Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 Lesendur Samruni gjaldmiðla Evrópu: Hvað verður um íslensku krónuna? Sameining gjaldmi&ia Evrópu staöreynd aö tveimur árum liönum? Spurningin Finnst þér drykkjusiöir ís- lendinga hafa breyst frá því aö bjórinn kom? Auður Hildibrandsdóttir veit- ingastjóri: Já, drykkjan er meiri. Anna Bjarkan, starfsmaður Hag- kaups: Ég veit það ekki. Ætli bjór- inn dragist ekki bara frá annarri drykkju. Harpa Þorláksdóttir nemi: Nei, ég held ekki. Sigurjón Gunnarsson nemi: Já, tvímælalaust til betri vegar. Jón Skaptason kennari: Þeir hafa breyst eitthvað en hvort það er bjórnum að þakka veit ég ekki. Örn Valberg byggingaverktaki: Nei, þeir eru alveg eins. Hólmgeir skrifar: Alltof margir telja að hagsmunum okkar yrði borgið með samningnum við Evrópska efnahagssvæðið. Margcir reglugerðir sem gilda í Evr- ópusambandinu gilda ekki fyrir EES (Evrópska efnahagssvæðið). Nú brennur hvað mest á þjóðunum í ESB að sameina gjaldmiðlana í einn. Þetta á að vera búið og gert að tveimur árum liðnum. Þama verð- ur sterkt myntbandalag frá byrjun. En hvað vakir fyrir okkur íslend- ingum? Enginn getur sagt að þetta komi okkur ekki við, hér verði bara krónan áfram við lýði og nýtist okk- ur vel. Eða hvemig ætla íslensk út- flutningsfyriræki að eiga í sam- keppni við erlenda keppinauta án þess að hafa gert sér grein fyrir hvað þetta þýðir? Ljóst er að enginn grundvöOur verður fyrir íslenskri krónu eftir að sameiginlegur gjald- miðill flestra Evrópuríkja verður að veruleika. Það er einfaldlega engin trygging fyrir okkur að vera aðilar að Evr- ópska efnahagsvæðinu gagnvart sterku myntbandalagi flestra ríkja Evrópu. Staðreyndin er sú að mynt- bandalag Evrópu gerir álfuna að sambandsríki Evrópu, líkt og Bandariki Norður-Ameríku. Þá er líka komin upp sú spurning hvort við íslendingar þurfum ekki að taka afstöðu til þess hvorum Björn Björnsson skrifar: Margt breytist á ekki skemmri tíma en áratug. Nú er svo komið að Framsóknarflokkurinn er í ýmsum greinum að taka við sem frjálslynd- asti flokkurinn í landinu. Þingmenn hans taka nú hver eftir annan upp mál sem enginn hefði búist við að þar ættu þeir innangengt. Ég tek sem dæmi yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins um að hann geti hugsað sér tilslakanir á núver- andi kvótakerfi - alveg andstætt við Sjálfstæðisflokkinn sem hengir sig Einar Magnússon skrifar: Mér varð hugsað til þess þegar ég skrifaði í DV fyrir nokkrum mánuð- um um þá fráleitu reglu sem skikk- ar ökumenn til að aka með fullum ljósum um hábjartan daginn þegar ég hlustaði á Þjóðarsálina sl. mánu- dag. Þar hringdi inn hlustandi og spurði hvort EES-samningurinn tæki ekki af allan vafa um notkun eða ekki notkun ökuljósa aö degin- um. Vitnaði hann í reglur ESB-land- anna þar sem engin reglugerð skip- ar ökumönnum að aka með fullum ljósum að degi til. Þessi maður sem hringdi inn í Þjóðarsál upplýsti að Svíar væru hættir við notkun ökuljósa að degi til og sagði það vera vegna þess að Svíar væru nú gengnir i Evrópu- megin við viljum vera, Evrópumeg- in eða Ameríkumegin. Hér er ekki verið að ýja að því að við þurfum að ganga að þeim skil- yrðum að sameinast Bandaríkjum Norður-Ameríku eða Evrópusam- bandinu að fullu og öllu heldur hinu - að taka ákvörðun um hvoru myntbandalaginu við viljum til- heyra, með öllum þeim viðskipta- fastan í kerfið eins og það er og ber niður allar tillögur um breytingu á því. í annan stað kemur sú tillaga fram á þingi nú alveg nýverið frá Unni Stefánsdóttur, varaþingmanni Framsóknarflokksins, að taka upp nýjan þjóðsöng í stað þess sem nú er. Þetta hefur nú verið rætt áður og mig minnir helst að hugmyndin hafi komið fram opinberlega í grein frá Unni í DV fyrir nokkrum mán- uðum. - Margir munu verða til að taka undir þessa tillögu Unnar. sambandið þar sem þetta er ekki regla. Nú vík ég aftur að íslensku reglu- gerðinni eða lögunum sem fyrrver- andi þingkona í Reykjaneskjör- dæmi hafði sig mest í frammi um að festa hér á landi. Þessi regla er satt að segja hin mestu firn og allsendis óþörf hér á landi, að ekki sé nú tal- að um hásumarið þegar sól gengur ekki til viðar. Það er víðar sól en á íslandi og heitari og sterkari. Hvergi í neinu landi sem standa þó hagsmunum og viðskiptasamning- um sem þessi