönnuður og vefnaðar- og handmenntakenn- ari, gift Eyjólfi Kolbeins og eiga þau fjögur börn; Þuriður Jónsdóttir, f. 23.3. 1951, sjúkra- og þroskaþjáilfi, gift Sigurði Heimi Sigurðssyni og eiga þau fimm böm; Málfriður Jóns- dóttir, f. 23.3. 1951, verkakona; Sig- urður Jónsson, f. 21.2. 1954, pípu- lagningameistari og véltæknifræð- ingur, kvæntur Olgu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm. Langafabörn Jóns era nú sex talsins. Systkini Jóns: Hulda Long, f. 23.9. 1909; Jóna Rebekka Ingibergsdóttir, f. 16.2. 1911, nú látin; Rikharður Ingibergsson, f. 5.8. 1912; Jón Anton Ingibergsson, f. 5.10.1913, nú látinn; Þorgerður Ingibergsdóttir, f. 23.11. 1919; Edvard Ingibergsson, f. 9.12. 1920, nú látinn; Jóhann Long Ingi- bergsson, f. 29.5. 1922; Vilhjálmur Ingibergsson, f. 8.5. 1925, nú látinn; Þorbjörg Long Ingbergsdóttir, f. 27.9. 1926; Einar- Ingibergsson, f. 16.11. 1927, nú látinn. Foreldrar Jóns voru Ingibergur Jónsson, f. 10.5. 1880, d. 22.7. 1968, skósmiður í Reykjavík, og Málfríð- ur Jónsdóttir, f. 8.3. 1885, d. 24.1. 1974, húsmóðir. m staögreiöslu- og greiöslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtíngarafsláttur a\\t mil lihirr,^ V, +<L Smáauglýslngar ŒH 5505000 Til hamingju með afmælið 11. október 90 ára Guðbjört Guðbjartsdóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Engilbert Þorvaldsson, Heiðarvegi 57, Vestmannaeyj- um. 85 ára Gunnar Guðjón Stefánsson húsasmiður, Suður- braut 4, Hofsósi, verður áttatíu og fimm ára 15.10. nk. Hann tek- ur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Grund- arstíg 16, Sauðárkróki, laugar- daginn 12.10. frá kl. 15.00-18.00. Soffia Ólafsdóttir, Viöjugerði 12, Reykjavik. Sigmundur Jónsson, Þorragötu 5, Reykjavík. 75 ára Ingibjörg Antoníusdóttir, Borgarlandi 5, Djúpavogi. Ólina Kristleifsdóttir, Njarðargötu 45, Reykjavík. Guðjón Sveinbjömsson, Uppsölum, Hraungerðis- hreppi. Friðrik Pétur Valdimars- son, Tunguvegi 4, Njarðvík. 70 ára Helgi Jakobsson, Skeiðarvogi 85, Reykjavík. Friðþór Guðlaugsson, Illugagötu 49, Vestmannaeyj- um. Freyja Leopoldsdóttir, Hraunhólum 11, Garðabæ. Guðmundur Þórðarson, Akurgerði viö Reykholt, Reyk- holtsdalshreppi. Guðrún Magnúsdóttir, Urðarteigi 5, Neskaupstað. 60 ára Katrín Sigurðardóttir, Tjamarlundi 14B, Akureyri. 50 ára Tómas Jónsson, Kambaseli 32, Reykjavík. Bjamey Georgsdóttir, Blómvangi 16, Hafnarfirði. Sveinbjöm Sigtryggsson, Tjarnarlundi 8F, Ákureyri. Guðjón Jónsson, Stóragerði 14, Reykjavík. Reynir Hjartarson, Brávöllum, Glæsibæjarhreppi. Kristín E. Guðmundsdóttir, Frostafold 14, Reykjavík. 40 ára Eiríkur Jónsson, Bjarkargrand 7, Akranesi. Guðlaug Guðmundsdóttir, Norðurtúni 6, Bessastaða- hreppi. Rafael Daníel Vias Martinez, Safamýri 57, Reykjavík. Ásmundur Einarsson, Dalhúsum 73, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.