Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Síða 13
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 Karl Blómkvist í bíó Á sunnudögum kl. 14 eru nor- rænar kvikmyndir fyrir krakka í Norræna húsinu og á sunnudag- inn kemur verður sýnd sænsk kvikmynd gerð eftir hinum frá- bæru sögum Astrid Lindgren um leynilögreglumanninn Karl Blóm- kvist og vini hans. Skeggi Ás- bjarnarson kennari þýddi þessar bækur eftirminnilega vel á sínum tíma en fáein atriði í íslensku þýð- ingunni er ekki að flnna í frum- textanum. Astrid þótti lítið til koma þegar hún frétti að Skeggja hefði þótt ástæða til að peppa sögurnar hennar upp en íslensk börn kvörtuðu ekki. Myrkraverk á rás 1 Hádegisleikritið á rás 1 í næstu viku heitir Myrkraverk og er eftir Elías Snæland Jónsson, aðstoð- arritstjóra DV. Þetta er fyrsta leik- ritið sem er flutt opinberlega eftir Elías en hann er vinsæll unglinga- bókahöfimdur. „Þetta er sakamálaleikrit úr ís- lenskum nútíma," segir Elías. „Það hefur flækst fyrir mönnum að gera slíkt efhi trúverðugt í íslensku umhverfi mér fannst gaman að prófa að búa til spenn- andi og sannfær- andi fléttu. Það er líka ögrandi að fást við þennan miðil. Áheyrendur fá ekkert aö sjá, allt verður að gefa í skyn í tali og hljóðum. Auk þess er formið stíft, fimm fimmtán mínútna þættir. Mér fannst skemmtilegt að vinna inn í það, stytta og stytta þangað til allt small saman.“ Hádegisleikritið er á dagskrá mánudaga til fostudaga kl. 13.05 og endurtekið i heild á laugardög- um kl. 17. Kvikmyndahátíð Á morgun verður bætt við tveim myndum á kvikmyndahá- tið Háskólabíós og DV en þær tvær sem fyrir eru, Huldublómið og Skriftunin (Le confessional), halda áfram. Nýju myndirnar eru Frankie Starlight, bresk/frönsk/bandarísk mynd sem Michael Lindsay Hogg stýr- ir. Hún fjallar um dverg og þyk- ir minna á óskarsverðlauna- myndina My Left Foot og La ser- emonie, frönsk sakamálamynd sem Claude Chabrol gerði eftir sögu Ruth Rendell. Ruth er eink- um þekkt hér á landi fyrir sjón- varpsmyndir um Wexford leynUögreglumann en hún er af- kastamikiU höfúndur og hefur skrifað sakamálasögur af ýmsu tagi. Aðsókn hefur verið prýðUeg að hátíðinni þó að margt laði að í kvikmyndahúsum borgarinnar og þá einkum Djöflaeyjan. Huldublómið fékk þrjár stjörnur, bæði hjá Sæbimi Valdimarssyni í Morgunblaðinu og hjá páfanum Árna Þórarinssyni í Dagsljósi. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir _____________________ tiíenning Glæsileg tónlist í tUefni af nýrri geislaplötu bauð hljómsveitin Mezzoforte upp á tónleika i Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld. Nýju verkin vora auðvitað mest áberandi og kveður í þeim við bæði nýjan tón og gamlan, aðaUega þó nýjan. Fyrst voru leikin þrjú keyrslulög með öflugri frumskógahrynjandi og er þá fremur átt við kaldan stórborgarfrumskóg skýjakljúfa en grænan hitabeltisskóg. í þessum fyrstu lögum og öðrum svipuðum er ekki eins mikið lagt upp úr laglínum og i eldri vinsælum lögum hljómsveitarinnar. Blúsinn eða ryth- mablúsinn er í öndvegi, hrynjandin er allflókin og forritaður trommuleikur hljómar úr græjun- um, sem gefur Gunnlaugi trommuleikara frelsi til að koma með ýmislegt óvænt í leik sínum. Þetta eykur rythmískt vægi tónlistarinnar og stórborgaryfirbragðið fyrmefnda. En þar sem músíkin er ekki eintómt trommu- og bassafönk heldur einnig djassfönk er heilmik- ið annað spennandi að gerast. Eyþór Gunnarsson hafði hjá sér, auk flygils, Hammondorgel, Rhodes- rafpíanó og hljóðgervla, einn