Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Síða 15
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 15 Hvenær kemur kakan? „Mér virðist hundurinn kaldhæðinn heimshundur sem leyfir pilti að kom- ast upp með svikin en afhjúpar hann um leið...“ segir m.a. í greininni. „Heyrðu snöggvast, Snati minn.“ Flestir kannast við kvæð- ið. Þar á drengur orðastað við hund, biður hann að lána sér látúns- gjörð en lofar jóla- köku seinna i stað- inn. í lokaerind- inu fær hundurinn orðið og segir: Jæja þá, í þetta sinn/þér er heimil ólin./En hvenær koma, kæri minn,/ kakan þín og jólin? Löngu síðar heyrði ég þann skilning á þessu kvæði að hér væri drengur að gabba saklausan hund sem lánar honum gjörð sína í góðri trú. Ég skil kvæðiö á annan hátt. Mér virðist hundurinn kaldhæðinn heimshundur sem leyfir pilti að komast upp með svikin en afhjúp- ar hann um leið og dregur fram ójöfnuðinn í skiptum þeirra. Einn sannleikur - ein staö- reynd Nú má vera að fyrri skilningur- inn sé nær ætlun Þorsteins Er- lingssonar en mín túlkun. Hann leyfir að kvæðið sé skilið táknræn- um skilningi, ef til vill lýsi það skuldasöfhun þjóðar sem neytir strax en á eftir að borga, einnig getur það sem best átt við óprúttna stjórnmálamenn sem pína þjóðina nú en lofa ávinningi í fjarlægri framtið. Fyrir mér er kvæðið fyrst og fremst tvírætt. Annars vegar eru sett þar fram loforð sem togast á við efndir sínar. Hins vegar sé ég tvíræðni í sakleysislegri spumingu hundsins sem er aðeins yfírborð, undir niðri hefur hundurinn tögl og hagldir, hann er að leika sér að drengn- um en ekki öfugt. Báðar túlkanir kvæðis- ins eru í samræmi við efni þess. Kvæðið leyfir tvíræðni og skapar þannig spennu. Það er margrætt og situr því í koOi þess sem les eða syngur, því er ekki lokað heldur er það gáta sem ég og aðrir verðum að leysa. Skáldleg orðræða Þor- steins er and- stæð þeirri orð- ræðu sem mest fer fyrir á hinu opinbera íslandi nútímans, orð- ræðu stjómmál- anna. Firnaal- gengt er að stjórnmála- menn kvarti yfir að vera misskild- ir. í orðanna hljóðan felst að þeir geti aðeins verið annað tveggja, skildir eða misskildir, orð þeirra leyfi aðeins einn skilning. Sömu stjómmálamenn segja oft að sann- leikurinn sé þessi og þetta sé stað- reynd málsins. Fyrir þeim er að- eins einn sannleikur og ein stað- reynd og þeir telja sig þá handhafa hvors tveggja. Raunveruleg mynd? Þeir stjómmálamenn sem kirfi- legast em múraðir inni í klefa hugmyndarinnar um hinn eina sannleik tala oft um „hina raun- verulegu mynd“, hugtak sem þeir leggja að jöfnu við orð á borð við „sannleikur" og „staöreynd". En hvemig er raunveraleg mynd? Mynd af fialli er ekki fiaO, hún get- ur aldrei orðið annað en mynd. Engu skiptir hvort myndin leitast við að líkja eftir einkennum fiads- ins í smáatriðum eða hvort hún er hugmynd um fiaO. Og hvað er að vera „raunverulegt“?,Er það sem líkist raunveruleikanum hann sjálfur? Talsmenn hinnar „raunvera- legu rnyndar" era annars vegar þeir sem skOja ekki að tugir mál- ara geti málað mismunandi mynd- ir af einu fiaOi sem allar eru sann- ar, hver á sinn hátt, þó að engin þeirra sé fiadið; þeir munu ævin- lega aðhydast eina túlkun á kvæð- inu um Snata og fordæma aðrar. Hins vegar era þeir sem skdja tví- ræðni lista en ekki að lífið sjálft er ekki síður tvírætt. Þess vegna er meira mark takandi á skáldskap en stjómmálamönnum. Ármann