Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1996, Side 10
af forsíðum tískublaða í kvikmyndirnar í efsta sæti myndbandalistans þessa vikuna er gamanmyndin Get Shorty með John Travolta, Gene Hackman, Danny DeVito og Rene Russo í aðalhlutverkum. Sjálfsagt er Rene Russo minnst þekkt þessara leikara, enda á hún stystan feril að haki í kvikmyndum. Þegar John Travolta var að leika undir áhrifum frá tónlist Bee Gees í Saturday Night Fever, Gene Hackman að gera garðinn frægan í The French Conn- ection og Danny De Vito að skamm- ast út í leigubílstjóra í sjónvarps- þáttaseríunni Taxi var Rene Russo á forsíðum tískublaða á borð við Vouge, Glamour og Cosmopolitian. Tilboðin freistuðu ekki Rene Russo er ekkert unglamb þótt hún hafi ekki leikið í sinni fyrstu kvikmynd fyrr en 1989, hún er orðin fjörutíu og tveggja ára en heldur vel glæsileika þeim sem gerði hana að einni eftirsóttustu fyrirsætu í heimi á áttunda áratugn- um. Russo hafði hvað eftir annað fengið tilboð um að leika í kvik- myndum þegar hún var á hátindi ferils síns en alltaf neitað. Það var ekki fyrr en hún hætti alveg í tísku- bransanum að hún sneri sér að kvikmyndaleik og þá með hálfum huga: „Það voru aðallega pen- ingarnir sem mér voru boðnir. Ég var hætt að sitja fyrir og þó ég væri ekki beint blönk voru peningarnir, Nýjasta kvikmynd Rene Russo er Tin Cup. Hér er hún ásamt með- leikurum sínum; Don Johnson og Kevin Costner. sem boðnir voru, freistandi þannig að það má segja að byrjunin hafi verið eingöngum fjármálalegs eðlis, ég hafði enga sérstaka löngun til að leika en sagði við sjálfa mig að það sakaði ekki að reyna og sjá hvernig árangurinn yrði.“ Rene Russo kom vel fyrir í kvik- myndum og fékk strax tilboð um fleiri myndir en hún hefur samt ekkert verið að flýta sér og hefur leikið í einni mynd á ári þar til nú síðustu tvö árin að hún hefur leikiö í hverri myndinni á fætur annarri. Nýjasta kvikmynd hennar, Tin Cup, móti Kevin Costner og brátt má einnig sjá hana í Ransom, nýjustu kvik- mynd Mels Gibsons, sem Ron Howard leikstýrir, en það var einmitt á móti Mel Gibson í Lethal Wea- pon 3 sem Russo sló fyrst í gegn. Varð sýningarstúlka sextán ára Rene Russo er Kaliforn- íubúi og ólst upp í mynd sem nýtur mikilla vin- sælda um þessar mund- ir, það leikur hún á Rene Russo ásamt Dustin Hoffman í Outbreak. Burbank. Hún var enn í mennta- skóla þegar hún vakti athygli tísku- ljósmyndara og upp úr því fékk hún atvinnutilboð og með skólanum starfaði hún sem ljósmyndafyrir- sæta. Þegar skólanámi lauk fór hún til New York þar sem hún varð fljótt vinsælasta fyrirsætan hjá Ford Agency og þegar hún var hvað vin- Rene Russo ásamt meðleikurum sínum f Get Shorty; John Tra- voita, Gene Hackman og Danny DeVito. sælust var hún á forsíðum allra helstu tískublaða í heimi. Fyrsta kvikmyndin, sem Rene Russo lék í, var Major League þar sem hún lék á móti Tom Berenger og Charlie Sheen. Siðan hefur hver myndin á fætur annarri komið en yfirleitt er hún á annarri fiðlu þannig að það hefur ekki reynt mik- ið á leikhæfileika hennar. Það er kannski helst henni sjálfri að kenna, hún segist hafa ósköp lítinn metnað í starfi sínu og enga sér- staka löngun til að takast á við hlut- verk sem krefjast mikillar tækni og innlifun í leik. Russo hefur þó far- ið fram með hverju árinu og komist vel frá ólíkum hlut- verkum, sem þó öll eru á léttari nótum. Má nefna hlutverk B- myndaleikkon- unnar í Get Shorty og vísindamanns- ins í Outbreak. Aðrar kvikmyndir, sem hún hefur leik- ið í, eru Mr. Desteny, One Good Cop, Leathal Wea- pon og In the Line of Fire þar sem hún lék á móti Clint Eastwood. -HK Teiknimyndafígúran Jim Carrey Þannig iíta þeir út í teiknimynd, Jeff Daniels og Jim Carrey. Útgáfa á teiknimyndum á mynd- bandi er mikil og nú er svo komið að farið er að taka vinsælar gaman- myndir og gera þær að teikni- myndaseríum sem síðan eru gefnar út á myndbandi. Nýjustu teiknimyndaseríurnar í þessum flokki eru The Mask og Dumb and Dumber. Það er skiljan- legt að myndir Jims Carrey skuli verða fyrir valinu, sjálfur er hann oft líkur teiknimyndafigúru þegar hann er að fetta sig og bretta. Það þykir hafa tekist vel að gera The Mask og Dumb and Dumber að teiknimyndaseríum og má kannski segja að í raun hafi það ekki verið erfitt verk þar sem myndirnar eru í miklum farsastíl. Það hefur sjálfsagt ekki verið erfitt að gera The Mask að teikni- mynd, þar sem myndin sjálf með Jim Carrey var byggð á teikni- myndaseríu sem að vísu hafði ekki verið til í sjónvarpi. Einnig hefur tekist vel með Dumb and Dumber og ættu allir krakkar að hafa gaman af. Þeir eldri sem hrifust af mynd- inni eiga sjálfsagt erfitt með að sætta sig við þessar útgáfur, enda mikill munur á, en meðan teikni- myndaseríumar em góð söluvara þá verður útgáfunni haldið áfram. Þess má að lokum geta að tvær sög- ur eru á hverri spólu. -HK Rene Russo er ekkert unglamb þótt hún hafi ekki leikið í sinni fyrstu kvikmynd fyrr en 1989, hún er orðin fjörutíu og tveggja ára en heldur vel glæsi- leika þeim sem gerði hana að einni eftirsótt- ustu fyrirsætu í heimi á áttunda áratugnum. íris Elfa Þorkelsdóttir: Clockers. Hún var ekkert sérstök. Guðmundur Gfslason: Leaving Las Vegas. Hún var mjög fræð- Nína Sif Pétursdóttir: Net, hún var góð. Guðný Pálsdóttir. Kryddlegin hjörtu. Hún er yndisleg, með þeim bestu. I TÆKINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.