Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
Utlönd
Clinton hafði betur í
kappræðum við Dole
Bob Dole, forsetaframbjóðandi
repúblikana, kom Bill Clinton
Bandaríkjaforseta ekki úr jafiivægi
í gærkvöld þrátt fyrir að hann
gerði harða hríð að siðferði hans
og aðgerðum sem forseta. Dole
þykir ekki hafa bætt stöðu sína því
samkvæmt nýjum skoðanakönnun-
um stóru sjónvarpsstöðvanna hef-
ur Clinton enn gott forskot á and-
stæðing sinn eða 9-17 prósent.
Kappræður forsetaframbjóðend-
anna fóru fram í beinni sjónvarps-
útsendingu frá San Diego i gær-
kvöld og hafði Dole gefið út þá yf-
irlýsingu að hann ætlaði sér ekki
að taka á Clinton með neinum
silkihönskum. Forsetinn var hinn
rólegasti og svaraði vart gagnrýni
Doles, en lét þess í stað dæluna
ganga um hverju hann hefði áork-
að í starfi sínu sem forseti.
í lok kappræðnanna skoraði
Dole á Clinton að mæta sér í þriðja
sinn í beinni útsendingu í sjón-
varpi til að ræða um efnahagsmál.
„Ég skora á forsetann - mætumst
aftur og tölum um efnahagsmál,
herra forseti. Segðu okkur sann-
leikann - hve slæmt ástandið er,
hve margir þurfa að stunda tvær
vinnur . . . hve margar fjölskyldur
lifa við fátæktarmörk."
Mörgum kjósendum fannst Bob
Dole vera of grófur í gagnrýni
sinni á forsetann.
„Eftir hverju man fólk þegar.upp
er staðið. Jú, það man að Dole
sagði margt slæmt um Clinton,
sem svitnaði ekki einu sinni. Clint-
on talaði mikið um stefnumál sín
en á morgun man enginn hvað
hann sagði. Fólk man hins vegar
eftir því hve rólegur hann var og
yfirvegaður,“ sagði Buddy Wilson,
bareigandi í Daytona Beach á Flór-
ída.
Reuter
Bill Clinton Bandaríkjaforseti er enn meö öruggt forskot á Bob Dole, forsetaframbjóöanda repúblikana, samkvæmt nýjustu skoöanakönnunum. Dole réöst
harkalega á Clinton í sjónvarpseinvígi í gærkvöldi og skoraði á hann aö mæta sér í þriöja sinn til aö ræöa efnahagsmál. Símamynd Reuter
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Kambsvegur 6, 5 herb. íbúð á 2. hæð og
syðri bflskúr, þingl. eig. H. Albertsson
hf„ gerðarbeiðendur íslandsbanki hf„ úti-
bú 546, og Lífeyrissjóður Tæknifræð-
ingafél., mánudaginn 21. október 1996
kl, 13.30._______________________
Síðumúli 21,1. hæð í álmu sem liggur að
Selmúla m.m„ þingl. eig. Endurskoð-
un/bókhaldsþjónusta hf„ gerðarbeiðend-
ur Gjaldheimtan í Reykjavík og Islands-
banki hf„ höfuðst. 500, mánudaginn 21.
október 1996 kl. 15.30.__________
Síðumúli 21, bakhús, þingl. eig. Endur-
skoðun/bóklialdsþjónusta hf„ gerðarbeið-
andi íslandsbanki hf„ höfuðst. 500,
mánudaginn 21. október 1996 kl. 15.00.
Skeifan 5, hluti 01-04, þingl. eig. Baldur
S. Þorleifsson, gerðarbeiðendur Gjald-
heimtan í Reykjavík, Hilmar Arinbjöms-
son, Iðnlánasjóður, íslandsbanki hf„ úti-
bú 526, Landsbanki íslands, Austurbæjar,
Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Tollstjórinn
í Reykjavík og Vátryggingafélag fslands,
mánudaginn 21. október 1996 kl. 14.00.
Vesturás 23, þingl. eig. Baldur S. Þor-
leifsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóð-
ur ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík,
Hilmar Arinbjömsson, Húsasmiðjan hf„
Sparisjóður Reykjavíkur og nágr„ Toll-
stjóraskrifstofa og tollstjórinn í Reykja-
vík, mánudaginn 21. október 1996 kl.
16.00.___________________________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Tsjernomyrdin um meint valdaránsáform Lebeds:
Nokkur sannleikur í
ásökunum Kulikovs
Forsætisráðherra Rússlands,
Viktor Tsjernomyrdin boðaöi
snemma í morgun til skyndifundar
með innanríkisráðherra og varnar-
málaráðherra landsins. Efnt var til
fundarins í kjölfar ásakana Anatolís
Kulikovs innanrikisráðherra um að
Alexander Lebed, öryggismálastjóri
Jeltsíns forseta, væri að undirbúa
valdarán. Lebed vísaði ásökunun-
um á bug.
í morgun hafði Interfaxfréttastof-
an rússneska það eftir Tsjernomyr-
din að talsverður sannleikur fælist í
ásökunum Kulikovs. Jeltsín, sem er
á heilsuhæli fyrir utan Moskvu,
krafðist þess í gær að Tsjernomyr-
din og Kulikov færðu honum öll
Alexander Lebed, öryggismálastjóri
Jeltsíns. Símamynd Reuter
gögn um ásakanir Kulikovs.
