Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 18
26 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 íþróttir___________________________________________________________________________________i>v Paö er ekkert gefiö eftir í leikjunum í meistaradeild Evrópu enda eftir miklu aö slægjast. Þessi óvenjulegu tilþrif sáust í viðureign Rapid Vín og Juventus í Vínarborg. Christian Prosenik skallar boltann frá Vladimir Jugovic í iiði Juventus. Rapid náöi athyglisveröum úrslitum meö því aö gera jafntefli viö Evrópumeistarana. Reuter Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu: Meisturum Juve ógnað í Vínarborg - Gautaborg vann glæsilegan sigur á AC Milan KR-ingar: Aðeins ósamið við Heimi Knattspymudeild KR hefur gengið frá þriggja ára samning- um við Þormóð Egilsson og Kristján Finnbogason. Þar með er aðeins eftir að semja við Heimi Guðjónsson. „Heimir er við æfingar hjá Ör- gryte fram í næstu viku og þegar hann kemur heim göngum við frá málum við hann. Þar með verða allir okkar leikmenn komnir á samninga til næstu tveggja til þriggja ára,“ sagði Jónas Kristinsson hjá knatt- spyrnudeild KR við DV í gær. -VS Hermann leigður til Þýskalands DV, Eyjum: Hermann Hreiðarsson, bak- vörðurinn sterki hjá Eyjamönn- um í knattspymunni, verður leigður í vetur til 3. deildar liðs í Þýskalandi. Hann kemur síðan aftur heim í vor og leikur með ÍBV næsta sumar. Einnig er verið að reyna að koma Kristni Hafliðasyni að hjá erlendu liði í vetur. -ÞoGu Jón Bragi leggur skóna á hilluna DV, Eyjum: Jón Bragi Amarsson, varnar- jaxl ÍBV, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Jón Bragi á að baki 137 leiki með ÍBV i 1. deild, auk fiölda leikja með liðinu þeg- ar það lék í 2. deild. Hann er fimmti leikjahæsti leikmaður ÍBV í 1. deild. Hann skilur því eftir sig skarð i vöminni þegar hann hverfur á braut. Óvíst meö Friðrik Einnig er óvíst hvort Friðrik Sæbjömsson leikur með liðinu á næsta tímabili. Friðrik verður á sjó í vetur og eftir það er fram- haldið óljóst hjá honum. -ÞoGu Tryggvi spenntur fyrir Haugasundi DV, Eyjum: Eins og DV greindi frá á mánudaginn er Tryggvi Guð- mundsson í Noregi þessa dagana til að líta á aðstæður hjá norska liðinu Haugasundi sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina í haust. Tryggvi segist mjög spenntur að reyna að komast að hjá þessu norska liði. Sigþór Júlíusson úr Val er einnig hjá Haugasundi með sama markmið í huga. -ÞoGu Handbolti: Andrea ætlar til Hauka DV, Eyjum: Andrea Atladóttir, landsliðs- kona ÍBV í handknattleik, hefur tilkynnt'handknattleiksráði ÍBV að hún ætli að skipta yfir í lið ís- landsmeistara Hauka. Andrea var búin að ákveða að taka sér frí frá handbolta fram yfir ára- mót vegna anna við Háskólann þar sem hún er í námi. Hún ætl- aði síðan að leika fyrir ÍBV í vetur. Ekki hefur enn verið gengið frá félagaskiptum en Andrea byijar að leika með Haukum eft- ir áramót. -ÞoGu Línur skýrðust nokkuð í riðlun- um fiómm í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Núverandi Evrópumeistarar í Juventus fengu svo sannarlega að hafa fyrir hlutun- um í Vínarborg gegn Rapid. Óvænt- ustu úrslit kvöldsins vom þegar sænska liðið IFK Gautaborg vann glæstan sigur á stórliði AC Milan. Manchester United gerði einnig góða ferð til Istanbul þar sem liðið lagði Ferenbache að velli í yfirveg- uðum og góðum leik liðsins. Juventus tapaði sínum fyrstu stigum í keppninni. Juve byrjaði betur og náði foryshmni vegna mis- taka Andrzej Lesiak. Hann bætti síðan upp mistökin með jöfnunar- marki skömmu síðar - hörkumarki beint úr aukaspymu. IFK Gautaborg hefur oft komið á óvart í Evrópukeppni í gegnum árin. í gærkvöld var við því búist að AC Milan ynni öraggan sigur. Ann- að kom á daginn því Sviamir voru síst lakari aðilinn enda fengu þeir frábæran stuðning frá áhorfendum sem troðfylltu völlinn í Gautaborg. Það leit ekki að visu vel út fyrir Sví- ana því fiótlega í síðari halfleik náði George Weah forystunni fyrir Mil- an. Svíarnir alltaf seigir Svíarnir vora ekki af baki dottnir og færðust allir í aukana eft- ir því sem á leikinn leið. Tvö mörk á tíu mínútna leikkafla gerðu vonir Milan aö engu og annað tap þeirra í riðlinum var staðreynd. Erik Wahl- stedt hafði aðeins verið inn á i tvær mínútur þegar hann skoraði jöfnun- armarkið. Alexandersson gerði sig- urmarkið og allt ætlaði um