eða tvo. Friðrik hélt sig meira til hlés en oft áður; gitarinn var meira hluti heildar en ráðandi einleikshljóðfæri. Kemur Djass Ingi Þór Kormáksson þar líka til nýliðinn í sveitinni, Óskar Guðjóns- son saxófónleikari, frábær einleikari. Hann fellur að tónlistinni eins og flís við rass en ekki að lík- amslengd, því hann er eins og knapi sem hefur villst í körfuboltalið. Rólegu verkin „Aurora" eftir Jóhann Ás- mundsson bassaleikara og „Silently" eftir Friðrik voru ljúf og ljóðræn. Flygillinn var of sterkur í upphafi þess síðamefnda og þvældist fyrir gít- armelódíunni, en kannski átti það að vera svona. Annars var hljómurinn í salnum með eindæmum góður. „Plan R“ eftir Eyþór var með eilitlum We- ather Report-blæ en alveg þrusugott og eitt besta lag tónleikanna ásamt „Funeral for a Mouse“ eft- ir Gunnlaug. í hvert skipti sem maður heyrir í Mezzoforte hugsar maður: hana nú, varla gera þeir betur en þetta. En alltaf koma þeir á óvart. Það er tilhlökk- unarefni að fara á tónleika með þeim, og þar sem þeir leika á tónleikum víða um heim og aðallega lengst úti í heimi er ekki laust við að maður fyllist stolti yfir því að þessi glæsilega tónlist skuli vera íslensk. Þjóðremban fer að grasséra í manni eins og innantökur eða súr brjóstsviði, og maður hugsar hvort ekki sé kominn tími til að sumir fái þó ekki væri annað en smá riddara- kross.. . Ovænt sjónarhorn José Jiménez Lozano skorast ekki undan þvi að fást við rök tilverunn- ar í smásögum sínum. Hætt er við að kuldahrollur hríslist um lesand- ann, slík dauðans alvara er á ferð- um, jafnvel þó að hlálegir séu at- burðir og kaldhæðnislegir oft á tíð- um. Kaþólsk trú er skáldinu hugleikin og oftar en ekki leiða sögurnar í ljós mót- sagnirnar sem krist- allast í kringum hana. Mannlegum breyskleika er stillt upp andspænis kreddufestu kirkjunnar svo pólar umturnast og óvæntir fletir koma fram. Þetta birtist strax í fyrstu sögu þessa safns, „Líkþrái málarinn", þar sem heilbrigður málari er lýstur líkþrár af kirkjunni vegna þess að málverk hans „af blæðandi Kristi og af Dauðanum með líkkistu undir arminum“ eru ekki í takt við gjálífi borgarbúa. Þegar hann hefur sæst á að mála þóknanlegri verk skal útskúfun hans aflétt, en þá er hann orðinn líkþrár í raun og veru. Bókmenntir Rúnar Helgi Vignisson í titilsögunni, „Lambið“, lýstur saman hinu sértæka og hinu al- menna, eða táknræna, í sögu af syni slátrara. Hann leikur sér við lömbin á kvöldin, gefur þeim meira að segja nafn, en morguninn eftir er þessum vinum hans slátrað. Þar af leiðandi fær lambið allt aðra skírskotun í huga hans en í sögum Biblíunnar eins og túlkun káputeiknarans snjalla, Roberts Guillemette, gefur til kynna. í annarri sögu, „Súlamít", verður sjálf Biblí- an óvænt að hálf- gerðu klámriti sem ungir strákar stelast í. Þá sjást Júdas og Lasaras í nýju ljósi á síðum bók- arinnar. Persón- ur Lozano era stíl- færðar og látnar gegna hlut- verki í af- hjúpandi atburðarás. Minnir þetta um sumt á forvera smásögunnar, svo sem dæmisögur og aðrar móralskar miðaldasögur, án þess þó að predikað sé; (kald)hæðni er nær- tækara hugtak. Þegar öll kurl koma til grafar miða sögurnar öðra frem- ur að því að kollvarpa kreddum og sýna með því fram á margbreytileik mannlífsins. Sögumar hafa býsna fomt yfir- bragð, enda gerast margar þeirra fyrr á öldum, en á móti vegur einatt ferskt sjónarhorn. Nokkuð er Spán- verjinn þó brokkgengur, en þar sem honum tekst best upp er smásagna- unnandi prýðilega bænheyrður. Jose