Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 7
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
7
Fréttir
Titringur víða um land vegna formannskjörs í Alþýðuflokknum:
Sighvatur sagður njóta
stuðnings Jóns Baldvins
- menn ættu ekki að útiloka að fleiri gefi kost á sér, segir Sigbjörn Gunnarsson
Eftir að hafa rætt við fjöl-
mcirga krataforingja út um allt
land er ljóst að titringur er
kominn í menn vegna for-
mannsslagsins í Alþýðuflokkn-
um. Það er einnig ljóst að þing-
mennirnir Rannveig Guð-
mundsdóttir, Sighvatur Björg-
vinsson, Guðmundur Árni Stef-
ánsson og Össur Skarphéðins-
son eru fyrir allnokkru byrjuð
að plægja jarðveginn fyrir sig
til formannsframboðs.
Af viðtölum við flokksmenn
að dæma virðist Sighvatur
Björgvinsson njóta stuðnings
Jóns Baldvins Hannibalssonar
í formannskjörinu. Þar af leið-
ir að sterkustu stuðningsmenn
Jóns Baldvins eru farnir að
vinna fyrir Sighvat út um allt
land. Menn tala enn þá afar
varlega opinberlega en eru opn-
ari í einkasamtölum.
Margir halda því fram að
það geti aldrei gerst að Guð-
mundur Ámi Stefánsson, nú-
verandi varaformaður flokks-
ins, verði áfram varaformaður
ef Sighvatur verður formaður
flokksins.
Fleiri nöfn
„Enda þótt þetta sé allt hið
besta fólk ættu menn ekki að
útiloka að fleiri gefi kost á sér
til formanns. Menn vita nefni-
lega ekkert hvernig hjólin
muni snúast þegar þau taka að
snúast. En að öðru leyti er ef til
vill of snemmt að spá fyrir um
hver verður sigurvegarinn,"
sagði Sigbjörn Gunnarsson,
krataforingi og fyrrverandi al-
þingismaður á Akureyri.
Sigurður R. Ólafsson, bæjar-
fulltrúi krata í ísafjarðarbæ,
tók í sama streng. „Menn
ættu ekki að útiloka að fleiri
gefi kost á sér,“ sagði hann.
Guömundur Árni Stefánsson.
Rannveig Guömundsdóttir.
Sighvatur Björgvinsson.
Össur Skarphéöinsson.
Formannsslagur af hinu
góöa
„Ef þessi fjögur gefa öll kost
á sér tel ég útilokað að spá um
hver muni sigra. Ég hygg að
það yrði jafn slagur," sagði
séra Gunnlaugur Stefánsson,
fyrrverandi alþingismaður í
Austurlandskjördæmi. Hann
sagðist aftur á móti telja að for-
mannsslagur nú væri af hinu
góða fyrir flokkinn. Hann
mundi fá blóðið til að renna
svolítið örar hjá mönnum og
það væri gott.
Sverrir Ólafsson í Hafnar-
firði sagðist veðja á sinn mann,
Guðmund Áma, og að Össur
Skarphéðinsson yrði varafor-
maður með honum. Hann sagð-
ist óttast að til átaka kæmi á
flokksþinginu.
Kristján Gunnarsson, verka-
lýðsforingi og bæjarfulltrúi í
Keflavík, sagði erfitf að spá um
hver yrði næsti formaður
flokksins. Það væri greinilegt
að nokkrir væru tilkvaddir.
Hver sigurvegarinn yrði ætlaði
hann ekki að spá um strax.
Eiríkur Stefánsson, verka-
lýðsleiðtogi á Fáskrúðsfirði,
sagði þetta allt hið ágætasta
fólk og mjög erfitt að spá um
úrslit færu þau öll fjögur fram.
Hann sagðist þó telja Sighvat
sigurstranglegastan, enda hafi
hann komiö sterkur út þegar
mest mæddi á honum sem ráð-
herra. Hann sagði að mikil eft-
irsjá væri að Jóni Baldvin fyr-
ir flokkinn. Skarð hans yrði
seint fyllt.
-S.dór
SVARTI
SVANURINN
10ÁRA
AFMÆLISTILBOÐ:
Hamborgari
m/sósu og káli
+ franskar
250 kr.
SVARTISVANURINN
Októbertilboð
Fyrir aðeins
kr. 4.000
færðu myndatöku af bömunum
þínum og eina stækkun, 40x50
sentimetra innrammaða.
Að auki áttu þess kost á að
velja úr 10-20 öðmm myndum
af bömunum og þær færðu
með 50% afslætti frá gildandi
verðskrá ef þú pantar strax.
Úrvals jólagjöf
Hringdu og láttu senda þér
frekari upplýsingar en bíddu
ekki of lengi, tilboðið gildir
aðeins ákveðinn tíma.
Ljósmyndastofa Kópavogs
Sími 554 3020
staðgreiðslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
A birtingarafsláttur
oM mM hbriin*
Smáauglýslngar
DV
680 5000
'lfítöf góöur’
PANTAÐU HANA HEIN
©568 4848
ALLAR STffRÐIR A 1.000 KR.
9" pizza m/4 áleggsteg.
+1/2 Itr. coke kr. 1.000.-
12" pizza m/3 áleggsteg. kr. 1.000.-
16" pizza m/2 áleggsteg. kr. 1.000.-
18" pizza m/1 áleggsteg. kr. 1.000.-
Munið einnig okkar frábæru tilboð
ef þú kemur og sækir
TILBOÐ
Aðeins fáanlegt ef keypt er pizza
11tr. coke
og 9"hvítlauksbrauð
kr. 350.-
OPIÐ
virka daga
kl. 11.30-23.30
UM HELGAR
kl. 11.30-01.00
2 Itr. coke
og 12" hvítlauksbrauð
kr. 500.-
Notum aðeins besta fáanlegt hráefni
Berðu saman verð og gæði
Pizzahöllin Dalbraut 1, Reykjavík