Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 24
32 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 Fréttir DV Getur ekki sungið Leikararnir, sem tóku aö sér hlutverk í nýjustu mynd Woddys Allens, Everyone Tells Me I Love You, urðu heldur betur hissa er þeir mættu á tökustað og komust að því að um dans- og söngva- mynd var að ræða. Leikararnir Drew Barrymore, Alan Alda, Julia Roberts, Tim Roth og Ed Norton leika aðalhlut- verkin. Drew Barrymore ætlaði að draga sig í hlé þegar hún komst að því að sönghæfileika var krafist en Allen ákvað að fá unga skóla- stúlku til að syngja fyrir hana. Stjómar sjón- varpsþætti Leikarinn Tom Hanks hefur tekið að sér að stjórna sjónvarps- þætti á ABC sjónvarpsstöðinni þar sem fyrstu þrjú árin í ævi bama verða í brennidepli. Nýlegar rannsóknir sýna að fyrstu þrjú árin móta líf fólks hvaö mest og verður í þættinum litið á hvað samfélagið gerir og þarf að gera til að styðja foreldra. Forráðamenn ABC sjónvarps- stöðvarinnar em í sjöunda himni yfir þvi að Tom Hanks ætli að stjóma þættinum en Rob Reiner mun hafa yfirumsjón með honum. Söngkonan Withney Houston mun að öllum líkindum koma fram í þættinum. Gamalt kærustu- par í heitum ástarsenum - varð að spyrja eiginkonuna fyrst Leikararnir Julia Roberts og Liam Neeson vom ekki alveg óvön því að láta vel hvort að öðru þegar þau þurftu að leika í ástríðufullum ástarsenum í kvikmyndinni Mich- ael Collins sem fjallar um írska frelsishetju. En Liam Neeson þurfti að fá leyfi eiginkonunnar, Natasha Richardson, til að leika í ástarsen- unum á móti Juliu. Ástæðan var sú að hann átti eitt sinni í ástarsam- bandi við leikkonuna. Eiginkonan var skilningsrík og gaf samþykki sitt. Julia Roberts. Leikstjórinn Neil Jordan segir í viðtali við breskt blað að það hafi verið mikill kostur að Julia og Liam hafi áður verið í nánu sambandi. „Þau leika elskendur og sluppu þess vegna við vandræðin sem leikarar lenda oft í þegar þeir eru að kynn- ast.“ Liam, sem er 44 ára, varð ástfang- inn af Juliu þegar þau voru bæði að hefja feril sinn. Hún var þá 19 ára og hafði enn ekki leikið í Pretty Wo- man á móti Richard Gere en það hlutverk gerði hana að stjörnu á Liam Neeson. Geena Davis og eiginmaðurinn Renny Harlin. Liam ásamt eiginkonu sinni, Natasha Richardson. einni nóttu. Liam hafði yfirgefið Bretland, ákveðinn í að gera það gott í Hollywood. Hann og Julia hitt- ust 1988 við gerð kvikmyndarinnar Satisfaction sem ekki gekk vel. Sam- band þeirra varaði stutt. Julia fékk fleiri og fleiri hlutverk og hún féll fyrir mörgum mótleikurum sinum. En Julia og Liam eru enn vinir. Hún segir að það hafi ekki verið óþægilegt að leika á móti Liam í ást- arsenunum fyrmefndu. Hún segist þó hafa beðið leikstjórann að kanna hvort Liam væri mótfallinn því að hún léki á móti honum í kvikmynd- inni þar sem hann væri núna kvæntur og tveggja bama faðir. „Það sem hjálpaði var að við Natasha erum góðar vinkonur. Mér finnst þau hið fullkomna par,“ segir Julia. Liam þótti heldur ekki erfltt að leika í ástarsenunum. „Við Julia er- um leikarar og það vill til að við vorum eitt sinn i ástarsambandi," leggur hann áherslu á. Hann segir að sér hafl tekist að vera áfram vin- ur flestra þeirra kvenna sem hann hefúr átt vingott við en meðal nokk- urra þeirra eru Barbra Streisand, Helen Mirren og Sinead O’Connor. Geena leikur sjálf í áhættuatriðunum Geena Davis, sem sló í gegn í myndinni Thelma og Louise, leikur nú venjulega konu sem gerist hasar- hetja í myndinni Long Kiss Goodnight undir leikstjórn eigin- mannsins Renny Harlin sem er finnskur. Ýmsir efast þó um að kon- ur þyrpist á myndina vegna þess eins að hún fjalli um venjulega konu, eins og Geena er sögð vonast til, því mikill hasar þykir ekki raunverulegur. í myndinni leikur Geena á móti Samuel Jackson og bæði heimtuðu þau að gera öll áhættuatriðin sjálf. En þau voru í öruggum höndum. Leikstjórinn sá um að ekkert gæti komið fyrir eiginkonuna. Geena leikur heimavinnandi hús- móður sem þjáist af minnisleysi og uppgötvar að hún er háttsettur leyniþjónustumaður. Samuel Jackson leikur leynilögreglumann sem aðstoðar hana við að grafa upp fortíðina. er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin Hjónaband Jaggers ogHall á brauð- fótum Samkvæmt breskum slúðurblöðum stendur hjónaband fyrirsætunnar Jerry Hall og söngvar- ans Micks Jaggers á brauðfótum. Jerry hefur leit- að til lögfræðings en sá vildi ekkert láta uppi um það hvort skilnaður væri í aðsigi. „Ég hef skýr fyrirmæli frá skjólstæðingi mínum um að segja ekkert í tengslum við mál fyrirsæt- unnar," sagði lögfræðingurinn Anthony Julius. Jerry Hall og Mick Jagger hafa verið gift í sex ár og eiga saman þrjú böm en Jagger hefur undanfar- ið verið orðaður við flestar aðrar konur en eigin- konu sína. Hann sást t.d. á næturklúbbi fyrir stuttu í fylgd leikkonunnar Umu Thurman og einnig náði Ijósmyndari einn að festa á filmu unga fyrirsætu er kom morgunn einn út úr hótelbergi Jaggers í Los Angeles. Það nægir líklega ekki fyrir Mick Jagger að setja stút á munninn til að fá eiginkonu sína til að fyr- irgefa sér í þetta sinn en honum tekst enn að fylla heilu íþróttavellina af fólki sem kemur til að sjá hann sveifla hljóðnemanum og hrista sig og skekja á alla kanta með hljómsveit sinni, Rolling Stones. Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að fyrirsætan Jerry Hall ætli að sækja um skilnað frá söngvaranum Mick Jagger. Hún hefur leitað til lögfræðings en hann neitar að gefa nokkuð upp um það hvort skilnaður sé í aðsigi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.