koll að keyra á vellinum. Gautaborg fagn- aði þarna sínum fyrsta sigri í keppninni. Dortmund er með fullt hús stiga og sótti sigur í erfiðum útileik gegn Atletico í Madríd. Þýska liðið getur þakkað markverði sínum hvemig lyktir leiksins urðu. Stefan Klos heitir hann og varði nokkrum sinn- um á undraverðan hátt. Stefan Reuter skoraði mark Dortmund í upphafi síðari hálfleiks og eftir það bakkaði liðið með þeim afleiðingum að Atletico sótti án afláts það sem eftir lifði leiksins. Oft skall hurð nærri hælum upp við mark þýska liðsins en allt kom fyrir ekki. Manchester United lék af skyn- semi gegn Fenerbache og uppskar samkvæmt því. Tyrkimir sýndu til- burði í byrjun en fiöraðu smám saman út. Staða United í riðlinum er sterk og stefnir allt í að liðið fari upp úr riðlunum með Juventus. Hlakkar til framhaldsins „Liðið lék vel og ég held að strák- amir hafi lært heilmikið á ósigrin- um í fyrsta leiknum gegn Juventus. Liðið er vonandi komið á rétta braut í keppninni og ég hlakka til framhaldsins," sagöi Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United eftir leikinn. Hvorki gengur né rekur hjá Glas- gow Rangers. Nú mátti liðið þola enn eina útreiöina. Ajax lék skoska liðið sundur og saman. Leikurinn var síðan enn auðveldari fyrir Ajax eftir að Paul Gascoigne var vikið af leikvelli fyrir brot á 29. mínútu. Portúgalinn Dani, sem West Ham seldi til Ajax í haust, átti stórleik. Rosenborg fór illa að ráði sínu gegn Porto. Hvert tækifærið af öðra fór i súginn í síðari hálfleik. Liðinu var á lokamínútunni refsað þegar varamaðurinn Jardel skoraði sigur- markið. Porto hefur unnið alla sína þrjá leiki til þessa í riðlinum. -JKS '1— £f)MElSlARADEILDIN A-riöill: Ajax-Rangers . . . . 4-1 1-0 Dani (25.), 2-0 Dani (41.), 3-0 Babangida (83.), 3-1 Durrant (88.), 4-1 Wooter (90.) 47.000 Auxerre-Grasshoppers . . . . . 1-0 1-0 Deniaud (42.) 19.000 Grasshopp. 3 2 0 1 4-1 6 Ajax 3 2 0 1 5-2 6 Auxerre 3 2 0 1 3-2 6 Rangers 3 0 0 3 2-9 0 B-riöill: Steaua-Widzew Lodz . . . .... 1-0 1-0 Bogusz (82. sjálfsm.) 9.000 Atletico Madrid-Dortmund . . 0-1 0-1 Reuter (50.) 47.000 Dortmund 3 3 0 0 6-1 9 A.Madrid 3 2 0 1 8-2 6 Steaua 3 10 2 1-7 3 Lodz 3 0 0 3 2-7 0 C-riöill: Fenerbache-Manch.Utd . .... 0-2 0-1 Beckham (55.), 0-2 Cantona (60.) 28.000 Rapid Wien-Juventus . . .... 1-1 0-1 Vieri (9.), 1-1 Lesiak (20.) 48.000 Juventus 3 2 10 3-1 7 Manch.Utd 3 2 0 1 4-1 6 Rapid Wien 3 0 2 1 2-4 2 Fenerbache 3012 1-4 1 D-riöill: Rosenborg-Porto .... 0-1 0-1 Jardell (90.) 20.400 Gautaborg-AC Milan . . . .... 2-1 0-1 Weah (52.), 1-1 Wahlstedt (74.), 2-1 Alexandersson (84.) 42.450 Porto 3 3 0 0 6-3 9 AC Milan 3 10 2 7-6 3 Gautaborg 3 10 2 5-6 3 Rosenborg 3102 4-7 3 UEFA-BIKARIHN 2. umferð - fyrri leikur Hamburg SV-Spartak Moskva 3-0 1-0 Breitenreiter (8.), 2-0 Bearon (39.), 3-0 Kovacevic (58.) 18.000 |*». EN61AND 1. deild: Norwich-Oldham................2-0 Port Vale-Crystal P...........0-2 Q.P.R.-Bradford...............1-0 Southend-Grimsby .............1-0 Swindon-Huddersfield..........6-0 W.B.A.-Stoke City.............0-2 Staða efstu liða: Bolton 12 9 2 1 28-14 29 Norwich 12 8 3 1 19-7 27 Crystal P. 12 5 6 1 25-10 21 Wolves 13 6 3 4 18-13 21 Bamsley 11 6 3 2 17-10 21 Stoke 11 5 4 2 17-16 19 Kvennaknattspyrna: Ásthildur til Frankfurt eða vestur? Þýska félagið Frankfúrt sækir hart að fá Ásthildi Helgadóttur úr Breiðabliki til liðs við sig. Forráðamenn Frankfurt báðu Ásthildi að koma til Þýskalands á laugardag og spila deildaleik á sunnudag, og óskuðu eftir félaga- skiptum fyrir hana hjá KSÍ í gær. Breiðablik skrifaði ekki undir í gær og samkvæmt heimildum DV var óljóst í gærkvöld hvort Ásthildur færi til Þýskalands eða í skóla í Bandaríkjunum eins og til stóð. Þar hafa henni verið boðin ýmis hlunnindi jafn- framt því að leika með skólaliði Vanderbilt háskólans. Þjálfari Vanderbilt mun hafa mælt með því við Ásthildi að hún færi til Þýskalands og kæmi síðan til Bandaríkjanna næsta haust, reynslunni ríkari, en beggja vegna Atlantshafsins er beðið eftir ákvörðun þessarar snjöllu knattspyrnukonu. -VS Ole Gunnar Solskjær hefur hér betur í baráttunni viö Halil Ibrahim Kara hjá Ferenbache í Istanbúl í gærkvöld. Manchester United hefur góöa stöðu í riðlinum eftir sigurinn sem var öruggur þegar á heildina er litið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.