Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1996, Side 28
36
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
*
rm
íslenski þjóösöngurinn er enn
einu sinni orðinn að umræðuefni
manna á milli.
Nokkrir
laglausir
þingmenn
' „Það þarf bara að kenna söng-
inn og alveg fáránlegt að gefast
upp bara af því að nokkrir þing-
menn eru laglausir."
Einar Vilhjálmsson í Viðskipta-
blaðinu.
Engin skipti
„Ég sé ekki ástæðu til að
skipta um þjóðsöng frekar en
Heklu eða Vatnajökul.“
Árni Johnsen í Viðskiptablað-
inu.
Ummæli
Frekar kennara en prest
„Það á að eyða stórpeningi í
að senda prest til okkar en það
vantar miklu frekar kennara til
að kenna þessum ungu islend-
ingum sem þar búa íslensku."
Valgeir Sigurðsson, veitinga-
maður í Lúxemborg, i DV.
Frjálshyggjugauramir
„Meira að segja formaður
Framsóknarflokksins er að
verða frjálshyggjugaur í saman-
burði við formann Sjálfstæðis-
flokksins."
Tryggvi Harðarson bæjarfull-
trúi í Alþýðublaðinu.
Borgardætur syngja í Hafnar-
borg í kvöld.
Djass fyrir alla
Eldri skátar í Hafnarfirði
kalla Borgardætur til leiks í
fjórða áfanga Djass fyrir alla
sem verður í Hafnarborg í kvöld,
kl. 21. Borgardætur hafa á und-
anfomum árum fært gömul lög
millistríðsáranna í íslenskan
búning á skemmtilegan hátt.
Borgardætur munu flytja
sveiflandi söngdagskrá í anda
söngtríóa svingáranna. Þeim til
Tónleikar
fulltingis verða Eyþór Gunnars-
son, píanisti og útsetjari, og
Þórður Högnason kontra-
bassaleikari, en Borgardætur
eru Andrea Gylfadóttir, Berglind
Björk Jónasdóttir og EOen Krist-
jánsdóttir.
Kynnir kvöldsins verður sem
fyrr Jónatan Garðarsson en
hann hefur glatt áheyrendur á
síðustu djasskvöldum skátanna
með einfóldum skýringum og
frásögnum um djassinn.
á suðvesturhominu
Bjartviðri
Nærri kyrrstæð 985 mb lægð er
um 500 km suður af Homafirði, en
mdli Norðaustur-Grænlands og
Svalbarða er 1028 mb hæð sem þok-
ast austur.
Veðrið í dag
í dag verður austan- og norðaust-
an átt, víðast kaldi eða stinnings-
kaldi. Rigning eða súld með köflum
norðan- og austanlands, en víða
bjartviðri á Suðvestur- og Vestur-
landi. Hiti 2 til 7 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er austan-
og síðar norðaustankaldi. Léttskýj-
að. Hiti 2 tO 7 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.00
Sólarupprás á morgun: 08.27
Síðdegisflóð í Reykjavik: 21.28
Árdegisflóð á morgun: 09.57
Veörið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjaö 5
Akurnes rigning á siö. kls. 8
Bergstaöir léttskýjaö 5
Bolungarvík rigning 5
Egilsstaöir þoka 4
Keflavíkurflugv. hálfskýjaö 4
Kirkjubkl. skúr 6
Raufarhöfn þoka 5
Reykjavík léttskýjaö 3
Stórhöfói . skýjaö 6
Helsinki léttskýjaö 0
Kaupmannah. rigning 12
Ósló rigning 9
Stokkhólmur þokumóöa 10
Þórshöfn skúr á síö. kls. 9
Amsterdam þokumóöa 5
Barcelona léttskýjaö 11
Chicago skýjaö 16
Frankfurt alskýjaö 8
Glasgow hálfskýjaö 8
Hamborg alskýjaö 11
London skýjaö 7
Los Angeles mistur 16
Madrid þokumóöa 9
Malaga hálfskýjaö 16
Mallorca
Paris rigning 8
Róm skýjaö 15
Valencia léttskýjað 14
New York heiöskírt 19
Nuuk léttskýjaö -3
Vín skýjaö 12
Washington
Winnipeg heiöskírt -2
Guðrún Árdís Össurardóttir, besta saumakona í Evrópu:
Draumurinn er að starfa við fatahönnun
„Mamma saumaði mikið á mig
þegar ég var lítil og má segja að ég
hafi eiginlega tekið við af henni.
Hún er hætt að sauma og kenndi
mér í staðinn þegar ég var lítil
þannig að ég held að áhuginn fyrir
saumaskap sé í fjölskyldublóðinu,"
sagði Guðrún Árdís Össurardóttir,
21 árs stúlka, mjög hress og með
skemmtilega framkomu, þegar hún
kom til landsins eftir að hafa sigrað
í keppni þýska tískublaðsins Burda
um titilinn besta saumakona Evr-
ópu í Baden-Baden á laugardags-
kvöldið.
Guðrún Árdís fékk Aenne Burda
verðlaunin fyrir kjól sem hún
hannaði og saumaði. Hann er síður,
Maður dagsins
úr dökkbláu polyester og organza,
og svo notaði hún gardínugorm til
að halda ytra pilsinu út. Á kjólnum
voru 147 mósaíkflísar, eða 0,3 fer-
metrar, og þurfti hún ekki að sækja
þær langt þar sem faðir hennar flyt-
ur inn flísar. Með flísunum er kjóll-
inn tæp 3 kíló. Verðlaunin voru
ekki af verri endanum og meðal
þeirra var- rauður blæjubíll, Fiat
Punto, og kynstur af snyrtivörum,
auk medalíunnar.