Kulikov, sem er harðvítugur and-
stæðingur Lebeds, kvaðst hafa fyrir-
skipað hertar öryggisráðstafanir
víðs vegar um Rússland en tilkynnti
um leið að þær væru ekki í beinum
tengslum við ásakanir sínar.
Það var á fundi með fréttamönn-
um í gær sem Kulikov sagði að
Lebed væri að búa sig undir að
komast i æðstu valdastöðu án þess
að bíða eftir kosningum. Hann sagði
einnig að aðskilnaðarsinnar í
Tsjetsjeniu, sem Lebed gerði um-
deilt friðarsamkomulag við, hefðu
lofað að senda 1500 bardagamenn til
að styðja valdarán Lebeds.
Reuter
Sænsk herþota hrapar í Eystrasalt:
Rússnesk þota kom við sögu
Svíar segja að rússnesk þota hafi
átt þátt í því að sænsk herþota hrap-
aði suðaustur af Gotlandi á Eystra-
salti í gær. Þotan var aðeins í 200
metra fjarlægð frá rússneska her-
skipinu Pjotr Velíki, sem er búið
kjarnorkuvopnum, er hún hrapaði.
Þotan, sem var af gerðinni AJSH
37 Viggen, var á eftirlitsflugi er slys-
ið varð.
Að sögn Kent Harrskog, yfir-
manns sænska flughersins, var þot-
an í lágflugi er hún mætti rúss-
neskri þotu. Sænski flugstjórinn
reyndi að fljúga vél sinni undir þot-
una en missti stjórn á vélinni sem
hrapaði í sjóinn. Hann sagði enn
fremur að þeir teldu ekki líklegt að
um viljaverk hefði verið að ræða
heldur slys.
Fyrr í mánuðinum fórust tvær
þotur af Viggen-gerð er þær rákust
á í lofti og í ágúst sl. fórst slík þota
í Eystrasalti. Reuter
Stuttar fréttir dv
Foreldrar reiðir
Foreldrar barnanna, sem féllu
fyrir hendi fjöldamorðingja í
Dunblane í Skotlandi, vilja al-
gjört skammbyssubann. Ný lög
banna 80 prósent skammbyssna.
Búast við fellibyl
íbúar á Kúbu búa sig nú und-
ir fellibyl og hafa þúsundir ver-
ið fluttar frá heimilum sínum í
Havana.
Selur erfðagripi
Erfðagripir,
sem Camilla
Parker-Bow-
les, ástkona
Karls Breta-
prins, seldi á
uppboði, seld-
ust fyrir
þrefalt hærri
upphæð en
búist var við. Camilla erfði hlut-
ina eftir móðurömmu sína sem í
mörg ár var ástkona fyrrum
prins af Wales sem síðar varð
Játvarður sjöundi.
DNA-rannsókn á Peron
Argentínsk kona, sem kveðst
vera laundóttir Juans Domingos
Perons, hefur fengið leyfi til að
láta gera DNA-rannsókn á jarð-
neskum leifum hans. Konan lög-
sækir nú lögmann þriöju konu
Perons sem kallaði hana svik-
ara.
Breytingar á Boeing-737
Bandarískir öryggiseftirlits-
menn vilja strax breytingar á
stjórnkerfi Boeing-737 þotna.
Notuðu fé gyðinga
Bandarískur þingmaður sak-
ar svissnesk yfirvöld um að hafa
notað bankainnstæður gyðinga í
þágu eigin þjóðar.
Milljarður til ferða
John Major
forsætisráð-
herra smíðar
nú áætlun um
ferðapeninga
handa Elísa-
betu Eng-
landsdrottn-
ingu. Gæti
íjárveitingin
orðið yfir einn milljarður ís-
lenskra króna á ári. Aðrir með-
limir konungsfjölskyldunnar
munu einnig njóta góðs af.
Lausnargjald fundið
Lögreglan í Þýskalandi hefur
fundið féð sem greitt var í lausn-
argjald fyrir þýskan kaupsýslu-
mann. Fimm manns hafa verið
handteknir en kaupsýslumaður-
inn er enn ófundinn.
Varar Hong Kong við
Kínversk yfirvöld sögðu í
morgun að Hong Kong búar
ættu ekki að skipuleggja stjórn-
málastarfsemi gegn innanríkis-
málum á meginlandi eftir að ný-
lendan kemst undir yfirráð Kína
á miðju næsta ári.
Winnie þögul
Winnie
Mandela, fyrr-
um eiginkona
Nelsons
Mandela, var
óvenjuþögul í
fjöldagöngu
blökkumanna
i New York í
Bandarikjun-
um í gær. Ávarp Winnie var les-
ið af öðrum aðila og hún lét
heldur engin orð falla á frétta-
mannafundi eftir gönguna.
Grunur leikur á að hún hafi
fengið að koma til Bandaríkj-
anna gegn því að tjá sig ekki
opinberlega.
Barist í Afganistan
Talebanar og hermenn fyrr-
um stjórnar Afganistans börðust
í morgun um yfirráð yfir
Bagram nálægt Kabúl sem Tale-
banar tóku í gær.
Reuter