Jakobsson Kjallarínn Ármann Jakobsson íslenskufræðingur „Firnaalgengt er að stjórnmála- menn kvarti yfir aö vera misskild- ir. í orðanna hljóðan felst aö þeir geti aöeins veriö annaö tveggja, skildir eöa misskildir, orö þeirra leyfa aöeins einn skilning. “ Vikur- og gjallflutningar Þingmaðurinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur valið sér það forgangsverkefni í upphafi þing- anna að hamast gegn gjallnámi úr Seyðishólum. Og að því er virðist vikumámi einnig. Hún beitti m.a. þeim rökum gegn gjaOnáminu í DV á dögunum að það borgaði sig fyrir ríkissjóð að greiða Grímsnes- hreppi 200 midjónir fyrir að hætta við útflutning á gígnum eins og hún segir. Útflutningurinn sé and- stæður fiárhags- og umhverfissjón- armiðum. Væntanlegar tekjur Grímsneshrepps af gjaOnáminu í heOd era hins vegar áætlaðar 450 midjónir. í þessu sambandi bendir hún á að ekki þurfi annað en líta tO vikurflutninganna til að sjá hvaða afleiðingar þungciflutningar hafi á vegina sem ekið er um. Ósveigjanlegt stjórnkerfi Þingmaðurinn virðist gjörsam- lega hafa tapað áttunum varðandi öO rök í þessu baráttumáli sínu. Eða er kappið við að koma jarð- efnavinnslu sem atvinnugrein á kné svo mikið að hún glati allri eðlOegri yfirsýn í málinu? Að nefna slæmt ástand vega eft- ir vikurflutningana sem röksemd fýrir Qárhagslegri óhagkvæmni jarðefnavinnslunnar er ads ekki röksemd fyrir þeirri óhagkvæmni sem hún vid sýna. Ástand veg- anna í Landsveit og í Þjórsárdal er frekar dæmi um stjórnunarvanda á vegamálum og ósveigjanleika þeirra stofnana sem um þau mál fiaOa. Dæmið sem hún tekur er ein- göngu um það að stjórnkerfi vega- mála sé ófært um að bregðast við breyttum að- stæðum sem upp koma. Fjárveit- ingar tO vegamála virðast vera svo njörvaðar tO ákveðinna verka að verði vegarspotti utan vegaá- æfiunar arðbærari en áður vegna mikidar notkunar hans má ekki nota auknar tekjur tO endurbóta á þeim sama vegi. Kannast menn ekki við þær af- sakanir vegamálayfirvalda að ekk- ert væri hægt að bæta veginn um Landsveit vegna þess að það væri ekki á vegaáætlun? Vegna þessa ósveigjanlega sfiómkerfis er verið að kæfa bændur og búfé í ryki og ödum í sfiórnkerfinu er sama. Þar ræður ein- faldlega óbreytanleg vegaáæflun Alþingis. Sér þingmaðurinn ekkert athugavert við þetta? Kannski stæði það þingmanninum nær að reyna úrbæt- ur i sfiómkerfi vega- mála fremur en að reyna að hefta eðli- lega atvinnustarf- semi í landinu. Stað- reyndin er nefnOega sú að af hverju tonni vikurs sem fluttur er tO Þorlákshafhar greiðast í ríkis- sjóð um kr. 364 vegna þungaskatts á vörabifreiðar. Það er um 40% aksturskostnaðarins. Furðuleg heift Á áranum 1993-1995 var út- flutningur vikurs um Þorlákshöfn um 550.000 tonn. Samkvæmt nú- gOdandi þungaskatti hafa tekjur rikissjóðs vegna þessara flutninga því verið um 200 miljónir. Þá hef- ur ríkið einnig tekjur fyrir vik- urtökuna. Tekjur ríkisins af starf- seminni era að sjálfsögðu enn meiri þegar aðflutn- ingsgjöld af vörabO- um, olíu, gúmmígjald og virðisaukaskattur era talin og að sjálf- sögðu ýmis önnur gjöld sem fylgja at- vinnurekstri. Þá era ótalin hafnargjöld td Þorlákshafnar. Hverjar væra afleið- ingar þessara þunga- flutninga ef tekjum ríkisins af þeim heföi verið varið tfl þeirra vega sem flutningam- ir fóra um? Nú ætti þingmaðurinn að velta því fyrir sér. Einhvem tíma var sagt að það sem