Guörún Árdís Össurardóttir.
„Þetta er fyrst og fremst mikil
hvatning fyrir mig að halda áfram
því sem ég er að gera. Ég byrjaði í
síðustu viku í námi í fatahönnun í
The Art Institute of Fort Lauder-
dale á Flórída sem er meðal þeirra
fremstu í fatahönnuðamámi. Skól-
inn er 2 ára nám i 12 mánuði á ári
og ekkert sumarfri."
Guðrún lauk námi við Verslun-
arskóla íslands um sl. áramót og út-
skrifaðist á vorönn. Þar notaði hún
verðlaunakjólinn sem útskriftar-
kjól. Guðrún tók síðan eina önn á
handíðabraut í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti til að búa sig undir
fatahönnuðarnámið í Bandaríkjun-
mn.
Guðrún á framtíðardraum eins
og flestir íslendingar. „Draumurinn
er að geta starfað við fatahönnun í
framtíðinni. Mig langar að koma
heim til íslands þegar náminu lýk-
ur og vera hjá fólkinu mínu hér og
geta unnið hérna sem fatahönnuð-
ur.“
Guðrún átti 21 árs afmæli á
flmmtudaginn í síðustu viku og
fékk því skemmtilega og eftirminni-
lega afinælisgjöf. Hún stoppaði stutt
hér á landi eftir keppnina, aðeins
einn sólarhring, og flaug til Banda-
ríkjanna á þriðjudaginn til að hitta
kærasta sinn, Örvar Þór Ólafsson,
sem einnig er í námi í Bandaríkjun-
um, í markaðsfræði.
Foreldrar Guðrúnar eru Össur
Sigurður Stefánsson, eigandi Álfa-
borgar í Reykjavík, og Ásdís Samú-
elsdóttir. Þau voru með dóttur sinni
í keppninni, henni til halds og
trausts. „Það var mjög gott að hafa
þau með.“ Guðrún Árdís á einn
eldri bróður, Kolbein, sem tók á
móti henni með risastórum blóm-
vendi þegar hún kom heim. -ÆMK
Óviðfeldin Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingarorði
var Török sýnir í Galleríi Sævars
Karls.
Ný verk
Um síðustu helgi var opnuð
sýning í GaUerii Sævars Karls á
nýjum verkum eftir ívar Török.
Hafa verkin ekki verið sýnd
áður. ívar Török er fæddur í
Búdapest árið 1941. Hann stund-
aði nám og vann í Búdapest þar
til hann flutti til íslands árið
1969 og íslenskur ríkisborgari
varð hann árið 1974.
Sýningar
ívar Török hefur starfað við
leikmyndahönnun og hannað
yfir 100 leikmyndir, meðal ann-
ars fyrir Leikfélag Reykjavíkur,
Leikfélag Akureyrar og ung-
verska og íslenska Þjóðleikhús-
ið. Ásamt þessu hefur hann
starfaö við útlitshönnun og graf-
íska hönnun, hefur kennt leik-
mynda- og þrívíddarhönnun við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og jafnframt stundað
einkakennslu hér á landi og er-
lendis.
ívar hefur haldið nokkrar
einkasýningar á íslandi, Noregi
og Hollandi og það sem af er ár-
inu hefur hann einnig haldið
tvær samsýningar ásamt konu
sinni Magdalenu M. Hermanns,
aðra í Reykjavík og hina í
Amsterdam.
Bridge
Sú óskráða regla er yfirleitt í
notkun í bridge að sá sem kemur
inn á hindrunarsögn segir yfirleitt
ekki aftur á spilin sín i óþvingaðri
stöðu. Sá sem hindrunarsegir lætur
félaga sinn oftast um framhaldið.
Engin regla er þó án undantekn-
inga. Um síðustu helgi var spilað
æfingamót fyrir landsliðið sem er á
leið til Rhodos á ólympiumót um
komandi helgi. Spil dagsins kom
fyrir á æfingunni. Sagnir gengu
þannig, AV á hættu og norður gjaf-
ari:
4 Á52
44 G1053
♦ D2
* K962
4 10
44 Á76
♦ G1093
* DG1085
* 4 DG9643
44 --
♦ ÁK65
* 743
Norður Austur Suður Vestur
pass 1 * 2 4 3*4
pass pass dobl pass
4 4 p/h pass pass dobl
Margir hefðu heldur kosið að
koma inn í sagnir á einum spaða á
suðurhöndina en suður valdi frekar
hindrunarsögnina 2 spaða. Þriggja
hjarta sögn vesturs var í veikari
kantinum en þrír tíglar (Rubensohl
yfirfærsla) hefði lofað betri spilum.
Norður ákvað að segja ekki yfir
þremur hjörtum en þegar suður
doblaði sá hann í hendi sér að allir
punktarnir voru gulls ígildi. Vestur
gat ekki stillt sig um að dobla fjóra
spaða en samningurinn stendur
alltaf með réttri spilamennsku.
Vestur hóf reyndar vömina á því að
spila út spaðatíu og austur fékk
fyrsta slaginn á kóng. Hann lagði
niður laufásinn og spilaði tígli í
þeirri von að fá laufstungu en ekk-
ert varð af henni. Sagnhafi tromp-
aði tígul einu sinni áður en hann
tók trompin af austri.
ísak Öm Sigurðsson