Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 11
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
11
Fréttir
Gengu út af aðalfundi Alþýðuflokksfélags Hafnaríjarðar:
Höfum sætt ofsókn-
um ákveðinna
manna í langan tíma
- segir Magnús Hafsteinsson, fráfarandi formaður
„Það er einfaldlega ekki hægt að
starfa með þessu fólki sem stendur
að meirihlutasamstarfínu í bæjar-
stjórn. Alveg síðan við byrjuðum að
gagnrýna samstarf flokksins með
Jóhanni Bergþórssyni og Ellerti
Borgari Þorvaldssyni hefur allt ver-
ið gert til að gera okkur lífið brog-
að. Við höfum hreinlega sætt of-
sóknum. Meira að segja hefur síma-
ónæði verið stundað. Við vissum að
andstæðingar okkar í félaginu ætl-
uðu að koma því þannig fyrir á að-
alfundinum að enginn úr okkar
hópi næði kjöri á flokksþingið.
Þannig átti að reyna að koma i veg
fyrir að staðan í Hafnarfirði yrði
rædd á flokksþinginu. Þess vegna
var ekki um annað að gera en að
ganga af fundi, segja sig úr félaginu
og stofna nýtt Alþýðuflokksfélag.
Við ætlum svo sannarlega að taka
málið upp á flokksþinginu,“ sagði
Magnús Hafsteinsson, fráfarandi
formaður Alþýðuflokksfélags Hafn-
arfjarðar.í samtali við DV.
Magnús og nokkrir félagar hans í
fráfarandi stjóm gengu af aðalfundi
Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar
ásamt um helmingi fundarmanna á
þriðjudagskvöld.
Magnús segir að næstkomandi
mánudag verði stofnað nýtt Alþýðu-
flokksfélag í Hafnarfirði og það
megi senda fulltrúa á flokksþingið í
nóvember. Þar segir hann að staðan
í Hafnarfirði verði rædd. Hann seg-
ir mikinn fjölda Hafnarfjarðarkrata
fylgja þeim að málum sem ætla að
stofna félagið á mánudaginn.
Magnús var spurður hverjir það
væra sem staðið hefðu fyrir ofsókn-
um á hendur þeim sem barist hefðu
gegn meirihlutasamstarfinu.
„Ég veit hverjir það eru en ég vil
ekki nefna þá. Þetta er bara mafía
sem erfitt er við að eiga og vill að
núverandi meirihlutasamstarf
haldi áfram,“ sagði Magnús Haf-
steinsson.
-S.dór
Frumvarp:
Lágmarks-
laun verði
80 þúsund
á mánuði
„Þetta frumvarp verður ein-
faldara en frumvarpið sem ég
var með í fyrra. Nú er aðeins
ein grein í því sem segir að lág-
markslaun skuli ekki vera
lægri en 80 þúsund krónur frá
og með 1. febrúar næstkom-
andi.
Ég held að þetta sé skil-
virkara og komist mun nær því
sem verið er að leita eftir, sem
er að koma á sáttum um lág-
markslaun," sagði Gísli S. Ein-
arsson alþingismaður í gær.
Hann mun í vikunni leggja
fram á Alþingi frumvarp um
lágmarkslaun öðru sinni. Gísli
segir að forkólfar verkalýðs-
hreyfíngarinnar viti af þessu
og hafi hvorki lagt frumvarp-
inu lið né lagst gegn því.
-S.dór
Vinnuslys í Kópavogi:
Maður undir
timburbúnti
Alvarlegt vinnnuslys varð i
Kópavogi í gær þegar maður
varð undir timburbúnti við
Gullsmára.
Maðurinn hlaut töluverða
áverka á höndum og fótum og
grunur lék á að hann hefði
einnig slasast innvortis. Mað-
urinn var lagður inn til frekari
rannsóknar á spítala. -RR
Eymundur bóndi skoðar hafrana og hveitið. DV-mynd Sigrún
Hafrar, hveiti og bygg
uppskorið á Héraði
DV, Egilsstööum:
Þau hjón í Vallanesi á Fljótsdals-
héraði, Kristbjörg Kristmundsdóttir
og Eymundur Magnússon, eru
löngu orðin þekkt fyrir sína lífrænu
ræktun. í vor sáði Eymundur bóndi
hveiti og höfrum auk byggs, en bygg
hefur hann raunar ræktað í mörg ár
með góðum árangri.
Nú er uppskeru lokið og fékk Ey-
mundur þrjú tonn af höfrum af ein-
um hektara og um 12 tonn af byggi
af fimm hekturum en hluti af því
fauk út í veður og vind tveimur dög-
um áður en þreskt var.
Hveitið var tilraunaræktun og
ekki vel þroskað enda vorið óvenju
kalt. Þó náðust 300 kg af einum
hektara. Eymundur sagði mestu
skipta fyrir hveitiræktun að vorið
væri hagstætt.
Það verður því hægt að kaupa ís-
lensk hafragrjón í grautinn í vetur
og meðlætið gæti verið brauð úr
byggi og hveiti, hvort tveggja alís-
lenskt. Þá sáði Eymundur í vor vetr-
arrúgi í allstórt stykki.
Auk komræktar eru þau Krist-
björg og Eymundur með stórfellda
grænmetisrækt eða alls á þremur
hekturum. Þar var vöxtur með
ágætum enda síðari hluti sumars
langt yfir meðallag hvað hita snerti.
Vallanesbúið fékk i sumar vottun
frá Túni hf. um lífræna ræktun.
Áður var það með vottun frá breskri
vottunarstofu en slík vottorð eru gef-
in út árlega fyrir hvert býli. -SB
Blandgræðsluferð
Hin árlega landgræðsluferð (bagga-
ferð) Ferðaklúbbsins 4x4 í samvinnu
við Landgræðslu ríkisins verður farin
í ár verður farið á svæðið við Skarðstanga sunn-
an Þjórsár.
Kaffi að verki loknu.
Hvetjum bæði nýja og eldri félaga að taka þátt í
ferðinni.
Lagt verður upp frá Mörkinni 6 kl. 10.00 laugar-
daginn 19. október 1996.
Umhverfisnefnd Feröaklúbbsins 4x4
Við bjóðum allt sem þig vantar
INNRÉTTINGAR
OG RAFTÆKI
í eldhúsið, barnaherbergið, þvottahúsið
og að auki fataskápa í svefnherbergið,
bamaherbergið og anddyrið.
Vönduð vara á afar hagstæðu verði.
Ókeypis teikningar og tilboðsgerð.
Góður magn- og staðgreiðsluafsl.
Nettof^
ELDHUS - BAÐ - FATASKAPAR
/rOniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Askrifendur fá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
a\\t mil n hit
•nv„Sa
Smáauglýsingar
550 5000
Hlustaðu á Rósu Ingólfs
Rósa Ingólfsdóttir ræðir af hispursleysi
um hjónabandiö, ástina og kynlífiö.
Gagnleg og kitlandi skemmtun fyrir
fullorðið fólk.
66,50 mínútan