tvö bandalög bjóða upp á. Gerum við ekki upp hug okk- ar á næstu tveimur misserum eða svo verður okkur illa stætt á því sem við teljum svo sjálfsagt um ókomna framtíð, að vera sjálfstæð þjóð. Það hafa nefnilega engir hags- munir verið tryggðir með EES-sam- komulaginu einu. Ég vil í leiðinni skora á einhvem málsmetandi þingmann (þvi þaðan verður víst slíkt að koma til að mark sé tekið á) að leggja til að breytt yerði um nafn á landinu. Nafnið fsland er orðið til trafala í flestum samskiptum við erlendá að- ila - ekki síst með tilliti til kynning- ar hjá þeim sem ekkert þekkja til landsins. Mörg nöfn, og það miklu fallegri, hæfðu landinu okkar betur. Þetta ætti að tengjast hugmyndinni að nýjum þjóðsöng. miklu framar íslandi er það regla að aka með fullum ljósum allan sólar- hringinn. Ég tek Þýskaland, Banda- ríkin og Holland sem dæmi. Er nú ekki kominn tími til að af- nema þessa endemis skrípisreglu um ljósanotkun bifreiða allan sólar- hringinn? Eða þurfum við alltaf að vera ýmist úti á þekju borið saman við aðrar siðmenntaðar þjóðir eða á skjön við þær í helstu reglugerðum og lagasetningum sem snúa að dag- legu lífi almennings? Fagna nýjum ökuskírteinum Þ.K.P. hringdi: Ég fagna þeirri ákvörðun að taka upp ný ökuskírteini í svip- uðu formi og sömu stærð og greiðslukortin eru. Þessi venju- legu skírteini okkar passa hvergi í nein veski og eru hin óhentugustu í alla staði. Auk þess sem þau nýju samræmast reglum sem gilda innan ESB- svæðisins. Umsýsla veiðileyfa Guðjón Magnússon skrifar: Mikið hefur verð rætt um brask við leigu og sölu fiskveiði- kvóta milli staða í sjávarútvegi. Ég legg til að í sjávarútvegsráðu- neytinu verði komið á stofn um- sýslu veiðileyfagjalda þannig að ef menn nýti ekki sjálfir veiði- leyfi sin þá beri þeim að skila þeim inn aftur og öll sala og leiga kvóta verði bönnuð. Við sölu skipa skuli kvóti fylgja skip- inu, að öðrum kosti fari kvóti skipsins aftur til ráðuneytisins. Við úreldingu skipa vegna kaupa á nýju verði verði þó áfram heimilt að flytja kvótann á hið nýja skip. Við útdeilingu ráðuneytis á þeim kvóta sem skilað er inn komi svo umsýslu- gjald, t.d. 20-30 kr. á kg. Þannig væri komið fast gjald á allan kvóta í landinu og braskið úti- lokað. Það getur ekki talist rétt- látt að menn sitji á friðarstóli við að hafa veiðiheimildir „sín- ar“ að féþúfu án þess að sækja aflann sjálfir. Áðurnefnt um- sýslugjald myndi renna til þeirra stofnana sem ríkið rekur vegna sjávarútvegsmála. Afnotagjald RÚV Magnea skrifar: Það er meira en tímabært að fella niður afnotagjald af RÚV í þeirri mynd sem það nú er, þ.e. gjald fyrir útvarp og sjónvarp. Sjónvarpsgjaldið er þó brýnna að fella niður sem fyrst og gefa fólki kost á að velja um hvaða sjónvarpsstöð það greiðir fyrir. Ríkisútvarpið, hljóðvarp, er ég ekki á móti að greiða sem skyldugjald því það er í raun eina útvarpið sem almenningur telur vera öryggistæki, hvort sem það nú er það í reynd eða ekki þegar á reynir. Kerfið ver skúrkana Kristján Gunnarsson skrifar: Fréttirnar frá Belgíu um að háttsettir menn í kerfinu þar sýnist vilja verja óbótamennina sem valdir eru að óhæfuverkum gagnvart börnum og vændi þar í landi eru lýsandi dæmi um hvernig kerfið hefur tilhneig- ingu til að veija skúrkana. Er ekki sama tilhneiging hér á landi, beint eða óbeint? Hvað með biskupsmálið, stendur ekki kerfið (ráðamenn) með biskupi í stað þess að krefjast fullnaðar- rannsóknar í máli hans? Eða í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þar sem lagður virðist steinn í götu allra sem vilja taka málið til rannsóknar að nýju? Börnin heim? Jóhanna skrifar: Er ekki öllum orðið ljóst að í Tyrklandi er þannig réttarkerfi að það er borin von að böm Sophiu Hansen fái nokkru sinni að fara frá landinu? í Tyrklandi standa allir meö Halim A1 og réttarhöldin eru sýndarmennsk- an ein. Telpurnar eru orðnar stálpaðar og líklegt að þær hafi tengst hinum íslamska heimi. Er ekki eins gott að gera sér grein fyrir staðreyndum af þessu tagi strax? Eða eru yfirleitt nokkur tiltæk ráð önnur? Mér sýnist svo ekki vera. Nýr þjóðsöngur - nýtt nafn á landið Dagljósatími ökutækja er fráleitur Er alveg bráðnau&synlegt aö aka meö Ijósum allan sólarhringinn hér frekar en annars staöar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.