Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Qupperneq 5
I>!# FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 19 Minningartónleikar um Ingimar Eydal: Kvöldið er okkar - fjöldi tónlistarmanna kemur saman á Akureyri *. * ★ * tónlist * * Margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar taka þátt f minningartónleikum um Ingimar Eydal sem haldnir verða í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 20. október. „Það stefnir í þriggja tíma tónlist- arveislu með mörgum af bestu tón- listarmönnum þjóðarinnar," segir Þórgnýr Dýrfjörð um minningar- tónleika um akureyrska tónlistar- snillinginn Ingimar Eydal í íþrótta- höllinni á Akureyri sunnudaginn 20. október. Þann dag hefði Ingimar orðið sextugur en hann lést í árs- byrjun 1993. Að tónleikunum standa ættingjar, vinir og aðdáend- ur Inghnars, auk tónlistarmanna á Akureyri, Tónlistarfélag Akureyr- ar, Kiwanisklúbburinn Kaldbakur og fleiri. Um 200 manns koma að tónleikunum og gefa allir vinnu sína. Fjölbreytt tónlist „Áðaláherslan verður á þá tónlist sem Ingimar sjálfur hafði áhuga á enda er á dagskrá allt frá poppi til klassískrar tónlistar. Það er því ekki verið að einblína á gömlu Sjallastemninguna þó að auðvitað verði hún með að einhverju leyti,“ segir Þórgnýr. Að hans sögn er lík- legt að um 800 manns sæki tónleik- ana. „Það er mikill áhugi hér á Akureyri en fólk úr nágranna- byggðunum og Reykjavík hefur einnig verið duglegt við að panta miða,“ segir Þórgnýr. Úrvalstónlístarmenn Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikunum eru Bjöm Thoroddsen, Bubbi Morthens Daníel Þorsteinsson, Egill Ólafsson, Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir, Fjórir fjömgir, Gunnar Gunnars- son, Hljómsveit Ingu Eydal, Jass- tríóið Skipað þeim, Karlakór Akur- eyrar-Geysir, Kór Akureyrar- kirkju, Ómar Ragnarsson, Óskar Pétursson, Tjamarkvartettinn, Tríó PKK og Þorvaldur Halldórsson. Einnig verða Boogie Woogie bræð- in* með sérstakt atriði en heyrst hefur að þegar þeir stíga á stokk verði fjögur píanó og einn flygill á sviðinu. Kynnir tónleikanna verður útvarpsmaðurinn Gestur Einar Jónasson. Það er því full ástæða fyrir tón- listarunnendur, hvar sem þeir em á landinu, að líta inn í íþróttahöll- ina á Akureyri á sunnudaginn og kynnast þeirri tónlist sem listamað- urinn og mannvinurinn Ingimar Eydal hafði gaman af og gladdi aðra með. Auk þess að minnast Ingimars í tali og tónum er tilgangur tónleik- anna að safna fé í minningarsjóð um Ingimar og verður honum væntanlega varið til þess aö kaupa vandaðan konsertflygil handa Ak- ureyringum. Þegar hefur verið stofnaður reikningur í íslands- banka á Akureyri þar sem þeir sem vilja geta lagt inn framlög til sjóðs- ins. Reikningurinn er nr. 1617. Nýir diskar gefnir út Sunnudaginn 20. október kemur út á vegum Spors hf. geisladiskur- inn Kvöldið er okkar þar sem er að Finna úrval laga með hljómsveit Ingimars Eydals. Einnig er væntan- legur geisladiskur, Skálm, með pí- anóleikaranum Gunnari Gunnars- syni en sá diskur er tileinkaður minningu Ingimars. -JHÞ Sigrún Hjálmtysdótlir syngur meö Agli Ólafssyni á Þegar mamma var ung. Þegar mamma var ung - endurútgáfa með Diddú og Agli Hljómplötuútgáfan SPOR hef- ur nýverið endurútgefiö plötuna Þegar mamma var ung, með Sig- rúnu Diddú Hjálmtýsdóttur og Agli Ólafssyni í stafrænu formi. Platan kom upprunalega út árið 1978 og hefur að geyma 13 lög úr revíunuir. Halló, Ameríka, Forn- ar dyggðir, Hver maður á sinn draum, Nú er það svart, Allt í lagi, lagsi og Upplyfting. Leikstjórinn og nú dagskrár- stjórinn Páll Baldvin Baldvins- son hefur meðal annars þetta að segja um efnið á kápu plötunnar: Lögin á þessari geislaplötu eru sýnishorn af revíutónlist áranna milli 1938 og 1946, en á því tíma- bili reis íslensk revíusmíð hæst að vinsældum og virðingu. Tíma- bilið er oft nefnt Gullöld revíunn- ar. íslenska revían á sér um hundrað ára sögu. Formið hefur tekið litlum breytingum. Páll Baldvin hefur skrifað heilmikinn pistil um revíur íslendinga, sem ekki verður allur endurfluttur hér, en á plötunni er að finna þverskurð af revíusmíðum ís- lendinga, jafnt til að rifja upp gamlar minningar og búa til nýj- ar. -GBG r mMá Alhöfnin, nýjasla myiul ( laude Chabrol., er hyggö á sögu eftir Ruth Rendell. Ung kona er fengin til aö halda heiinili fyrir ráöríkt og snohhaö etnalölk. Hún ei sei lunduö og linnur ser \ inkonu sern vinnur á n.ikegu pósthúsi. Saman ákveha |>«er <iö laka til sinna raöa varöandi ráöiiki ljölskyIdunuar. Sainan eru |».er eins og sljöinlaus eiinreiö á leiö fil tortiiningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.