eftir væri af uppbyggingu vegarins í Landsveitinni með bundnu slitlagi kostaði um 210 miOjónir. Hvað á þjóðvegur að greiðast upp á mörg- um áram? Varla þremur eða fiór- um. Af einhverri furðulegri heift kadar þingmaðurinn sveitar- sfiómarmenn í Grímsneshreppi misvitra og segir þá fórna framtíð- arhagsmunum þjóðarinnar fyrir skjótfenginn gróða örfárra manna. Að ana fram með mál með þeim hætti sem Ásta Ragnheiður gerir í þessu tflviki, gerir hana sjálfa, og öðrum fremur, verðuga einkunn- arinnar „misvitur". Ámi Þormóðsson „Þingmaðurinn virðist gjörsamlega hafa tapað áttunum varðandi öll rök í þessu baráttumáli sínu. Eða er kapp- ið við að koma jarðefnavinnslu sem atvinnugrein á kné svo mikið að hún glati allri eðlilegri yfirsýn í máHnu?“ Kjallarinn Árni Þormóðsson framkvæmdastjóri Með og á móti Undanþága heilbrigðis- nefndar til Ármannsfells vegna Kirkjusands Snýr eingöngu að nokkrum íbúðum „Undanþága sem heflbrigð- isnefnd Reykja- víkur veitti Ár- mannsfedi snýr eingöngu að hávaða utan við nokkrar íbúðir í vænt- anlegum hús- um við Kirkju- sand 1, 3 og 5. Hávaði í ödum íbúðunum, á ödum svölum og á lóð húsanna er innan leyfilegra marka. Undanþágan nær ein- göngu fil hávaða utan við vegg 6% íveruherbergja. Hollustu- vemd ríkisins, sem er umsagnar- aðfli, taldi það ásættanlegt að gefa undanþágu fyrir allt að 60 db(A) og eftir því var farið. Ármannsfell hefur teygt sig mjög langt tO að mæta kröfúm um hljóðmengun. Þeir hafa leit- að tæknflegra lausna tfl að há- vaði innanhúss verði innan míæka, m.a. með hljóðeinangr- andi gleri, lfljóðdeyfðum loftrás- um og hljóðmön á lóðinni. Ég tel virðingarvert að fyrirtæki leggi sig fram við að fullnægja settum kröfum og að varla hafi verið hægt að ganga lengra. FuOtrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu í heilbrigðis- nefnd án faglegs rökstuðnings. Nefndin fiadar eingöngu um há- vaðamengun í þessu tilfedi og því tdefnislaust hjá D-listamönn- um að sifia hjá á forsendum skipulagsmála, það geta fudtrúar þein-a gert i skipulagsnefnd. Ég er meðmælt því að Ár- mannsfed fái þessa takmörkuðu undcmþágu frá mengunarvarna- reglugerð vegna bygginganna viö Kirkjusand.“ Dýrkeypt fljótfærni „Fjótfærni meirihluta R- listans í þessu máli er dýr- keypt og hefur verið með ólí- kindum, Graft- arleyfi var gef- ið út 4. júní sl. samkvæmt ákvörðun borgarsfióra. Þá var enn eftir mánuður af þeim fresti sem borgarbúar og aðrir höfðu til að skila inn at- hugasemdum um breytta land- notkun og nýtt defliskipulag á Kirkjusandslóðinni. Þær tidögur sem þá lágu fyrir um vamir gegn hávaðamengun voru óviðunandi. Síðan hefur málið velkst um borgarkerfið án þess að lausn fyndist sem uppfydir ákvæði reglugerðar um hávaðamengun. Með hliðsjón af vinnubrögðum meirihlutans í þessu máli á verk- takinn sér þó nokkrar málsbæt- ur. Það era hins vegar varla næg rök tO að veita undanþágu frá mengunarvamareglugerð. Þess vegna sátu sjálfstæðismenn hjá við afgreiðslu málsins í hefl- brigðisnefnd. Við lýstum jafn- framt áhyggjum okkar vegna þeirrar slysahættu sem 6 metra hár hljóðvarnarveggur í aðeins 4 metra fiarlægð frá Sæbrautinni felur í sér. Nauðsynlegt er að ræða umferðarmálin í tengslum við þessar framkvæmdir, áður en málið er afgreitt í borgar- sfióm.“ -bjb son, fulttrúl D-lista É >»*llhrirfainnnfnit i neiiDngoisnoTna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.