Jiménez Lozano: Lambið og aðrar sögur. Jón Thoroddsen og Kristin Jóns- dóttir þýddu.Mál og menning 1996. Stríðsmessa friðarsinna Benjamín Britten er meðal merkustu tónskálda Breta. Eftir hann liggur mikið magn tónsmíða af ýmsu tagi. Þekktastur er hann þó sennilega fyrir hin stærri verk sín, óperurnar, og sjálfsagt kann- ast margir við Stríðsmessu hans, War Requiem. Britten mundi að öðru jöfnu teljast heldur ólíklegur maður til þess að semja stríðsmessu. Ekki aðeins var hann yfirlýstur friðar- sinni heldur trúlega að mestu laus við þjóðrembing sem venju- legast er nauðsynlegur þáttur í minnismerkjum um stríðsrekst- ur. Svo vildi til að rétt áður en síðari heimsstyrjöldin hófst hafði Britten endanlega gefist upp á fá- læti landa sinna hvað tónlist hans varðaði og flutt til Bandaríkjanna í von um betri viðtökur. Örlögin höguðu þvi þó þannig að Britten sneri heim aftur undir lok stríðs- ins og árið 1945, við frumflutning óperu hans, Peter Grimes, urðu landar hans að kyngja því, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt, að Britten var snillingur. Stríðsmessa var pöntuð hjá Britten í tilefni af vígslu hinnar endurreistu dómkirkju í Coventry árið 1962. Britten þurfti ekki að sníða sér þröngan stakk hvað fjölda flytjenda varðaði. Verkið er samið fyrir sinfóníuhljómsveit, kór, drengjakór og einsöngvara. Texti verksins er hinn gamli lat- neski texti sálumessunnar ásamt með magnþrungnu ljóði eftir Wilfred Owen. Svo vill til að verk þetta er nú fáanlegt i verslunum á Tónlist Finnur Torfi Stefánsson hljómdiski sem út er gefinn af Naxos- útgáfunni í óvenju vönd- uöum búningi. Á fjórða hundrað tónlistarmenn taka þátt í flutn- ingnum, þar á meðal BBC Scott- ish Symphony Orchestra. Kórinn er skipaður úrvali kórsöngvara í Skotlandi. Einsöngvarar eru Lynda Russell, Thomas Randle og Michael Volle. Stjómandi er Mar- tyn Brabbins. Verkið er tekið upp í frægri skipasmíðastöð í Glasgow þar sem hljómburður er ótrúlega góður. Britten tókst ótrúlega vel að halda listrænu sjálfstæði sínu í ölduróti því sem gekk yfir tónlist Vesturlanda mn miðbik aldarinn- ar. Hann varð að sönnu fyrir miklum áhrifum af modernisma en þó á sínum eigin forsendum. Still hans er í raun og veru tónall og áhugi hans á tónsetningu texta og trúlega lika vinskapur hans við hinn snjalla söngvara, Peters Pears, veittu áhrifum enskrar tungu greiða leið inn í tónlist hans. Þannig er stíllinn á stríðs- messunni einkar persónulegur þótt hann sé í aðalatriðum ný- klassískur. Tónlistin er glæsileg og stílhrein, jafnvel þótt sparsemi einkenni vinnubrögðin. Þá nýtur sin vel næm tilfinning tónskálds- ins fyrir því dramatíska og ekki fer á milli á mála að Britten er leikhúsmaöur góður. Britten með- höndlar efniviðinn svo að hljóm- sveitin og kórinn fer með textann þar sem þjáningar mannkyns eru tjáðar á hinn hlutlægasta hátt. Drengjakórinn er notaður til að undirstrika hið óræða og eilífa enn frekar. Ljóðið Owens hins vegar er túlkað af einsöngvurum, oft aðeins við imdirleik kammer- sveitar. Þar er hin persónulega tjáning í fyrirrúmi. Marga hrif- andi staði er að finna í tónlistinni og heildin er sterk og áhrifamikil. Flutningur á þessu verki, eins og hann birtist á fyrrgreindum hljómdiski, er ákaflega vandaður og svo skýr að hlustandinn á erfitt með að ímynda sér að mörg hundruð manns séu að verki. Og hljómburður skipasmíðastöðvar- innar myndi gera hönnuð Há- skólabíós gulan og grænan af öf- und.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.